Morgunblaðið - 05.09.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1947, Blaðsíða 6
6 MORGXJTSBLÁÐIÐ Föstudagur 5. sept. 1S47 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritst-jóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, augiýsmgar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbðk. Nýsköpun hinna austrænu KOSNINGARNAR í Ungverjalandi eru um garð gengn- ar. Úrslit þeirra komu engum á óvart. Þjóðviliinn hrósar sigri flokksbræðra og skoðanabræðra sinna þar í landi. Þjóðviljamenn þykjast sýnilega þar hafa fengið nýja sönn- un fyrir yfirburðum hins austræna lýðræðis, samanborið við það lýðræði, sem vestrænar þjóðir eiga að venjast, og hafa komið á hjá sjer í samræmi við hugsjónir þeirra um frelsi og mannrjettindi. Hjer á landi, sem í öðrum vestrænum löndum, hafa menn sama rjett til kosninga, hvaða stjórnmálastefnu sem þeir aðhyllast. Þar sem kommúnistar hafa brotist til valda, er þetta með öðrum hætti, sem kunnugt er. Þar eru stjórnarand- stæðingar sviftir kosningarjetti, á meðan kúgun þjóðar- innar er ekki svo alger að enginn þori að greiða atkvæði öðruvísi en kommúnistar vilja vera láta. Fyrir hinar nýafstöðnu kojlningar í Ungverjalandi, voru kjósendur sviftir kosningarjetti í stórum stíl, og því borið við, að þeir, sem fengu ekki að kjósa, hefðu í hyggju, að svíkja þjóð sína. Með öðrum orðum „svíkjast um“ að fylgja því að Ungverjar verði ofurseldir hinu austræna einveldi. Það var nálega miljón kjósendanna, sem á þann hátt voru settir úr leik. Aðdáendum einræðisins í Ungverjalandi þótti þó ekki einhlítt að viðhafa þessa aðferð eina til þess að tryggja sjer að úrsiltin yrðu eftir þeirra höfði. Þessvegna fundu þeir upp nýja aðferð við kosningar, sem mun verða talin hinn síðasti vaxtarbroddur hins austræna lýðræðis. Dygg- ir fylgismenn kommúnista í Ungverjalandi fengu leyfi til þess að greiða 10—15 atkvæði hver. Menn sem eru óvanir hinu austræna ,,lýðræði“ líta svo á að þessar „aukakosningar“ kommúnista sjeu óviðkunn- anlegt fyrirbrigði í stjórnmálum. En þar sem hið austræna vald hefir tögl og hagldir eru slík undanbrögð frá jafnrjettinu mjög eðlileg. Komm- únistar yfirleitt líta svo á, að aðeins ein skoðun í stjórn- málum eigi að vera leyfileg. Skoðun kommúnistanna sjálfra. Þanmg vilja kommúnistar að lýðræði sje túlkað um gervallan heim og slíkt „lýðræði“ hefir nú fyrir tilverkn- að hinna austrænu húsbænda í Moskva komist á í einum tíu smáríkjum, eftir að styrjöldinni lauk. En hámark þessháttar lýðræðis sem kommúnistar óska þjóð sinni til handa, innifelst í því, að ekki nema einn maður ákveði hverir verði þjóðfulltrúar, og síðan greiði allur kjósenda- skarinn þeim atkvæði, í blindri auðmýkt, eða til þess að fá að halda lífi og limum. Þjóðviljinn kvartaði undan því fyrir nokkrum dögum, að hreyft hefði verið óskum um, að kommúnistaflokkur- inn hjer á landi yrði bannaður. Það er einlæg ósk allra góðra íslendinga, og allra flokka- nema kommúnistaflokksins, að aldrei komi til mála, að banna nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Því slíkt ofbeldi í stjórnmálum er öllum landsmönnum við- urstygð, nema kommúnistum. Kommúnistar dá ofbeldi, tilbiðja einvaldsstefnu, og óska þess af heilum hug, að persónufrelsi verði afnumið í landinu. Þeir geta því hugsað sjer, að aðrn sjeu með sama marki brendir og þeir sjálfir að vilja banna starf- semi stjórnmálaflokka. í skjóli þess málfrelsis sem íslendingar telja til mann- rjettinda, fá kommúnistar vonandi að lýsa skoðunum sín- um og kenningum lýsa fláttskap sínum, og undirhyggju og þjónkun við hið erlenda einræðisvald. Með því móti verður hin kommúnistiska stefna sjálf- dauð í íslensku stjórnmála lífi, veltur útaf, eins og pestar- rolla. Sú útför kommúnismans ein er samboðin íslenskri þjóð. ÚR DAGLEGA LÍFINU Nýja Nýja Bíó. NÝJA BÍÓ opnar í dag í nýj um húsakynnum á sínum gamla stað við Austurstræti. Kvik- myndahúsgestir, sem koma þangað næstu vikurnar munu verða forviða á þeim stakka- skiftum, sem húsakynnin hafa tekið. Salurinn er ljómandi fallegur og alt er það vel unn- ið og ber íslenskum iðnaðar- mönnum gott vitni. Eigendur kvikmyndahússins hafa heldur ekki neitt til sparað til'þess að salarkynnin mættu vera sem best. í stað þess að bæta við sætum sem stækkun húsakynn anna nam, hafa eigendur Nýja Bíó kosið að eyða rúminu til þæginda fyrir gesti sína. Erlendur maður, sem víða hefir farið og margt sjeð ljet svo ummælt eftir að hann hafði sjeð hin nýja kvikmyndahús, að ef tekið væri tillit til stærð- ar, þá myndi óvíða í heimi finn ast jafn glæsilegt kvikmynda- hús. • Og hvað gerir svo fólkið? OG NÚ ER eftir að vita hvernig kvikmyndahúsgestirn- ir taka þessum breytingum. Það er ekki nokkur vafi á að flestir, eða allir verða hrifnir. En það er er umgengnin, sem ástæða er til að óttast. Það hef ir oft komið fyrir, að reist hafa verið glæsileg salarkynni hjer á landi, en sem orðið hafa eins og svínasþur eftir örstuttan tíma vegna þess, að fólkið hef ir ekki kunnað að meta það sem vel hefir verið gert. Ótelj- andi eru þeir staðir, þar sem skemdarvargar hafa rispað veggi og veggskraut í bygging um -með hnífum, sparkað alt út út og óhreinkað af eintómum strákskap. Vonandi að þetta komi ekki fyrir á þessum nýja glæsilega stað eða öðrum stöðum, sem al- menningi er ætlaður sjer til á- nægju og yndisauka. Vel varðir snyrti- klefar. OG ÚR ÞVÍ minst var á um- gengni almennings mætti minna á þá staðreynd, að ekki hefir enn tekist að hafa snyrti herbergi og vatnssalerni fyrir fólk á opinberum stöðum hjer á landi nema að hafa þau vel varin. Launa fíleflda karlmenn til að gæta þess, að slíkir rtað ir sjeu ekki misnotaðir. í snyrtiklefum, sem ekki eru því betur varðir nota menn handklæði til að þurka af skón um sínum, stela sápum og stífla frárensli. Vatnssalernisklefar eru álíka illa um gengnir og þó heldur ver, því ekki er óal- gengt að veggir sjeu útataðir með sóðalegum orðum og myndaskrípum. Það er hart, en svona er það nú samt. • Happdrættin, sem gleymr.st. SPURT er að því í brjefi hvort dregið hafi verið í happ- drætti Landbúnaðarsýningar- innar og ef svo sje hvar sje þá hægt að fá að vita um núm- erin, sem upp komu. Hamingjan góða, hvernig á nokkur maður að geta fylgst með öllum þeim happdrættum, sem fram fara hjer á landi yfir árið. Það mætti æra óstöðugan að standa í því. Það er orðið svo mikið af þessari fjárplógs aðferð, að oft kemur það fyrir, að vinnandinn finst ekki. Hvernig var það ekki með þann, sem vann einn bílinn í Góð- templarahappdrættinu í sumar. Það var auglýst eftir vinnanda hans í blöðum og útvarpi dög- um saman og hver veit hvort hann hefir nokkru sinni komið fram. • Betri regla æskiieg. í VOR var stungið upp á því hjer í þessum dálkum, að þeim fjelögum, sem leyfi fá til happ- drættis, yrði gert að skyldu að birta vinningana í Lögbirtinga- blaðinu.: En það má geta nærri hvort ekki verður bið á að það komist í lag. Happdrættisfaraldurinn er hálfgerð pest, sem draga mætti mikið úr með skynsamlegum ráðstöfunum. Miljónir króna hafa á undaníörnum árum ver- ið dregnar úr vösum lands- manna með þessari aðferð. Happdrætti Pláskóla íslands er eina happdrættið, sem leyfa ætti hjer á landi. • Gjafapakkar afnumdir. NOKKUR BRJEF hafa kom ið um gjafapakkana og afnám þeirra. Það eru margir óánægð ir með að mega ekki senda ætt ingjum erlendis, sem eiga við erfiðar ástæður að stríða, gjafa pakka. Víst er það slæmt, að geta ekki glartt vini sína erlendis með einhverju í þá eða á. En það er með gjafapakkana eins cg svo margt annað hjá okkur á undaníörnum árum. Gjafapakkaaðferðin hefir verið svo misnotuð, að ekki er nokk ur leið til að leyfa þann út- flutning áfram, eins og verið hefir. Ótaldar eru þær miljón- ir í erlendum gjaldeyri, sem farið hafa út úr landinu í gjafa pökkum og erlendir menn, sem hjer hafa dvalið öfluðu sjer gjaldeyris undir yfirskini gjafa pakkanna. « Það var aðmíráls- fiðrildi. ADMÍRÁLSFIÐRILDI heitir skrautlega fiðrildið, sem minst var á hjer í gær. Það á heima víða um lönd, en berst ein- staka sinnum hingað til lands með veðri og vindi eða sem púpur með vörum. — Fiðr- ildi þessi eru stór og falleg og oft kemur það fyrir að þau nást hjer á landi og þá oft síð- ari hluta sumars og stundum allmörg í einu. MEÐAL ANNARA ORDA Borgaraxtirrjöld i Indíandi! VERIÐ GETUR ef óeirðirnar í Punjab í Indlandi breiðast meira út velti borgarastyrjöld yfir allan skagann. Ef svo fer verður það ein ógurlegasta styrjöld, sem sagan mun um geta. Með sanni má segja, að Ind land sje eins og ein gríðarlega stór púðurtunna. Og ef til vill eru óeirðirnar í Punjab neist- inn, sem á eftir að kveikja í öllu saman. Ægileg styrjöld. Borgarastyrjöld í Indlandi er ægilegri en í öðrum löndum, því að þar verður að öllum lík- ■ indum ekkert ráðið við rænandi múginn. Sú borgarastyrjöld yrði lítt bundin hernaðarlegri forustu, heldur yrði hún nær eingöngu inni falin í því, að Hindúar drepa hvern Múham- eðstrúarmann, sem þeir finna og svo öfugt. Og íbúar landsins eru 400.000.000 einkennilega bland aðir saman í óskiljanlegan I hrærigraut af öllum trúarflokk I um, svo að óvíst er að nokkrar , fastar vígstöðvar myndist, ef til borgarastyrjaldir kæmi, heldur yrði einn maður óvinur hins og hver borg og hvert þorp yrði völlur fjöldamorða og skemdarverka. Stutt hlje. Nú síðustu dagana hefir ó- eirðirnar í Punjap aftur lægt nokkuð, en enginn ætti að ímynda sjfer að ró sje komin þar á fyrir fult og alt. Nær væri að halda, að þetta sje að- eins hlje áður en næsta alda fellur yfir. Óeirðirnar, sem geisuðu fyr- ir nokkru komu þannig upp, að Sikharnir, sem lifa í kringum borgina Amritsar, tóku sig til einn dag og ákváðu að útrýma með öllu þeim 200.000 múham eðstrúarmönnum, sem bjuggu þeirra megin við landamæri Pakistan og Indlands. Auga fyrir auga. Landamærin liggja þar mitt á milli stórborga, Amritsar og Lahore og er stutt á milli. 15. ágúst hlaut Indland sjálf- stæði sitt og eitthvað þremur eða fjórum dögum síðar voru hin nýju landamæri ákveðin í stórum dráttum. Þá var það sem Sikharnir tóku þessa ó- heilla ákvörðun sína. Og vitan- lega olli það því, að Múham- eðstrúarmennirnir hinum meg- in við landamærin vildu hefna sín og fóru eins að við Sikhana og Hindúana, sem bjuggu þeim megin við landamærin. Báðum megin voru menn og konur, sem voru á flótta til þess að bjarga lífi sínu og á eftir þeim komu hópar vopn- aðra manna, sem drógu það hægt og hægt uppi, skutu og stungu og fóru með eldi um þorpin, og hlífðu hvorki kon- um nje börnum. Sjálf lögregían tók þátt í morðunum. Auk þess tóku sjálfir lög- reglumennirnir, sem áttu að halda uppi röð og reglu, þátt í ránunum, og jafnvel í hernum var erfitt að halda aganum. Landamæralið Punjab var alt of veikt til þess að halda uppi röð og reglu, en gerði gott verk með því að fylgja flótta- mönnum bæði frá Lahore og Amritsar. Forsætisráðherrar bæði Ind- Fiamh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.