Morgunblaðið - 05.09.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUTSBLAÐIÐ Föstudagur 5. sept. 1947 Nýr grundvöllur uð sölu- wifll kiiisúiuiurufurðu Enn er þó ekki hægt að segja hvað verðið verður SAMKVÆMT LÖGUM, sem samþykt voru á Alþingi í maí s.l. var skipuð nefnd til að reikna út grundvöil fyrir sölu- verði landbúnaðarafurða á inn- lendum markaði, í heildsölu og smásölu. Nefndin komst ekki að samkomulagi og var málinu skotið til yfirnefndar, eins og mælt er fyrir í lögum. Yfir- nefndin hefur lokift störfum og er því fundin ný vísitala fyr- ir landbúnaðarafurðir. — A þessu stigi málsins verður þó ekki neitt sagt um verðlag land- búnaðarafurða sarnkvæmt hinni nýju vísitölu, þar sem land'oúnaðarráð á eftir að reikna út dreifingerkoslnað og fleira. En með storfum nefnd- anna er hið svonefnda sex- manna-álit, niðurstaða landbún aðarráðs og afsláttur bænda, raunverulega úr sögunni. Ágreiningurinn í nefndínni. I nefndina voru skipaðir þessir menn: Steingrímur Stein þórsson, búnaðarmálastjóri; Sverrir Gíslason og Sigurjón Sigurðsson, allir frá bændasam tökunum, Einar Gíslason, frá Landssambandi iðnaðarmanna. Sæmundur Ólafsscn frá Sjó- mannafjelaginu og Ingólfur Gunnlaugsson frá Alþýðusam- bandinu. Nefndin tók til starfa í byrj- un júní og lauk störfum í miðri s.l. viku, án þess að samkomu- lag næðist. Var málinu þá vísað til yfir- nefndar, sem samkvæmt lögum átti að komast að niðurstöðu. Voru tveir menn í undirnefnd- inni, en hagstofustjóri var oddamaður. I yfirnefndinni vom þeir Eínar Gíslason, fulltrúi neyt- enda og Sverrir Gíslason, full- trúi bænda. Oddamaður skar úr. Yfirnefndin tók ■ tillögur beggja aðila, sem ekki hafði náðst samkomulag um, til með- ferðar og voru niðurstöður dómsins þær, að samþykt var með meiri hluta öll atriði til- lagnanna, eins og Iögin fyrir- skipuðu, þó með þeim fj-ávikn- ingum, að fulltrúi neytenda gérði ágreining um þrjá liði: vexti, aðkeypta vinnu og að- stöðumun Fulltrúi bænda, gerði ágreining um aðstöðu- mun, aðkeypt vinr.u og- um mjólkurmagn. Þar sem ágreiningur varð, skar oddamaður, hagstofustjóri, úr, en hinir tveir nefndarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðslu til að hægt væri að kornast að samkomulagi. Akvarðanir yfirnefndarinnn- ar verða síðan að öllum líkind- um lagðar fyrir lendbúnaðar- ráðið. Villandi skrif. Vegna villandi biaðaskrifa og ráng'ra, um störf r.efndarinnar í þessu máli, hafa tveir nefnd- apnenn, þeir Einar Gíslason og Sdftnundur Ólafsson beðið Morg unblaðið að .birta eftirfarandi gkýringar: Þjóðviljinn hefur undanfarna daga gert að umtalseíni verð- ákvörðun á landbúnaðarafurð- um á þann hátt, að ætla mætti að fulltrúi Alþýðusambandsins i verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða hafi haft sjerstöðu og mark að skýra og ákveðna stefnu. — Vegna þess að þetta eru hinar mestu blekkingar, viljum við undirritaðir nefndarmenn biðja yður hr. ritstjóri að birta eftir- farandi: Frá öndverðu vorum við þrir fulltrúar neytenda allir sam- mála. Okkar nefndarhluti átti marga viðræðufundi um málið og var Ingólfur Gunnlaugsson jafnan sammála okkur. Mánudaginn 25. ágúst lögð-- um við fulltrúar neytenda allir fram lokatillögur okkar, á fundi Sem haldinn var um kl. 7 s.d. Fundinn átti að halda kl. 5 s.d., en hann tafðist um 2 tíma á með an við vorum að ganga frá til- lögunum. Ingólfur Gunnlaugsson vann með okkur hinum að undirbún- ingi tillagnanna ágreiningslaust. Á þeim fundi varð nefndn sam- mála um að vísa ágreiningsat- riðunum til yfirnefndarinnar og skyldi formlega gengið frá því á næsta fundi daginn eftir. Sá fundur hófst um kl. 6 s.d. þriðjudaginn 26. ágúst. Áður en fundur hófst kallaði Ingólfur Gunnlaugsson á okkur Einar Gíslason og Sæmund Ólafsson á fund í annað herbergi í húsinu og tjáði okkur að afstaða sín hefði breyst frá deginum áður, og væri ástæðan sú, að stjórn Alþýðusambandsins hefði kallaö sig á fund og stílað tillögu í hend ur sínar, sem sjer væri skipað að bera fram í nefndinni. Við ræddum nokkuð þessa tillögu og gátum við Einar og Sæmundur ekki gerst aðiljar að henni. Við lýstum þá yfir við Ingólf að við myndum bera fram þá breytingu á tillögunni að í stað áætlunarverðs komi óbreytt verð, en við myndum ekki greiða atkvæði um hans tillögu og gefa þannig bændafulltrúunum tæki- færi til að samþykkja hana, eí þeir óskuðu þess. Þegar á fundinn kom bar Ing- ólfur fram tillöguna og fjekk hún lítinn byr hjá bændafulltrú- unum, sem þó óskuðu eftir fresti til næsta dags til umnugsunar. Miðvikudaginn 27. ágúst var enn fundur. Á þeim fundi lýstu bændafulltrúarnir því yfir að þeir gætu ekki fallist á tillöguna og var hún svo borin undir at- kvæði. Fyrst kom til atkvæða breyt- ingartillaga Sæmundar og Ein- ars um óbreytt verð á meðan rannsókn stæði yfir og var hún felld með 3 atkv. bænda gegn 2 atkv. Sæmundar og Einars, en Ingólfur Gunnlaugsson sat hjá. Þá kom tillaga Ingólfs óbreytt til atkvæða og var hún feld með 3 atkvæðum bænda gegn 1 atkv. Ingólfs, Sæmundur og Einar sátu hjá. í lokatillögu okkar þriggja, Ingólfs, Einars og Sæmundar var aðkeypt vinna áætluð 49%, en ekki 40% eins og Þjóðviljinn hefur eftir Ingólfi Gunnlaugs- syni. Þegar búið var að fella tillögu Ingólfs Gunnlaugssonar bárum við Einar og Sæmundur fram til lögu um nýja rannsókn á bú- rekstri bænda. Við buðum Ing- ólfi að gerast meðflutningsmað- ur að þessar tillögu og þáði hann það eftir nokkra umhugsun. Sú tillaga var borin undir atkvæði og samþykt með öllum atkv. - Af framanverðu verður ljóst: 1. Að sú rannsókn, sem nefnd- in samþykkti að láta fram fara, er gerð eftir tillögu okkar Ein- ars og Sæmundar. 2. Að tillaga Alþýðusambands ins borin fram af Ingólfi Gunn- laugssyni í nefndinni gat aldrei leitt til samkomulags, þar sem fulltrúar bænda voru henni and- vígir frá upphafi og greiddu at- kvæði á móti henni. 3. Að breytingartillaga okkar Einars og Sæmundar um óbreytt verð hafði engin áhrif á málið, þar sem aðaltillagan var feld. 4. Að afstaða Ingólfs Gunn- laugssonar, sú, sem hann tók að lokum, þegar búið var að vísa málinu til yfirnefndarinnar með samhljóða vilja allrar nefndar- innar, var tekin af Alþýðusam- bandinu, en ekki af Ingólfi sjálf- um og var hann því ekki gerða sinna ráðandi í nefndinni. Þá viljum við leiðrjetta þann misskilning Ingólfs Gunnlaugs- sonar að atkvæði allra nefndar- manna þurfi til að tillaga á nefndarfundi nái samþykki. Neit unarvald einstakra nefndar- manna gildir eing'öngu um verð- lagsgrundvöll landbúnaðaraf- urða í heild. Við Einar Gíslason og Sæ- mundur Ólafsson hörmum það, að Alþýðusamband íslands Ijet Ingólf Gunnlaugsson rjúfa það góða samkomulag, sem frá byrj- un ríkti á milli okkar fulltrúa neytenda í nefndinni. Einar Gíslason. Scem. Elías Ólafsson. Þrjú íþi éfisfj@!öf fá æfingasvæði í Vafnsmýrinni A FUNDI bæjarstjórnar í gær, var samþykt að veita Knattspyrnufjel. Víkingur, í- þróttafjelagi Háskólans og í- þróttafjelagi Reykjavíkur, kost á æfingasvæðum í Vatnsmýr- inni. Hafði íþróttaráðunautur mælt með fjelögum þessum víð úthlutunina. Ströng ákvæði sett um erlendan gjaideyri Ný bráiabirgðalig sefi um þessi afriði. SETT hafa verið bráðabirgðalög, um innflutning og útflutn- ing á íslenskum gjaldeyri. Samkvæmt þeim er t. d. alveg tekið fyrir útflutning og innflutning á íslenskum peningum og skulda- brjefum. Þá er bannað að hafa meðferðis til útlanda meir em 50 kr. í erlendum gjaldeyri og kómið verður fyrir ólögleg A7ið- skipti með erlendan gjaldeyri. í lögum þessum segir énn- fremur, að hjerlendir menn megi hafa meðferðis til útlanda allt að 5CKkr. í erlendum gjald- miðli og skulu þeir sýna toll- yfirvöldunum skilríki fyrir því, að gjaldmiðilsins hafi verið afl- að á löglegan hátt. Áður æn þessi lög voru sett, var mönn- um heimilt að hafa með sjer 150 krónur í innlendum og er- lendum gjaldeyri. Hver sá sem kemur til lands- ins, skal gefa tollyfirvöldunum skýrslu um hve mikinn gjald- eyri, peningaseðla skiptimynt og ávísanir og ísl. gjaldeyri, skuldabrjef o. S. frv. hann hafi. Erlenda peninga, sem menn flytja til landsins skal afhenda útlendingaeftirlitinu, sem svo kemur þeim til Landsbankans. — Það sem afgangs kann að verða af fje þessu, sem einstakl ingar frá útlöndum á þennan hátt eiga geymt í Landsbank- anum, meðan þeir dvelja hjer, verður þeim afhent við brott- för af landinu. Þeir sem búsett- ir eru erlendis, skulu gefa dreng skaparyfirlýsingu um, að þeir muni aðeins eiga gjaldeyrisvið- skipti við þá banka, sem hafa einkarjett til að versla með er- lendan gjaldeyri. Jaínframt skulu þeir skuldbmda sig til, að semja ekki við aðila búsetta hjer, um það að fá íslenskan gjaldeyri eða uppihald hjer gegn greiðslu í erlendum gjald eyri. Við tollskoðun ex heimilt, ef nauðsyn þykir bera til, að láta fara fram rannsókn bæði á far- þegum og farangri þeirra, til að tryggja að ekki sjeu brotin ákvæði laga þessara, eða reglu- gerðir settar samkvæmt þeim. Lög þessi hafa þegar öðlast gildi og forseti staðfest þau á ríkisráðsfundi í fyrradag. Gestasýning í Nýja Bíé EIGENDUR Nýja Bíó buðu í gær ýmsum gestum til kvik- myndasýningar í hinum nýju húsakynnum kvikmyndahússins og var hvert sæti skipað. Sýnd var stórmyndin „í leit að lífshamingju", e’i sú kvik- mynd er gerð eftir skóidsögu W. Sommerset Maugharn (The Ra- zors Edge), en hún birtist sem framhaldssaga hjer í Morgun- blaðinu 1944. Vakti kvikmyndin mikla athygli gestanna og róm- uðu aliir hin glæsilegu húsa- kynni. í kvöld hef jast sýningar kvik- myndahússins og verður sýnd kvikmyndin Tónlist og tilhuga- líf. ■>---------------------------- Bæjarsljérnamefnd athugar atvinnuúf- lif í bænum í SAMBANDI við umræð- urnar um fjárfestinguna og framkvæmdir bæjarins, sagði borgarstjóri á fundinum í gær, að Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn teldu ástæðu til að gerá sjerstaka rannsókn á atvinnu- horfum í bænum i vetur, því framtíðin á þeim efnum væri óviss. Því bæri hann fram f. h. Sjálfstæðismanna eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn álvktar að fela bæjarráði að skipa nefnd til þess að rannsaka atvinnuhorf- ur á vetri komanda og gera til- lögur um aðgerðir til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi, ef rannsókn bendir til þess, að> slíkra aðgerða verði þörf“. Hann kvaðst telja eðlilegt að bæjarráð skipaði nefnd þessa. En nefndin nyti aðstoðar hagfræðings bæjarins við starf sitt. Sigfús Sigurhjartarson flutti tillögu, sem að nokkru leyti fjallaði unrhið sama, og tillaga borgarstjóra, með þeirri viðbót, að nefndin athugaði einnig hús næðismál bæjarbúa, og þörf manna fyrir úthlutun bygging- arlóða. Jón A. Pjetursson sagði m.a. um þetta mál, að hann teldi að atvinnuleysi eða atvinnu- möguleikar bæjarmanna á vetri komanda, fæiu fyrst og fremst eftir því, 'hvernig tæk- ist að ráða niðurlögum dýrtíð- arinnar. Tækist ekki að leggja þann draug að velli, þá myndi . atvinnuleysið dynja yfir, og það gæti orðið svo mikið, að ill- mögulegt væri við það að ráða. En ef hægt væri að koma því þannig fyrir, að afurðirnar gætu selst jafnóðum og veiði- flotinn kæmist á veiðar, eins og venja væri til, þá væri ekki að kvíða neinu atvinnuleysi. Jón Axel Pjetursson bar fram svohljóðandi viðaukatil- lögu borgarstjóra: „Nefndin skal jafnframt at- huga möguleika á hvern hátt Reykjavíkurbær geti best átt þátt í því að dýrtíðin lækki, svo að fiskiskipaflotinn og aðr- ar lífrænar framkvæmdir stöðv ist ekki, eins og nú eru horf- ur á“. Tillaga borgjarstjóra með þessum viðauka, var samþykt með samhljóða atkvæðum. En tillögu Sigfúsar Sigur- (Framhald á bls. 8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.