Morgunblaðið - 08.08.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.1947, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. ágúst 1947 — Meðal annara orða i Framh. af bls. 6 Hollendingar voru í byrjun ákveðnir í því. að láta ekki jap ánska flugumenn komast upp fneð ofbeldi í nýlendum þeirra. |>eir voru komnir áleiðis me'ð áð veita rjettum aðilum rjetta hegningu, þegar önnur lönd fóru að skiftá sjer af jnnan- landsmálum Indónesíu. Það er að segja alveg eins og Bretar höfðu fallist á að láta Japana- leppana ráða öllu í Burma höfðu þeir þótt undarlegt mætti virðast ekkert á móti, að Japanavinirnir í Indónesíu rjeðu ríkjum. Bretar lögðu fast að Hol- lendingum að láta undan í þessu máli og að lokum fór svo, að Hollendingar og Indó- nesíumenn gerðu með sjer samning 7. nóvember 1946. Var þar m. a. ákveðin rjettarstaða Indónesíu rikísins. Átti Indó- nesía að vera lýðveldi í sam- bandi við Holland, og 1. janúar 1949 átti stjórnarskrá þess að ganga í gildi. Samningar sviknir. Nú hefir það hinsvegar kom ið í ljós. að sú stjórn, sem situr að völdum í Indónesíu notar öll tækifæri til að svíkja gerða samninga, og hún hefir komið af stað miklum ofsóknum á hendur mönnum bæði af hol- lenskum ættum og kínversk- um. Og það er um það, sem deil- urnar standa nú. Hollenska stjórnin telur að Indónesíu- menn hafi svikið samningana og ekki nóg með það, heldur hafi þeir gerst griðrofar við fólkið, sem þeir hafa ofsótt undanfarið. En eina slæma skyssu virð- ast Hollendingar hafa gert. í samningnum segir, að ef til sundurlyndis dragi milli þerra og Indónesíumanna eigi að bera málið undir dóm Englendinga. Þetta hafa Hollendingar ekki gert, heldur farið með her manns á móti Indónesum. Nýir viðskiflasamningar MOSKVA: — Pólverjar og Rússar hafa gert með sjer viðskiptasamn- inga til eins árs. Viðræður eru byrjaðar í því skyni að koma á verslunarsamningum til langs tíma milli ríkjanna. Sex varðskip til Grikkja AÞENA: — Fulltrúi bandaríska sjóhersins í Aþenu hefur tilkynt, að samið hafi verið um, að Banda- ríkjamenn fái Grikkjum sex varð- báta til eignar og umráða. — Mafvæla- skorfurinn Framh. af bls. I Lítill kaupmáttur Þar sem UNRRA hefur hætt störfum og ýmsir erfiðleikar og hömlur eru á milliríkjavið- skiptum, verða matvælamálin erfiðust viðfangs fyrir þau lönd, sem minnsta hafa kaup- getuna. Skjótra úrbóta þörf I lok skýrslunnar er svo komist að orði: ,,Hverskyns töf á því, að bót verði ráðin’á þessu ástandi, dregur úr starfsþrótti þjóðanna, tefur viðreisnarstörf in, eykur heilsutjónið, sem þegar hefur hlotist af langvar- andi næringarskorti og kemur upp ólgu í þjóðfjelögunum“. — Efnahagskröggur Brefa Framh. af bls. 1 skiftamálaráðherra og Hugh Dalton fjármálaráðherra, sem hóf umræðurnar. Dalton benti á margar- staðreyndir, sem fram komu í ræðu Attlees í gær og lýsti þeim nánar. Hann kvað dollaraskortinn, sem flest riki heimsins ættu við að búa, aðalorsök þess, hvernig komið væri. Dollaralán Rreta gengi mjög til þurrðar. og myndi það sennilega verða uppurið í októ bermánuði næstkomandi Hann neitaði því, að, dollararnir hefðu farið í bruðl og kom með ákveðnar tölur til stuðn- ings þeirri staðhæfingu sinni. — Dalton sagði, að Bretar ættu enn eftir 500 miljónir dollara af láni því, sem þeir fengu í Kanada. En Kanadamenn væru líka í dollaravandræðum, og hefðu þeir beðið Breta að taka ekki lánsupphæðina mjög ört út, og á það hefði stjórnin fall ist. „Japanir þvingaðir“. TOKYO: — Stríðsglæparjettar- höld eru nú hafin aftur í Tokio, en þau hafa legið niðri um hríð. Talsmaður hinna ákærðu hjelt því fram í ræðu sem hann flutti fyrsta dag rjettarhaldanna, að Japanar hefðu neyðst að fara út í styrjöld vegna þess, að þeir hefðu verið þvingaðir af stefnu vesturveld- anna í viðskiptamálum. f imm mínúfna krossgáfan 2 3 4 □ 1 ^ m 6 7j 8 9 «| Sf lo 11 12 k' 13 r'< -t. 14 15 n E c SKÝRINGAR Lárjett: — 1 einu sinni enn — 6 sú fyrsta — 8 forsetning — 10 tvíhljóði — 11 sáraum- búðir — 12 fljót -— 13 fanga- mark — 14 kindina — 16 ó- vinurinn. Lóðrjett: — 2 frumefni — 3 efamál — 4 tveir hljóðstafir — 5 hetja — 7 fiskur — 9 óhrein- indi — 10 vesæl — 14 tveir fyrstu — 15 tveir eins. Lausn á síðustu krossgátu Lárjett: — 1 eyjan — 6 lóð — 8 an — 10 ee — 11 kallaði — 12 um — 13 ar — 14 frú — 16 leitt. Lóðrjett: — 2 yl — 3 jóðlari — 4 að — 5 rakur — 7 meira — 9 nam — 10 eða — 14 fe — 15 út. — Auslfjarðar- verksmiðjan Framh. af bls. 7 kvæmdum, en það má ekki koma fyrir. Þegar eftir að byrj- að er á byggingu hinnar fyrir- hugu síldarverksmiðju á Seyð- isfirði, þá getum við farið að rífast um hvar næsta Austfjarða verksmiðjan á að verða reist. Þangað til er okkur holt, að leggja niður allan hreppakrit og togstreitu. Nýja bræðslan á Seyðisfirði kemur öllum Aust- firðingum best að gagni ein- mitt þar. Eskifirði, 30. júlí 1947. Eiríkur Bjarnason. Vararæðismaður mótmælir SOFIA: Vararæðismaður Banda- ríkjanna í Sofia, Jack Horner, hef- ur sent búlgörsku stjórninni mót- mæli, vegna þess að honum hefur verið meinað að vera viðstaddur yfirheyrslu Petkoffs, leiðt. stjórn- arandstöðunnar. Horner hefur lát- ið í ljós vantrú sína á því, að Pet- koff verði yfirheyrður á ’öglegan og heiðarlegan hátt. Sigurjóna Bæringsdóttir Fædd 21. júli 1905. Dáin 1. ágúst 1947. Kveðja frá vinkonu Þrautin að deyja, það er lífsins saga, sú þraut getur ekki horfið fram hjá mjer. Jeg man þig til enda minna æfidaga, þá mildi og tryggð er bjó í huga þjer. Við kynntumst í bernsku, leiðir lágu saman í leikjum og starfi knýttust tryggða bönd. Á samverustundum var oft, vina, gaman, vonglaðar byggðum okkur draumalönd. Svo hvarfst þú, æska, leikir lögðust niður og lífið fjekk okkur önnur meiri verk, en vináttan ávalt hjelst, sem helgur liður í huglendum beggja einlæg, hlý og sterk. Þjáningu mikla, þú barst eins og hetja, í þínu skapi ríkti festa og ró. Til síðustu styndar ætíð aðra að hvetja, . því ástúð svo rík í huga þínum bjó. Og nú ertu horfin, vina*, ung að árum, örlögin búa mörgum dppur ráð. Að sjá þjer á bak er þyngra en taki tarum, en trúin á endurfundi er dýrðleg náð. Ág. Jóh. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<»3>»»»»» »»»»»»»»»»» Klæðskerar Fata og kápuefni eru væntanleg til landsins bráðlega. Verðið er mjög hagkvæmt. Sýnishorn fyrirliggjandi. I CCriótján Cj. Cjíó iaóon CJ Co. k.f. íbúð óskast 3ja—4ra herbergja há leiga. Uppl. í síma 6064. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^’ r ■ j X-9 í\ £ £ £ £ £k Effir Roberf Sform | THE GlRL T0U 6AW WlTH /HE '&jpm&pS' IN PlEED'€> 0FFICE DOE&N'T mean/'^ ATHINöTOAIE—ANN MORE ! / I - l'LL i'll 6EE THAT £HE D0Eí>N'T ( LÉT vou know ólVE ANV TR0UBLE ! AR£ • |N THE WE A TEAMI __________AlORNINó — ‘5'TUDV THI6 PICTURE, m. B-URN$ ... 16 IT THE MAN T0 WH0M VOU 60LD THAT FI6HIN6 L1CEN6E? PHIL AND HI6 FELLOW A6ENT6 ARRIVE AT JACK60N euAtvi rr — Phil og fjelagar hans eru komnir til Jackson Summit. Phil segir: Skoðið þjer þeása mynd, Burns - . . . Er þetta maðurinn, sem þjer selduð veiðileyfið? ■ Burns: Bíðum nú við . . . Jú, jú! Þetta er sami maðurinn . . . Hann var með gleraugu, en auðvitað kannast jeg við munninn. — Kalli er staddur við stöðuvatnið með Frale. Hann segir: Mjer er alveg sama um stúlkuna, sem þú sást með mjer í skrif- stofu Pleeds. Jeg skal sjá til þess, að hún valdi okk- ur engum vandræðum. Eigum við að slá okkur sam- an? Fralc: Jeg skal láta þig vita á morgun . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.