Morgunblaðið - 06.08.1947, Page 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. ágúst 1947,
26. dagur
Það logaði á olíuofni í eld-
stónni og litla herbergið var
heitt og loftlaust, en Lucy
hafði kuldahroll og hendurnar
á henni í litlu hvítu hönskun-
um voru ískaldar. Hún setti
handritið á knjen á sjer eins
og það væri barn sem verið
væri að fara með til læknis, og
horfði svo fast á piltinn að
hann fór allur hjá sjer og að
lokum stóð hann upp og fór
"gegnum glerdyrnar sem á stóð
Mr. Brajnley í svörtu, máðu
letri.
Hann bankaði og rödd að
innan frá sagði „kom inn“ og
hann hvarf gegnum dyrnar.
Þegar hann kom aftur settist
hann við borðið og spurði Lucy
án þess að líta á hana hvort
hún hefði beðið um viðtal.
* ,,Nei“, sagði Lucy.
„Þá getur hann ekki talað við
þig“, sagði drengurinn.
,,Jeg ætlaði að tala við herra
. Sproule“, sagði Lucy.
„Jeg veit það“, sagði dreng-
urinn, „en herra Sproule vill
ekki tala við þig án þess þú
biðjir um viðtal“.
„En það stendur Branley á
þessum dyrum“, sagði Lucy.
„Fjelagið hjet áður Tacket
og Branley, en heitir núna
Tacket og Sproule •— og
Sproule er önnum kafinn".
Bjalla hringdi á borðinu hjá
honum og hann lyfti heyrnar-
tólinu á símanum.
„Já“, sagði hann fljótt, „Já“.
Það var auðsýnilega ekkert
svar svo hann henti tólinu aft-
ur á símann og hjelt áfram að
skrifa. Bjallan hringdi aftur,
en árangurslaust og svo í
þriðja sinn, þangað til piltur-
inn rauk bölvandi á fætur og
upp stigann. „Núna, Lucia
min1'; hvíslaði skipstjórinn,
„íljót áður en þessi strákur
kemur aftur“.
Lucy stóð á fætur og gekk
yfir að dyrunum sem á stóð
Branley. Hjartað í henni barð-
ist ákaft, þegar hún bankaði
og heyrði kallað „kom inn“.
Hún kom inn í lítið herbergi,
sem virtist alveg fult af einu
mjög stóru skrifborði og á bak
við það sat maður rauður í
andliti. Það voru margir skáp-
ar meðfram veggjunum fylltir
af Tácket og Sproule bókum og
á öllum auðum stöðum hjengu
myndir af útgáfum eftir Tack-
et og Sproule. Borðið sjálft
■var fullt af svörtum tinköss-
um, sem voru yfirfylltir af
blöðum.
■ „Jæja“, sagði herra Sproule
og hálfstóð upp úr stólnum,
„gjörðu svo vel að fá þjer sæti
ungfrú Groton. Lesendum
okkar þykir bókin þín Silver
Threads bara ágæt, en — “.
• „Jeg er ekki ungfrú Groton”,
sagði Lucy og settist.
„Ekki ungfrú Groton“, sagði
herra Sproule og horfði á hana
undan úfnum augabrúnunum,
„en ungfrú Groton hafði stefnu
mót við mig á þessum tíma og
jeg sagði drengnum að hleypa
engum öðrum inn“.
„Mjer þykir það leitt“, sagði
Lucy óstyrk, en jeg er ekki
ungfrú Groton“, og hún byrj-
aði að taka umbúðirnar utan
af „Blóð og Haf“ með titrandi
höndunum.
„En ef þú ert ekki ungfrú
Groton, hve r ertu?“ spurði
herra Sproule.
„Jeg kom með handrit“,
sagði Lucy.
„Það koma svo afskaplega
margir með handrit til mín“,
sagði herra Sproule og horfði
með viðbjóði á ritverkið í hönd
um Lucy. „Hvernig tókst þjer
annars að komast inn?“.
„Jeg bara gekk inn“, svar-
aði Lucy.
„Þessi drengur —“.
„Han hafði ekkert með það
að gera“, sagði Lucy, „hann
sagði mjer að þú vildir ekki
tala við mig og þá — og þá var
hann kallaður burtu, svo jeg
gekk inn“.
„Ferðu altaf inn, þegar þú
ert beðin að fara út “,sagði
herra Sproule og horfði á hana
dálítið blíðlegar.
„Nei,“ sagði Lucy, „en þar
sem þú varst auðsýnilega við,
þá gat mjer ekki skilist hvers-
vegna þú gætir ekki litið yfir
handritið mitt“.
„Fyrsta bókin þín“, og þjer
fanst þú verða að skrifa“, taut-
aði herra Sproule.
„Já“, sagði Lucy feimnis-
lega.
„Allt um ástir, býst jeg við“,
sagði herra Sproule.
„Nei“, sagði Lucy og mundi
alt . einu eftir sumum setning-
unum og atvikunum og stokk-
roðnaði og stökk á fætur.
Hvernig átti hún að láta þenn-
an mann vita að hún vissi um
slíka hluti og þarna voru skrif
aðir, og jafnvel gefa þá út? -
„Jeg hefi gert vitleysu —
jeg verð að fara •— jeg hefði
aldrei átt að koma hingað“,
stamaði hún og reyndi að vefja
saman handritinu með skjálf-
andi höndum.
„Kæra kona“, sagði herra
Sproule og stóð upp hálfskelk
aður, „ert- þú veik?“.
„Nei“, svaraði Lucy, „en jeg
sagði þjer ekki sannleikann, •—
jeg meina það var vinur —“.
„Vinur þinn, sem skrifaði
bókina?“ sagði útgefandinn.
Lucy kinkaði kolli og leit
•bænaraugum til hans.
„Sestu niður, kæra kona,
sestu niður“, sagði Sproule
góðlega, „það er ekkert að
hræðast, alls, ekki neitt“, og
um leið tók hann handritið og
benti Lucy að setjast aftur.
Hann fór lauslega yfir bókina.
Kátínusvipurinn á honum
breyttist í vantrú og síðan í
fullkominn áhuga, þegar eftir-
tekt hans festist á orðunum
fyrir framan hann.
Klukkan 11:45 kom skrif-
stofudrengurinn og tilkynti
komu ungfrú Groton og var
sagt að fara, gat hann ekkj
sjeð að herra típroule var önn-
um kafinn. Klukkan 12:15 kom
hann aftur ag sagði að ungfrú
Groton biði ennþá, en hrökkl-
aðist út þegar hann heyrði
urrið í Sproule. Klukkan kort-
jer í eitt kom hann enn aftur
til að segja að ungfrú Groton
væri að fara og klukkan hálf-
tvö kom hann og sagðist vera
að fara í mat.
„Mat“, endurtók herra
Sproule. „Hvað er klukkan?“
„Hálftvö“, sagði drengur-
„Sendu mjer mat frá mat-
stofunni hinum megin við göt-
una“, sagði herra Sproule án
þess að líta upp, „og ekki láta
ónáða mig“.
„Fyrir tvo“, sagði drengur-
inn og leit í fyrsta sinni á
Lucy, sem sat þarna föl á
harða trjestólnum.
„Bara eitthvað, alveg sama“,
muldraði herra Sproule.
Bráðlega birtist þögull þjónn
með stóran bakka, blikkdiska
og tvo bolla, sem hann setti á
borðið og fór síðan út eins
hljóðlega og hann hafði kom-
ið inn.
„Ætlarðu ekki að borða mat-
inn meðan hann er heitur?“
spurði Lucy, sem var dauð-
svöng vegna þess að hún hafði
aðeins borðað Ijettan morgun-
verð snemma um morguninn.
„Ha“, muldraði herra
( Spoule.
„Maturinn þinn“, hrópaði
Lucy komin að niðurfalli af
hungri og feimnin horfin.
„Hvað sagðirðu?“ Sagði
herra Sproule og leit á hana
með slíkri undrun eins og hún
væri einhver ný manntegund,
sem .fundist hefði á eyðieyju.
„Svo þú ert ennþá hjerna?“
„Auðvitað“, sagði Lucy.
„Auðvitað“, sagði herra
Sproula, „guð hjálpi okkur,
klukkan er orðin tvö og ein-
hver hefir fært okkur mat.
Viltu borða með mjer?“.
Hann tók dúkinn af diskun-
um og rjetti Lucy disk fullan
af nautakjöti og nýrnasósu,
kartöflustöppu og blómkáli og
ýtti til hennar fullu glasi af
bjór. Hann setti hinn diskinn
fyrir framan sig og fjekk sjer
stóran slurk af bjórnum.
fltliiliiiiiiiiiiiiiiiii n i iii ii i iiii , iiiiiiiiiiiiinnniiiiiminn,
| Vantar íbiíð! |
| Húseigendur! Óska eftir 1
I góðri íbúð til leigu fyrir 1. |
l okt. ’47. Stærð 2—3 her- 1
I bergi og eldhús, helst í nýju I
| húsi, leiga 500—1000 kr. |
| pr. mánuð. Fyrirframgr. |
1 1—2 ár. Rólegri og góðri i
f umgengni heitið. — Tilboð I
i sendist blaðinu fyrir 8. 1
1 ágúst ’47. merkt: „S. S. 22 I
I — 526.“
1 Herbergi fil leigu (
| á góðum stað nálægt mið- |
| bænum. Aðeins til 1. októ- |
| ber. Tilboð sendist blaðinu |
| fyrir fimtudag, merkt: „1. i
I október — 574.“
VIIIUIIIIIIIIIIIMIIIIIJMIMIIHMII1111111 tllllllllllllltl IIIIIIMI
Stúlka
vön afgreiðslu óskar eftir
vinnu helst í vefnaðarvöru-
búð. Fleiri vinna kemur til
greina. Tilboð sendist blað-
inu fyrir fimtudagskvöld,
merkt: „Ágúst — 575.“
GULLNI SPORINN
Eftir Quiller Couch.
56
Hann virtist ekki heyra til mín. Hann var ákaflega fríð-
ur maður, en hafði nokkuð kvenlegan munn og tilheyrði,
sá jeg á augabragði, alt annari stjett en kaupmennirnir
og lögfræðingarnir, sem umkringdu hann.
,,Þjer eruð sendir af . . . af . . .“
„Villutrúarmanninum", skaut lítill og veikiulegur ná-
ungi, sem sat honum á hægri hönd, inn í.
„Nei, alls ekki“, svaraði jeg.
„Nú — segjum þá að Karl konungur hafi sent yður“.
„Nei, heldur ekki“. ;
„Bíðið þið við!“ hrópaði sá veiklulegi og rjetti úr sje::
í sæti sínu. „Pilturinn þarna, sem er með yður — þessl
þarna, sem er dulbúinn sem bóndastrákur — hann c;;
áreiðanlega einn af njósnurum konungsins11.
„Nei, þar skjátlast yður“.
„Jeg sá hann með mínum eigin augum við hirð kor-
ungsins fyrir ári síðan! Jeg gleymi aldrei svip manns, ha i
jeg einu sinni sjeð hann“.
„En sú reginvitleysa!“ hrópaði jeg, og gat ekki ct' it
mig um að hlæja.
„Hvað er þetta! Hlærðu að mjer, þorparinn þinn!': r r-
aði sá gamli og sló í borðið. „Jeg er handviss um að }: It-
urinn er njósnari!“ Hann benti fokvondur á Delíi
heldur ekki gat stillt sig um að hlæja og sagði nú;
„Nei, nú gengur fram af mjer, herra minn!“
„Jeg sá þig, segi jeg enn!“
„Það þykir mjer einkennilegt, þar sem . . .“.
„Jeg sá þig!“
„Seisei, já — þú, sem ekki einu sinni þekklr muinn á
karlmanni og kvenmanni“.
„Hvað eigið þjer við?“ spurði fríði hermaðurimi.
„Aðeins það, að jeg er enginn strákur, heldur kven-
maður“.
Allir ráku upp stór augu, en sá veiklulegi blóðroðnaði.
„Ó, Jack“, hvíslaði hún að mjer, „mjer þykir það voða-
lega leitt, að mjer er ómögulegt að halda áfram að vera
í þessum fötum“. Svo sneri hú nsjer aftur að mönnunum
við borðið.
Leiðinlegt að jeg hefi ekki
efni á að taka konuna með
mjer.
★
vatnið, sem þú hefir lagt hjá
jakkanum mínum.
Hún: það er nú eiginlega
ekki handa þjer. Það er til
einkaritarans þíns, svo að það
komi ekki svona mikið hár af
henni á jakkann þinn.
★
Kristinn: Já, en fæturnir á
mjer eru eftir tískunni í fyrra.
Kristinn er í skóbúðinni aö
kaupa sjer nýja skó. Hann vill
fá skó með breiðri tá.
Búðarmaðurinn: Já, en þaö
var tíska í fyrra. Nú er móö=»
ins að hafa mjóa tá á skón~
★
Þau voru svo góð við börnin
sin, að þau svæfðu þau með
klóróformi, þegar þau ætluðu
að flengja þau.
★
Aðcins fyrir karlmenn.
•JBpul[q BJ3A gB
ejprjq nja Ji|ja uias ‘e;;e jbutji
•Bjjaq Bsaj jæAj So njjnju gn
-jpunq nju punsncj ubCjb nunui
umuoq punsnq ubCjju jv
★
Og Vilhjálmur fór út úr
kirkjunni í miðri ræðu. Hann
var nefnilega vanur að ganga
í svefni.
★
Hann: Þakka þjer fyrir hár-
um.
★
Nefndarformaðurinn stendu::
upp og segir: Við erum sam-
mála um, að eitthvað þurfi aÖ
gera, en hvað það er, það verð
um við líklega ósammála um.
★ )
Málfærslumaðurinn við
lækninn: Ertu viss um að þú
getir fengið því framgengt, að
skjólstæðingur minn verði út-
skurðaður geðbilaður.
Læknirinn: Já og ekki nóg
með það. Ef þú sjálfur verður
einhverntíma í vandræðum
skaltu bara koma til mín og
jeg skal líka úrskurða þig geð -
bilaðan.