Morgunblaðið - 02.08.1947, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.08.1947, Qupperneq 10
10 w MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. ágúst 1947 1 24. dagur Það kom oft fyrir á næstu i þremur vikum að Lucy fórnaði | upp höndunum og neitaði að | halda áfram með „Blóð og Haf“. 1 fyrsta lagi var það erfiðleikarn i ir við að skrifa á ritvjel. Hún hafði aldrei brúkað ritvjel áður, ; en hugsað sjer að það væri líkt 1' og saumavjel, en nú fann hún að það var alt öðruvísi. Þessi sakleysislega litla vjel virtist hafa sitt eigið þverúðarfulla t , skap, sem þráaðist við að útata f allan pappírinn í upphrópunar- merkjum, gæsalöppum, tvípunkt ► um, prósentumerkjum og spurn- f ingarmerkjum, þar sem þeirra þurfti ekki við. Lucy hafði altaf -vérið montin af hve vel hún kynni rjettritun, en á þessari vjel virtust jafnvel einföldustu orð vera einhver útlenska, svo voru sumir stafirnir sterkari en aðrir og heimtuðu að verða fyrst ir í hverju orði. En að lokum vandist hún vjelinni og þó hún gæti aldrei brúkað alla fingurna þá tókst henni ágætlega með fjórum og þumlinum. En það var annað sem oft kom henni til að hætta. „Svona orð“, sagði hún kvöld eitt „komast aldrei á prent, og svona hluti skrifa jeg ekki 'af því jeg trúi þeim ekki. Jeg skrifa ekki þennan Marseillespart, við sleppum honum.“ „Við sleppum honum ekki,“ sagði skipstjórinn. „Jeg geri það þá,“ sagði Lucy. „Þá hætti jeg,“ sagði skipstjór inn, „þetta er mín saga og f jand- inn hafi það, ef hún verður ekki eins og jeg vil. Slíkum hlutum á maður að segja frá.“ „Jeg sje enga þörf á því,“ sagði Lucy. „En jeg sje það“, sagði skfþstjórinn. „Bókin um mig verður sönn frásaga og sýnir svörtu hliðarnar jafnframt þeim hvítu.“ „Jeg trúi nú ekki að slíkt eigi sjer stað,“ sagði Lucy þrá- kelknislega. „Þú sagðir þetta áður,“ sagði skipstjórinn. „Það þýðir að þú ert að verða gömul, þegar þú endurtekur sama hlutinn svo oft á fáum mínútum, og ef þú vilt ‘ekki verða jörðuð eins og hreppa kerling, þá haltu áfram með bókina. Og svona hlutir ske og miklu verri, og þeir munu koma fyrir- miklu fleiri unga menn í erlendum höfnum nema þeir sjeu varaðir við þeim.“ „Ef þú hefðir lesið eitthvað í bók mundi það hafa aftrað þjer frá að fara inn í þetta.... þetta... . “ „Hóruhús“, sagði skipstjór- inn. „Ekki vera í orðaleik Lucia. Ef það er til gott innlent orð yfir það, þá brúkaðu það.“ „Mundir þú hafa hætt við að fara þangað, aðeins vegna þess að þú hefðir lesið það í bók?“ spurði Lucy. „Getur verið“, sagði skipstjór- inn, „að minsta kosti hefði jeg verið varkárri. Jeg myndi ekki hafa haldið að mjer væri boðið í te heim til frönsku stúlkunn- ar.“ „Hjelstu það í raun og veru?“ spurði Lucy. „Já,“ svaraði skipstjórinn, t „það var fyrsta sjóferðin mín og jeg var bara sextán ára og hafði mnm "'v'' búið alt mitt líf í sveitaþorpi, þar sem jeg var alinn upp af frænku minni, sem var pipar- mey, og mentaður af , eldgöml- um aðstoðarpresti og það sem þau samanlagt vissu ekki um lífið væri nóg til þess að fylla alfræðibók. En haltu nú áfram fyrir alla muni, Lucia, hættu þessum efasemdum......... hvar var jeg? Marseilles er öðruvísi frá öllum. ...“ „Öðruvísi en aliar,“ sagði Lucy sammála. „Jæja, fegraðu það þá eins og þú vilt hvað málfræðina snertir“ hreytti skipstjórinn úr sjer, meðan sannleikurinn fylgir með“. „Það væri ef til vill betra,“ sagði Lucy, „að jeg skrifaði það alt fyrst niður með blýant, og svo á ritvjelina. Jeg er afar fljót að skrifa.“ „Mjer er sama, hvernig þú gerir það,“ sagði skipstjórinn, „en þú verður að lesa fyrir mig það, sem þú skrifar með vjelinni jeg treysti þjer alls ekki. Og ef þú hættir ekki þessum aðfinsl- um, þá er jeg hættur. . . . Mar- seilles er öðruvísi en allar aðrar hafnir í Evrópu. .. . “ Lucy gat heyrt röddina færast um í herberginu eins og hann væri að ganga um á stjórnpalli. Hún reyndi að ímynda sjer hann sem ungan mann og litinn dreng. 1 fyrsta kapitula bókarinnar hafði hann lýst æsku sinni. Fað- ir hans hafði verið stýrimaður, en farist þegar skipstjórinn var sex ára, og móðir hans hafði dáið seinna og þá var hann send- ur til frænku sinnar í sveitinni. Hann hlýtur að hafa verið eins og hvirfilvindur, þegar hann kom inn í viðburðalaust líf henn ar, því hann elskaði hættuna og þá sem ofsóttir voru. Hann hafði klifrað öll hæstu trjen og turn- ana á kirkjunni og fylt húsið hennar af ýmiskonar hundum og hálfdrukknuðum kettlingum; samt hlýtur hún að hafa haldið upp á hann, því þegar hún dó, Ijet hún hann erfa alla sína pen- inga til þess að kaupa sjer skip. Skipstjórinn hjelt áfram að tala meðan hugsanir hennar hvörfluðu. „Alt þetta góða fólk“ sagði hann ofsalega, „sem sat heima í húsum mínum og naut alls þessa munaðar, sem sjó- mennirnir færðu þeim, fyrirleit þá þó þeir fengju sjer romm- sopa, og jafnvel hæddist að þeim sem gerðu eða reyndu að gera þeim gott. Ertu mjcg þreytt?“ sagði hann alt í einu. „Nei“, sagði Lucy, „jeg er alls ekki þreytt.“ „Jæja, af hverju ertu þá svona hugsandi á svipinn?“ spurði hann. „Jeg var bara að hugsa um þig og hvernig þú leist út þegar þú varst ungur,“ svaraði hún. „Guð hjálpi okkur, þarna er kvenfólkinu rjett lýst,“ sagði hann, „þú hefur þá auðvitað ekki heyrt eitt einasta orð af því sem jeg sagði“. „Ójú, jeg heyrði til þín,“ svar- aði hún, „og jeg býst við að þú hafir á rjettu að standa.“ Það var þögn í nokkur augna- blik og þá sagði hann óþýðlega: „Og hvernig heldurðu að jeg hafi verið?“ „Jeg held,“ svaraði Lucy þýð- lega, „að þú hafir hlotið að vera mesti óþektarangi, og að frænku þinni hafi leiðst mjög mikið áð- ur en þú komst til hennar.“ Með ógnunum og íortölum og hinni raunverulegu þörf á þeim peningum, sem fást áttu fyrir bókina, hjelt Gregg skipstjóri henni við að skrifa kvöld eftir kvöld, langt fram á nætur. Til allra hamingju var Cyril, sem var nú komin heim í mán- aðardvöl til bess að láta sjer batna, ákafleg svefnfastur. En eina nóttina vaknaði hann þegar hann fór niður að íá sjer að drekka, heyrði hann i ritvjelinni inni hjá móður sinni. „Kæra mamma," sagði hann og starði á hana píreygðum nær- sýnum augum; því hann hafði gleymt að setja upp gleraugun. „Hvað ertu að gera? Það lítur út eins og þú sjert að skrifa bók“. „Já,“ sagði Lucy og flýtti sjer að taka saman blöðin. Þau voru með 8. kapitulann, sem fjallaði um innfæddu dansarana í Bili- Bali. „Elsku litla mamma mín“, sagði Cyril ástúðlega um leið og hann tók utan um axlirnar á henni með annari hendinni og svipti ábreiðunni af ritvjelinni með hinni. „Þú ert að skrifa bók. Til hvers í ósköpunum?" „Til þess að reyna að afla dá- lítilla peninga," sagði Lucy um leið og hún bögglaði handritið saman. „Jeg hafði enga hugmynd um að þú gætir skrifað,“ sagði Cyril. „Ekki jeg heldur.... farðu nú í rúmið aftur, annars færðu kvef“. „Það er ákaflega heitt í kvöld“ sagði Cyril, „og jeg er ekki syf j- aður.“ Hann vafði sloppnum að sjer og settist í hægindastólinn. „Um hvað fjallar bókin?“ spurði hann góðlega. „Ó, jeg held að þú hefðir ekk- ert gaman af að heyra um það“ svaraði Lucy fljótlega. „Stelpusaga?" spurði Cyril. „Nei,“ sagði Lucy, „jeg vildi óska að þú færir aftur í rúmið, þú veist að læknirinn sagði þjer að fara varlega.“ „Jeg passa mig“, sagði Cyril, „mjer líður afarvel hjer og það er frekar heitt. Haltu áfram að skrifa, jeg skal þegja, eða ef til vill gæti jeg hjálpað þjer — les- ið upp úr uppkastsblöðunum þín um eða skrifað á ritvjelina.“ „Nei.... nei, þakka þjer fyr- ir,“ sagði Lucy með æsingi. „En jeg var aðeins að reyna að hjálpa“ sagði Cyril særður. „Það er fallega gert af þjer, elskan,“ sagði Lucy, „en jeg er dálítið taugaóstyrk í kvöld og jeg þoli ekki að horft sje á mig meðan jeg er að vinna“. „Ekki ofreyna þig, mamma,“ sagði Cyril góðmannlega. Hann var voða góður hugsaði Lucy, en vissi ekki að honum var ofaukið. „Elsku litla mamma,“ hjelt Cyr- il áfram angurvært, „vinnur svona mikið til þess að útvega mjer peninga.“ „Og Önnu líka,“ sagði Lucy og reiddist honum dálítið vel- þóknunarsvipnum á honum. | Bílamiðlunifi j I Bankastræti 7. Síml 6063 | = er miðstöð bifreiðakaupa. \ Eftir Quiller Couch. 54 Hann hafði fundið brjef konungsins, og þeir hópuðust nú í kringum hann og störðu á utanáskriftina. „Þarna vorum við heppnir!“ hrópaði sá þrekvaxni, sem jeg hafði dottið ofan á og virtist vera fyrir mönnunum. „Fáðu mjer brjefið! Zacchæus, Martin og Tom Pim — þið verðið hjerna og haldið vörð, við hinir tökum fang- ana með okkur. Af stað nú! Við vorum færð út á þjóðveginn og höfðum sjálfsagt gengið um hálfa mílu, þegar við komum að húsi, sem hópur grænklæddra manna stóð við. Verðir okkar ruddu. sjer braut að húsinu og gengu inn. Svo námum. við sta? ar fyrir utan húsið til vinstri við ganginn, einn varðann barði að dyrum og ýtti okkur svo þegjandi innfyrir. Það eina, sem var í herberginu, sém við komum inr í, var eikarborð með stól. Á borðinu stóðu tvö kerti, sem stungið hafði verið í stútana á flöskum, en milli þeirra lá landabrjef, sem maður var að skoða. Þegar við gengum inn, leit hann snögglega upp. Maðurinn var mjög horaður og fölur. Hann var í gra' í- um einkennisbúningi eins og hinir, og aðeins á framkoi ru hans mátti sjá, að hann var hátt settur. Þetta var auðvitað Stubbs liðsforingi, og hann hh .si aði ákafur á það, sem liðþjálfinn hafði að segja honuu , — Þegar því var lokið, .leit hann þegjandi á okkur, um 3ið og hann handljek brjef konungsins. „Hvernig er þetta brjef komið í hendurnar á yk ; ,i ?“, spurði hann loks. „Það get jeg ekki sagt ykkur“, sagði jeg. Hann stóð ráðþrota andartak, hallaði sjer svc ; itur, opnaði brjefið og las það hægt og gætilega. Jeg vonaði strax, að innihald brjefsins væri ekki mikilsvert, en ekk- ert var hægt að sjá á andliti liðsforingjans. Hann las brjef ið þrívegis yfir, stakk því inn á sig og sneri sjer að lið- þjálfanum. „Við leggjum upp aftur á morgun klukkan sex. Gætið fanganna vel, þjer berið ábyrgð á þeim“. Liðþjálfinn heilsaði að hermannasið og við vorum leidd út. Nóttinni eyddum við handjárnuð í lilöðu bak við hús- Jeg hjelt einmitt, að það hefði verið í vorhreingerning nnum, sem þú týndist. ★ — Fyrirgcfið. Er það hjerna sem býr fátæk ekkja að nafni Aðalbjörg. — Fátæk, jeg er alls ekki fátæk. — Það gleður mig mikið að heyra það, kannske getið þjer þá gefið mjer túkall. ★ Konan í sumarhústaðnum, maðurinn einn eftir heima. Hann: Það stendur alltaf í matreiðslubókunum að svo taki maður og taki, hitt og þetta, en það er aldrei sagt, hvar mað ur á að taka það. ★ Já, já, já, sagði nýi tengda- pabbinn. Já, jeg lofaði þjer há um heimanmundi. Vertu ró- legur. Það verður dregið í happ drættinu þann tíunda. ★ Maður kom í bankann og lagði búnka af fimmkrónuseðl um fyrir framan gjaldkerann. Gjaldkerinn fór strax að telja og fann það út að í búntmu væru 199 fimmkrónaseðlar. Gg til þess að vera viss taldi hann í annað sinn gegnum búníiS. — Það vantar fimm krónuy sagði hann. — Nei sagði maðurinn. — Jú, það vantar fimm krói, ur. — Nei, jeg hef sjálfur taliö það. Gjaldkerinn tók búntið enn og taldi nú vandlega, til þess að hann hefði þó rjett í þetta skipti. Síðan sagði hann ákveð- inn: — Jeg er viss um, að í þessu. búnti eru alls ekki nema 995 krónur. — Það áttu líka ekki að vera nema 995 krónur. ★ !- — Veistu það, að hann Hreinn getur lesið tvær bækur í einu. — Hvernig fer hann að því? •— Hann er rangeygður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.