Morgunblaðið - 28.08.1947, Síða 6

Morgunblaðið - 28.08.1947, Síða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. águsí iSSZj Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritst-jórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) yrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsmgar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. Í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbðk. Tíminn og hrútskepnan ÞAÐ verður með hverjum degi ljósara að aðaláhuga- mál Tímans, málgagns Framsóknarflokksins, er um þess- ar mundir allt annað en að stuðla að því að árangur verði af þeirri baráttu, sem núverandi ríkisstjórn berst við aðsteðjandi örðugleika. Hugur hans stefnir að miklu háleitara marki, nefnilega því að fræða þjóðina á því að núverandi samstarfsflokkar Framsóknarflokksins hafi s. 1. tvö ár stjórnað landinu „í vímu nýsköpunarkenninga Einars Olgeirssonar". Á þessari margendurteknu kenn- ingu sinni japlar Tíminn s. .1 þriðjudag. Hvað var megintakmark ríkisstjórnar þeirrar, sem Ólafur Thors myndaði? Það var að tryggja að verulegur hluti hinna erlendu inneigna yrði hagnýttur til þess að treysta atvinnuvegi landsmanna í framtíðinni bæta framleiðslutækin og gera þau fjölbreyttari. ★ Þessu megintakmarki hefur þegar verið náð. Fyrir árs- lok 1947 verða um það bil 20 nýir togarar komnir til landsins. Þeir voru keyptir fyrir erlendu innstæðurnar. Vonir standa til þess að á næsta ári verði þessi skip komin yfir 30. Þúsundir landbúnaðarverkfæra og iðnaðarvjela hafa verið fluttar inn og eru margar þeirra komnar í notkun. Nei, það er hrópleg blekking að telja að hinum erlendu innstæðum hafi að mestu verið sóað til einskis. Hitt er nær sanni að meginhluta þeirra hafi verið varið til upp- byggingar og umbóta. ★ En Tíminn er eins og hrútur, sem ætlar að renna sjer á ákveðið mark, hann skopar skeiðið þótt það hafi vikið sjer til hliðar. En afleiðingin fyrir hrútskepnuna er heldur leiðinleg, hún stingst á hausinn og missir að sjálfsögðu marksins. Það fer alveg eins fyrir Tímanum. Alþjóð er fyrir löngu orðið ljóst hið merka umbótastarf fyrrverandi ríkisstjórnar. En hann heldur áfram að skopa skeið að því og stingast á hausinn. Örlög hans ern hin sömu og hrút- skepnunnar. Neitunarvaldið SÍÐASTLIÐIN vika var ein hin örðugasta, sem Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lifað. í Bnlkanmál- unum gekk hvorki nje rak og í Indónesíu hjeldu Hollend- ingar og Indónesar áfram að berjast þrátt fyrir skipun ráðsins um að hætta bardögum. Harðar deilur stóðu einnig yfir innan þess um það, hvort nýjum meðlimum skyldi veitt upptaka í samtök Sameinuðu þjóðanna. Um það greindi Vesturveldin og Rússa mjög á. Hvað er það, sem fyrst og fremst veldur þessu rauna- lega ástandi á fundum hinna ungu alþjóðasamtaka? Hvað er að gerast í Lake Success? Ástæðanna þarf ekki að leita mjög lengi. I síðustu viku beittu Rússar hinu svokallaða neitunar- valdi hvorki meira nje minna en sjö sinnum, fimm sinn- urp. í sambandi við nýjar inntökubeiðnir og tvisvar vegna deilnanna á Balkanskaga. k Reynslan hefur þannig orðið sú að þetta vald hefir verið herfilega misnotað, fyrst og fremst af einni hinna Sam- einuðu þjóða, Rússum. Þeir hafa nú beitt því samtals átján sinnum. Og því fer áreiðanlega fjarri að hægt hafi verið að segja að velferð rússnesku þjóðarinnar hafi legið við borð í öll þau skipti. Það sem er að gerast í þessu piáli er það að Rússar virðast hafa ákveðið að nota Ör- yggisráðið til þess að þæfa í hvert mál, er kemur til kasta þess og þeir unna ekki framgangs, gera ráðið óstarfhæft og áhrifalaust. Afleiðingar þess eru þegar farnar að koma ■í Ijós, til lítillar blessunar fyrir frið og öryggi í heiminum. m ar Jirifiar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Almennur bæna- dagur. Það þýðir ekkert að vera að þesu nuddi um veðrið, það batn ar ekkert við það. Þessi dálk- ur minn er að verða einn harma grátur í mjer og lesendum og brjefriturum. Ekki aðeins út úr veðrinu, heldur síldarleys- inu, heyskaparörðugleikunum og mörgu öðru. En jeg fjekk í gær brjef með uppástungu, sem jeg tel mjer skylt að stinga ekki undir stól, heldur skýra ykkur frá og leggja undir ykk ar dóm. Svo er það brjefið, það er á þessa leið: „Kæri Víkar. Hversu oft höfum við ekki heyrt minnst á það í blöðum og útvarpi að fyrirskipaðir hafi verið ,,bænadagar“ í öll- um kirkjum Bretlands í sam- bandi við ýms tækifæri, bæði í stríði og friði. Trúin flytur fjöll. Hjer á landi, segir brjefritar- inn ennfremur, munu menn hafa lagt mismunandi skilning í þetta og kveðið upp um það misjafna dóma. Þó m'unum við almennt ekki telja okkur minna trúaða en Breta. Víst er það að flestir okkar sem fullorðnir eru, munu á ein hvern hátt hafa orðið þess var ir að með því að samstilla hugi margra manna um eitthvert gott málefni, er hægt að stuðla að framgangi þess. ' Góðar fyrirbænir og trú hefir ávallt haft góð áhrif. Það skift ir jafnvel ekki máli hver trúar ’ brögðin eru. Ef menn aðeins sameinast um góðan hug til á-, kveðins nytjamálefnis. Af þessum ástæðum leyfi jeg mjer að skora á hlutaðeigandi yfirvöld, að undirbúa og sam- eina þjóðina um allsherjar fyr- irbæn í kirkjum landsins og á heimilinum við útvarpið strax á sunnudaginn kemur vegna þess uppskerubrests, sem blasir við á sjó og landi. Með þökk fyrir birtinguna. J. A.“ Geysir fær grútar- sápu. I Nú eru nýjar upplýsingar komnar fram um sápueyðslu Geysis. Og þær slá gjörsarnlega niður ádeilur kvenfólksins á skömtunaryfirvöldin. Eiríkur Beck, framkvæmdastjóri sáou- verksmiðjunnar Hreinn hringdi nefnilega í mig í gær og sagði mjer frá því að sapa su scm notuð hefur verð í Geysi und- anfarin ár sje framleidd í verk smiðju sinni og sje búin til úr lýsi. Hún sje með öllu óhæf til þvotta vegna megnrar grút- arlyktar, sem af henni er, hafi heldur aldrei verið notuð til slíkra hluta. Þetta veit jeg að muni gleðja S. M., sem skrifaði skeleggt brjef um þetta mál. Nú vita bæði hún og aðrir, hvernig í þessu máli liggur. Geysir gamli fær grútarsápu á meðan mann fólkið notar allskonar ilmsáp- ur, ef það á annað borð fær einhverja. s Haustið á næstu grösum. Getur það annars verið að haustið sje á næstu grösum? Það er víst ekki hægt að kom- ast fram hjá þeirri staðreynd. Kvöldin og nóttin eru orðin' dimm og bráðum fer laufið að falla af trjánum í görðunum. Hin ljósa norræna sumarnótt er flúin frá okkur. Hún var yndisleg, meðan hún stóð við, þrátt fyrir allt. En hún hefir alltaf skamma við- dvöl. Hún rjett aðeins kemur við, bregður upp töfra fagurri miðnæturssól, lofar því að koma aftur á næsta ári og er horfin. Hversvegna er annars ekki hægt að stöðva tímann dálítla stund? Hverskonar asi er þetta á öllum skemtilegum augnablik um? Tímavjel. Jeg vil láta búa til tímavjel, var það ekki H. G. Weiles, sem skrifaði einu sinni sögu um það uppátæk? Það minnir mig. Með svoleiðis vjel ætti að vera hægt að skrúfa sig til baka aftur í tímann, geyma sjer skemtilegar stundir og taka þær fram og gamna sjer við þær við hátíðleg tækifæri. Það væri eitthvað vit í slíku verkfæri. En líklega dregst það eitt- hvað enn að það verði búið til. Því er verr og miður. Það er aðalgallinn á mörgum góðum hugmyndum, sem ^ætu ljett mönnum lífið, að þær eru ó- framkvæmanlegar. Þetta og hitt er of gott til þess að geta verið satt. MEÐAL ANNARA ORÐA . ... Akra Evrópu vanlar köfnunarefni TIL ÞESS að Evrópa geti1 fætt sig sjálf vantar hana meiri köfnunarefnisáburð. Það er því fyrirsjáanlegt, að mikill hluti Marshall áætlunarinnar til endurreisnar Evrópu hlýtur að verða að flytja nóg köfnunar- efni til álfunnar. En éf Evrópubúar fá nógan áburð verður það til þess að þeir minka matvælakaup sín annars staðar m. a. í Ameríku. Evrópu vantar ekki allar teg. áburðar, framleiðsla kali og fosfats er nægileg, þó að á tak mörkuðum svæðum sje skort- ur á þeim, einungis vegna þess að dreyfing þeirra er röng. Framleiðsla alls heimsins á köfnunarefnisáburði er lik og fyrir stríð, en þörfin er langt- um meiri en þá. Þörfinni verður ekki fullnægt. Talið er að uppskeruárið 1947—1948 þurfi 3,300,000 smá lestir af köfnunarefni, en fram leiðslan verður ekki nema 73% af því eða 2.400.000. Þörf- in hefur vaxið vegna þess að akrarnir í Evrópu hafa lagst í eyði á síðustu árum^stríðsins en þó einkum á fyrsta ári eft- ir stríðið. Sjer ílagi er þetta bagalegt í hinum minni lönd- um Evrópu,' þar sem búgarð- arnir eru litlir en menn reyna að bæta sjer það upp með mikl um áburði. Nú þarf að fæða meiri fjölda en áður, en uppskeran helst lág meðan ránuppskera er við- höfð og jarðvegurinn fær ekki nógan áburð. Þau, sem flytja út köfnunarefni. Köfnunarefni heimsins kem ur frá Chile, Kanada, Bretlandi, Noregi og Belgíu. Framleiðsl- an er einnig mikil í Banda- ríkjunum, en notkunin þar er bara þeim mun meiri, svo að ekki er líklegt, að þau geti flutt út. — Köfnunarfni er notað í ölí sterk sprengiefni, svo sem nitro glycerin, T. N. T. og margar fleiri tegundir. í styrjöldinni voru settar upp miklar verk- smiðjur til að vinna köfnunar- efni úr loftinu bæði í Amer- íku og Evrópu. Um verksmiðj urnar í Ameríku er það að segja, að þótt stöðugt sje ver- ið að breyta fleiri og fleiri af þeim í að framleiða áburð, eru eng^ar líkur til að þær geti algjörlega fullnægt þörfinni í þeirri álfu. í Evrópu er ekki hægt að starfrækja verksmiðj urnar vegna skorts á kolum. Þýskaland gæti framleitt nóg handa meirihluta Evrópu, en þá vantar kol og altaf meira af kolum. Köfnunarefni unn- ið úr jörð. Köfnunarefni Chile er ekki unnið úr loftinu eins og í flest- um öðrum löndum, heldur eru gríðarmiklar námur þar, þar sem köfnunarefnið óblandað erj unnið úr jörð. Framleiðslan í ár er talin verða 288.000 smá- . lestir, sem er nýtt framleiðslu met. Allt þetta magn verður flutt út nema einar tíu smá- lestir. Enn væri hægt að auka framleiðsluna, en eigendur nám anna vilja skki skifta við aðra en þá sem borga vöruna með dollurum. Þeir selja því mest allt köfnunarefni til Banda- ríkjanna. Hvað gerir Mars- hall áætlunin. Ef Evrópa fær meiri fjár- hagslegan stuðning í Marshall áætluninni, gæti það orðið til að auka köfnunarefnisflutning frá Chile. Marshall áætlunin hlýtur að taka áburðarvöntun Evrópu til athugunar, því að með því yrði vandamál Evrópu leyst: Að Evrópa geti framleitt nóg mat- væli handa sjálfri sjer. Breskir verslunar- fullfrúar fil Japan FJORIR breskir verslunar- fulltrúar komu í dag sjóleiðis til Japan, en þeir eru hluti af þeim fjölda, sem leyft hefir verið að koma til landsins í verslunarerindum. Verslunar- fulltrúar koma fram fyrir iðn- fyrirtæki, sem aðallega versla með kemisk efni te og flutn- inga með skipum. Nokkrir ástralskir verslun- armenn eru nú á leiðinni til Japan. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.