Morgunblaðið - 02.08.1947, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 2. ágúst 1947
Tillaga um Akraneshöfn fullbyggða
Svörtu bryggjurnar eru þær, sem þegar eru byggðar eða lokið verður við í sumar. Dýpt-
arlínurnar tákna dýpið um stórstraumsfjöru. Á myndinni er komið fyrir í höfninni: 2 skip-
um á stærð við Fjallfoss, 4 nýsköpunartogurum og 75 vjelbátum 60 tonna.
77
Svar við greininni
Hver ræður“
í MORGUNBLAÐINU 24. þ.
mán. birtist grein með ofan-
nefndri fyrirsögn eftir herra
Guðbjart Ólafsson, hafnsögu-
mann.
Guðbjartur gagnrýnir þar
að hafnargarðinum á Akranesi
skuli ekki haldið áfram í sömu
stefnu og núverandi hafskipa-
bryggju. Hann hefur það eftir
manni, sem hann hitti á bryggj
unni, að Akurnesingar hafi ekki
verið að því spurðir hvernig
hafnargerðinni sje hagað, og
svo segir hann að menn, sem
til þekki um staðhætti og veð-
urfar, eigi að hafa úrskurðar-
vald í svona málum, en ekki
menn, sem aðeins dragi blý-
antsstrik á pappír og segi svona
skal það vera.
Jeg ætla að leyfa mjer í fám
orðum að skýra frá gangi þessa
máls.
í vetur voru gerðir nokkrir
tillöguuppdrættir um fram-
haldsbyggingu hafnarinnar á
Akranesi og þeir ræddir við
ráðamenn þar. Komu þar fram
ýms sjónarmið, en samkomu-
lag varð um að skipa nefnd
sjerfróðra manna til þess að
velja þá lausn sem hentugust
þætti. Það varð samkomulag
að eftirtaldir menn sætu 1
nefndinni, auk vitamálastjóra:
Þorvarður Björnsson, yfirhafn-
sögumaðUr í Reykjavík, Finn-
bogi R. Þorvaldsson, prófessor
í vatnavirkjun í verkfræðideild
Háskólans, sem á sínum tíma
stjórnaði byggingu hafskipa-
bryggjunnar á .Akranesi og Al-
bert Kindt, verkfræðingur, er
hefir haft umsjón með niður-
setningu kerannaa.
Nefndin varð einróma sam-
mála um að rjett væri að breyta
stefnu á framhaldi garðsins. —
Það mundi gefa kyrrari höfn,
minka byggingarkostnað, en
mundi þó vera nóg svigrúm til
inn- og útsiglingar, jafnvel fyr
ir stór skip. Það, hve mikið ætti
að beygja garðinn, var svo á-
kveðið í samkomulagi við bæj-
arstjórnina og samþykkt þar
með öllum greiddum atkvæð-
um gegn einu, og uppdráttur-
inn síðan samþykktur af rík-
isstjórninni.
Hjer með fylgir mynd af til-
löguuppdrætti af höfninni full-
bygðri. Höfnina er hægt að
stækka eftir vild þegar þörf
krefur og ástæður ieyfa.
Axel Sveinsson.
Fyrsfa (ör Queen
Mary effir slríð
London í gær.
RISASKIPIÐ „Queen Mary“
lagði í dag af stað frá Southamp
ton til New York í fyrstu för
sína síðan styrjöldinni lauk. —
Flugvjelar sveimuðu yfir skip-
inu, er það lagði úr höfn, og
mikill mannfjöldi var saman
kominn til að fagna brottför
þess.
„Queen Mary“ er væntanleg
til New York á þriðjudag.
í styrjöldinni fór skipið als
50 ferðir yfir Atlantshaf.
— Reuter.
Fulltrúar utanríkisráð-
herranna
LONDON: — F'ulltrúar utanríkis
ráðherra fjórveldanna mun koma
saman h.jer í London 1. október til
að undirbúa ráðstefnu ráðherr- ]
anna um þýsku friðarsamningana.
Bjarni Sigurðsson
r á
afmælinu
SJÁLFSTÆÐISFJELÖGIN í Reykjavík stóðu í gær fyrir
móttökum í Sjálfstæðishúsinu í tilefni af 80 ára afmæli Bjarna
Sigurðssonar, skrifstofustjóra Varðar-fjelagsins. Var þar mjög
gestkvæmt og bárust afmælisbarninu margar gjafir, blóm og
skeyti. Kom greinilega í ljós, hve miklum vinsældum hann á
að fagna.
Brelar móhnæla
aflur rúmensku
handlökunum
BBESKA stjórnin hefur nú
sent þeirri rúmensku aðra orð-
sendingu vegna handtakanna í
Rúmeníu að undanförnu. Hafa
Rúmenar svarað fyrri orðsend
ingunni og halda því fram í
svari sínu, að Bretar sjeu að
skipta sjer af innanlandsmál-
um Rúmeníu, með því að mót-
mæla aðgerðum stjórnarvald-
anna þar.
Bretar eru hinsvegar þeirrar
skoðunar, að rúmenska stjórn
in hafi rofið þriðju grein frið
arsamninga bandamanna vifi
Rúmeníu, en í henni er tekið
fram, að algert mál og skoðana
frelsi skuli ríkja í. landinu.
Siðustu fregnir frá Bukarest
herma, að það sje ranghermt,
að leiðtogi bændaflokksins þar
hafi verið handtekinn. Hann
dvelst í húsi írænda síns, en
stöðugur vörður er hafður um ]
hann. — Reuter.
Kristján Eldjárn
lekur þált í fornleifa-
rannsóknum í Sví-
þjóð
KRISTJÁN ELDJÁRN mag.
fór hjeðan í morgun áleiðis til
Sviþjóðar til þess að taka þátt
í fornleifarannsóknum, sem nú
standa yfir á Gotlandi.
Rannsóknir þessar hófust í
fyrra, og fara þær fram á stór-
um grafreit frá járnöldinni.
Márten Stenberger docent
við Uppsalaháskóla, sem veitir
rannsóknunum forstöðu, hefur
boðið fornleifafræðingum frá
öllum Norðurlöndunum að taka
þátt í rannsóknum þessum. •—
Kristján Eldjárn mætti þar
fyrir hönd Þjóðminjasafnsins.
Þessi tilhögun Svía á rann-
sóknum þessum er hin sama og
höfð var í Þjórsárdal sumarið
1939. Þá var Stenberger sjálfur
einn af þátttakendumunum.
Kristján gerir ráð fyrir að
dvelja í Svíþjóð um mánaðar-
tíma.
I
Ungverjalandi
SJÖFTNDI stórbruninn í
verksmiðju, sem orðið hefur í
Ungverjalandi á sjö vikum,1
átti sjer stað í gærkvöldi. Kom
upp eldur í Schram Christov
málningavöruverksmiðjunni í
Budapest.
S.l. laugardag brunnu þvi-
nær fjögur tonn af celluloid í
Budapest, en tveim dögum áð-
ur höfðu 50 bllfarmar af blaða
pappír brunnið í pappírsverk-'
smiðju á eyju einni í Dóná. j
Flinir tíðu brunar hafa haft
það í för með sjer, að vmsar
flugufregnir hafa komist á
kreik um að glæpaflokkar sjeu
hjer á ferðinni. — Reuter.
Breskir verklýös-
þlngmenn ræða
efnahagsáslandið
London í gærkvöldi.
ATTLEE forsætisráðherra,
mun á morgun ávarpa þingmenn
Verkamannaflokksins breska, er
þeir koma saman til fundar.
Stjórnmálaritarar eru alment
sammála um, að fundur þessi sje
ákaflega mikilsverður, þar sem
búast megi við því. að á honum
verði lagðar fram skýrslur um
efnahagsástand Bretlands. Þá er
og talið líklegt, að stjórnin leggi
fram tillögur til að sigrast á
dollara- og kolaskortinum og,
vandræðum þeim, sem skortur j
á vinnuafii hefur haft í för með
Frá Sjálfstæðisfjelögunum
bárust honum bókagjafir. Þá
höfðu stjórnir fjelaganna einn
ig látið gera sjerstaklega vand
aða gestabók, sem þau færðu
honum að gjöf. Efu rujöldin
útskorin af Karli Guð. lunds-
syni af mestu snilld. N 'n fje
laganna eru greipt þar og enn-
fremur merki Sjálfstæðisflokks
ins. Band bókarinnar sá Helgi
Tryggvason um.
Margar ræður voru fluttar í
samsætinu og voru meðal ræðu
manna, Bjarni Benediktsson,
utanríkisráðherra, Jón Pálma-
son, forseti sameinaðs Alþingis
sr. Bjarni Jónsson, frú Guðrún
Pjetursdóttir frk. María Maack
yfirhjúkrunarkona, Ragnar
Lárusson, formaður Varðar,
Sigbjörn Ármann, Sigurður
Björnsson frá Veðramóti, Kjart
an Ólafsson, brunavörður, Guð
jón Jónsson bryti, Sigurður
Kristjánsson alþm., Gísli Jónas
son fyrrv. yfirkennari o.fl. Bar
öllum ræðumónnum saman
um, hve dugandi starfsmaður
Bjarni væri og fór utanrikis-
ráðherra sjerstökum viðurkenn
ingarorðum um hann fyrir
störf hans í þágu sjálfstæðis-
stefnunnar og Sjálfstæðisflokks
ins.
sjer að undanförnu
Þess er vænst, að ákvörðun
verði bráðlega tekin um það,
hvað gera beri til að fá fleira
fólk til framleiðslustarfa. Kann
ef til vill að reka að því, að
gripið verði til þeirra ráða, að
minka breska herinn. — Reuter.
GYÐINGAR TIL GUIANA
WASHINGTON: Nefnd Gyð-
inga er nú að athuga staðhætti í
Surinam í hollensku Guiana, en
ráégert er, að þangað flytjist um
30,000 Gyðingar frá Evrópu. —
Hollenska stjórnin hefur fallist á
þessa ráðagerð, og munu fyrstu
Gyðingarnir fara til Surinam á
næsta ári.
1 samsætinu tilkynnti Matt-
hías Þórðarson, formaður orðu
nefndar, að forseti Islands
hefði þá um daginn sæmt
Bjarna Sigurðsson riddara-
krossi Fálkaorðunnar og af-
henti honum hann fyrir hönd
forseta, en Bjarni hefir gengt
mö'rgum störfum í þágu hins
opinbera um langt skeið.
Bjarni Sigurðsson þakkaði í
snjallri ræðu þann heiður, sem
honum hefði verið sýndur, og
sjerstaklega þá velvild sem
Sjálfstæðisfjelögin og forráða-
menn Sjálfstæðiflokksins hefði
alltaf sýnt sjer og óskaði flokkn
um gæfu og gengis.
Um hádegi í gær heimsóttu
Bjarna nokkrir forystumenn í
Sjálfstæðisflokknum og færðu
honum peningagjöf sem þakk-
lætis og viðurkenningarvott fyr
ir störf hans, en í gærkveldi
sat hann heima í fagnaði með
börnum sínum, tengdabörnum
og öðrum ættmönnum ig tengda
fólki.
Lífstíöarfangelsi
WASHINGTON — Douglas Chan
dler, bandarískur borgari, hefur
verið dæmdur í lífstíðarfangelsi
fyrir að útvarpa fyrir nasista á
styrjaldarárunum.
ENGAR ÁRÁSARFYRIR
ÆTLANIR
HAVANA: Forsætisráðherra
Kúba, hefur harðlega mótmælt
þeim orðróm, að verið væri að víg-
búa her í Kúba í því skyni að ráð-
ast á Dóminican-lýðveldið.