Morgunblaðið - 06.08.1947, Page 2

Morgunblaðið - 06.08.1947, Page 2
s MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. ágúst 194f|1, Islensku handritin lifandi andleg verðmæti Norðurlandaþjóðum Hinir' íslensku vinir okkar'l hafa búið okkur, fulltrú-| unum frá hinum löndunum,/ skínandi daga og för okkar um y landið hefur verið einstakur ’ viðburður. Það var stórkostleg j sjón að sjá hinn volduga Gull- . foss, sem í allri tign sinni skar aði langt fram úr Rínarfoss- unum við Schaffenhausen, og það var einnig fagurt að sjá Geysi senda sjóðandi vatnið sitt hátt upp í himininn — skilst, að hann hafi nú verið :i besta skapi og hann hefur viljað sýna skilning sinn á nor- :rænni samvinnu. Það var dá- samlegt, að mæta^ sterkri og :t’allegri íslenskri náttúru með :;ðgrænum sljettum, með dljótum og vötnum og með fag- urbláum fjöllum að bakgrunni. S.íðast liðu sólgeislar yfir land :ið og við fengum að sjá glit af því litskrúði, sem náttúran ajer norður frá prýðist. V Þingvöllum. Nú höfum við komið saman á hinum fornu Þingvöllum ís- lands, þar sem lög og dómar voru birtir í gamla íslenska lýð veldinu fyrir þúsund árum. — Með hrifningu höfum við stig- ið fótum okkar á þennan stað og nú skiljum við þá djúpu ást, það stolt og þá lotningu, sem íslenska þjóðin ber til þessa ihelgidóms. Við skiljum að hjer er hjarta íslands. Þjóðskáldið mikla Jónas Hallgrímsson hef- ur túlkað rjett, hvernig arfur íortíðarinnar hefur bundist sál islensku þjóðarinnar: .,Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, iiiminninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart. Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu, austan um hyldýpis haf, hingað í sælunnar reit, reistu sjer byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti, /ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt. Hátt á eldhrauni uppi, þar sem ennþá hún Oxará rennur ofan í Almannagjá, Alþingi feðranna stóð“. Fegurri hyllingu en þessa, ;sem hinn mikli Islands sonur hefur steypt í hreina forna tóna, getur enginn gefið föð- jrfandi sínu. Við finnum hví- tík uppspretta fornsögurnar og hin gömlu handrit hafa verið fyrir íslensku þjóðina. — Sá nnienningararfur er hinum Vorðurlandaþjóðunum einnig lifandi andlegt og þjóðlegt verð :.næti, og þakklæti okkar er því xnikið. Norrænt skap og norræn hugsun, eins og við þekkjum nú, eiga rætur sínar í þess- ari rödd fortíðarinnar. Það er viljinn til að halda fram rjetti J reEsisins og þörfin eftir að era frjáls, sém talar til okk- < r úr gömlu ritunum, en n, mjeið viljinn til að koma lög- um og rjetti á í landinu Ein- drægnin átti að gefa gamla þjóðfjelaginu styrk og öflugt Ræða V. Buhl fyrv. for- sætisráðherra Dana í skilnaðarhófi þing- mannafundarins í Valhöll Minst hcfir verið áður hjer í hlaðinu á ræðu þá er Buhl fyrv. forsætisráðherra Dana flutti í skilnaðarhófi þingmannafundarins, er haldið var í Valhöll á fimtu- dáginn var. Ræðan vakti mikla athygli. Er hún hjer birt eftir handriíi ræðumanns. V. Buhl. raunsæi setti svip sinn á allt viðhorf til þjóðfjelagsvanda- mála. Nauðsyn þjóðareiningar árið 100. Það, hvernig vandamálið um kristnitökuna var leyst, er eitt skýrasta dæmið um raunhæfan skilning og vilja til að standa sameinaðir. Þegar Alþingi kom saman í júní árið 1000 voru kristnir og heiðnir orðnir fjandmenn. Hvor flokkurinn um sig hafði kosið sjer sinn lögsögumann og ætlaði að lifa sínu eigin lífi. En svo djúpur var skilningurinn á nauðsyn þjóðlegrar einingar, að menn urðu að lokum sammála um að leggja málið undir dóm eins manns. Þessi maður var Þor- geir Ljósvetríingagoði, foringi heiðna flokksins og dómur hans var, að allir sem Island byggðu skyldu í framtíðinni vera kristnir: Ein lög og einn siður átti yfir alla að ganga. Og allir beygðu sig fyrir þeim dómi. Heiðingjarnir voru skírð- ir, en sá flokkurinn, sem hafði sigrað hældi sjer ckki af sigr- inum. Þegar heiðingjarnir vildu ekki lája skíra sig í kpjdu vatni,. voru þeir skírðir í heitum laug' um, — einnig þar korfi í Ijós nokkur undanlátssemi við eígin landsmenn og er það alnorrænt tákn. Dýrmætur fjársjóður fyrir Norðurlönd. Á þeim tíma, sem eftir kom, sviku menn ekki gamla tím- ann. í Eddunum lifði goða- fræðin áfram í ljóðum og Norð urlönd urðu fyrir bragðið rík- ari að dýrmætum fjársjóð. Síðan komu harðir tímar og menning forfeðranna var eins og logandi blys í myrkrinu. — Það voru ströng og erfið kjör, sem dönsku einvaldskonungarn ir leiddu yfir ísland, og það er ömurlegt fyrir okkur Dani að hugsa um það. „Svona er feðranna frægð, fallin í gleymsku og dá“, kveð- ur Jónas Hallgrímsson. En það birti, og nú erum við komnir út í heiða dagsbirtuna. Það var í samræmi við hina vaxandi þjóðernishreyfingu um alla Ev rópu, að stjórnmálaaðstaða Is- lendinga breyttist, og foringinn mikli, sem stóð í fylkingar- brjósti, var Jón Sigurðsson, en fæðingardagur hans er nú orð- inn þjóðhátíðardagur Islend- inga. Við óskum íslensku þjóð- inni heilla. Og nú er markinu náð: íslenska þjóðin er í dag að fullu og öllu húsbóndi á sínu heim- ili. — Nú koma þjóðirnar tvær, sem gangur sögunnar tengdi eitt sinn saman sem jafn ingjar, og við dönsku þingmenn irnir flytjum frá danska þing- inu og þjóðinni, sem við erum fulltrúar fyrir, ^hjartanlegar kveðjur. Nú má með sanni segja: Sjá, allt er liðið hjá, allt er orðið nýtt! Við óskum ís- lensku þjóðinni heilla og ham- ingju í því viðfangsefni hennar að prýða landið og hefja það á hærra stig, og með aðdáun lítum við þann starfsþrótt og lífsvilja, sem hjer ríkir á hinni fornu Söguey. Við vitum, að unnið er í norrænum anda og með vitund um norræna frænd semi, eins og svo fagurlega og ljóst var tekið fram í ræðu þeirri, sem viðskiftamálaráð- herrann, Emil, j;ónsson, flutti oss í. gær. Mjer korp, þá. í hug, frásögn sögunnar um för Q.unn ar á Hlíðarenda tii skips,; er hann hafði á þingi verið dæmdur í þriggja ára útlegð. Framh. á bls. 8 Þúsundir bæjarbua tóku þátt í hátíðahöldum verslunarmanna RIGNING og kalsaveður virtist ætla að gera verslunarmonn- um brogað lífið á frídegi þeirra. Bæði laugardag og sunnudag var rigning. En á mánudaginn, er bæjarbúar vöknuðu var komið sumar og sól og varð þátttaka þeirra í hátíðahöldunum mikil. Hátíðahöldin fóru því nær öll! fram í Tivoli skemtistaðnum. Þar var margt til skemmtunar. Nokkrir kunnustu listamenn landsins skemmtu. Hinir þjóð- kunnu söngvarar, Einar Krist- jánsson, Guðmundur Jónsson og Pjetur Jónsson sungu. Jón Aðils las upp stuttan gaman- þátt. Þá skemmti Einar Mark- ússön með einleik á píanó og gítarkvartett skemmti góða stund öll kvöldin. Enn fremur sýndu listir sínar danskir fjöl- leikamenn og Baldur Georgs og Konni lögðu einnig nokk- uð til málanna. Þá var öll kvöld in stiginn dans í hinum nýju salarkynnum veitingaskálans í Tivoli. í fyrrakvöld var talið að mrlli 8 og 10 þúsund manns hafi notið veðurblíðunnar suð- ur í Tivoli og var aðsókn svo mikil, að dansað var bæði úti og inni. Á miðnætti var nokk- urum skrautlegum flugeldum skotið. Ríkisútvarpið helgaði Versl- unarmannafjelaginu dagskrá sína á mánudagskvöld. Þar töl- uðu Guðjón Einarsson formað- ur V. R., Eggert Kristjánsson varaform. Verslunarráðs, Emil Jónsson viðskiftamálaráðherra, Ingvar Pálsson og Oscar Clau- sen, er flutti erindi um Skúla fógeta. Viðeyjarförin. Á sunnudagsmorgun var hið besta veður, þó sólar nyti ekki. Töldu menn að bann myndi „hanga“ eitthvað fram eftir degi. Strax eftir hádegi fór fólk að streyma inn að Vatnagörðum, en þar beið bílferja Akraness- kaupstaðar eftir kirkjufólkinu. Fljótlega var hvert rúm ferj unnar skipað. Var þá talið að 450 manns væri innanborðs. En ferjan fór svo aðra ferð og flutti þá álíka margt. Skömmu áður en athöfnin í Viðeyjarkirkju hófst, gerði rigningu og hjelst hún það sem eftir var dags. Mun það hafa dregið mjög úr þátttöku í för- inni, því mikill fjöldi fólks var þá kominn inn í Vatnagarða.. Áður en messa hófst í Viðeyj arkirkju, gekk stjórn Verslún- arráðsins, biskupinn yfir Is- landi og stjórn Verslunarmanna fjelagsins að gröf Skúla fógeta, en hann hvílir undir kór kirkj- unnar. Hallgrímur Benedikts- son alþm. formaður Verslunar- ráðsins, lagði blómsveig á leiði Skúla í nafni íslenskrar versl- unarstjettar. Er þessari athöfn var lokið, hófst messa. er bisk- up fluttl, érí Hálfdán Helgason þjónaði fyrir áMáfr, en Dóm- kirkjukórinn söng undir stjórn Páls Isólfssonar. Að lokinni messu flutti Vil- hjálmur Þ. Gíslason skólastjóri, erindi um Skúla Magnússon, en Ragnar Jóhannesson lýsti stað- háttum, en athöfninni var út- varpað og fór vel á því. Að lokum ljek Lúðrasveit Reykja- víkur, undir stjórn Klahns. Til Reykjavíkur var farið sömu leið milli kl. 4 og 5. Áður en ferðafólkið fór heim, buðu húsbændur í Við ey Stephen Stephensen og Eng- ilbert Hafberg eins mörgu og húsrúm leyfði til kaffidrykkju og var það vel þegið í rigning- unni. Hátíðahöldin fóru í alal staði vel og skipulega fram og var stjórn Verslunarmannafjelags- ins til hins mesta sóma. / Kroii hefur siarfaS í 10 ár í DAG hefur Kaupfjel. Reykja víkur og nágrennis starfað í 10 ár og minnist fjelagið afmælis síns með hófi að Þingvöllum, en þangað hefur það boðið starfs- mönnum fyrirtækisins og nokkr um öðrum gestum. KRON hefur nú 10 matvöru- verslanir hjer í bæ og tvær nýj- ar bætast við á næstunni. Þá hefur það vefnaðarvöruverslun, skódeild, bókaverslun, búsáhalda verslun, listmunaverslun og efnagerð. Fyrst hafði fjelagið einnig útibú í Keflavík, Sand- gerði, Grindavík og Hafnarfirði, en þar hafa nú verið stofnuS sjálfstpjð kaupfjelög. Fyrsti framkvæmdastjóri fje- lagsins var Jens Figved fram tií ársins 1943, þá urðu framkvstj, þrír, ísleifur Högnason, Her- mann Hermannsson og Árni Benediktsson, en árið 1945 varð ísleifur Högnason einn fram- kvæmdastjóri þess og hefur ver- ið það síðan. — Stjórn f jelagsins skipa nú: Sigfús Sigurhjartar- son, alþm., formaður, Theódór B. Líndal, hrd., ritari og með- stjórnendur: Kristjón Kristjóns son, fulltrúi, Sveinbjörn Guð- laugsson, bifreiðarstjóri, frú Guðrún Guðjónsdóttir, Guðm. Tryggvason, framkv.stj., Þor- lákur Ottesen, verkstjóri og Björn Guðmundsson, verkamað- ur. — Formenn Kaupíjelagsins hafa verið auk Sigfúsar: Svein- björn Guðlaugsson og Felix Guc' mundsson. Fjelagsmenn KRON voru vic síðustu áramót 6103. Vörusala1 fjelagsins hefur numið rúmL 81.7 milj. síðan það tók til starfa, Síðasta ár var vörusálan tæpar 14,4 millj., en 1938 var hún rúml. 2,4 millj. Tekjuafgang ur við síðustu áramót var um 3,4 millj., en peningar í sjóði rúml. 1,8 millj. Fastir starfs- menn f jelagsins eru nú 126,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.