Morgunblaðið - 29.08.1947, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 29. ágúst 1947
' 2
Píl Steingrímsson riistjóri
Mistningarorð
PÁLL Steingrímsson ritstjóri,
var fæddur 25. mars 1879 á
Flögu í Vatnsdal. Hann útskrif
aðist af gagnfræðaskólanum á
Möðruvöllum árið 1896. Varð
fulltrúi í póststofunni í Reykja-
vík 1902 og gegndi störfum þar
til 1924, jafnan mjög ábyrgðar-
miklum og vandasömum. Hann
var ætíð mjög vandvirkur og ör
uggur í starfi, hafði fagra rit-
hönd og var fljótur að skrifa.
Var hann, sem vænta mátti mik-
ils metinn af húsbændum og sam
verkamönnum. — Frá 1924—
1938 var nann ritstjóri og með-
eigandi dagblaðsins Vísis, og
eftir 1938 ritstjóri málgagns
Dýraverndunarfjelags * íslands.
Auk þess voru honum falin trún
aðarstörf af Reykjavíkurbæ
(niðurjöfnun útsvara) og riki
(útvarpsráðsmaður o. fl.). Þrátt
fyrir umfangsmikil störf og lang
vinna vanheilsu, samdi hann sög
ur og leikrit og fjekkst nokkuð
við leikstörf. Fátt af skáldritum
hans er prentað. — Hann var
kvongaður Guðrúnu Indriðadótt
ur, Tskálds Einarssonar, hinni
þjóðkunnu leikkonu og eignuð-
ust þau tvö börn, Ilerstein rit-
stjóra Vísis og frú Kötlu, sem
gift er Herði Bjarnasyni, arki-
tekt.
Þegar jeg kom í pósthúsið hjer
í Reykjavík, sem yngsti starfs-
maður þar, sumarið 1907, varð
mjer þegar starsýnt á ungan,
glæsi?ega:i marfh, sem sat þar
viö vinnu. Hann var vei vaxiru:
og föngulegur, trÍKið dökkt hár
yíir fr'ðu, fclu andliti, s\ipur-
inn festulegur og alvarlegur en
þó glettinn nokkuð. Keldur fanst
mjer hann þur á manninn í
fyrstu, en þó kurteis og alúðleg
ur í viömóti, en það fann jeg þeg
ar, að hann var vinur vina sinna
og fús til liðsinnis, er á þurfti að
halda. Alvara hans mun hafa
stafað af því að hann var þá
ekki heill heilsu; lengstum mun
hann hafa átt við nokkra van-
heilsu að stríða. Slíkt mótar
mjög framkomu manna og lífs
horf. Þó bar Páll Steingrímsson
heilsuleysi sitt mjög vel og vann
sitt verk engu minna en margur
hraustur maður.
Kynni mín af Páli Steingríms
syni urðu löng og góð. Jeg mat
hann því meira sem jeg þekkti
hann betur. Gáfurnar voru af-
bragðsgóðar, athygli skörp og
dómgreind. Hann varð hámennt
aður maður og víðlesinn. Ritaði
hann fagurt mál og kjarngott
svo að af bar. Gat hann verið
nokkuð harðorður og bitur er
hann talaði eða ritaði um menn
eða mál er ekki voru að hans
skapi, einkum ef um hjegóma
eðá tildur var að ræða. Mjög var
hann næmur að finna það er
broslegt var í fari manna en fór
þó vel með það og áreitti aldrei
lítilmagna, heldur bar af þeim
blak. Hann skaut örvum sínum
til þeirra er upphefja sjálfa sig
og velja sjer sjálfum virðingar
saptin án verðleika og var þá oft
napur og hnittinn.
Páll Steingrímsson var einlæg
ui * barnavinur og dýravinur mik
ill. Á yngri árum Páls, þegar jeg
þekti hann best, má svo að orði
kveða, að stundum virtist ekki
Páll Steingrímsson.
fullt samræmi milli þess er hann
sagði og hjartalagsins. Hann gat
verið kaldhæðinn í orðum um líf
ið, svona yfirleitt, en inn í hjart
anu brann ást til alls lífs, ekki
einungis meðbræðra og systra,
heldur allra dýra og gróðurs
jarðar. Hann var vinur lífsins,
og þá sjerstaklega smælingjanna
og þeirra er verða að líða vegna
öfugstreymis þessarar tilveru. Á
mjög mörgum síðari árum æfinn
ar hófu gáfur hans og líísreynd
hann svo hátt að hann gat litið
á tilveruna af sjónarhæð hins
spaka manns. — —
Með löngu ritstjórastarfi gafst
Páli Steingrímssyni tækifæri til
þess að kynna sig alþjóð. Jeg
vona að skáldrit hans, eða hið
besta af þeim, komi út sem
fyrst.
Vjer vinir Páls Steingrímsson
ar, samhryggjumst ástvinum
hans. En þegar heilsa °r farin
og kraftar eru þrotnir er ætíð
gott að fá hvíld. — Allir dagar
eiga kvöld — og eiga þá ekki
einnig allar nætur morgun?
Þorsteinn Jónsson.
Grasafræðirann-
sóknir á Siröndum
INGÓLFUR DAVÍÐSSON
magister er fyrir nokkru kom-
inn úr grasafræðiferð norður
á Strandir. Með honum var
Johs. Gröntved hinn danski
grasafræðingur, sem samdi á
sínum tíma „Botany of Ice-
land“.
Þeir söfnuðu plöntum í Stein
grímsfirðit Bjarnarfirði og í
Kaldbaksvík. Hafa þær sveitir
verið lítt kannaðar áður af
grasafræðingum. Eina starar-
tegund fundu þeir, sem ekki
hefir áður fundist hjer á landi
svo vissa sje fyrir, og ekki hef-
ir verið talin með í gróðurríki
íslands. En það er „Carex Hart
manniana".
Nokkur svipeinkenni fundu
þeir þarna á gróðurlendum,
sem þeim þótti nýstárleg.
Það þótti hinum danska
grasafræðingi einkennilegt hve
ýmsir bændur, er þeir fjelagar
hittu á ferð sinni, voru vel
heima í grasafræði, og hve þeir
gáfu ferðalagi og athugun-
um grasafræðinganna mikinn
gaum. Nokkrir bændur voru
með þeim við athuganir þeirra
stund og stund eða jafnvel
heila daga. Kvaðst Gröntved
aldrei hafa orðið var við slík-
an áhuga meðal bænda, þar
sem hann áður hefir farið um
til grasafræðirannsókna.
Elsa Sigfúss syngur
í breska úlvarpi
ELSA SIGFÚSS söngkona
hefir í sumar, síðan hún hvarf
hjeðan, verið í Englandi. Hefir
hún dvalið í Beaconsfield sem
er smábær skamt frá London
og notið þar leiðbeiningar í
söng hjá frægum söngkennara.
ungfrú Richardsson.
I danska blaðinu National-
tidende er frá því sagt, að söng
,konan hafi fengið tilboð um,
!að syngja í breska útvarpið á
sunnudaginn kemur. Syngi hún
þar frá kl. 20—20,30 danskur
tími.
Útvarpað verður á bylgju-
lengdum 1796 m. og á stutt-
bylgjum 41, 31, 25 og 19 m.
Dóra og Haraldur
Ssprösson ftjefda
hlfémleika á
Akureyri
Akureyri, miðvikudag.
Frá frjettaritara vorum.
DÓRA og Haraldur Sigurðs-
son hjeldu hljómleika í Nýja
Bíó á vegum Tónlistarfjelags
Akureyrar í gærkveldi við
framurskarandi viðtökur og ó-
venjulega hrifningu áheyrenda.
Haraldur ljek Apassionata
eftir Beethoven og' Nocturne í
des dúr og Scherso í h-moll
eftir Chopin. Einnig eitt auka-
lag eftir sama. Dóra- söng fimm
lög eftir Schubert og eitt auka-
lag, svo og Pal.
Bæði voru þau kölluð fram
hvað eftir annað og bárust marg'
ir blómvendir. Aðsókn var á-
gæt.
Að lokríum hljómleikunum
hjelt Tónlistarfjelagið þeim
samsæti að Hótel KEA. Sveinn
Bjarman ávarpaði ungfrú Elísa-
bet og óskaði henni góðs gengis.
Stefán Ágúst Kristjánsson
form. Tónlistarfjelagsins þakk-
aði henni einnig dásamlega
hljómleika og mælti meðal ann
ars til hennar í bundnu máli.
Þakkaði hann einnig hjónunum
óviðjafnanlegt hljómlistar-
kvöld. Haraldur Sigurðsson,
svaraði, þakkaði framúrskar-
andi móttökur og bað menn að
hrópa ferfallt húrra fyrir Tón-
listarfjelagi Akureyrar. Að síð
ustu var að ósk formans hrópað
ferfalt húrra fyrir heiðursgest-
unum. — H. Vald.
Smærri síldveiðiskip
hætla veiðum
Siglufirði í gærkveldi.
ENN sem fyr berast litlar
frjettir af miðunum. Veður var
í gær hið ákjósanlegasta til
veiða.
Fyrir nokkru er reknetaveiði
hafin og munu nú 27 bátar
stunda" haha. Afli bátanna hef-
ur verið heldUr tregur og mjög
er hann misjafn. Hjer var á
þriðjudag saltað í 572 tunnur.
Er þá heildarsöltunin á öllu
lándinu komin upp í 55,729
tunnur.
Allmörg hinna smærri skip
pru hætt veiðum. Nokkur
þeírra hafa þó |arið á rekneta-
veiði.
Sumarnámskeið há-
skóians í Oxford 1947
Henning Vestur-Evrépu á 20. öid
SJERA Óskar J. Þorláksson,
prestur á Siglufirði, er nýkom-
inn frá Englandi, eftir 7 vikna
dvöl þar.
Sótti hann þar meðal annars
sumarnámskeið háskólans í Ox-
ford, er stóð í sex vikur.
Morgunblaðið hefur átt tal við
sr. Óskar og spurt hann frjetta
um för hans til Englands.
1 Oxford
íeg dvaldi lengst í Oxford og
tók þátt í sumarnámskeiði há-
skólans þar. Aðalefni námskeiðs
ins var: „Menning Vestur-Evr-
ópu á 20. öld. Almennir fyrir-
lestrar voru fluttir um þetta efni
en auk þess var þátttakendum
námskeiðsins skipt í flokka eftir.
áhugamálum þeirra, voru flokk-
ar í heimspeki, bókmenntum,
stjórnmálum og hagfræði. Var
fjöldi fyrirlestra fluttir í
þessum greinum og farið yfir
námsefni undir handleiðslu kenn
ara, eins og tíðkast almennt við
enska háskóla.
í sambandi við aöalefni nám-
skeiðsins, menningu Vestur-Evr
ópu á 20. öld, voru fluttir marg-
ir merkilegir fyrirlestrar, ekki
hvað síst um ástand og horfur í
alþjóðamálum.
Nokkur uggur er í mönnum
um framtíðina og öllum er það
ljóst, að til þess að skapa frið
og öryggi í heimnum, þurfa hin-
ar stóru þjóðir að vinna saman
á grundvelli jafnrjettis og
bræðralags.
Það koni og skýrt í ljós í
mörgum þeim fyrirlestrum, er
fluttir voru, hve áríðandi það
væri fyrir menningu framtíðar-
innar, að öll þróun í vísindum
og fjelagsmálum næði að mót-
ast af lífsskoðun kristindóms-
ins, því að í þeim jarðvegi hefði
vestræn menning þróast um
aldaraðir.
löndum voru, að meiru eðá
minna leyti, á þess vegum.
Lífið i Bretlandi
Nokkur viðbrigði voru að
koma til Bretlands, hjeðan að
heiman. Allar nauðsynjar eru
þar skammtaðar og fatnaður og
matarskammtur frekar knapp-
ur, miðað við það sem við höf-
um átt að venjast og enn er gert
ráð fyrir að minnka skammt al-
mennings all verulega með hin-
um nýju ráðstöfunum bresku
stjórnarinnar, sem flestum hjer
mun kunnugt um.
Almenningur tekur öllu með
ró og jafnaðargeði. Flestum
virðist ljóst, að til þess að vinna
bug á erfiðleikunum verður
þjóðin að standa saman og
sýna þegnskap og leggja hart
að sjer og virða þær ráðstafan-
ir, sem gerðar eru. Hygg jeg að
Bretar standi þar mörgum þjóð-
um framar og að við gætum
margt af þeim lært í sambandi
við þær ráðstafanir, sem verið
er að gera hjer á landi, vegna
þeirra erfiðleika, sem hjer eru
framundan.
Gott sumar
Veturinn siðasti er mörgum í
Bretlandi' enn í fersku minni,
því svo var hann harður, að
annar slíkur hafði ekki komið
þar um fjölda ára.
Sumarið hefur aftur á móti
verið eitt hið besta, sem þar
hefur komið um langt skeið. —■
Vikum saman hefur verið sól-
skin og blíða.
Þegar sólin skín gleyrria
menn skjótt áhyggjum og erfið-
leikum, og þó að nú sjeu ýmsir
erfiðleikar framundan í Bret-
landi, þá er þjóðin bjartsýn og
staðráðin í því að vinna bug á
öllum erfiðleikum.
Alþjóðleg Tcynni
Þátttakan í námskeiði þessu
var mjög góð. Alls munu hafa
verið um 300 þátttakendur frá
23 þjóðum og var búið í kven-
stúdentabústöðunum Somerville
College og Lady Margaret Hall.
Gafst þarna mjög ákjósanlegt
tækifæri til þess að kynnast
fólki frá ólíkum þjóðum og við-
horfum þess til menningar og
þjóðfjelagsmála.
Sú kynning, sem þarna skap-
aðist milli fólks frá mörgum
þjóðum er ekki ómerkilegur
þáttur í alþjóðasamvinnu. Er
það álit margra, að slík persónu
kynni einstaklinga, muni best
geta rutt úr vegi misskilningi,
sem oft ríkir þjóða í milli. —
Aldrei hefur verið meiri þörf
fyrir vinsamleg samskipti og
skilning þjóða á milli en einmitt
nú.
Þrír íslendingar sóttu þetta
námskeið í Oxford. Þau frk.
Stefanía Guðnadóttir, stúdent,
og Benedikt Gröndal, blaðamað-
ur, auk mín. British Council
studdi að því, að við gætum
sótt námskeið þetta og margir
af þátttakendunum frá öðrum
Óánægðir með
ÞýskalandsráS-
sfefnuna
London í gær.
BÚIST er við því hjer í
London, að opinber skýrsla um
árangur ráðstefnu þeirrar um
framtíðarframleiðslu Þýska-
lands, sem nú er lokið í London
verði birt á morgun (föstudag).
Fulltrúi Frakka á ráðstefn-
unni er nú kominn heim, og
ljóst er, að franska stjórnin er
miður ánægð með árangur
fundanna. Hefur hann látið svo
um mælt, að mun minni árang-
ur hafi orðið en Frakkar hafj
gert sjer vonir um í upphafi.
Clay hershöfðingi, yfirmaður
bandaríska herliðsins í Þýska-
landi, sem var einn af fulltrú-
um Bandaríkjamanna á ráð-
stefnunni, sagði hinsvegaúblaða
mönnum í Berlín í gær, að
segja mætti að hún hefði borið
góðan árangur. — Reuter.