Morgunblaðið - 24.08.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1947, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Silnnudagur 24. ágúst 1947, ÍSLENDINGAR VILJA MARKAÐI SEM VÍÐAST ÆTLA MÆTTI, að allir Is- lendingar geti komið sjer sam- an um, að æskilegt væri, að markaður fengist fyrir íslensk- ar vörur í sem flestum löndum heims. Slíkt væri ekki aðeins trygging fyrir atvinnuvegi landsmanna og öryggi fyrir alt viðskiftalíf þeirra, heldur einnig ein besta stoð sjálfstæð- is landsins. Svo sem vænta má, hafa Is- lendingar frá þvi þeir tóku sjálfir við stjórn viðskiftamála sinna, reynt að haga útflutn- ingi sínum og verslun á þenna veg. Megum ekki missa bestu markaðina. Markaðir fyrir íslenskar vör ur hafa löngum reynst bestir í Vestur- og Mið-Evrópu- og Miðjarðarhafslöndunum. Eftir að flutningatæki bötn- uðu, hafa og vaknað möguleik- ar til sölu ýmiskonar íslenskra afurða í Ameríku, bæði í norð- ur og suðurhluta. Dylst það engum, að mikill vinningur væri’ fyrir Islendinga, ef þeir gæti unnið markaði fyrir sjáv- arafurðir sínar á hinum miklu megin'iöndum Ameríku. Bæði er efnahagur almennings best- ur og kaupgetan þar af leiðandi lang mest í þessum löndum, og þá einkum Bandaríkjum Norður-Ameríku, og íbúar þessara landa veiða sjálfir lítið fiskfang miðað vlð mergð sína. Ef vel tækist til, mætti þarna því fá nærri ótakmarkaða markaði. Sjálfsagt að afla markaða í Austur-Evrópu. Viðskifti íslendir.ga við Aust ur-Evrópu hafa hinsvegar fram á hin síðustu ár verið tiltölu- lega lítil og jafnvel mun minni en við sum fjarlægari lönd. I þessum löndum er kaupgeta al- mennings að vísu minni en með vestrænum þjoðum. En að- staðan er að því leyti lík, að á báðum stöðum eru mikil meg inlönd, þaðan sem fiskveiðar eru tiltölulega lítt stundaðar. Eru þess vegna líkur til, að í aitsturvegi mætti einnig afla mikilla markaða fyrir sjávar- afurðir Islendinga. Frá því ófriðnum lauk hef- ur af hálfu íslenskra stjórnar- valda verið gert allt, sem þau máttu til að afla viðskiftasam- banda við austanverða Ev- xópu. Það verk var þó raunar hafið, þegar fyrir ófriðarlok- in, er íslenskur sendiherra var skipaður í Moskva á árinu ’43, auðvitað fyrst og fremst í því skyni, að undirbúa skifti okkár við- hið mikla land Rússland. Síðasta ríkisstjórn vann mjög ðtullega að því undir for- ustu Ólafs Thors, að afla okkur markaða á þessum slóðum. — Aldrei hafa þó verið gerðar rækilegri eða samfeldari til- raunir til markaðsútvegunar þar, en síðan núverandi stjórn tók við völdum. Samfeldari tilraunir cn nokkru sinni fyrr. Eitt hið fyrsta verk núver- Kommúnistar einir reyna þar að spilla andi ríkisstjórnar var að senda viðskiftanefnd austur til Moskva. Starfaði sú nefnd þar, lengst af undir forystu sendi- herra íslands í Moskva, allt frá því í febrúarmánuði fram í júnílok. Að þvi búnu hjelt sendiherrann rakleitt til Prag í því skyni, að gera nýja versl- unarsamninga við Tjekkósló- vakíu og voru sendir þangað tveir hinir færustu menn hon- um til aðstoðar. Þegar fengist hafði nokkur lausn samningagerðarinnar við Tjekka, hjelt sendiherrann til Varsjár til samningagerðar við Pólverja. Þar voru enn fvrir tveir menn honum til hjálpar, sjerfróðir um þau atriði, er lík- legust þóttu að kæmi til greina í samningum við Pólverja. =— Þegar síðast frjettist stóðu þær samningaumleitanir enn yfir. Þegar allt þetta er íhugað, gegnir það furðu að Þjóðvilj- inn skuli heimska sig á því dag eftir dag að fullyrða, að núverandi ríkisstjórn vilji ekki gera viðskiftasamninga við rík- in í Austur-Evrónu af því, að þau hafi annað hagkerfi en meginhluti íslendinga óskar eftir sjálfum sjer til handa. — Ríkisstjórnin hefur þvert á móti með verkum sínum marg- faldlega sannaðÁað hún hefur á þann hátt allra frjálsra og víðsýnna manna, að reyna að ná viðskiftasamningum við all- ar þær þjóðir, sem við okkur vilja semja, en hefur þó lagt mesta áhersluna á samninga- gerð Við löndin í Austur-Ev- rópu. Ráðstjórnin í Moskva leysir ekki verðlagsmálin á íslandi. Hitt er allt annað mál, að þessir samningar hafa að ýmsu gengið treglegar en við hefð- um óskað. En skýring þess, er ekki viljaleysi íslensku ríkis- stjórnarinnar, heldur hitt, að viðsemjendur okkar hafa ekki talið sig hafa hag af, að gera kaup við okkur. Eftir frásögn fyrrverandi for manns Socialistafjelags Reykja ^víkur, Ársæls Sigurðssonar, og annara samningamanna við Rússa, sögðust hinir rússnesku viðsemjendur berum orðum, ',,sem góðir kaupmenn gera kaupin þar, sem þau væri hag- kvæmust. Við yrðum að vera samkeppnisfærir í verði, cf við vildum selja varning okkar. — Verðlagsmálin á íslandi þóttu þeim vera vandi síjórnarinnar þar, en ekki Ráðstjórnarinnar í Moskva“. Flestar af þeim vörum, sem Rússum vöru boðn'ar, vildu þeir ekki kaupa, af því, að þeir töldu sig ekki hafa not fyrir þær. En jafnvel þær,.sem þeir gjarnan vildu íá, voru þeir tregir til að kaupa, af því, að Islendingar kröfðust hærra verðs en Rúsar þurítu að borga öðrum fyrir samskonar vöru. I Reyna að dylja sekt sína. | Af hverju þegir Þjóðvilj- inn kyrfilega um þessar stað- reyndir og lætur sem það sje fjandskaparbragð við þjóðina, þcgar henni eru sög'ð þau sann- indi, sem henni ríður nú mest á að heyra og skilja, að fram- leiðslukostnaður hennar verð- ur að lækka til samræmis við rau.nverulegt markaðsverð af- urða hennar? j Ástæðurnar fyrir þessari ó- skammfeilni og blindingsleik Þjóðviljans og kommúnista eru 'sjálfsagt ýmis-konar. Ein þeirra er áreiðanlega sú, að engir bera á því meiri ábyrgð en komm- únistar, að efnahags- og verð- lagsmálum íslendinga er nú svo j komið, að þjóðinni^ allri stafar geigvænleg hætta af, ef ekki er við gert. | Þessa sök sína reyna komm- únistar að dylja með því að skrökva því upp frá róturh, að núverandi valdhafar vilji jekki nýta nægan og góðan markað fyrir íslenskar afurðir í austurhluta Evrcpu. Að svo miklu leyti, sem þetta er skýringin á hátterni kom- múnista, er það aðeins rjett ein sönnunin fyrir algeru blygð unarleysi þeirra. Vilja íslenskt hagkerfi feigt. Menn skyldu þó varast að halda, að kommúnistar væri einungis í illri trú um afstöðu sína. Bak við allt gaspur þeirra og ósannindi búa djúphugsaðar kenningar, sem þeir í raun og veru trúa á, en eru ekki síður hættulegar fyrir það. Ef kommúnistum tekst að halda framleiðslukostnaði á ís- KosRÍngaundirbúningur kommú- siists í tlngverjalðndi tenÉali kjcsendð sirikaðir NÝL.EGA var lijer í blaðinu minnst á framferði kommúnistá í Ungverjalandi, við undirbúning þeirra undir almennar kosn- ingar bar í landi, sem fram eiga að fara þ. 31. ágúst. En þeir hafa m.a. strikað út 20% kjósendanna af kjörskránum. Ósigur kommúnista Við kosningarnar í fyrra biðu meira en helmingurinn verið kommúnistar þar fullkominn ó-! „leiðandi menn í fasistaf jelög- sigur, því þeir fengu ekki nema um“. í þrem sambyggingum 5% atkvæðanna. Nú hata þeir ^ verkamannabústaða er vitað aS komið ár sinni þannig fyrir allir voru sviftir kosningarjetti. boro að þeir þykjast mega eiga j von á betri útkomu. Framferði „Nasistar“ þéirra er í stuttu máli þannig, j Gyðingar, sem verið hafa i að það getur ekki heitið að ■ fangabúðum Þjóðverja, hafa ver nokkuð sje eftir af lýðræði i (ið sviftir kosningarjetti, vegna þess að þeir eru nefndir nasist- ar(!) Og dæmi eru til þess, að menn með háskólapróf, hafa verið sviftir kosningarjetti, af því þeir hafa verið sagðir fávitar(!) Það eru undirkjörstjórnir landinu, ef kommúnistum tekst að framfylgja þeim skrípakosn- ingum, sem þeir nú undirbúa þar. Furðulegar aðferð'ir Samkvæmt nýjum kosninga- lögum, er gerð voru, mátti! kjördæmanna, sem hafa haft strika af kjörskránum Þjóðverja1 með höndum þessa „endurskoð- sem eiga að fara til Þýskaland, j un“ kjörskránna, en kommúnist- stríðsglæpamenn og fávita. En j ar hafa troðið sjer í kjörstjórnir samkvæmt skýrslu, sem utanrík j þessar svo þeir hafa þar meiri- isráðuneyti Breta hefur gefið út,! hluta. hefur þessum lagaákvæðum ver- í^friðarsamningnum við Ung- ið framfylgt þannig m.a.: Að í j verja var það tilskilið að frjáls- byggingu, þar sem eru verka- ar kosningar færu fram í land- mannabústaðir, og kjósendur inu. Ná hafa kommúnistar kom- eru á annað hundrað, hefUr ið þvi til leiðar, að í stað frjálsra sviftur kosningarjetti, vegna kosninga, fara þar fram hreinar þess að þeir eru stimplaðir sem skrípakosningar. kvikmyndin unr „PUjSÖ“ er hin frólepasia lenskum vörum svo háum, að jlandsmenn verði til langframa ! ósamkeppnisfærir, hlýtur það 1 á skammri stundu, að grafa undan núverandi hagkerfi og , þjóðskipulagi landsmannaa. En kommúnistar hafa aldrei farið dult með, að þeir vilji hvort- tveggja feigt, og telji sjer heim ilt að beita flestum ráðum til að koma þeim vilja sínum fram. Sigrasl á búabólu- SKÆÐUR kúabólufaraldur hef- ur að undanförnu geysað í Hong Kong, og hefur loks nýlega tek ist að sigrast á sýkinni. Leit þó j út fyrir um tíma, að faraldur þessi mundi hafa geysialvarleg ( ar aíleiðingar í för með sjer fyr ir borgina og umhverfi hennar. Aðeins tveir sjúklingar tóku J sýkina s.l. mánuð ,en til saman ^ burðar má geta þess, að vitað er I um 890 tilfelli í nóvember og 145 J í janúar í ár, — Kemsley. KVIKMYNDIN, sem gerð var um sögu PLUTO, bensín og olíuleiðslurnar, sem lagðar voru eftir botni Ermasunds og fluttu herjum Bandamanna birgðir fyrir heri sína í ófriðn um við „Þriðja ríkið“, vakti 1 mikla athygli verkfræðinga og annara' gesta. Myndin var sýnd ' í gær og hafði Elding Trading Company boðið miklum fjölda 1 gesta. j Áður en sýningin hófst gerði Halldór Kjartansson, forstjóri ( Elding Trading Company, grein fyrir efni myndarinnar. Sýningin hefst á því, að sýnt ( er, þá er vísindamenn og aðr- ir kunnáttumenn hefja rann- sóknir sínar á því hvort hægt sje að leggja olíuleiðslur eft- ir hafsbotni. Árangurinn af starfi þeirra er sá 'að fyrsta Plútóleiðslan er lögð 12. ág. 1944 við Wight-eyju. Nú blasa við nýir örðugleik ar. Var hugsanlegt að vefja rör unum upp á stór kefli. Til- raunir á þessu sviði eru gerð- ar. Menn voru fyrst í stað þeirrar skoðunar, að nauðsyn- legt væri að nota vjel er myndi beygja rörin jafnóðum og þau væru undin á keflið og af því. Eimvagn var notaður til þess að vinda pípurnar upp á kefl- ið og síðan af því aítur. Það furðulega gerist,"að pipan sem fyrir nokkrum augnablikum var undin upp á keflið, liggur bein á jörðinni. Þessar tilraun ir voru gerðar með tveggja tommu pípum en síðar tókst að vefja þriggja tommu pípum á keflið á sama hátt. Næst sjer maður er bygð hef ur verið fljótandi kefli. Það vatt ofan af sjer sjálft eftir því sem það var dregið áfram. í pípuverksmiðjum Stew- arts og Lloyds var svo fram- leitt 100 mílur af pípum, sem þetta mannvirki útheimti. Svo mikil leynd var yfir framleiðslu þessari að verka- mennirnir höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að vinna að jafn stórkostlegu áætlunar- verki. Til þess að leysa þetta vanda sama verk af hendi voru reist- ar sjerstakar verksmiðjur, bún ar sjerstökum vjelum fyrir framleiðslu þessa. Ekki skulu hin tæknilegu atriði rakin hjer nánar. Þegar búið er að vinda rör- in upp á hið fljótandi kefli, en það ttkur 3 til 4 daga, veg- ur það 1600 smál. Það er sagt vera erfiðara að draga svoleið is kefli en hafskipið Queen Mary. Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.