Morgunblaðið - 29.08.1947, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 29. ágúst 1947
— Hnliendingar og Indónesar:
(Framhald af bls. 7)
lenskum eignum út úr land-
inu, hlýtur að þurfa til þess
breskt eða bandarískt fjár-
magn. Og þá yrði það aðeins
til þess, að aðrar þjóðir nytu
góðs af öllu því starfi, sem
Hollendingar hafa unnið
þar. — En vrðu Indónesar
nokkuru hamingjusamari
fyrir það.
Það hefði að vísu allt af
verið erfitt að fá gamla hol-
lenska embættismenn til
þess að skilja, að aðstaðan
nú er allt önnur en áður fyr.
En mjer finst að skilningur
Indónesa á okkar högum
hefði einnig átt að geta verið
betri.
Smáflokkar glæpamanna.
Ætlun Indónesa var að
reka Hollendinga burt, en
hin almenna skoðun í Hol-
Pandi var, að aðeins lítill
flokkur manna væri svo inn
rættur, en allur almenning-
ur væri vingjarn í garð Hol
lendinga. Og hollenski her-
inn hóf hernaðaraðgerðir
sínar til að bæla niður ein-
ræðisvald þessa litla flokks
manna. Og af þessari ástæðu
stóð öll hollenska þjóðin að
kommúnistunum undan-
skildum sameinuð að baki
stjórnarinnar í þessum mál-
um. Svo að þarna sjáum við
undarlegt dæmi upp á, að
kommúnistar eru að hjálpa
bandaríska kapítalismanum
til að ná tökum á landi, er
hann geti notað sem virki
gegn Rússlandi(!)
Hvað býr í skauti fram-
tíðarinnar?
En útlitið fyrir Holland
virðist vera nokkuð svart,
því að Holland virðist hafa
litla framtíðarmöguleika án
verslunar við Indónesíu. •—
Ef viðskiftalegt samband
okkar við Indónesíu rofnaði
skyndilega algerlega, væri
það áfall, sem Holland næði
sjer seint eftir. Og það er
grátlegt að hugsa um það, að
öllum þessum vandræðum
hefði mátt afstýra með ör-
lítið meiri skilningi á báða
bóga. Hollendingar hafa oft
verið ásakaðir fyrir að hafa
sýnt Indónesum of litla til-
litssemi. En mjer finst, að
aðrar þjóðir taki alltof lítið
tillit til þeirra vandræða, er
steðja að Hollendingum. —
Það er erfitt fyrir Holland,
sem er nú að reyna að
byggja allt atvinnulíf sitt
við eftir eyðileggingu styrj-
aldarinnar, að gefa upp þau
lönd, sem þeir hafa lagt
nærri allar eigur sínar í og
þar sem framtíð þúsunda
ungra Hollendinga virtist
við liggja. Enga í Hollandi
nema jarðræktarmennina og
nokkur þúsund ofstækis-
manna langaði í stríðið, sem
samt var farið út í. En hvað
sem segja má Indónesum til
málsbóta, er það víst, að
þeir gerðu okkur mjög erfitt
að koma í veg fyrir stríðið.
í raun og veru of erfitt fyrir
mannlegar verur. Og við er
um aðeins venjulegar mann-
legar verur, svo að við höf-
um okkar galla eins og allir
aðrir. En er það galli að
elska föðurland sitt eins og
við gerðum. Nei, jeg held,
að það hafi verið heiðarleg
stefna.
RIKISINS
V
Esja
Hraðferð vestur og norður
til Akureyrar 3. september.
Vörum veitt móttaka árdegis
á morgun og mánudag.
Pantaðir farseðlar óskast sótt
ir á mánudag.
„$kaftfellingur“
til Vestmannaeyja fyrir helg-
ina. Vörumóttaka í dag.
m Austfjarðabáfa
sæmiiepr þegar
gefur
MORGUNBLADINU hafa
borist frjettir af aflabrögðum
á Austfjörðum. Síldar hefir
orðið vart þar á nokkrum stöð
um og veiði verið mjöm sæmi-
leg, en gæftir stirðar. Veður
þar eystra hefir verið óhag-
stætt til sjósóknar að undan-
förnu. j
Frá Hornafirði eru sjóróðr-
ar ekki enn hafnir, en fiskur
er þar í firðinum. Sama er að
segja um Djúpavog. Sjómenn
þaðan eru flestir á síld. Þar
hefir allmikill fiskur verið á
grunnmiðum. Telja menn þar
að síld muni ganga þar með
haustinu.
Bátar frá Fáskrúðsfirði hafa
stundað róðra, en gæftir hafa
verið stirðar, en þá er gefið
hefir, hefir afli bátanna verið
mjög sæmilegur. Mikillar síld-
ar varð vart þar og fengu sjó-
menn góða afla á báta sína, en
öll var hún fryst til beitu, um
það bil 120 tunnur. Fisk sinn
salta Fáskrúðsfirðingar. Afli
hefir verið góður hjá Eskifjarð
arbátum, en sjór hefir verið
heldur lítið stundaður. Afli
þeirra er saltaður. Síld hefir
veiðst í firðinum, bæði í net
og nætur. Sumir bátanna hafa
fengið alt að 100 mála köst.
Síldin er svonefnd millisíld og
er hún nú vel feit og söltunar-
hæf. Síld hefir einnig gengið
inn í Mjóafjörð, svo og Norð-
fjörð.
Nokkrir bátar hafa stundað
línuveiðar frá Seyðisfirði og
hafa þeir fengið ágætan afla.
Síld berst öðru hverju til síld-
arbræðslunnar, mest eru það
smáslattar. Afli báta frá Vopna
firði hefir verið sæmilegur, en
gæftir jafnan stirðar. Sömu
sögu er aá segja frá Bakka-
firði.
ÁSAKAR RÚSSA.
WASHINGTON: — Dewey,
fylkisstjóri í New York og
væntanlegt forsetaefni republik
ana^ hefir sagt í ræðu, að er-
lent einræðisríki hafi nú enn
á ný hneppt pólsku þjóðina í
fjötra.
| - Almenna fasteignasalan -
| Bankastræti 7, sími 6063,
| er miðstöð fasteignakaupa.
Húsfrú Cuðrún Guðmundsdóttir
á Erpsstöðum
Minningarorð
Þ. 15. ágúst þ. á. ljest hjer í
bænum húsfrú Guðrún Guð-
mundsdóttir á Erpsstöðum eft
ir alllanga vanheilsu. Hún var
fædd 9. ágúst 1879 í Geirshlíð
í Snóksdalssókn, en kom barn
að aldri til ágætishjórvanna
Katrínar Jónsdóttur og Þor-
steins Daðasonar á Þórólfsstöð
um í Miðdölum og ólst upp hjá
þeim til fullorðinsaldurs. Ar-
ið 1901 giftist hún eftirlifandi
manni sinum, Benedikt Snorra
syni frá Erpsstöðum, og byrj-
uðu þau búskap í Kirkjuskógi
og bjuggu þar til ársins
1914, er þau fluttust að Erps-
stöðum. Bjuggu þau þar frarn
til þess, er þau brugðu búi síð-
astliðið vor. En þá tók dóttir
þeirra og tengdasonar við jörð
inni.
I hjónabandi sínu eignuðust
þau Guðrún og Benedikt 9
börn og lifa 8 þeirra, 1 sonur
og \ dætur^ allt hið mannvæn
legasta fólk. Auk þess tóku
þau að sjer og 'ólu upp stúlku-
barn og dreng að nokkru leyti.
Æfiferill Guðrúnar heitinn-
ar var ekki tilbreytingarmik-
ill hið ytra, því að æfi hennar
leið við kyrlátar annir heim-
ilisumhyggju og barnauppeldis,
en hún var auðug af innri
göfgi og góðvild til alls og ai'.ra,
en það kom þó auðvitað eink-
um í ljós í sambúðinni við
mann og börn og aðra heimil-
ismenn og í þeirri umhyggju,
sem hún sýndi fóstru sinni fjör
gamalli, sem naut skjóls hjá
henni mörg síðustu ár æfinnar.
Sambúð þeirra hjóna var með
ágætum og til fyrirmyndar, því
að þau voru samhent í öllu
því, er verða mátti heimilinu
til gagns og sóma. Ber það
heimilisbragnum best vitni,
hve börn þeirra hjóna eru prúð
mannleg og hafa jafnan feng-
ið fyrirmyndarorð, hvar sem
þau hafa farið. Hjálpast þar
að góðar erfðir og ágætt upp-
eldi.
í ný-útkominni ljóðabók eft
ir Yngva Jóhannesson, bróður
minn, er kvæði, sem heitir:
Dóttir Fróns, og á sú lýsing vel
við 'Guðrúnu sálugu, enda mun
það vera ort með hana í huga.
Get jeg af" æfilangri viðkynn-
ingu við Guðrúnu vottað það,
að þar er ekkert skáldaskrum,
heldur einfaldur og bláber
sannleikurinn. Kvæðið er
svona:
Þú^ dóttir Fróns, þjer áttir
geymdan arf
frá ættmæðranna löngu,
gleymdu röð.
Hann nefndist ást og ósjerhlífið
starf,
og yndislega barstu þína kvöð.
Hve eðlileg var gæzka þín og
glöð,
hve glæsilegt þitt táp er að þjer
svarf.
Allt, sem þú snertir, fjell í
ljúfá löð;
þú ljósið barst -—• og skugginn
jafnan hvarf.
Þú varst af gulli og gæðum
heimsins snauð,
en geymdir þjer í hjarta stærri
auð,
og örlæti þitt yndisþokka bar.
Af leik og skemtun lítið hafðir
þú,
en lífsgleðin — hún var þjer
1 altaf trú
og með þjer bæði í æsku'og
elli var.
Jakob Jóh. Smári.
átómrannsóknasföð
í þágu vísindanna
Washington í gærkvöldi.
Á LONG JSLAND, New York,
er hafin bygging geysistórrar
atómrannsóknarstöðvar, sem
mun kosta fullgerð um 10 milj.
dollara. Bandaríkjastjórn legg-
ur fram fje til byggingarinnar.
Þessi stöð verður ekki notuð
til rannsókna á atómorku í
þágu hernaðar, heldur verður
unnið þar eingöngu í vísinda-
legum tilgangi. Rannsóknirnar
munu einkum snerta læknis-
fræði, eðlisfærði, líffræði, efna-
fræði og vjelfræði.
Frale, sem Jói hefur svikist um að skjóta, er loks
kominn út úr skóginum. Hún sjer bíí nalgásl og
<5IRL L00K£
FAWlLlARj
Effir RoberS Storm
E5UT, IN51PE THt APPROACHINÖ CAR—
rr'LL BB 60OD TO CLlNCH / WELL- /Vt05TLVI
WITH L0VER-/HAN A6AIN- / HE— HEY! tHAT
Uffr HE 0EEN TRUt TO
U'L' 0LD ÉD6AR-F00T,
5HIFTV?
segir: „Jeg verð að stöðya hánh og'há í lögregl-
Kalla og einn af glæpamönnum hans. Þau eru á
una.“ — En í bílnurti ér engin önnur en unnusta
leiðinni' "tií’ fclustaðar hans.