Morgunblaðið - 28.08.1947, Side 2

Morgunblaðið - 28.08.1947, Side 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. ágúst 19473 SVART HVÍTT— HVÉTT SVART ÁVARP sjávarútvegsmála- ráðherra á dðgunum til sjó- manna og útvegsmanna um að freista að halda áfram veiði- tilraunum þar til er venjuleg síldarvertíð endar, kom eitt- hvað illa við kommúnista sbr. skrif Þjóðviljans s.l. sd. Þeir treystust að vísu ekki til að lasta það beinlínis, að þessum tilmælum væri beint til þeirra, er hlut eiga að máli, en það þótti þeim sjálfsagt ,að endur- taka enn á ný ósannindi sín þau að ríkisstjórnin hefði átt sök á •verkfálli Dagsbrúnar í vor, sem kommúnistar hleyptu af stað. Dagsbrúnarverkfallið og tilgangur þess. Þessi ítrekaða viðleitni þeirra er dftirtektarverð:, þegar at- hugaðar eru þær staðreyndir í því verkfallsmáli , sem öllum landslýð eru kunnar. Dagsbrúnarverkfallið var fyr irfram ákveðin árás kommún- ista á atvinnulíf þjóðarinnar. Þeir boðuðu þetta þegar á Al- þingi í vetur og markmiðið var að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum. Þetta er margjátað af þeim sjálfum, bæði áður en vcrkfailið hófst og eins meðan á því stóð. Það að síldveiðiundirbúning- urinn stóð sem hæst,. gaf þeim vonir um árangur af þessari markvissu baráttu, þótt raunin yrði sú, að allt fór út um þúf- ur. Tilætlunin var sú og sú ein að velta ríkisstjórninni. í því skyni kúguðu þeir stjórn Þróttar á Siglufirði til að hlaupa frá orðum og eiðum við stjórn síldarverksmiðja ríkisins og hefja svo kallað samúðarverk- fall. Með því gátu þeir vitan- lega komið því fram að ríkis- verksmiðjurnar veittu eigi síld móttöku þó að bærist. í því skyni fengu þeir járn- smiði til að gera annað sam- úðarverkfall og með því tafið líka fyrir undirbúningi bæði verksmiðjanna utan Siglufjarð- ar og þeirra báta, sem á járn- smíðavinnu þurftu að halda áð- ur en þeir gátu hafið veiðar. I því skyni vörnuðu þeir sjó mönnum sunnanlands að láta úr höfn, öllum, sem þeir náðu til nema skipum Áka Jakobs- ísonar, sem fóru sinna ferða eins og ekkert hefði í skoris.t I því skyni vörnuðu þeir sjó- mönnum að ná veiðarfærum sínum úr geymsluhúsum hjer syðra og færa þau til skips, og I því skyni sendu þeir verði út í skip, sem lágu hjer á höfn- inni með snurpubáta handa síldveiðiskipunum og vörnuðu þess eftir bestu getu, með hót- unum og ofbeldi að bátarnir yrðu afhentir rjettum eigend- um. Töfðu síldveiðarnar. i Fyrir aðgerðir kommúnista- Joringjanna í Dagsbrún og yfir iþanna þeirra í flokknum var á þennan hátt tafið fyrir fjölda báta að komast norður til veiða. Þegar þess er gætt að það var helst framan af síldveiði- tímanum, sem síld veiddist svo nokkru næmi, er það auðsætt að þessir menn hafa með að- gerðum sínum, sem allar voru lögleysa og ofbeldi, haft veiði af mörgum bátum. Kommúnistar sýndu það í fleiru en þessu, meðan á Dags- brúnarverkfallinu stóð að þeir 'sáust lítt fyrir. Minnisstætt verður það lengi, er þessir herrar ráku höfðings- gjöf Norðmanna •— líkneskið af Snorra Sturlusyni — aftur til Noregs, og gerðu sjálfa sig að viðundri fyrir fólsku sína, bæði innanlands og utan. Framangreind dæmi sína, að í ekkert var horft hjá komm- únistum. Þeir Ijetu sjer í Ijettu rúmi liggja þótt síldveiðiflot- inn kæmist ekki úr höfn, og eins þótt frændþjóð Islendinga væri sýnd stór móðgun. Til- gangurinn helgaði öll þessi beisku meðul Þjóðviljamann- anna. Árangurinn varð minni, mik- ið minni en þeir höfðu til ætl- ast Þeir náðu lítilli hækkun fram á Dagsbrúnarkaupinu að vísu, en svo langan tíma höfðu verkamenn í Reykjavík geng- ið atvinnulausir, að boði for- ingjanna í Dagsbrún, að þeir þurfa hálft annað ár til að vinna upp tapið með þeirri kaup hækkun er náðist. Þróttarmennirnir frá Siglu- firði voru látnir hverfa heim og ganga að því, sem þeir fyrir löngu voru búnir að samþykkja, en síðan kúgaðir til að svíkja af foringjunum í Reykjavík. — Þeirra hlutur varð sýnu verstur,. en þó ekki verri en maklegt var fyrir brigðmælgi þeirra og samningsrof. Skelltu ákuldinni á ríkisstjórnina. Þegar hjer var komið, töldu Dagsbrúnarforingjarnir sig hafa minni sóma af frammi- stöðunni en í upphafi hafði til staðið og þá var það fangaráð gripið að kenna ríkisstjórninni um allt verkfallið. Verkfallið, sem kommúnistar sjálfir höfðu boðað sem stjórnarbyltingar- verkfall. Það þarf nú sjalla menn til að eiga slík ráð sem þessi und- ir rifjum! — en þeir eru þó til. Skrif þeirra Þjóðviljamanna bera þess glöggan vott að þeim verður ekki ráðafátt — að leiks lokum, eins og hann orðað það hann Jón Rafns. Er það ekki langtrúlegast, að ríkisstjórnin hafi rekið kom- múnista til að hleypa af stað verkfallli, sem hafði það að höf uðtilgangi, að koma þessari sömu ríkisstjórn frá völdum? Skilja það ekki allir, að kom múnistarnir í Reykjavík og við Síldarverksmiðjur ríkisins voru að flýta fyrir því, að sjó- mennirnir kæmu veiði sinni í peninga, þegar þeir skelltu á verkfalli í byrjun síldarvertíð- ar og gerðu verksmiðjurnar óstarfhæfar? Skyldu sjómennirnir, sem lágu með báta sína bundna við. hafnarbakkann í vor eftir að síldvejiðarnar byrjuðu dögum og vikum saman og fengu hvorki lagfæringar framkvæmd ar nje veiðarfæri sín flutt um borð vegna verkfallsins, ekki hafa vitað það allan tímann, að kommúnistaforingjarnir í Reykjavík, gerðu þetta allt af einskærri umhyggju fyrir þeim? Liggur það ekki í augum uppi, að foringjarnir hefðu gjarnan viljað gera Áka vini sínum eða skipum hans sama greiða og að það hafa verið mistök ein sem ollu því, að skip hans fengu að fara þegar bann var lagt á alla aðra? Svona vilja kommúnistar fá almenning til að líta á stjórn- arbyltingarverkfall sitt og þessu er öllum skylt að trúa a. m. k. þeim, sem lesa Þjóð- viljann að staðaldri. Jafnskylt og hitt að trúa því, að svart sje hvítt og hvítt sje svart, ef kommúnistaforingjunum þókn ast að halda því fram. Kvenskátar á skáta- móti í Danmörku NÝLEGA eru komnir heim 9 af þcim kvenskátum, sem þátt tóku í skátamóti er haldið var í Hindsgavl við Middelfart By, dagana 23. júlí til 1. ágúst. Þátt takendur í mótinu voru 7200, frá 14 þjóðum. Frá íslandi voru 12 þátttakendur: Sígríður Skaftadóttir, Akureyri, Sólveig Úónsdóttir, Akureyri, Hulda Þórarinsdóttir, Akureyri, Kristín Þorvarðardóttir, Hafn- arfirði, Sigríður Árnadóttir, Hafnarfirði. Frá Reykjavík: Soffía Stefánsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Thordís Davíðs- son, Unnur Arngrímsdóttir, Ingigerður Gísladóttir, Soffía Haralds og Gússý Berg. Þetta er stærsta kvenskáta- mót, sem haldið hefur verið í Danmörku til þessa og stóðu K.F.U.M. skátar fyrir því. Mót- ið var í alla staði hið fullkomn- asta, staðurinn hinn ákjósanleg asti með skóglendi á alla vegu og útsýni yfir Litla Belti og hina tignarlegu brú þess. Þarna voru öll lífsins þægindi (nema hitaveita), baðströnd, pósthús, sími, banki, verslun, veitinga- tjöld, vöggustofa og spítali, þar sem læknar og hjúkrunarkonur störfuðu, ennfremur lögreglu- stöð og fjöldi skrifstofa. Allt var þetta starfrækt af kven- skátunum sjálfum. Hátíðlegasta stund mótsins var, þegar drottning Ingrid, sem skáti í skátabúningi, heim- sótti tjaldbúðirnar, dvaldi hún einn dag meðal skátastúlkn- anna, litaðist um og skoðaði tjaldstæði hinna ýmsu þjóða. Síðasti dagur mótsins var til- einkaður útlendingunum og komu þeir fram með ýmis atriði til kynningar landi sínu, t. d. þjóðdansa (víkivaka) og söngva. Vje! sem hausskerog slógdregur síld Vísindalegar athuganir á söltunar- aöteröum Samlal vlð Ásvald Eydal 1 FYRRASUMAR og í sumar hafa í fyrsta skipti hjer á landi verið gerðar vísindalegar tilraunir með endurbætur á söltun síldar. Ennfremur eru nú til hjer vjelar, sem háusskera og slódraga síld. Hafa þa'r verið reyndar á Siglufirði og gefist vel. Frá þessu skýrði Ástvaldur Eydal, fil. lic., sem haft hefur yfirumsjón með tilraunastarfsemi þeirri, sem áður er nefnd, Morgunblaðinu er það leitaði fregna af þessum málum í gær« —----------------------------- Við íslendingar höfum unnið að síldarsöltun í 80 ár, en þetta er samt í fyrsta skipti, sem til- raun er gerð til vísindalegra at- hugana í sambandi við síldar- söltun, segir Ástvaldur Eydal. Unniö gegn práa í síldinni _ í hverju eru þessar tilraunir aðallega fólgnar? Eitt aðal viðfangsefnið er að finna hagnýtar leiðir til þess að varna þráa í saltsíld. Tilraunum í því skyni er að vísu ekki full- lokið, en líkur eru til þess að góður árangur náist. Að því var aðallega unnið í fyrrasumar, er síldarútvegsnefnd beitti sjer fyrir því að þessar athuganir væru hafnar. Er notuð ákveðin efnablada til þess að verja síld- ina þráa. í sumar ljet síldarútvegsnefnd halda þessum tilraunum áfram og vann nú einnig að þeim, auk mín, efnafræðingur frá Fiski- fjelagi íslands, í stað sænsks sjerfræðings í matvælaiðnaði, sem var með mjer í þeim í fyrra sumar. Aðal viðfangsefnið í sumar var að athuga hvaða saltmagn sje heppilegast að nota í síld- ina og hvaða efnabreytingar verði í henni við mismunandi saltmagn og viss geymsluskil- yrði. Jeg álít að þessar tilraunir geti haft mikla þýðingu fyrir síldarsöltun okkar. Fullkomnari söltunaraðferðir geta gert síld- ina verðmætari og betri vöru. Síldarsaltendur hafa oft átt í erfiðleikum með að varna því að síldin þránaði. Það mundi hafa mikla þýðingu ef hægt yrði að koma í veg fyrir það. Nýjar vjelar Svo hafið þið verið að reyna einhverjar nýjar vjelar? Já, í fyrrasumar voru reynd- ar á Siglufirði tvær gerðir vjela, sem hausskera og slægdraga síld ina. Var önnur þeirra amerísk en hin sænsk. Útkoman varð sú að sænska vjelin haussker og slógdregur 20—30 tunnur síldar á klst. En hvað mörgum tunnum af- kastar stúlkan? Um það bil fjórum tunnum, svo munurinn á afköstum vjel- arinnar og mannshandarinnar er ekki svo lítill. í vetur voru svo keyptar 10 slíkar vjelar frá Svíþjóð og kom sjálfur uppfyndingamaður vjelarinnar hingað til lands með þeim. Hann heitir Daníelssen, verkfræðingur. Athugaði hann einnig í fyrrasumar, hvernig vjelin reyndist hjer og hvaða breytingar þyrfti að gera á henni. Þessar vjelár hafa verið not- aðar í Svíþjóð, en dálítið önnur gerð af þeim. Skotar hafa sótst mikið eftir að fá þessar vjelar, en þeir standa mjög framarlega um síldarsöltun. Vegna þess hve lítið heíur ver ið saltað ennþá fyrir norðam hafa þær lítið verið notaðar í sumar. En jeg tel fullvíst að í framtíðinni muni þær verða mikið notaðar og almennt. Vjelarnar eru knúðar litlura hreyfli og kosta af þeirri stærð, sem við höfum fengið, 15 þús. kr. sænskar stykkið. Ein þeirra verður notuð í Hafnarfirði í haust á söltunar- stöð Jóns Gíslasonar. Verður að telja vjel þessa mjög merka ný- ung í síldarsöltun okkar, Faxasíldin Hvernig lítur út með söltun Faxasíldarinn í ár. Þjer hafið umsjón með henni fyrir hönd síldarútvegsnefndar ? Já. Undirbúningur hennar er í fullum gangi. Anne kom í dag með 1500 tonn af salti og 7500 tunnur, sem skipað verður upp á Akranesi og Keflavík. í ágústbyrjun varð síldar vart hjer í flóanum í reknet. t fyrra hömluðu ógæftir veiðum, en þá hafði síldarútvegsnefnd markað fyrir um 30 þúsund tunnur af Faxasíld fyrir gott verð, 100 sænskar krónur tunnuna. En þá fiskuðust aðeins 7500 tunnur. Haustið 1945 voru hinsvegar saltaðar um 20 þúsund tunnur af Faxasíld. Ástvaldur Eydal hefur í mörg ár unnið að hverskonar athug- unum og rannsóknum í sam- bandi við síldveiðar og síldar- iðnað okkar. Árið 1941 kom út bók eftir hann sem nefnist Síld- veiðar og síldariðnaður og 1945 kom út á sænsku eftir hann bók in Havets Silver. Á næstunni má vænta að sú bók komi út á ís- lensku með ýmsum viðbótum. Nýtt hraðamet NEW YORK. Bandarísk þrýsti- loftsflugvjel hefur sett nýtt hraða- met, komst 650 mílur á klukku- stund. Fyrra metið, en það var sett fyrir aðeins viku síðan, var 640 mílur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.