Morgunblaðið - 07.09.1947, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.09.1947, Qupperneq 4
'4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. sept. 1947 ^ STJETTASKIF TINGIN ER BÖLVUN INDLANDS Svissneskt lýðræði HVORT sem Bretar hafa farið viturlega eða heimskulega að ráði sínu sem stjórnendur Ind- lands, hafa þeir að minnsta kosti að einu leyti sýnt mikla for- sjálni. Þeir hafa ávallt gætt þess vendilega að hrófla ekki við trú- arbrögðum og stjettaskiptingu landsins. Bretar komust að raun um, að í Indlandi er stjettaskiptingin jafn rótgróin og fjölskyldufyrir- komulagið í Kína. Hvergi í heim inum hefur stjettaskipting — flokkun fólks eftir atvinnu •—• verið varveitt og viðhaldið í lík- ingu við það, sem gerist þarlend- is. Stjettaskiptingin er studd og rjettlætt af boðoröum Hindúa- trúarinnar (sem frá því um 1500 f. Kr.), einkanlega af kenn ingunni um endurholdgun. Er þú ert í hópi „útskúfaðra“ í þessu lífi er það að öllum lík- indum af því, að þú hefur syndg að í fyrra lífi. Á hinn bóginn, ef þú nú hegðar þjer vel, getur þú vænst þess, að hinn rjettláti guð, sem upphefur og lítillækk- ar, muni veita þjer umbun í næsta jaráneska lífi, jafnvel gera þig að „brahman". BÖLVUN INDLANDS Þótt stjettafyrirkomulagið hvetji ef til vill til betra sið- ferðis, tekur það fyrir allar fram farir, og vestrænir fræðimenn hafa kallað það bölvun Indlands. Þótt það hafi verið margvísleg- um breytingum undirorpið, stendur það enn styrkum fótum, þrátt fyrir harkalegar árásir. Indverska frumlagaþingið af- nam nýlega „útskúfun" úr lög- um, en samt má telja, að stjetta- kerfið sje enn allt að því 90%, óbreytt, og það verður það ef- laust líka, þegar Bretar yfirgefa landið, til góðs eða ills, frelsis eða stjórnleysis, 1948. En margt. er það nú, sem dreg ur úr hinni fádæma nákvæmu stjettaskiptingu fyrri daga. —, Óhreinkun er eitt dæmið. Fyrir næsta fáum árum gat naumagt nokkur Indverji komist hjá því að óhreinka á einhvern hátt ná- unga sinn. Fólk eyddi hálfum deginum í að reyna að óhreinka ekki aðra og komast hjá ó- hreinkun sjálft. Sumir máttu ekki einu sinni sjást. Bóndi á Malabarströnd varð til dæmis að halda sig í 96 skrefa fjarlægð frá .„brahman". Ef fiskimaður kom nær háttsettar-Hidnúa en nam 32 skrefum, óhreinkaði hann hann o.s.frv. MARGSKONAR ERFIÐLEIKA R Fyrir fáeinum áratugum urðu . gífurlegar æsingar út af ó- hreinkun mustera, skóla og lík- brennslustöðva. Megnustu vand- ræði urðu, þegar í Ijós kom, að rjettarsalur nokkur var innan saurgunarvíddar við musteri eitt, en það þýddi, að lágstjettar fólk mátti ekki mæta fyrir rjetti. Norðurálfumenn, Múhameðstrú ,armenn og kristnir voru taldir jlitlu minna saurgandi en hinir jaumustu á meðal „útskúfaðra". • Eins og að líkum lætur, reynd Ist örðugt að halda þessar ein- strengnislegu reglur, þegar fólk j Eftir Robert Neville, frjettaritara Time og Life Samkvæmt ævafornum trúarkreddum skiptast Hindúar í 4 höfuðerfðastjettir: brahmana, hermenn, horgara og verkamenn, og svo í fimmta lagi í útskúf- aða'stjettleysingja. Stjettaskipun þessi hefir hvílt eins og mara á indversku þjóðfjjelagi. Ýmsir hafa þó har- ist fyrir hreytingum þar á, t.d. trúarhöfundurinn Buddha (á 6. öld r. Kr.) og á vorum dögum Mahatma Gandhi, sem er af borgarastjett. fór að ferðast í járnbrautarlest- um, áætlunarbílum og flugvjel- um. Það svarar tæpast kostnaði að hafa eina flugvjel fyrir ind- verska hermenn og þá þriðju fyrir indverska kaupsýslumenn, þótt segja megi reyndar, þegar litið er á hina margskiptu mat- sölu í indverskum járnbrautar- stöðvum, að íurðulegt sje, að eitthvað þessháttar skuli ekki hafa verið reynt. En þótt fólk óhreinki ekki hvort annað á járnbrautarstöðv- um, er ekki þar með sagt, að slíkt eigi sjer ekki stað annars staðar. Reyndu bara að fá Hind- úann, sem tekur til í herberginu þínu, til að fara inn í baðher- bergið þitt, eða eldabuskuna, sem býr til matinn, til að þvo diskana. Fátítt er, að Hindúa- húsfreyjur hleypi nokkurri hræðu utan sinnar stjettar inn í eldhús sín. Ef „útlendingur" s.vo mikið sem lítur á matinn, fleygja þær honum í sorpið. „ÓHREINT VATN“ Vatni er mest hætt við að ó- hreinkast og veldur því sífelld- um vandræðum. Á Suður-Ind- landi er það ennþá trú margra Madrassi-brahmana, að járnþíp- ur óhreinki vatnið, og heimta þeir því sína sjerstöku einka- brunna, jafnvel í stórborginni Madras, sem hefur ágætis vatns- veitukerfi. En vatnið í hinu heilaga Gangesfljóti er ósaurg- anlegt. Allir mega nota það, og þótt það sje þrungið óþverra og þakið mannslíkum, er ekkert við það að athuga. Indverskir rakarar, sem eru fjölmenn stjett, eru víða enn í dag ofurseldir þessari rótgrónu trú um óhreinkun. Við snertingu óhreinka þeir næstum alla, en það takmarkar mjög vinnutíma þeirra. Óhreinkaður maður get- ur hreinsað sig með því að taka bað, en venja er að gera það fyrir morgunverð. Vinnutími rakaranna er því einskorðaður við alfyrsta hluta dagsins. — Margir þeirra drýgja því tekjur sínar með því að taka sjer lúður í hönd og leika í brúðkaups- veislum seinnipartinn. HJÓNABÖNDIN En verulega reynir fyrst á stjettaskipunina, þegar til hjóriabandanna kemur. Á Ind- landi eru um 255 milljónir Hind- úa, en hver venjulegur Hindúi| verður siðum samkvæmt að velja konuefnið úr sinni eigin undirstjett. Hver undirstjett telur að meðaltali aðeins um 125 þúsund persónur, en við það verður hjónabandsmarkaðurinn æði takmarkaður. Og þótt engir lagalegir meinbugir sjeu þar á, leitar fólk sjaldan ráðahags ut- an sinnar undirstjettar. Jafnvel á vorum dögum mundi það mega teljast kjarkgóður maður, sem bryti í bága við stjettaboðorðin, enda þótt stjettaráð og útskúf- unarráðstafanir tilheyri nú mest megnis liðna tímanum. Maður, sem neytir kjöts og áfengis, ef reglur stjettar hans banna það, eða leitar sjer kvonfangs utan sinnar undirstjettar, má búast við algerri andstöðu samborgara sinna, þegar að því kemur, að hann vill gifta börn sín. Fjöl- skyldan öll er þannig útskúfuð af sjálfu sjer. Þannig er það, jafnvel í Ind- landi nútímans, að gullsmiðs- sonur kvænist ekki dóttur leir- kerasmiðs. ■—• Almenningsálitið kernur í veg fyrir það, að trje- smiðssonurinn gangi að eiga dóttur múrarans, og dóttur fiski mannsins er meinað að giftast syni veiðimannsins. MARGSKONAR „UNDIRSTJETTIR“ Þessi undirskipting fólksins hefur komist út í furðulegar öíg ar. Það eru fjölmargar stakar undirstjettir, sem telja aðeins nokkur þúsund hræður. Á Sind- eyðimörkunum er undirstjett Síguna. Á Suður-Indlandi er sjer stök undirstjett stjörnuspá- manna og önnur sjer fyrir seið- menn. Dansmeyjar musteranna, sem oft er í reyndinni fagur- yrði, notað um vændiskonur, mynda sjerstaka stjett út af fyr- ir sig. Til eru undirstjettir kúa- smala, skósmiða, tölugerðar- manna, beiningamanna, múrara, rithöfunda (mjög háttsett stjett), vefara, járnsmiða og vagnasmiða. Einnig fyrirfinnast undirstjettir afbrotalýðs. — í Punjabhjeraði er sjerstök stjett búpeningsþjófa, greind frá öðr- um þjófum. Á Suður-Indlandi er stjett, sem kallast Kallans. Þeir stunda aðallega stigamensku. — Einu sinni færðu þeir það fram sjer til varnar fyrir dómstóli, að þeir væru með ránunum aðeins að rækja stjettarskyldur sínar. Framh. á bls. 11. ÞAÐ væri þarflegt ýmsum lýðræðissinnuðum þjóðum að kynnast svissneska lýðræðinu eins og það birtist í framkvæmd inni. Svisslendingum hefur nefnilega tekist flestum betur að skipa þeim hugsjónum, sem ættu að skoðast aðalmáttarstoð- ir lýðræðisins, þann sess sem þeim sæmir. Sem sje almenna viðurkenningu þess, að fleiri en ein skoðun í þjóðfjelags- og trúmálum hafi rjett á sjer, og að alþjóð sje Ijóst, að lýðræði er ekki bara rjettindi meirihlut ans, heldur felur þ.að einnig í sjer kröfu um að visst tillit sje tekið til vilja minnihlutanus. Þetta kemur skírt fram í sam bandi við löggjöfina. Öll lög — og allar lagabreytingar — sem þing sambandsríkjanna sam- þykkir eru send til hinnar svo- tekið til vilja minnihlutans. (refrerendum = alþýðuat- kvæði), sem er eins konar al- þýðudómstóll. Stofnunin getur nefnilega úrskurðað þjóðarat- kvæði um ný lög, ef þess er krafist af minnst 30 þús. kjós- endum innan 90 daga frá því lögin voru samþykkt á þing- inu. Slíkur dómstóll hlýtur að hafa holl áhrif á löggjöf lands- ins. Það er athyglisvert, hve Sviss lendingum tekst að forðast mis- klíð milli fjarskyldra flokka. Skilyrðin til ásteitingar virðast þó betri hjer en víða annars- staðar, þar sem hjer eru tvenns konar trúarbrögð og þrjú aðal- tungumál eru töluð í landinu. En umburðarlyndið gagnvart þeim, sem eru annarar skoðun- ar eða trúar en hlutaðeigandi er mjög svo almennt í Sviss. Nær þrír fimmtu hlutar sviss nesku þjóðarinnar eru lúters- trúar, en tveir fimmtu kaþólsk- ir. NokkUr fylki eru mestmegnis kaþólsk, önnur yfirgnæfandi lútersk, en í öllum fylkjunum finnast þó fulltrúar beggja trú- flokkanna. Eins og við er að búast hefir þessi flokkaskipt- ing áhrif á afstöðu fólks til ýmissa mála, en þetta er þó í fæstum tilfellum til trafala. Fólk er alið upp við þessa skipt ingu, og hver passar sinn dont án þess að láta trúarbrögð ná- grannans eða vinnuveitandans hafa áhrif á sína andlegu heilsu eða dagleg afköst. Sumstaðar nota báðir söfnuðirnir meira að segja sömu kirkju til guðsþjón- ustu. Ferðamenn komast fljótt að raun um, að Svisslendingar skiptast í flokka á fleiri svið- um, en sviði trúmála. Ef mað- ur spyrst fyrir um einhvern hlut á bjagaðri þýsku í Bern eða Basel er mjög algengt, að sá sem spurður er, svarar á frönsku, og það af þeirri ein- földu ástæðu, að hann reiknar með, að sá sem talar bjagaða þýsku í Sviss sje frá frönsku- mælandi hluta landsins. Og það getur vel verið, að hann komi með ítölsku áður en hann svar- jar á ensku. Enskan er nefni- ' lega eina málið af þessum fjór- ! um sem skoðast sem erlent mál. Þrír fjórðu hultar þjóðarinnar tala þýsku, eða rjettara sagt „schweizerdeutsch“. Svissþýsk- an er næstum því jafn frábrugð in háþýskunni og hollenskan. Fimmti hlutinn talar frönsku og fjórir af hundraði ítölsku. Öll þessi mál eru þó jafn rjett- há innan ríkisins og á sam- bandsþinginu nota þingmenn þau jöfnum höndum, án þess að nokkur þurfi túlks við. Allur þorri þjóðarinnar skilur þessi þrjú aðaltungumál landsins. Það er mjög algengt að sjá dæmi þess meðal þjóða, sem hafa minnihluta, sem mælir á aðra tungu innan landamæra sinna, að reynt sje að má út sjerkenni minnihlutans, bæði hvað mál og menningu áhrær- ir. Þessi viðleitni þekkist ekki í Sviss. Þar lifa þessi þrjú tungu mál hlið við hlið í sátt og sam- lyndi og sýna enga viðleitni til að færa út kvíarnar og leggja undir sig ný byggðarlög. Þýsku mælandi hluti Svisslands skoð- ar nefnilega ekki franska og ítalska hlutann, sem neina minnihluta sem æskilegt væri að innlima. Kurteis og mennt- aður Zúrich-búi talar t. d. ítölsku, þegar hann símar til Lugano — sem er borg í ítalska hlutanum —- en frönsku, þeg- ar hann talar til Geneve. I öll- um prentuðum ferðaáætlunum eru leiðarvísar og upplýsingar, sem varða almenning, prentað- ar á þrem málum. Ef maður fer t. d. frá Zúrich til Geneve með járnbraut fer farseðlaskoð unin fram á þýsku í byrjun, en úr því komið er framhjá Bern skiptir áhöfn lestarinnar um mál og talar nú frönsku. Ekki sjer maður þess merki, að þessi skipting landsins sje bagaleg menningarlega sjeð. Þetta virðist öllu frekar vera frjógvandi fyrir fjölþætt menn- ingarlíf og skapa skilyrði til skilningsauka á svipuðum fyr- irbrigðum á öðrum sviðum. Svissneskt lýðræði er þó í einu atriði eftirbátur annara: Konur hafa ekki kosningarjett. Svo í sjálfu sjer verður aðeins helmingur þegnanna þessara lofsungnu lýðræðisrjettinda fyllilega aðnjótandi. Maður kemst fljótt aí raun um hversu viðkvæmt málið er, ef maður gistir einkafjölskyldu og stjórnmál ber á góma. Það er mjög sjaldgæft að sjá málið rökrjett á prenti, en þeim mun algengara er það sem umræðu- efni innan heimilanna og getur þá oft skorist í odda milli hús- bóndans og húsfreyjunnar. Húsbóndinn viðurkennir þó — þegar storminn lægir ■— að eiginlega sje það konan, sem ræður mestu hjer sem annars- staðar. Hún er aðal ráðgjafinn og hefir víðtækari áhrif, en nokkurn grunar. Húsfreyjan brosir góðlátlega. Sennilega hefur hún heyrt þessa rökfærslu áður. íiiiilimiiiiuiitmiiimiiiiiiiHHiiimfimiimimiiiiimm j SMURT BRAUÐ og snittur. | ( SÍLD os FISKUR | tniiiiiiniinnmiimniiiKimiiiniiiinimiinuinnnnmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.