Morgunblaðið - 08.08.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.08.1947, Blaðsíða 6
6 MORGVISBLAÐIÐ Föstudagur 8. ágúst 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Fjárhagsráð FJÁRHAGSRÁÐ hefur tekið við störfum, Nýbygging- arráð hefur verið lagt niður. Sömu leiðina hefur Við- skiftaráð farið. í stað þess er komin Viðskiftanefnd. Hið nýja ráð á miklum verkefnum að sinna. Með lög- gjöf þeirri, sem lagði grundvöll þess, er því falin víð- tækari íhlutun um þjóðarbúskap íslendinga, en nokkru öðru ráði eða nefnd. Leyfis þess þarf til hverskonar fjár- festingar einstaklinga, fjelaga og opinberra aðilja, hvort sem er til stofnunar nýs atvinnureksturs, til aukningar á atvinnurekstri, húsbygginga, skipakaupa, skipabygginga, hafnar, vega og brúargerða, rafveitna eða hverskonar annara framkvæmda og mannvirkja. Þetta nær einnig til framhalds fyrrgreindra fram- kvæmda, sem þegar eru hafnar. ★ Af þessu má ráða, hversu geysivíðtækt það vald er, sem þessari nýju stofnun hefur verið fengið. Reynslan ein fær skorið úr um það, hvernig það tekst, hvernig því marki verður náð, sem að er stefnt með þessari löggjöf. Út af fyrir sig þarf engan að undra þess, að löggjafar- valdið telji nauðsyn bera til þess að hafa hönd í bagga með því hvernig þjóðin ver fjármunum sínum, sparifje almennings í bankastofnunum og inneignum sínum er- lendis. Stríðsgróðatímabilið er liðið hjá. Gjaldeyristekjur þjóðarinnar byggjast nú eingöngu á framleiðslu hennar og útflutningsverslun. Fyrir þennan erlenda gjaldeyri verður hún að kaupa margskonar nauðsynjar. Og kaup þeirra, sem þörfin er brýnust fyrir, verða að sitja í fyr- irrúmi. Það er einnig nauðsynlegt að einbeita vinnuaflinu meir að mest aðkallandi framkvæmdum en gert hefur verið undanfarið. í landi þar sem fjölmörg verkefni kalla að samtímis, gefur að skilja, að mikið veltur á sem skyn- samlegri hagnýtingu vinnuaflsins. ★ Það má þannig segja, að þótt Fjárhagsráði. sjeu fengin mikil völd og íhlutunarrjettur um hverskonar fram- kvæmdir, sje'sú ráðabreytni að ýmsu leyti ekki óskyn- samleg. En hvað sem líður lagabókstafnum um verksvið þessa ráðs, hlýtur framkvæmdin að ráða mestu um þann dóm sem störf þess hljóta. Það er hægt að framkvæma þessa löggjöf þannig, að hún kyrki athafnalíf landsmanna og skapi kyrrstöðu og atvinnuleysi. Með henni er einnig hægt að drekkja fram- taki fólksins í skriffinsku og umsókna fargani. En það er alls ekki það, sem fyrir löggjafanum vakti með þessum lögum. Þvert á móti. Tilgangur hans var hagsýnni meðferð á þjóðartekj- unum, hagnýting vinnuaflsins til hins ýtrasta, aukið jafn- vægi í þjóðarbúskapinn. Þetta verður Fjárhagsráð fyrst og fremst að hafa að meginreglu. Ef það gerir það, má vænta nytsemdar af störfum þess. Þess verður ennfremur að vænta að það starfi af óhlutdrægni og rjettsýni. Þess bíða mörg vandasöm viðfangsefni og að sjálfsögðu mis- jafnir dómar. En slíkt er alla jafna hlutskifti þeirra, sem fara með ábyrgðarmikil opinber störf. En í lýðræðislarjdi á almenningur rjett á því, að halda uppi gagnrýni á störf ráðamanna sinna. Og gagnrýnin getur oft verið nauðsynleg og holl. Hún er aðalsmerki lýð ræðisins. í einræðislöndum leyfa stjórnarvöldin ekki ,að verk þeirra sjeu gagnrýnd. Þar á almenningur þess eng- an kost að bera upp kvartanir sínar á opinberum vett- vangi. íslendingar komast ekki hjá að sníða sjer stakk eftir 'Vexti, miða eyðslu sípa við fjárhagslegt bolmagn bjarg- ræðisvega sih'na. Því lerigur, sem þeir skjóta því á frest að gera sjer það lj'óst, því þyngra verður undir fæti að klífa brekkuna. ÚR DAGLEGA LÍFINU Bílabrask. i „NÝR LUXUSBÍLL — am- erískur, model 1947, til sölu. Tilboð sendist .... merkt Þag- mælska“. — Eitthvað á þessa leið hljóða auglýsingar r blöð- unum næstum því á hverjum einasta degi. Og þeir, sem ekki eru hnútunum kunnugir og hafa ekki enn leyst leyndar- dóma svarta markaðsins reka upp stór augu og spyrja hvaða lukkunnar pamfílusar það sjeu í þessu þjóðfjelagi, sem hafi aflögu ameríska lúxusbíla til að selja hæstbjóðanda. Það hefir lengi verið í há- mæli, að hjer á landi fari fram geysimikið bílabrask. en „nýir lúxusbílar, model 1947“, þá reka menn upp stór augu, sem von er. • Tíu þúsund — ef hann rúllar. KUNNINGI MINN, sem er kunnugur öllu, sem að bíla- braski og Leifsstyttu-viðskift- um lýtur, sagði mjer á dögun- um, er jeg inti hann eftir verði á bílum: „Þú færð ekki bíl undir 10 þúsundum og það er lágmark. Hann kostar minst 10 ef hann rúllar“. — Áttu við ef hann gengur? spurði jeg í einfeldni minni. — „Nei, ekki vjelin, bara ef hann er á fjórum hjól- um. Sligaðir og margútþvæld- ir skrjóðar á sæmilegum gúmm íum og nýmálaðir fara á 17—20 þúsund og þaðan af betri, eða í sæmilegu standi kosta frá 25 upp í 40. En hvað kosta þá amerískir lúxusar? „Uss, biddu fyrir þjer. Varla undir 55 og alt upp í 70 þús- und, alt eftir merkinu“. Það er hægt að fá hroll, eða gæsahúð af minnu en svona ljettúðarhjali. Hagamýsnar. MARGIR URÐU fyrir von- brigðum vegna úthlutunar „hagamúsanna" svonefndu, en það eru Renault-bílarnir, sem fluttir voru inn í óleyfi og geymdir voru í allan vetur í Haga-portinu. Það er fullyrt að borist hafi eitthvað á þriðja þúsund umsóknir er auglýst var að hið opinbera myndi selja þessa bíla gegnum „drauganefnd“, sem enginn mátti vita hver átti sæti í. Eins og gefur að skilja voru allir hundóánægðir með úr- skurði nefndarinnar nema þeir 100, eða þar um bil, sem fengu bíla. Og það var sagt að sumir hinna hamingjusömu, hefðu haft stutt gaman skemtilegt af því að spóka sig í nýju lúxus- unum, því þeir hafi ekki ekið nema frá Haga ög upp að Leifs styttu á Skólavörðustígnum, en þar hefði hinn nýi eigandi úthlutað bílnum upp á eigin spýtur til nýs aðila — vitan- lega fyrir hæfilega þóknun. • Erfið fæðing. ÞAÐ ER EINKENNI á flest- um nýbyggingum að fæðing þeirra gengur oft stirt og lengi. Þegar farið er með gesti um höfuðstaðinn til að sýna hon- um það helsta, þá er komið að Þjóðleikhúsinu, t. d. og gestur spyr hvað verið sje að leika þar nú. Bæjarmaðurinn segir annað hvort satt eða eyðir tal- inu. Lengra er haldið og komið framhjá hinni glæsilegu fæð- ingadeild Landsspítalans, sem að utan virðist vera fullgerð. Enn spyr gesturinn: „Hvað fæðast mörg börn þar mánað- arlega?“ Og enn verður annaðhvort, að segja satt. að Þjóðleikhús, fæðingarstofnun, Gagnfræða- skóli og fleiri byggingar hins opinbera sjeu eiginlega hálf- gerð Potemkintjöld, eða reyna á annan hátt, að leiða hug gests ins frá því, sem hann spyr um. • Fæðingardeildin. EN ÞAÐ MÁ segja, að Þjóð- leikhús og aðrar byggingar, sem lengi hafa verið í smíðum sjeu hreint hjegómamál á móts við fæðingardeild Lanlsspítal- ans. Borgari hefir skrifað mjer brjef um þetta mál ogi Vill birta um það fyrirspurn til stjórnar Landsspítalans. hvern ig á því standi, að ekki sje hraðað byggingu deildarinnar og hún sje tekin í notkun. Brjefritari bendir rjettifega á, að gamla deild Landsspítal- ans sje fyrir löngu orðin altof lítil, enda sje það undir hepni einni, eða tilviljun hvort hægt sje að koma þar fyrir konu í barnsnauð. Oþarfi er að lýsa því hve gersamlega ófært það er. að ætla konum að fæða í heimahúsum, eins og húsnæði er háttað víða og engin hjálp fæst til húsverka. Það væri sannarlega nær að láta einhverja vitleysuna sitja á hakanum og reyna að ljúka fæðingadeildinni hið allra fyrsta. Bridgespilarinn og „svarti dauðinn“. HEFI JEG nokkurntíma sagt ykkur söguna af breska bridge spilaranúm, sem kom hingað til Reykjavíkur í vor og þegar hann kom heim og blaðamað- ur einn í London ætlaði að tala við hann, sagðist hann varla hafa rænu til þess að tala við nokkurn mann, vegna þess að hann væri svo þreyttur að hann yrði að fara beint í bólið. Ástæðan fyrir þreytunni, sagði hann blaðamanninum var sú, að vinir hans á íslandi hjeldu honum uppi, alla nótt- ina í kveðjusamsæti, þar sem drukkinn var „svarti dauði, sem var á bragðið eins og þeg- ar portvíni og vermouth er blandað saman. Það var hræði- legt á bragðið, en áhrifin koma engum við“, sagði bridge- spilarinn og hjelt beina leið í bólið sitt. Gestrisni getur líka þótt í frásögur færandi. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Forleikur að Indónesíu-bardögunum ENN einu sinni heyrast það- an fallbyssuhvellir, hljómur af skriðdrekum og vjelbyssuskot- hríð. Enn einu sinni er verið að berjast þar. Fyrir nokkrum árum ríkti þar friður og menn undu glaðir við sitt. Stórar ný- tísku borgir risu þar upp með öllum þægindum. Ný menning var að byggjast á gamallri menningu. Þetta var í austur Indíum Hollendinga. Svo var friðurinn skyndilega rofinn. Það sakar ekki að rifja það einu sinni upp til þess að skilja síðari atburði. Japanir komu á herflutningaskipum sín um, litlir gulir menn, sem færð ust hægt og hægt sunnar á bóg inn. Borneo lá undir hælum þeirra. olíulindirnar á Sumatra og svo síðast hófu þeir árásina á sjálfa Jövu. Það varð lítið um varnir þá. Leynistarf Japana. Þegar Japanir komu til eyj- anna nutu þeir vitanléga stuðn ings margra eyjabúa. Leyni- starfsemi Jaþana hafði ekki j unnið fyrir gíg undanfárin ár, og undarlegt var hve margar símalínur varu slitnar á þeim tíma er innrásin stóð yfir og undarlegt hve margir hollensk ir hermenn fundust stungnir með rýting, þó enginn Japani væri nálægur. Þeir fóru líka að sjást brosandi indónesísku mennirnir í átveislum Japana, takandi í hendur þeirra, tal- andi japönsku, verandi í jap- önskum fötum, með japönsk gleraugu. Þanni^, var það á vellystardögunum. En nú fór að halla undan fæti niður á við. Rauða sólin var að síga til við- ar. Japanir biðu einlæga ósigra. Herir Bandamanna færðust æ nær og nær. Loks gáfust þeir upp og allur japanskur her var fluttur frá Indónesíu. Og Hollendingar koma aftdr til Java staðráðnir í að reisa alt við úr rústum. sem eyðilagt hafði verið og síðast en ekki síst koma rjettum lögum yfir þá, sem höfðu gerst svikarar. Skift um gerfi og þó sömu gleraugu. En flestir vita hvernig fór. Þeir sem áður höfðu sppkað sig í sölum Japana komu nú fram á sjónarsviðið, í þetta skifti Bandamannamegin, Þeir lýsku yfir því, að Indónesía væri sjálfstætt ríki og þar ætluðu þeir að ráða yfir íbúum eyj- anna eins og nokkurskonar for- ingjar. Sannleikurinn var nefnilega í raun og veru sá, að það hafði alls ekki verið gengið milli bols og höfuðs á japanska valdinu og leppum þess. í Indó nesíu voru það vinir Japana, sem fengu að vaða uppi með allskonar ójöfnuð, undir því yfirskyni. að þeir væru frelsis elskandi menn, sem væru full- trúar þjóðar sinnar. Svo blygð- unarlausir gerðust þessir menn að þeir notuðu jafnvel japönsk vopn, sem Japanir höfðu afhent þeim, til að koma sínum mál- um fram. Þeir gátu stofnað heilar vjelahersveitir með jap- önskum skriðdrekum og vjel- byssur og fallbyssur höfðu þeir í hundraða og tuga tali. Gang- ur- málanina yarð slíkur ekki aðejn^ í Indónesíu, heldur í flesum Ipndum þar austur frá, svo sem Thailandi, Indó-Kína cg Eurni. . Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.