Morgunblaðið - 07.09.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. sept. 1947
MORGUNBLAfllÐ
7
REYKJAVÍKURBRJEF ‘TÍT
SumariS.
SUMARIÐ, sem nú er að líða,
óhagstætt, til lands og
sjávar, hjer á Suðurlandi. •—
Þegar menn hafa talað um, að
töður væru svo hraktar, að þær
væru bornar af túnunum sem
afhrak, þá hafa margir álitið,
að hjer væru ýkjur á ferðinni.
Menn þurfa ekki að fara
lengra en hjerna upp í Mos-
follssveit, til þess að sjá töður
í föngum eða görðum, sem eru
orðnar að rekjum, áður en bær
komast í hlöður, og vafasamt
hvort þeim hlotnast sú upp-
hefð að koma þangað nokkurn
tíma.
I Noregi sunnanverðum og í
Danmörku hafa rigningarnar
brugðist svo gersamlega á
þessu sumri, að búist er við,
að bændum í þeim löndum
verði að fækka búpeningi sín-
um að mun, af þeim orsökum.
Fyrir Norðurlandi hefir Golf
straumurinn verið svo sterkur,
að hafstraumur sá, sem ber
síldarátuna upp að ströndinni,
hefir ekki komist þar að. Eða
þannig orða fiskifræðingarnir
það, og hafa vafalsust mikið til
Síns máls. Næst þegar við á-
kveðum að kaupa mikla viðbót
við fiskveiðaflota okkar, eig-
um við að hafa rannsóknaskip
með á skránni yfir hin æski-
legu skip. Og magna fiskifræð-
ingana til þess að ráða gátur
síldarinnar.
Búsafurðir.
BÆNDUR vilja eðlilega kom-
ast hjá því að minka bústofn
sinn þrátt fyrir óþurkana og
hin hröktu hey, eins og stjett-
arbræður þeirra í nágrannalönd
unum þurfa að gera, vegna
burkanna, sem þar hafa verið
og kipptu úr öllum gróðri. Gert
er ráð fyrir því, að bændum í
óþurkasveitunum hjer verði
sjeð fyrir, annað hvort inn-
lendu eða erlendu kjarnfóðri.
En manni skilst, að íijer muni
þurfa nokkur athugun á mál-
um. í fljótu bragði virðist verð-
lag á landbúnaðarafurðum hjer
vera tvöfalt til fjórfalt á við
verðlag á sömu vörum í ná-
grannalöndunum. Svo lítið útlit
er fyrir, að þar verði íslenskar
búsafurðir seldar, nema með
nokkuð mikilli meðgjöf.
Verður þá ekki nokkuð út-
dráttarsamt, að framleiða mik-
ið meira af búsafurðum, en
það, sem nægir til venjulegrar
neyslu innanlands7 Eða skyldi
það nú á tímum geta staðist að
eyða miklum . erler.dum gjald-
eyri í • að framleiða landbúnað-
arurðir, til þess að selja þær
með tapi eða meðgöfum til út-
landa?
Þeir, sem hafa þessi mál með
höndum hljóta að athuga þessa
hlið, sem aðrar á afurðasölu-
og dýrtíðarmálinu.
Yfirlit.
NÚ hefir Fjárhagsráð gefið
út yfirlitsfekýrslu um gjaldeyr-
ismálin eins og þau eru í þessu
augnabliki þjóðarævinnar. Sú
skýrsla kemur mönnum yfir-
leitt ekki á óvart. Hún sannar
það, sem menn raunar vissu
fullvel áður, að sá tími er kom-
inn, sem við þurfum að gæta
alls sparna'ðar á öilum sviðum.
Og framleiðslukostnaður þarf
hjer að færast 1 samræmi við
framleiðslukostnað annara
þjóða.
Takist að ná samkomulagi
um það, og vinna þannig bug á
hinni ógnandi dýrtið, höfum við
Islendingar síst lakari skilyrði
en aðrar þjóðir til þess að kom-
ast vel af.
Verði á hinn bóginn sundr-
ungin ofaná, og okkur takist
ekki að ráða niðuriögum dýr-
tíðarinnar þá er ekki annað
framundan en eymd og vesal-
dómur.
Ef menn vilja eyða ííma og
kröftum til þess að kíta um það
hverjum sje að kenna að eydd-
ar eru að mestu innstæður þjóð
arinnar, sem fyrir hendi voru í
ófriðarlokin, þá er svo sem orð-
ið laust. En þær umræður fyrir
sig koma þjóðinni að engu
gagni.
Aðrir.
Þegar talað er um eyðslu á
erlendum innstæðum, þá getur
engum dottið í hug, að hjer sje
um sjerstakt íslenskt fyrirbrigði
að ræða. Því sama sagan endur
tekur sig jafnt hjá stórum þjóð-
um sem smáum. Geta hinir
lærðu hagfræðingar að sjálf-
sögðu skýrt undirrót þeirra sam
eiginlegu svipeinkenna á efna-
hagsstarfsemi þjóðanna hjer í
álfu á síðustu tímvm.
Þegar Bretar fe?igu að láni
hjá Bandaríkjunum 3,750 milj-
ónir dollara til þess að rjetta
við atvinnuvegi sína þá átti lán
þetta að endast Bretum í 5 ár.
En lánið eyddist upp á 13 mán-
uðum. Og það sem ískyggilegra
var, fyrir Breta, að atvinnulíf
þeirra virðist lítinn bata hafa
fengið eftir stuðning þenna.
Norðmenn áttu yfir 500 milj.
sterlingspunda í Bretlandi í ó-
friðarlokin. Þeir hafa farið að
með hinni mestu ráðdeild að
því er öilum kemur saman um
er til þekkja. En innstæðurnar
í Bretlandi eru nú langt til eydd
ar. Og allir muna hvernig kom-
ið var fyrir Svíum í vor
þegar þeir stungu alt í einu við
fæti, cftir að hafa gengið á er-
lendar innstæður sínar um 150
miljónir á mánuði hverjum um
skeið. Þeir urðu, þessi stórefn-
aða þjóð, að skella á ströngum
innflutningshöftum hjá sjer og
skömtun, strangari en hún hafði
áður verið þar í landi. Og tók
allur almenningur þeim ráð-
stöfunum vel, vegna þess, að
menn sáu, að hjer var um nauð-
synlegar aðgerðir að ræða.
Sparnaður Áka.
ÞAÐ getur að vísu verið nokk
ur skemtun í því, að heyra
kommúnista prjedika jafnvel
dag eftir dag, að þeir sjeu hin-
ir mestu sparnaðarmenn með
þjóð vorri. Og Áki Jakobsson
fyrverandi atvinnumálaráð-
herra sje sá maður, sem þar í
sveit sje sparsamastur allra á
fje þjóðarinnar.
Á kommúnista vísu er alveg
eðlilegt að Áki skuli vera tal-
inn mestúr fjármálamaðurinn.
Því hann hefir allra manna
dyggilegast unnið . anda komm
únista í fjármálum. Þ. e. að
eyða og sóa fje eftir því sem
hann hafði krafta til.
Mönnum er í fersku minni
byggingarkostnaður hans á síld
arverksmiðjúnum.-Áka tókst að
koma þeim kostnaði 30 miljón- 1
um fram úr áætlun. Laglega af
sjer vikið svona í einum rykk.
Verið er að undirbúa virkj-
un á neðri fossunum í Soginu.
Þar verður raforkan aukin um
28 þúsundir kílówaita. Með því
tvöfaldast raforka sú sem til-
tækileg .er fyrir Reykjavík og
nágrenni, Suðurnes og undir-
lendið austanfjalls. Talið er að
þessi viðbótarvirkjun muni
kosta 30—40 mihónir króna.
Svo nærri lætur að Áki hafi
komið fyrir aukreitis í síldar-
verksmiðjurnar áiika -upphæð,
og það á að kosta að fá sömu
raforku framleidda og nú fæst
bæði við Ljósafoss og Elliðaár.
Ilrygð komm-
únista.
EINAR Olgeirsson ásakar
Pjetur Magnússon fyrir það, að
Pjetur skuli ekki hafa lagt á-
.kveðna upph>A á mánuði af
ríkisfje í eínskonar Viðlaga-
sjóð. Einar virðist gleyma því,
að sú ,,vanræk.sla“ Pjetúrs
Magnússonar, sem hann kallar
svo kann að hafa átt að nokkuð
miklu leyti rót sína að rekja til
þess, að hinn trúi eyðsluseggur
fjármuna úr flokki kommúnista
átti sæti í stjórn raeð Pjetri.
Eitt er það hrygðarefni komm
únista um þessar mundir, sem
Þjóðviljinn getur ekki dulið, að
tekist hafi að selia helminginn
af freðfiskinum. Það hefði verið
ólíkt álitlegra fyrir kommún-
ista og frómar óskir þeirra um
fjárhagsvandræði þjóðarinnar,
ef öll 22 þúsund tonnin af freð-
fiskinum hefðu verið óseld. En
nú eru þó 11 þúsund tonnin seld
með því síldarlýsi sem fjekkst
uppúr hinni rýru vertíð.
Þjóðviljinn kennir Bjarna
Benediktssyni einkum um það,
að þetta mikið skuli hafa selst
af freðfiskinum. En bæði í samn
inganefnd þeirri sem fór til
Moskva og eins þeirri sem fór
til London áttu komúnistar sína I
fulltrúa. Og þeir gátu ekki kom
ist hjá því, að taka skynsam-
legan þátt í samningagerðinni.
Þeir jafnvel áttu frumkvæðið
að því, að tengd var saman freð
fisks og lýsissalan. er varð til
þess að 11 þúsund tonn af freð-
fiskinum hafi nú komist í verð,
sem er nálægt framleiðsluverð-
inu er var á fiskinum. Komm-
únistar eiga það altaf til, við
og við, að hegða sjer einsog þeir
vilji þ.júðfjelaginu vel. En slík
framkoma þeirra er fyrst og
fremst til þess- að villa á sjer
heimildir og reyna að láta
menn gleyma því að það er
stefna þeirra og vilji að koma
núverandi þjóðfjelagsskipun í
kaldakol.
Að vera eða vera ckki.
Þegar þessi blákaldi sannleik
ur er sagður um kommúnistana
þá halda ýmsar einfaldar sálir
að hjer sje verið að taka of
djúpt í árinni. Kommúnistar
muni, sem aðrir Islendingar,
geta unnið af heilum hug fyrir
þjóðfjelagið.
En þessir trúgjörnu menn
gæta- ekki að því, að hjer er
aðeins bent á ótvíræða og marg
yfirlýsta staðreynd. Kommúnist
ar, jafnt hjer á landi, sem ann-
arsstaðar, vilja, að það þjóð-
“skipulag, sem hjer er, sem í öðr
um vestrænum löndum, hrynji
til grunna.
Það er hægt og sjálfsagt og
eðlilegt að finna að því við
hvern mann sem er Islendingur
að ætt, að hann sje kommúnisti.
Og það er hægt fyrr eða síðar
að koma hverjum einasta viti-
bornum manni í skilning um,
að það sje vansæmandi að fylgja
svo fráleitri stefnu í stjórnmál-
um sem kommúnismanum.
En það er ekki hægt að ásaka
nokkurn mann sem er komm-
únisti á annað borð, fyrir það
að hann vilji núverandi þjóð-
skipulag feigt á íslandi og vilji
koma íslenskri þjóð undir aust-
rænt áhrifavald. Því ef komm-
únistinn vill ekki slíkt, þá er
hann ekki sannur kommúnisti.
Og þá komum við að því, sem
er alkunnugt, að margir þeirra
manna sem á undanförnum ár-
um hafa Ijeð kommúnistunum
fylgi sitt, eru í anda og sann-
leika ekki kommúnistar en
fylgja flokki þessum af eintóm-
um misskilningi, eða þekking-
arleysi á starfi og stefnu flokks
þessa.
Komiminismi
og hitt.
DEILA hefir risið upp á milli
Alþýðublaðsins og Þjóðviljans
um það hvort staðgengill Krist-
ins ritstjóra Andrjessonar við
kommúnistablaðið, Magnús
Kjartansson hafi verið nasisti
fyrr á árum eður eigi.
Það er að segja, Magnús sver
og sárt við leggur að hann hafi
aldrei verið nasisti. Og skiftir
að vísu ekki miklu máli hvort
svo hefir verið.
Annað mál er það, að hver sá,
sem af lífi og sál er kommún-
isti, hann hlýtur líka að hafa
haft sterka tilhneigingu til, að
aðhyllast Nasismenn. Einsog
best kom fram á árunum 1939—
1941. Skvldleiki þcssara tveggja
stjórnmálastefna kemur með
hverjum degi greinilegar í ljós.
Hin upprunalegu stefnumið
kommúnismans og nasismans
voru að vísu á margan hátt ólík.
En stjóriiarfar það sem báðir
sækjast eftir, er hið sama, hið
skefjalausa einræði. Og aðferð-
irnar sem báðir nota eru mjög
‘líkar. Afnám borgaralegs frelsis
er jafn fullkomið með báðum.
Kommúnistar hafa ekki kyn-
þáttaofsóknir á sinni stefnu-
skrá. En þeir ofsækja þá sem
eru á annari skoðun en þeir
sjálfir, með sömu ofsalegri
grimd eins og nasistarnir gerðu.
Og hver skyldi munurinn
vera á þeim, sem dýrka of-
þeldi kommúnista og hinum
sem skriðu á maganum fyrir
veldi Hitlers? Stöku menn
kunna að hafa verið hlyntir
kommúnismanum, af því það
voru þeirrá tegundar menn sem
hjeldu uppi herstjórn að aust-
anverðu í baráttunni gegn nas-
ismanum. En dálæti, sem er af
þeim uppruna hlýtur, að kulna
| brátt út, þegar komið er á dag-
inn áð báðir, kommúnistar og
nasistar, nota sömu harð§tjórn-
araðferðirnar, samskonar of-
beldi.
Eða skyldi mönnum ekki
finnast vera nokkuð líkt á kom
ið með þeim, sem húsbænd-
urnir í Moskva hafa í þjónustu
sinni út um lönd. til þess að
berjast fyrir stjórnmálastefnu
kommúnistanna, og áhrifavaldi
hinna austrænu, einsog - þeim
sendimönnum Hitlers, er hann
hafði komið sjer upp víða um
heim og fengu síðar samnefni
eftir þeim Norðmanni er þar
átti að taka við völdum fyrir
tilverknað þýskra vopnasveita.
Ofbcldið altaf samt
við sig.
LIÐIN eru rúm tvö ár síðan
hin þýska ofbeldisstjórn var að
velli lögð. í öllum þeim lönd-
um, þar sem nasistar brutust
til valda, urðu þeir og alt sem
þeirra var, eins óvinsælt og hat-
að, einsog framast er unt.
Norðmenn og Danir geta í því
éfni talað af reynslu. Eftir þessi
.tvö svokölluðu friðarár í álf-
unni, virðast ýmsir menn hafa
gleymt því, að hin nýaístaðna
styrjöld var háð, til þess að
berja niður ofbeldisstjórn, sem
náð hafði undir sig allmörgum
þjóðum.
Svo lík er harðstjórn og of-
beldi kommúnista og nasista, að
engum getur blandast hugur
um, að kommúnista harðstjúrn
irnar eru og verða ávalt og al-
staðar jafn óvinsælar, einsog
stjórnir nasistanna. Hvert of-
beldisverk sem kommúnistar
fremja, úhvaða landi sem er,
verður nagli í líkkistu harð-
stjórnarinnar. Gerváil héimur
þráir frelsi. Flversu hart sem
þjóðir. eru leiknar af kúgur-
um sínum, géta engir harðstjór-
ar nokkru sinni kæft von og
vilja manna til frelsis. Því það
væri sama sem að stöðva alla
eðlilegá framrás lífsins. Slíkt
er hverjum harðstjóra, öllum
mannlegym mætti ofraun.
Kommúnistar, áhangerídur og
fylgismenn, aðdáendúr og já-
bræður harðstjórans, sem rænir
einstaklinga og^þjóðir frelsi sínu
er.u hvarvetna um heirrí, full-
trúar hins svarta afturhalds,
þeir halda, að ha;gt sje roeð
síngirni, falsi og ofstæki að
stöðva framrás þeirrar þróun-
ar er lífið sjálft blæs öllum
frelsisunnandi mönnum í brjóst.
Það afturhald á fyrr eða síðar
eftir að hrynja í duft, einsog
hvert það myrkravald, sem er
fjandsamlegt hinu gróandi lífi
á jörðinni.
MaHa fær fuHveMi
La Valetta í gær.
MALTA, eyvirkið í Miðjarðar
hafi, hefur fengið fullveldi á
nýjan leik. Maita var sjálfstæð
á árunum 1925 til 1943, en þá
tók breski herinn við völdum á
eyjunni meðan loftárásirnar
voru sem harðastar.
Eyjan er fullvöld að öllu leyti
nema landvarnamál, sem Bretar
munu fara með. — Reuter.