Morgunblaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.08.1947, Blaðsíða 7
jSunnudagur 10. ágúst 1947 MORGVTSBLAÐIÐ 7 R E Y K Hið árlega „taugastríð“. SÍLDVEIÐARNAR eru orðn- ar árlegt „taugastríð" fyrir ís- lendinga. Fyrr meir, á meðan skipin voru færri, sem síldveið ar stunduðu, náði „taugastríð- ið“ ekki nema til þeirra, sem voru á síldveiðiskipunum og gerðu þau út. Það var á þeim árum, er síldarútgerð var talin „brask“ og ófínni en aðrir at- vinnuvegir landsmannaa. Ná eru síldveiðarnar og út- gerð nú, orðin svo mikill þáttur í útgerð þjóðarbúsins að allir er komnir eru til vits og ára fylgj ast moð því með hinum mesta áhuga, hvernig síldaraflinn eykst sem á land er kominn, með hverri viku sem líður af vertíoinni. — Engum er sama hvernig fer með útgerð þá. En enginn getur neinu um það spáð, fyrr en á dynur, hvernig veiðarnar verða. Heilahrot. VÍSINDAMENNIRNIR brjóta heilann um það, hvernig síld- argöngurnar sjeu í aðalatriðum og eru engu nær enn. Nje um það, hvað valdi dutlungum síld arinnar, hvort hún næst eða næst ckki, hvort hún veður í torfum, svo hægt sje að ná henni í herpinætur, eða hún heldur sig í djúpinu ,þar sem aðeins er hægt að ná henni í reknet. Og svo er spurningin, hvort Arni okkar Friðriksson hefir hitt naglann á höfuðið, með því að halda því fram að síldin geri hina miklu hringferð í Norðurhöfum, norður með Noregsrtrönd upp að Svalbarða og sveigi síðan hingað suður á bóginn til þess að lifa hjer stundarkorn, á eftirlætisfæðu sinni, rauðátunni og hlaupa í spik (22% fitu) til þess að bregða sjer síðan austur um haf -til Noregs og hrygna þar, þegar komið er fram á vetur. Um ketta brjóta' síldveiði- menn hcilann og út.gerðarmenn og alliu- landslýður alt frá því fyrstu ; flafrjettir berast frá síldveiðistöðvum á sumrin, og þangað til öll skipin eru hætt veiðum á haustin. Af öllum heilabrctunum sprettur enginn fróðleikur. Ekki hinn minnsti. Menn cru. alveg jafn nær að hausti, þegar síldin hættir að vera umræðuefnið að því sinni, eins og á vorin áður en vertíð- in hófst.' Austur og vestur. FYRIR nokkrum árum sögðu þeir s m lcngst höfðu þá veitt síldargöngunum athygli, og þótt ust vera með þeim allra kunn- ugustu, að síldin ætti rjettu lagi að gera vart við sig fyrst vest- ur við Strandir. Síðan hjeldi hún r. ustur með Norðurlandinu, uns hún hyrfi á haf út fyrir austan land. Þetta kom prýðilega. heim við tilgátu Árna Friðrikssonar, um að síldin væri í sinni árlegu miklu hringferð, er hún gerði vart við sig. En nú hefir mjer heyrst að þeir sem þykjast vera hinir allra kunnugustu þessum mál- um, hal'di því fram að síldin J A V í eigi rjettu lagi að gera vart við sig fyrir austanverðu Norður- landi og síðan haldi hún í vest- ur með landinu. Nú hefur verið nokkur afla- hrota austur á Vopnafirði. Það getur oltið á æði miklu, hvort sú síldarganga er að halda aust ur í haf, ellegar búast megi við að hún komi norður fyrir land, og geti gefið þar góða veiði um hríð, ef gæftir leyfa. Búmannsraunir. ÓÞURKARNIR hafa verið leiðir og Jangdregnir fyrir bændur á Suður- og Vestur- landi það sem af er slætti. — Verður ekki með tölum talið tjón það, sem þeir hafa orðið fyrir, er hafa ekki náð töðum sínum í hlöður fyrr en þær hafa verið langhraktar og hálfónýt- ar. Þegar þannig viðrar um hey- skapartímann, er það miliil bót í máli að bændur skuli geta náð sem svarar þriðjungi heyfengs ins alveg óskemmdum með því að setja hann í vothey. Ekki er mjer kunnugt um, hve margir bændur það eru í mestu óþurkasveitunum, sem liafa gert sjer votheysgryfjur, tíl þess að tryggja sjer þenna hluta heyfengsins óskemdan hvernig sem heyskapartíðin er. En trúlegt er, að þeir sjeu ekki margir, sem enn standa ber- skjaldaðir fyrir óþurkunum. — Því allmargir áratugir eru liðn- ir síðan þessi heyþurkunarað- ferð var svo reynd hjer á landi, að enginn vafi gat leikið á gildi hennar og kostum. Það sagði mjer hinn marg- fróði og ágæti búhöldur, Egg- ert heitinn Finnsson að Meðal- felli, að honum dytti ekki í lrug að láta r<f votheýsgerð, hverúig sem viðraði. Enda þótt tíðin gæfi honum kost á að fá alla töðuna velþurkaða, þá (jiætti hann ekki að heldur við það, að setja hinr, venjulega skammt hennar í vothey. Hann vildi ekki verða af þeim „bæti efnum“ fóðursins, sem hann fengi með votheyinu og á eng- an annan hátt. Súgþurkunin. Á síðustu árum hefir komið upp ný heyþurkunaraðferð sem nokkuð er reynd, hin svonefnda súgþurkun. Ekki veit jeg hvort telja megi hana fullreynda. En nokkuð virðist það |ótrúlegt, að hægt sje að taka töðu af ljánum, og setja hana í hlöðu, en þurka hana þar, með því að dæla í liana svo rölru lofti ó- hituðu, sem venjulega er hjer í rosatíð. Annað mál er það, ef tck væru á, að hita það loft, sem blásið er í hið hráa hey. Með því móti er að sjálfsögðu hægt að þurka hið nýslegna hey í hlöðunni. Myndarbóndi austur í Flóa, Ari Páll Flannesson í Sandvík, hefir komið upp hjá sjer slík- um heyþurkunartækjum. — Og gefist vel. Bætiefnin. ÞAÐ sagði mjer Gísli Þor- kelsson efnafræðingur, forstöðu maður fyrir efnafræðideild At- vinnudeildarinnar, að hann K U R B hefðí í sumar fengið til rann- sóknar hey frá Ara Páli Hann- essyni í Sandvík, sem slegið var í fyrra og verkað á þenna hátt. Hann hafði með efnagreining- unni á heyinu komist að þeirri niðurstöðu, að í þessu ársgamla heyi, var eins mikið fjörefni af A-tegund, eins og er í hey- inu nýslegnu. En þessi fjörefn- istegund er ein hin þýðingar- mesta fyrir mjólkurpening. A-fjörvi helst með öllu í vot lieyi. En mikið af því fer for- görðum, þegar heyið er þurk- að, og það þó heyið hrekist ekkert. Eftir að taðan hefir legið nýslegin í þurki í einn sólarhring, er mikið af A-fjörv- in rokið út í veður og vind. Leiðin, sem nú er hugsanleg, til þess að ísJenskir bændur geti fengið tryggingu fyrir að þeir á hverju sumrí fái óskemd an töðufeng sinn í hús, er sú, að setja nokkuð af töðunni í vothey, það mikið sem fært þyk ir, vegna fóðrunarinnar að vetr inum. En hinn hlutinn verði verkaður með súgþurkun, þannig að loftið, sem dælt eða blásið er í heyið, sje hitað nokk uð. En til þess þarf helst raf- magn og það talsvert mikið. Mjólk og fóður. GISLI Þorkelsson hefir feng ist við fjörefnarannsóknir í heyi. Hefir hann mikinn áhuga fyrir þeirri grein. Með því að gefa mjólkurkúm svo fjörefna ríkt fóður, sem nýslegið hey, eða hey sem jafngildir því, að gæðum, er hægt að fá hina holl ustu og fjörefnaríkustu mjólk. En mjólkurgæðin fara að sjálf- sögðu ekki einasta eftir því, hvernig meðferðin á mjólkinni er, eftir að hún er komin úr kýrspenanum, heldur og eftir því, hvernig það fóður er, sem kýrnar fá. Það væri mikilsvert, ef hægt væri að köma upp kúabúi, þar sem mjólkurkýrnar fengju ekki annað heyfóður árið um kring, en hið fjörefriaríkasta fóður, sem með nokkru móti getur verið völ á og gera á því at- hugun allan ársins hring, hvern ig gæði mjólkurinnar eru. Færi svo í framtíðinni, að súgþurkuin með upphituðu lofti ryddi sjer til rúms, má búast við því, að nýrækt ykist eink- um á þeim stöðum sem rafmagn er fáanlegt í stórum stíl. Þettá yrði m. a. til þess, að þjettbýli skapaðist þar sem best eru skil yrði í sveitum landsins. Virthanen. VAFALAUST koma ýmsar umbætur til greina í votheys- gerðinni Jrjer, frá því sem lrún tíðkast nú. Frægasti maður í þeirri vísindagrein er sem kunn ugt er A. I. Virthanen, lrinn finski prófessor. Hann fjekk Nobelsverðlaun árið sem leið, ekk| síst fyrir það hve aðferð hans við votheysgerð hefir orð ið bændum í Svíþjóð mikil bú- bót 1 styrjöldinni ,er þeir gátu ekki fengið eins mikið kjarn- fóður, eins og venjulega. Mjólk urframleiðsla þeirra leið mun minni hneldci við kjarnfóður- missinn, vegna þess, að þeir notuðu heyverkun Virthan- R JEF ens. Fróðasti og reyndasti mað ur í þessari heyverkunaraðferð hjer á landi er Olafur Jónsson framkvæmdastjóri Ræktunar- fjelagsins á Akureyri. Það hefir komið til orða manna á meðal, að mikilsvert •væri að fá hinn merka finska vísindamann hingað til lands, í heimsókn, til þess að hann gæti með eigin augum kynst íslensk um staðháttum við búskap, síð- an gefið okkur hollráð við hey- verkunina. Á Siglufirði. EINS og lesendum blaðsins er kunnugt, vildi það slys til um síðustu helgi, að leki kom að lýsisgeymi einum við síld- arbræðslur ríkisins á Siglufirðii Ekki er vitað með vissu hverj- ar orsakir voru ti; lekans, og tjóns þess, er af honum hlaust. Hefir rannsóknardómari verið sendur norður, svo úr þessu verður skorið til blítar. Aður en skýrsla liggur fyrir frá hans hendi, verður ekkert um það sagt, hver muni eiga sök á þessu. En fullyrt er, og mun ekki leyna sjer, að geymir þessi hefur sigið eitthvað I jörð. Sumir halda því fram, að vegna sigs þessa, hafi opnast eða bil- að öryggisloki sem var á geym inum. Tvö blöð liafa skrifað um þetta lekamál, á þann hátt, að nokkra eftirtekt kann að vekja. Tíminn ræðst á nýsköpun at vinnuveganna sem fyrverandi stjórn beitti sjer fyrir ,og segir, að þarna sjái landsmenn hvers virði hún verði fyrir þjóðina(!) Er hjer seilst nokkuð langt og óhönduglega til rógmæigi. Ef orð Tímans væru tekin bók- staflega, þá mætti ætla að rit- stjórinn hjeldi því fram, að af því að undirstaða undir lýsis- geymi á Siglufjarðareyri hefir bilað sumarið 1947, þá hafi það verið illa ráðið að ætla 300 miljónir króna haustið 1944 í ný framleiðslutæki m. a. til kaupa 30 togara. Hollráð“ Þjóð- viljans. ÞO röksemdafærsla slík sje nokkuð þokukennd, þá kemst hún ekki í hálfkvisti við skrif Þjóð\riljans. Fyrst gáf kommúnistablaðið í skyn, að'hjer myndi vera um skemmdarverlt að ræða. En væri svo, þá mátti lesa á milli línanna, að núverandi ríkis- stjórn væri líklegust til þess, að standa fyrir slíkum skemmda- verkum sem að því miðuðu, að láta dýrustu framleiðslu- vöru landsmanna renna aftur í sjóinn. I næsta tölublaði Þjóðviljans var nokkuð breytt um afstöðu til málsins. Þá var sagt að lýs- islekinn myndi vera Sveini Benediktssyni að kenna. En hann myndi hafa sjeð um að láta lýsið renna niður, til þess að drýgja vöruna eða fá því til leiðar komið, að meira fengist fyrir lýsið á erlendum mark- aði(!) Rök Þjóðviljans fyrir þessum tilgátum voru þau, að „við- skiftasamningar Bjarna Bene- diktssonar11, sem blaðið kallar Laugardagur 9. ágúst hafi verið svo óhagstæður, að við þyrftum að seija 1. flokks lýsi fyrir lægra verð út úr land inu, en fáanlegt væri fyrir það lýsi, sem menn veiddu upp úr ræsum og pollum á Siglufirði, af lekalýsinu(i) Svo lekinn væri raunverulega gróðabragð til þess að fá verðmætari vöru og meira fyrir framleiðsluna, enda þótt verulegur hluti af því, sem niður lak. hafi farið í sjó út, og komi því vart til greiina sem markaðsvara. Þegar menn lesa svona frjettafróðleilv í blaði komm- únistanna, verður mönnum á að spyrja, fyrir hvaða mann- tegund blað skrípi þetta sje skrifað. Því vart væri þeir ,er blaðinu stjórna svo ringlaðir orðnir í koJlinum, að þeir ímynda sjer að almenningur á íslandi geti tekið slík hugar- fóstur þeirra, sem góða og gilda vöru. En þegar kommúnistablaðið nefnir samninga þá sem gerðir voru á síðasta vetri við Breta og Rússa, „samninga Bjarna Benediktssonar“, þá mætti benda á, að með meira rjetti mætti nefna þá samninga Lúð- víks Jósepssonar, eða Ársæls ' Sigurðssonar. Báðir þessir flokksmenn kommúnista sátu við samningaborðin, en ekki Bjarni Benediktsson. Sálgrcining. ANNARS eru íslendingar sem og aðrar þjóðir að átta sig óðum á því, að þeim mönn- um er lifa og starfa í anda kom múnistaflokksins verður ekki líkt saman við annað fólk. Þeir hafa sagt skilið við þjóð sína, af því þeir lúta fyrirskip- unum frá alþjóðamiðstöð, sem að því vinnur, að kollvarpa öllum þeim þjóðfjelögum, sem eru vestan við járntjaldið. Ritstjórnir allra kommúnista blaða í heiminum fá „matreidd ar“ frjettir sínar frá einni áróð ursmiðstöð. Það, sem Þjóðvilj- inn birtir daglega af frásögn- um urri heimsviðburði, er sam- ið langt austur í löndum. Rit- stjórn blaðsins fær ekki frekar ráðið því, hvað í blaðinu stendur, en hún ræður flóði og fjöru. En hlýðnin við áróð- urinn og fyrirskipanirnar er svo fullkomin, að við öllu er gleypt, hvort heldur er trúlegt, meinleysislegt eða samið af frekju og yíirlæti eða um er að ræða augljósar falsanir og ósannindi. Satt og logið. EITT af einkennum komm- únista er það, að þeir hafa lög- helgað ósannindin í áróðri sín- um og frjettaflutningi. Þess vegna er það alveg út í loftið, er menn voru hjer áður að furða sig á því, að kommún- istar segðu ósatt. Ein af kenn- ingum þeirra hljóðar upp á, að satt og logið sje í raun rjéttri hið sama, þegar þvi er að skifta. Ef t. d. ósannindin geta í svip- inn verið áróðri þeirra hentug, eru þau notuð óhikað, og flokks mönnum fyrirskipað að trúa þeim. Að kommúnistar hafa sagt (Framhald á bls. 8). *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.