Morgunblaðið - 02.08.1947, Síða 8
8
MORGVNBLAÐJÐ
Laugardagur 2.t ágúst 1947
Enn nokkur ummæli um Finnlands-
sýningar Ármanns
Hjer fara á eftir nokkrir
finnskir blaðadómar um
sýningar Ármenninganna á
Hátðarleikjum Finnlands,
auk þeirra, sem áður hafa
verið birtir:
„HAFIÐ þið heyrt Guðmund-
ar Ágústssonar getið? Nei, tæp-
lega. En á íslandi er hann mun
þekktari. Hann er nú bestur
allra þar í þjóðaríþrótt lands
síns, glímunni. Mjer var for-
vitni á að vita, hvernig þessi
maður liti út.
Tveir háir og myndarlegir
menn gengu fram í bláum ullar-
klæðnaði, sem fjell alveg að
líkamanum. Þeir tókust tökum
og sýningin byrjaði. Þeir hjeldu
í belti hvors annars, lyftu hvor
öðrum í loft upp og reyndu að
koma bragði fyrir keppinautinn
og fella hann á gólfið, en í því
er vinningurinn fólginn. Fall
telst, er maðurinn liggur flatur,
en ekki ef hann kemur höndum
fyrir sig.
Hetjan okkar er 29 ára bónda
sonur frá íslandi, og er í Glímu-
fjelaginu Ármann í Reykjavík.
í fimm ár hefur hann staðið
uppi ósigraður. Engum hefur
tekist að fella hann. — Glímur
hans hafa aldrei tekið meíra en
tvær mínútur. Og þegar þessi
maður stóð fyrir framan mig á
grasflötinni, fannst mjer eins
og jeg stæði andspænis einum
riddara sögunnar.
Takið vel eftir glímunni, þeg-
ar ykkur gefst kostur á að sjá
hana, það borgar sig“.
„Strax að hnefaleikakeppn-
inni lokinni gafst okkur kostur
★
á að sjá íslensku glímuna. Þessi
þjóðaríþrótt íslendinga er
skemmtileg og minnir mikið á
fjölbragðaglímu (fribrottning),
nema hvað hún getur talist
meiri íþrótta-„leikur“, en venju-
leg keppni. Hún vakti mikla at-
hygli óhorfenda".
★
„Sýning íslensku fimleika-
stúlknanna frá Glímufjelaginu
Ármanni var svo rösklega gerð
og örugg undir stjórn Jóns Þor-
steinssonar, að það var eins og
um karlmenn væri að ræða. Æf-
ingar þeirra á háu slánni voru
svo vel gerðar, að þær stóðu
jafnvel Svíunum framar. Hreyf-
ingarnar voru öruggar, hreinar
og fimar og valdið á líkamanum
undravert. Sýningin endaði með
æfingum hæðst uppi á stólpun-
um, þar sem stúlkurnar hreyfðu
sig eins öruggar og þær væru
niðri á gólfi“.
Ráðstefna um
koiaframleiðsluna
London í gærkv.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
halda í næstu viku í Washing-
ton bresk-bandaríska ráðstefnu
um aukningu kolaframleiðsl-
unnar í Ruhr.
Bretar hafa þegar lýst yfir,
að þeir vilji að umræðurnar
verði á það breiðum grund-
velli, að tekin verði til með-
ferðar ýmiskonar vandamál í
Ruhr, eins og t. d. matvæla- og
húsnæðisskorturinn og vöntun
in á vjelum til kolavinnslu.
Verði ofangreind atriði rædd,
munu Bretar leiða athygli
Bandaríkjamanna að því, að ef
ekki sje hægt að útvega þessa
hluti annarsstaðar en frá Banda
ríkjunum, þá verði Bandaríkja
menn sjáífir að bera kostnað-
inn, sökum þess að Bretar eigi
enga dollara til.
fimm mínúina krossgáian
SKÝRINGAR
Lárjett: — 1. Bresta — 6.
fóru — 8 ending — 10 röð —
11 ávextir — 12 hljóðfæraleik-
ari — 13 kennari — 14 lengdar-
eining — 16 fat.
Lóörjett: — 2 kyrrð — kaup-
staður — 4 hvað — 5 æla — 7
lita — 9 kveikur — 10 las —
14 frumefni — 15 tveir eins.
Lausn á síðustu krossgátu
Lárjett: — 1 rósir — 6 111 —
8 T. v. — 10 u u — 11 heyvagn
— 12 Ag. — 13 gn — 14 ana —
16 brauð.
Lóörjett — 2 ól — 3 Slavana
— 4 il — 5 úthaf — 7 sunna —
9 veg — 10 ugg — 14 ar —
15 au.
Sýningin í kapellu
háskélans
ÞEGAR þú horfir á fagurt
landslaf í fjarlægum löndum
eða listaverk, sem lyfta huga
þínum upp yfir allt ljótt, þá
kemur þjer stundum í hug, að
þú eigir vini langt i bprtu, sem
mundu njóta þess af öllu hjarta
að sjá hið sama og þú. Og inni
fyrir hjá sjálfum þjer bólar á
sársauka vegna þess, að aðrir
skuli ekki hljóta hin sömu gæði
og þú.
Farðu spður i háskóla. Sjáðu
kertaljósm Ipga .mpð ljúfum
blæ. Farðu inn í anddyri kap
ellunnar og sjáðu gluggamynd
ina af stúlkunni sem krýpur
frammi fyrir ljósgeislanum.
Fyrir neðan myndina er opin
kista, þar sem þjer er velkomið
að leggja nokkra upphæð til
þeirra, sem í myrkri siíja. Og
hví skyldir þú ekki hugsa um
þá á þessarri stundu?
Þú hefir komið inn í kap-
elluna sjálfa, staðið þar við um
stund og látið listaverkin hafa
áhrif á huga þinn. Þau hafa
ákveðinn boðskap að flytja
þjer, og þá ert úr undarlegum
málmi gerður, ef ekkert bráðn
ar í hjarta þinu við þessi áhrif.
En til eru menn, sem búa í
fjarlægu landi og ekki geta not
ið þess, sem auga þitt gleður í
dag. Land þeirra er land blind
ingjanna, — myrkrið. Þaðan
sjer enginn glitrandi mynd
hindarinnar, sem þráir vatns-
lindir, nje les passíusálma —
versið á höklinum fagra.
Og þó eru íbúar myrkralands
ins ekki lengra burtu en svo að
þú getur rjett þeim hönd þina,
m.a. með því að leggja þinn
skerf í kistuna undir gluggan-
um. Og þá gengur þú í lið
þeirra manna, og þess fjelags-
skapar sem vill opna ljósinu
leið til blindingjanna.
Far þú suður í háskóla og
sjáðu sýningu frú Unnar Ölafs
dóttur, fremur í dag en á morg
un. Óðar en varir er tækifærið
gengið þjer úr greipum. Hafðu
augu þín opin fyrir því
sem þar er að sjá. — Nem
siðan staðar við kistuna undir
glugganum og minnstu þess,
að til er ljós, sem ekki þarf
augnanna við til að kpmast inn
í mannssálirnar, — ljós kær-
leikans.
Jakob Jónsson.
Nýjar álögur á Breta
miðaðar við eitt ár
Heimflufnlngur breskra hermanna i
LONDON í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
STJÓRNMÁLAFRJETTARITARAR telja, að ráðstafanir
þær, sem breska stjórnin hyggst gera til að ,ráða fram úr efna-
hagsörðugleikum Rreta og tilkynntar verða af, Attlee forsætis-
ráðherra í næstu viku, muni að minnsta kosti miðast við eitt
ár. Jafnvel þótt Bretar kunni að hafa mikið gagn af viðreisnar
tillögum Marshalls, telja frjettaritararnir, að hinar nýju álögur
á bresku þjóðina geti ekki staðið skemur.
— Meðal anfiara orða
Framh. af bls. 6
jafnan neitað því vegna þess að
eftir það gæti hann aldrei von-
ast til að komast í hásætið í
Rúmeníu. Þegar Karol var að
skilja við drotningu sína Hel-
enu fekk hann það orð á sig
að vera mikill kvennamaður.
Blaðamaður, sem nýlega skrif-
aði um ævi hans í bandarískt
rit reynir að hrinda þessu af
honum. Hann segir: Magda
hefir verið trygg honum í 23
ár, sama hvað yfir hefir geng-
ið. Karol hefur ekki litið á nokk
ura aðra konu síðan hann kynt
ist henni í full 23 ár, og það
er meira en hægt er að segja
um marga aðra. Þau hafa verið
framúrskarandi trygglynd. »
Að lokum giftust
þau.
En snemma í júlí, nú í ár,
varð Magda skyndilega veik.
Hún varð skaðlega blóðlaus og
þótt hún væri glöð og kát var
hún samt en föl eins og dauð-
inn. -
Karol kallaði alla bestu vini
sína út í íbúðina í Copacabana.
Hann talaði lágt við þá og vís-
aði þeim síðan inn í svefnher-
bergið. Þar lá Magda veik,
læknarnir sögðu, að hún myndi
ekki eiga langt eftir ólifað. í
viðurvist sex votta giftist hinn
landræki konungur Mögdu. —
Hún fekk titilinn Helena prins-
essa af Rúmeníu. Blaðamenn
sögðu, að konungurinn hefði
grátið, þegar athöfnin fór fram,
en síðar var því mótmælt.
En Mögdu batnaði og hálfum
mánuði eftir þennan atburð var
hún komin á fætur aftur.
Breskir hermenn heim.
Breska stjórnin stendur i sam
bandi við Bandaríkjastjórn
varðandi brottflutning verulegs
hluta herafla síns í Gi'ikklandi
og Italiu. Með þessu hyggst
stjórnin vinna tvennt, skera
niður útgjöld ríkisins og afla
atvinnuvegunum vinnuafls. —
Bretar hafa lýst því yfir, að
þeir muni flytja brott her. sinn
í Grikklandi svo fljótt sem
framast verði við komið, en i
ítölsku friðarsamningunum er
svo kveðið á, að bresku her-
sveitirnar í landinu skuli vera
farnar 90 dögum eftir staðfest
ingu samninganna. En þetta
tekur þó ekki til 5000 manna
herafla Breta i Trieste-fríríkinu
— Ekki er kunnugt um, að
Bretar hugsi sjer að draga’úr
herafla sínum í Þýskalandi.
Ætluðu að sfeypa
sijérninni
Rangoon í gærkvöldi.
1 OPINBERRI tilkynningu
Burmastjórnar, sem birt var í
dag, segir, að mqrð ráðherr-
anna sjö hafi verið liður í alls
herjarsamsæri til þess að
steypa stjórninni af stóli. Enn
fremur er tekið fram, að allt
bendi til þess, að þeir, sem sök
eigi á morðunum, sjeu meðal
þeirra, sem handteknir hafi
verið. — Attlee, forsætis,ráð-
herra Bretlands, sagði í breska
þinginu í dag, að ástandið væri
nú' orðið sæmilega rólegt, og
væri það mest að þakka mynd
un nýrrar bráðabirgðastjórnar
sem nyti stuðnings mikils
meirihluta þjóðarinnar.
— Reuter.
Efflr Robert Slorm
7HANK4-
Maðurinn: Jæja, jeg vona þú veiðir einn stóran.
Kalli: Þakka þjer fyrir. Maðurinn (hugsar): Kúnst
ugur náungi. Hvers vegna' sétli hann hafi byrjað Bíðum við . . . Ætli þetta geti verið maðurinn,
að fiska, þegar ýeiðitímanum er næstum lokið. — sem lögreglan lýsti eftir?