Morgunblaðið - 28.08.1947, Side 10

Morgunblaðið - 28.08.1947, Side 10
10 MORGVNBLAÐIB Fimmludagur 28. ágúst 1947, ÆVIRAUNIB MARY 0’ NEILL Cftir J4a(! Cai ne GULLNI SPORINN Eftir Quiller Couck. 75 „Klukkan er orðin níu, nú er . . . .!“ í flýti okkar hlupum við beint á hann og við árekstur- inn þagnaði hann í miðri setningu. „Þjófar!“ hrópaði hann í stað þess að halda áfram. En við vorum þegar komin marga metra frá honum og komum nú inn í breiðari götu, þar sem margar vöru- geymslur stóðu En nú heyrðum við líka, að óvinir okkar voru alveg á hælunum á okkur. Þegar við vorum komin á miðja götuna, tók jeg eftir hliði, sem var hálfopið. Jeg dró Delíu þangað inn á eftir mjer. Þarna var fullt af tunnum og timbri, en skammt frá var stigi, sem lá upp á loft á stóru húsi. Upp þessar tröppur flýttum við okkur. Herbergið, sem við komum inn í, var fullt af geysistór- um ullarpokum. Óþefurinn var svo mikill, að við lá að hann væri með öllu óþolandi. Þó var jeg að reyna að finna einhvern felustað, þegar Delía allt í einu togaði í mig og benti. Jeg horfði þangað, sem hún benti, og sá stóra, opna lúgu. Jeg gekk að henni og leit niður. Nokkrum metrum fyrir neðan mig flaut stór, þrímöstruð skúta á ánni. Fyrst gat jeg ekki sjeð einn einasta mann um borð, en þegar jeg gætti nánar að, sá jeg að maður stóð frammi í stafni skútunnar og horfði niður í fljótið. Hann sneri baki að okkur og stóð alveg kyrr. Eins og komið var, ákvað jeg að leita á náðir þessa óþekkta manns. Fyrir ofan lúguna hjekk reipi, sem lá niður á dekk skútunnar. Jeg hikaði ekki andartak, en klifraði niður. Töluverður hávaði varð, þegar jeg kom niður á dekkið, og þó stóð maðurinn áfram án þess að hreyfa sig. Jeg gaf Delíu merki um að koma, hún klifraði niður á eftir mjer og stóð svo við hlið mjer. Maðurinn stóð ennþá grafkyrr. Tíundi kafli. Pottery skipstjóri. „Annað hvort er jeg búinn að missa vitið, eða mig er að dreyma“, hugsaði jeg. Mjer var alveg óskiljanlegt, að 11. dagur „Nú, þannig ertu þá inn við beinið“, sagði Bridget írænka og hvesti á hana augun. „Jeg veit ekki betur en að jeg hafi komið hingað í góðum tilgangi, að liðsinna þjer þegar þú varst ekki fær um að gegna húsmóð- urskyldum þínum. Og mjer finnst það skylda mín að aga barn þitt þegar það er með illkvitni, þráa og þrjósku“. Agaðu þitt eigið barn“. hróp- aði móðir mín, „og láttu mig um það að ala upp mitt eigið barn. Jeg á ekkert annað og hún verður hjá mjer meðan jeg lifi, en það verður ekki lengi. Þjer er ósköp vel kunnugt um að jeg missti heilsuna þegar jeg átti hana, og jeg hefi ekki átt 'neitt sældarlíf í hjónaband- inu. en í stað þess að standa mjer við hlið gagnvart föður hennar ....“ „Segðu ekkert einasta orð framar“, sagði Bridget frænka. „Við viljum ekki eiga það á hættu að þú fáir annað áfall, við viljum ekki að þú fáir slag aftur út af þessum krakka yrm ling“. „Bridget 0‘Neill,n sagði mamma og reis á fætur. „Þú ert hjartalaus og illa innrætt. Þú veist það eins vel og jeg að það var ekki út af Mary að jeg fjekk siag heldur var það þjer sjálfri að kenna. Það varst þú sem úthúðaðir barninu mínu þangað til hjarta mitt var nær brostið. Þú hefir látið svona í sjö ár og nú ætlarðu að hrekja barnið mitt að heiman. án þess að jeg sje að spurð. Heldurðu að móðir hafi engan rjett til að ráða fyrir barni sínu barni. sem hún hefir fórnað öllu fyrir og elskar. Heldurðu að aðrir, sem ekki þykir neitt vænt um það, hafi leyfi til þess að slíta það frá móðurinni og senda það í annað land? Nei, þú skalt ekki gera það! Aldrei! Meðan nokkur blóðdropi er í mjer, þá skal þjer ekki takast það. og ef þú gerir tilraun til Mamma steytti hnefannn framan í systur sína. en með hinni hendinni hjelt hún mjer þjett að sjer. En alt í einu varð hún hrædd. Hún heyrði þungt fótatak í stiganum. Það var pabbi, sem kom. Hann gekk inn 1 herbergið og var ygldur á brá. „Hvað er það, sem hún má ekki gera?“ spurði hann með þjósti. Mamma hneig niður á stólinn aftur. En Bridget frænka þurk aði sjer um augun með svuntu horni sínu — hún grjet aldrei, nema framan framan í pabba •— og tók að útskýra. „Mjer er sagt að jeg sje hjartalaus og illa innrætt og þótt jeg hafi unnið baki brotnu sýknt og heilagt á þessu heim- ili í sjö ár, þá hafi jeg aðeins gert það í þeim tilgangi að flæma barnið hennar burtu. Og mjer er sagt að hvorugt okkar hafi neitt leyfi til þess að ráða fyrir barninu, móðir- in hafi ein rjett til þess, og ef við gerum tilraun til þess .. “ „Heyr á endemi“, sagði pabbi reiður. „Hvenær hefir faðir verið sviftur forráðarjetti yfir barni sínu? Á hann ekki að sjá um uppeldi þess? Á hann ekki að sjá fyrir öllum þörfum þess? Mig minnir að lögin sjeu þannig og hafi altaf verið um allan heim. Hvað eiga þá þessi læti að þýða?“ Mamma reyndi að svara. „Jeg sagði aðeins, Daniel . . “ „Þú talaðir eins og fávísar konur. Jeg býst við því að mað ur geti farið með það, sem hann á, eins og honum sýnist. Er ekki svo? Ef jeg á þessa telpu og segi að hún eigi að fara eitthvað, þá fer hún“. Og svo lamdi hann hnefan- um bylmingshögg í borðið. Þetta var í fyrsta sinni sem hann hafði kallað mig sitt barn og það hafði sjálfsagt áhrif á mömmu. Hún sagði auðmjúk- lega: „Jæja, góði minn! Þú veist áreiðanlega hvað Mary er fyr- ir bestu, og ef ykkur hefur komið saman um þetta þjer og — og Bridget og sjera Dan „Jeg segi það, og það er nóg. Og farið þið svo að búa telp- una út. Og vel á minst. Þið skuluð eiga mig á fæti ef þið truflið mig framvegis með rifrildi út af engu“. Mömmu var nóg boðið með þessu, Hún ætlaði að segja eitt hvað, en kom ekki upp einu orði. Pabbi snerist á hæli og þrammaði út svo að brakaði í gólfinu í hverju spori. Og Bridget frænka fór á eftir hon um með lyklana hringlandi á maganum. Þegar þau voru farin fór mamma að hágráta og grjet lengi. Jeg faðmaði hana að mjer og sjera Dan klappaði á hendina á henni og gat ekki tára bundist sjálfur. Elsku mamma! Altaf hefir mjer þótt innilega vænt um hana og þó mest síðan jeg vissi af eigin raun hvað hún hafði orðið að líða. Hún er mjer hjartfólgnust í minningunni um þennan dag, þegar hún, þessi engill, reis upp, í krafti hinnar heilögu móðurástar, ekki að- eins gegn Bridget frænku, held ur gegn rangsleitni allra alda. XI. Mamma gafst upp. Daginn eftir var hún önnum kafinn við það að búa mig út í ferðalag- ið. Saumastúlka úr þorpinu var fengin til að sauma á mig. Og frá Blackwater var pöntuð handa mjer kápa, handskjól og hattur með fjöður — alt úr í- kornaskinni. Barnshjartað er hvikult og það væri rangt ef jeg segði það að mjer hefði liðið illa á með- an á þessum útbúnaði stóð. Þvert á móti þótti mjer gam- an að umstanginu og öllu því, sem fyrir mjer var haft. Mjer fannst þetta setja mig skör hærra heldur en þær Betsy fögru og Nessy, og þess vegna gat jeg litið niður á þær með meðaumkun. Sjera Dan átti sinn þátt í þessu, þótt hann gerði það ekki af ásettu ráði. Hann var altaf að tala um það, þegar við vor- um tvö ein, að jeg ætti að vera góð við alla, og þá sjerstaklega við mömmu. „Heldurðu að þjer þætti ekki fyrir því ef þú hrygðir hana mömmu þína?“ spurði hann. Og þegar jeg sagði að jeg mundi taka mjer það miklu nær en svo, þá sagði hann: „Þá verðirðu að vera hug- rökk. Þú mátt ekki sýna á þjer neinn kvíða og ekki gráta þeg- ar skinaðarstundin kemur“. Jeg sagði já við öllu og þótt- ist vera mjög hugrökk og ó- kvíðin. Jeg býst við því að hann hafi gefið mömmu sömu heil- ræði og jeg man að við gerðum okkur upp kátínu, hlógum og töluðum og sungum, þótt báð- um væri allt annað í hug, henni ekki síður en mjer. Jeg komst að því eina nótt skömmu áður en jeg fór. Þá vaknaði jeg og heyrði að mamma var að gráta og sagði við sjálfa sig: „Veslings barnið mitt! Hvað á að verða um það?“ Alt gekk nú samt vel þangað til burtfaradaginn. Það hafði verið ákveðið að jeg færi með skipi til Liverpool. Jeg vakn- aði fyrir allar aldir og var kom in á fætur þegiar birti. Jeg hlakaði svo mikið til að jeg dansaði um gólfið í náttkjóln- um. Jeg borðaði morgunverð með mömmu. Og svo var jeg færð í nýju fötin. Jeg var svo mont in að jeg sneri mjer alla vega fyrir framan spegil til þess að skoða mig sem best. En mamma talaði við mig og bað mig að skrifa sjer eins oft og jeg gæti. Hún kraup í bænastólnum og skrfaði á blað fulla utanáskrift sína handa mjer, svo það væri víst að brjefin mín færi ekki forgörðum. Jeg leit á miðann og sá að fyrsta línan: „Mrs. Daniel O’Neill" var nærri útþvegin af tárum, sem hrundu niður á brjefið. Þá fjekk jeg kökk í hálsinn. En svo mundi jeg hvað sjera Dan hafði sagt mjer og jeg herti upp hugann og sagði: „Vertu ekki hrygg, mamma! Þú mátt ekki sakna mín — jeg kem heim í jólafríin.u“. Rjett á eftir heyrðum við að vagni var ekið heim að hús- inu. Sjera Dan kom upp til okkar. Hann var ferðbúinn og með tösku þá, sem hann var vanur að hafa þegar hann fór að sakramenta sjúka. Hann brosti vandræðalega og sagði að nú væri alt tilbúið. Mamma sneri sjer undan og tók upp vasaklútinn sinn. Jeg fór að kjökra líka. en þá leit sjera Dan á mig, svo að jeg stilti mig og sagði: „Vertu sæl mamma. Jeg kem heim á jólunum“. Og svo ætlaði jeg að hlaupa út. En þegar jeg kom fram í dyrnar, kallaði mamma: „Mary!“ Jeg sneri mjer við ■— og enn sje jeg hana fyrir mjer eins og þá, örvílnuð af sorg og rjetti fram báðar hendurnar. Jeg hljóp til hennar og fleygði mjer í faðm hennar. Hún þrýsti mjer að sjer, grjet og sagði með sárum ekka: „Mally væn! Ó, Mally mín væn!“ Og jeg fann hjarta henn ar slá við brjóst mjer og heyrði ekkasogin, og þá var allri upp gerðar hreysti lokið. í sama bili kallaði pabbi upp að jeg myndi líklega missa af skipinu. Móðir mín þerraði þá tárin af augum okkar beggja og slepti mjer. — Mjer þykir það leitt, en það komast ekki fleiri fyrir í lyftunni. ★ Það var verið að ræða um það í Hollandi, að gefa konum kosningarjett, en margir voru á móti því. Einn ræðumaður, sem var mikill andstæðingur þess máls, sagði: Hollenska konan hefur alls ekki tíma til þess að fást við stjórnmál. Hún er nú þegar allt of upptekin, þar sem hún situr, stígur rokk- in með öðrum fætinum, vaggar vöggu barnsins með hinum fæt inum. Hún notar hendurnar til þess að prjóna sokka handa manninum og í kjöltu hennar liggur bók, sem hún er að lesa í til þess að auka þekkingu sína. Og hún situr á oststykkj um til þess að þau fái rjett lag. Hvernig á hún þá að fá tíma til að fara að kjósa. ★ — Nei, sagði Benjamín, jeg veit ekki hvort hún kærir sig nokkuð um mig. Jeg sagði henni að jeg skyldi ganga út á enda veraldar fyrir hana, og hún sagði, að það væri þá best fyrir mig áð fara að leggja af stað. ★ Við ljúgum án þess að roðna, en þegar við förum að segja sannleikann, stígur blóðið okk ur til höfuðs. ★ Þau sátu þrjú í járnbraut- arlestinni. Þegar nokkur tími var liðinn reis annar ungi mað urinn upp og sagði: — Jeg heiti Jóhannes, en jeg er enginn guðspjallamaður. Hinn brosti og ságði: ■— Jeg heiti Pjetur, en jeg er enginn postuli. Að síðustu sagði stúlk an: — Jeg heiti María, en jeg ...... ja, jeg veit eiginlega ekki, hvað jeg á að segja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.