Morgunblaðið - 07.09.1947, Page 6

Morgunblaðið - 07.09.1947, Page 6
6 MORGUNBL4ÐIÐ Sunnudagur 7. sept. 1947 CTtg.. H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritst-jóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) rrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, augiýsmgar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Skýrsla Fjárhagsráðs FJÁRHAGSRÁÐ birti í gær skýrslu sína um ástandið í fjárhags- og gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Segir svo í niðurlagi skýrslunnar, að Fjárhagsráðið hafi með henni leitast við að vekja athygli á staðreyndum. Skyrslan „leiði í ljós“ að ástandið í fjárhagsmálum er mjög alvarlegt og að nauðsyn er fljótra og gagngerðra ráðstafana“. Um gjaldeyrismálin segir í skýrslunni m. a., að ef inn- flutningur ætti að fara fram með svipuðum hætti og ver- ið hefur, þá yrði gjaldeyrisþörfin til áramóta eða fimm síðustu mánuði ársins 170 miljónir. En tiltækiiegur verði á þessu tímabili gjaldeyrir, er nemur 33 miljónum, og er þá miðað við það, að verðmæti útflutningsvaranna yrði í ár 309 miljónir. Snemma á þessu ári gerði Laridsbankinn áætlun um hve mikill útflutningurinn yrði í ár. Niðurstaða bankans varð sú, að gera mætti ráð fyrir að útflutningurinn næmi 387,7 miljónum króna. Eftir þeim horfum, sem þá voru og með því að gera ráð fyrir meðal síldarafla, var þessi áætlun varleg. En þegar sýnt var, að síldveiðarnar brygðust, gerði bankinn aðra útflutningsáætlun. Þá var niðurstaðan sú, að útflutningurinn myndi ekki geta orðið meiri en 309 miljónir. Og er óvíst, eftir að síldveiðarnar eru að enda, hvort einu sinni þessi áætlun getur staðist. í fyrri áætluninni var gert ráð fyrir, að óinnkomnar tekjur af útflutningi ársins um áramót, yrðu 95 miljónir. En samkvæmt síðari áætluninni var sú upphæð talin að myndi verða 55 miljónir. Utreikningar Landsbankans eða áætlanir um útflutn- inginn, fyrir síldveiðitímann, og nú eftir hina lj.elegu af- komu þar, sýna, að rjett hefur verið frá skýrt hjer í blað- inu, hve miklu munar á verðmæti útflutningsins frá því sem verið hefði, ef síldarvertíð hefði verið í meðallagi. En þeir sýna einnig hvílíkur munur er á eðlilegri fram- leiðslu þjóðarinnar nú, og fyrir styrjöldina. Á árunum næstu fyrir styrjöld, nam útflutningurinn ekki 100 milj. króna á ári. Stundum var hann langt fyrir neðan 100 miljónir og þótti býsn og furðuverk árið 1924, er útflutn- ingsverðmæti nálgaðist- þá upphæð. Annað atriði í skýrslu Fjárhagsráðs vekur sjerstaka at- hygli. Og það eru hinir mjög minkuðu möguleikar bank- anna til lánveitinga. Er það sýnt, að valda mun það mikl- um erfiðleikum, að fullnægja lánsfjárþörf, t. d. þeirra manna, sem gert hafa út á síld í sumar og koma með tap frá þeirri vertíð. Ofan á núverandi lánsþörf, bætist svo þörf hinna nýju útgerðarfyrirtækja, er eiga von á togurum þeim, sem enn eru í smíðum. Og hvað um lán til framleiðslufyrirtækjanna yfirleitt á meðan tilkostnaður verður ekki samræmdur við verð- lagið á framleiðsluvörunni? Kemur þar enn að vandamáli vandamálanna, sem leysa þarf, og ekki þolir langa bið úr þessu. Að skrúfa niður dýrtíðina svo framleiðsla lands- raanna komist á heilbrigðan grundvöll. Með skýrslu Fjár- hagsráðs fyrir augum, sem greinir frá staðreyndum í þessum málum, skilja allir landsmenn, að nú er þörf sam- taka um það, að lækka hina miklu dýrtíð Má vænta þess, að allir landsmenn sameinist til átaka um þessí mál. Þeir sem kunna að skerast úr leik, sýna að þeir vilja gera þjóð sinni illt eitt í erfiðleikum hennar. Með þeim framleiðslutækjum, sem þjóðin eignast, eða hefur eignast, geta 130 þúsundir manna lifað góðu lífi á íslandi. Ef dýrtíðin verður læknuð. En verði kvikað frá því, að iækna -það mein, er ekkert fram undan rema eymd og volæði. Stærri þjóðir en við íslendingar, þjóðir sem hafa ver- ið hinar ríkustu og voldugustu, verða nú að leggja hart að sjer, til þess að halda útflutningi sínum í horfinu og auka hann. Útflutningur er líf þjóðanna, en dýrtíð, sem stöðvar hann, er dauði. ÚR DAGLEGA LÍFINU Nylon. NYLON er töfraorð í heimi kvenþjóðarinnar. Nylon-sokk- ar, þessi næfurþunni gerfi- silkivefnaður er . draumur flestra kvenna nú til dags. Það er sagt að þær hiki ekki við að greiða alt að 80 krónum fyrir parið, ef þær geta feng- ið það á svörtum markaði. Karl mennirnir setja heiður sinn og fje í veð til að útvega blessuðu kvenfólkinu slík sokkaplögg. Nylon sokkum er smyglað, eins og brennivíni á banntím- um til þeirra landa, þar sem þeir eru ekki til sölu á frjáls- um markaði. Spánýtt dæmi höfum við um það hjer'í frjetta blöðunum. Þegar konan er að fá mann sinn til að gefa sjer nylon- sokka lýsir hún því með fögr- um orðum hvað þeir sjeu sterk ir og endingargóðir, eða reynir að freista með því hvað þeir fari vel á fæti. En sannleikurinn er sá, að þetta er viðkvæmur fjári, sem ekki má koma við til þess að þeir spretti upp frá tá og upp- úr. • En mikil er tæknin. EN TÆKNIN er mikil og mannsandinn merkilegur. Þeg- ar það hafði komið í ljós, að nylon sokkar voru fyrirgengi- legir eins og önnur mannanna verk fundu menn upp vjelar til að gera við lykkjuföll og slysagöt á þeim þannig að þeir urðu aftur sem nýir. Vjelar þær sem unnu þetta voru hrað virkar og það kostaði sama og ekki neitt að bæta þessa undra sokka. Og ekki nóg með það. Viðgerðin var svo haganlega gerð í sokkavjelunum, að það sást ekki munur á viðgerðum sokkum og nýjum. Þegar þessar vjelar bárust hingað til lands var mikill fögn uður hjá kvenþjóðinni á ný. Allar flyktust þær með sína gömlu götóttu sokka til við- gerðar. En í þessu tilfelli var það Eva, sem ekki var lengi í Para- dís. • Hroðvirkni. EFTIR STUTTA stund fengu eigendur sokkaviðgerðavjela svo mikið að gera, að þeir gátu ekki annað því og þá hljóp púk inn í suma þeirra ag þeir hugs- uðu um það eitt, að taka við sem flestum sokkum til við- gerðar. Hroðvirknin kom í stað vandvirkni hjá sumum þeirra og nú er svo komið, að það er sorg hjá þeim, sem eiga nylon sokka með slysagati eða lykkju falli, því það fæst ekki lengur gert við sokk svo vel fari. „Mannanna börn eru merki- leg“. Viðkvæmni. ÞAÐ BREGST EKKI að ef einhver óvandaður erlendur flækingur, sem hingað kemur getur komið einhverju niðrandi i um íslensku þjóðina í blöð' í útlöndum, ætlar alt vitlaust að verða. Við fussum og sveium og bölvum dónanum fyrir um- mælin. Það eru meira að segja st'úndum skrifaðar ritstjórnar- greinar um níðið og höfunda þess. Þetta er í rauninni ekki nema eðlileg viðkvæmni, þrátt fyrir mikilmennsku- hj,al um, að okkur sje sama. Stórþjóðirnar erú með þessu rriarki brendar og því ekki nema eðlilegt, að við hinir smáu sje- um viðkvæmir. En nú ætla jeg að snúa þessu við og segja frá góðri grein um ísland í erlendu blaði. • Miljónir lesenda. MEÐ BLAÐAMÖNNUNUM amerísku, sem AOA flugfje- lagið bauð hingað í fyrravetur voru hjón, bæði rithöfundar, Dina og Blake Clark. Hann er starfsmaður við hið heims- kunna timarit „Readers Dig- est“, en frúin hefir skrifað fyr- ir ýms blöð og tímarit, m. a. „IIollyday“. í ágúst hefti ,,Rea- ders Digest“ birtist grein frá íslandi eftir Blake Clark, þar sem hann skrifar einkar skemti lega, vingjarnlega og vel um ísland og Islendinga. Þessi grein er ekkur meira virði sem landkynning, en aðr ar greinar í erlendum blöðum vegna þess hve tímarit þetta er útbreitt. Miljónir manna lesa það í Bandaríkjunum og auk þess er það þýtt á fjölda annara tungumála. Ef allar greinar, sem skrif- aðar eru um ísland í erlendum blöðum væru eins og þessi væri misskilningurinn um okkur er- lendis minni. Húsnæðisv?"dræði. Á BÆJARSTJÓRNAR UNDI í vikunni sem leið varð . imma um húsnæðismál. Ko: mún- istar voru þar með merkileg heit, en Jóhann Hafstein benti i þeim á, að þeim færist illa, það væri ekki svo þeisið hús- næðisástandið í móðurlandi þeirra í austrinu. í sambandi við þær umræður datt mjer í hug saga, sem sögð er í hópi blaðamanna víða urri heim um þessar mundir. Erlendur þlaðamaður í Mosk va auglýsti eftir herbergi til leigu með baði. Nokkur tilboð bárust, en aðeins eitt var að- gengilegt. Blaðamaðurinn fór að kynna sjer málið og talaði við þann, er leigja vildi í síma. Er hann hafði spurt um herbergið, leiguskilmála og þessháttar vildi hann fá að vita um baðið, sem átti að fylgja. 0 í baðinu. „Jú, sagði Rússinn. Það fylg ir bað með herberginu, en það er því miður bilað.“ „Er ekki hægt að gera við það?“ spurði blaðamaðurinn. „Jú, það væri nú kanski hægt, en þjer gætuð samt ekki notað það“. „Hvernig' stendur á því?“ „Vegna þess að það býr mað ur í baðkerinu11!! MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Fyriræflanir bommúnisia' meS Orikkland KOMMÚNISTAR á Balkan- skaganum eru nú að hraða sem mest aðgerðum sínum til þess að ná yfirráðum yfir Grikk- landi, og þar á meðal eru þeir að velta því fyrir sjer með hvaða ráðum sje hægt að styrkja skæruliðana í Grikk- landi hernaðarlega. Áætlun þeirra um Grikk- land er bæði stjórnmálaleg og hernaðarleg. Koma upp nýrri stjórn. Fyrsta skrefið yrði að koma upp nýju ríki og nýrri stjórn í Norður Grikklandi, sem þá yrði að öilum líkindum undir forustu Zachariades, sem er einn aðalforingi grískra komm únista, menntaður vel í Moskva. Þessi nýja stjórn myndi elcki ráða yfir neinu fast ákveðnu landssvæði, hún yrði jafnvel að flytja úr stað, þeg- ar stjórnarhersveitirnar væru komnar of nálægt bækistöðv- um hennar. í fyrstu myndi hún ráða aðeins yfir nyrstu hjeruð- um landsins, þar eð því landi, sem er næst bandamönnum þeirra 'í Albaníu, Júgóslavíu og Búlgaríu, hjeruð, sem eru eins og sköpuð til að halda uppi skæruhernaði í. Alþjóðahersveiíir. A5 Öllum likindum verða einhvern tímæá næstunni stofn •aðar alþjóðahersveitir, sem bæði eiga að berjast með skæru liðunum og geta einnig orðið til þess að bæta álit á skæru- liðunum í augum annara þjóða. Þessar alþjóðasveitir yrði að öllum líkindum myndaðar að mestu leyti af Júgóslövum, Búlgörum og Albönum og stjórnir þessarra landa myndu lýsa því yfir, að þær gætu ekki hindrað það, að Tolkið gengi 1 alþjóðafylkinguna. Birgðaflutningar. Öll önnur aðstoð verður mikil, sjerstaklega birgðaflutn- ingar og jafnvel hergögn. Til þess að auðvelda flutninga er nú til dæmis verið að flýta eins og mögulegt er byggingu járn- brautarinnar milli Shabat og Králjevo. Við byggingu þess- arar brautar vinna sjálfboða- liðar frá mörgum löndum. Eru það einkum unglingar, sem . hafa nokkuð róttækar skoðan- ir og sjá sjer þarna leið til að ferðast ókeypis um óþekkt lönd. Meðal annars hafa kom- ið flokkar frá Bretlandi, Sví- þjóð, Danmörku, Rúmeníu, Ungverjalandi, Ástralíu og á næstunni er von á flokkum frá Ítalíu, Svisslandi, Frakklandi og Tjekkóslóvakíu. Frá Albaníu berast þær fregnir, að þar vinni 11.000 manns í alþjóðavinnudeild, sem sje nú að vinna að járn- brautarlagningu þar. Viíja fá fyrir snúð sinn. Ef Grikkland kemst undir yfirráð kom.mún,ista, þá er víst, að nágranharnir fyrir norðan vilja hafa eitthvað fyr- ir snúð sinn. Búlgaría vill fá alla Austur- Þrakíu. Albanir vilja fá minsta kosti suður Epírus og svo er það Júgóslavía, sem heimtar. alla Makedoníu, þar á meðal Framh. á bis. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.