Morgunblaðið - 14.09.1947, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 14. sept. 1947
GJALDÞROT KO
i«TA
Á b&q Áá'
títi á þekju.
Umræður Þjóðviljans um
gjaldeyrismálin að undanförnu
munu vera með því ljelegasta,
sem sjest hefur í íslenskri blaða
mennsku jafnvel þótt sjálfur
Þjóðviljinn sje hafður til saman
burðar.
Ekki er um að ræða, að blaðið
hafi lagt sig niður við að nefna
tölur eða staðreyndir, meta á-
stæður eða hcrfur út frá venju
legum jarðneskum sjónarntiið-
um, heldur hefir allt horfið í
moldviðri stóryrða eoa skýjum
fimbulfambsins.
„Röksemdirnar" haía yfirleitt
verið þessar: 1946 voru teknar
frá 300 miljónir króna til ný-
sköpunar. Því hefur verið ráð-
stafað til nýsköpunar. Öllu hinu
hafa heildsölubraskararnir eytt.
Þetta er endurtekið, teygt og
togað, undið og skælt í dálki eft
ir dálk, blað eftir blað!
„Heildsalabrask44
kommúnista.
Auðvitað ætti ekki að þurfa
að svara svona endemis vitleysu
því að hver skyniboiinn maður
veit að fjöldi nauðsynja er til
auk ,,nýsköpunarvaranna“ enda
hafa þær í löggjöfinni verið
metnar ein 15% innflutnings-
ins. Enda þótt því skuli engan
veginn neitað, að þjóðin hefir
á undanförnum árum eytt mikl
um peningum í óþarfa, er sú
fjárhæð vitanlega mjög lítil
móts við hitt, sem þarft má telja
og gott.
Nýsköpunarvörurnai ná að-
eins yfir þröngt svæði. Þar í eru
fyrst og fremst ný skip, ýmis-
konar vjelar og efni m. a. til
hraðfrystihúsa, verksmiðju-
rekstrar, o s. frv. Yfirleitt heyra
þar ekki undir aðrar vörur en
þær, sem beinlínis eru til aukins
atvinnureksturs.
Vilja nú kommúnistarnir
halda því fram, að hjer sjeu tald
ar nálega allar þarfir þjóðfje-
lagsins?
Varla neita þeir þvi, að flytja
þurfi til íandsins matvörur,
kaffi, sykur o. fl. eða þá vefn-
aðarvörur til fatnaðar og ann-
ars, skó, og stígvjel, hreinlætis
vörur, búsáhöld, rafmagnsvör-
ur, lyf og annað því um líkt.
Þá eru enn ótaldar allar bygg
ingarvörur aðrar en beinlínis
til framleiðslunnar og hefir
stundum þotið svo I kommun-
istum, að ekki sje ofmikið bygt
af íbúðarhúsum. Þá þarf kol og
olíur allar og salt og fjölda
rekstrarvara handa útgerðinni
og öðrum atvinnurekstri.
Allt þetta og fleira hefir þurít
að flytja inn nákvæmlega með
sama rjetti og nýsköpunarvör-
ur, þó að kommúnistar tali
reyndar stundum eins og ekki
þurfi annað til nýsköpunar at-
vinnuveganna en að hrúga inn
skipum og tækjum en hiröa
ekkert um reksturinú.
Ef allar þessar vörur, sem nú
hafa verið nefnd'ar eru tómt
heildsalabrask og auðvalds-
eyðsla, þá er málsmeðferð
kommúnista rjett, en annars er
hún annað hvort bein fölsun eða
bjánaskapur, eða — það sem
líklegast er — undarleg blanda
af hvorutveggja.
Og svo er eins og þeir gleymi
því alveg, að ullum gjaldeyri hef
ir yerið ráðstafað af nefndum,
sem sósialistar áttu stna full-
trúa í. Er þaö bágur vitnisburð
ur, sem þeim fulltrúum er gef-
inn með því að segja, að þeir
hafi látið heildsalabraskara-
svindlaraskríllinn skalta og
valta með hundruð milljóna
króna án þess að bera sig upp
eða mótmæla.
Það er þvert á móti nokkv.ð
algeng skoðun, og e!:ki heldur
öscnnileg, að einmitt sósialista-
fulltrúarnir í hinum tveimur
„ráðum“, sem gjaldeyrinum út-
hlutuðu, hafi verið örastir allra
á leyfisveitingar.
Ekki nóg forsjá með kappinu.
Sannleikurinn er sá, að lang
mestur hluti gjaldeyrisins hefir
farið til þarfra hluta enda væri
það skárri ósköpin, ef svo hefði
ekki verið.
Það sem að má finna, auk
óþarfaeyðslunnar, og er ef til
vill auðveldara að sjá eftir á en
fyrir fram, er þetta tvennt:
1. Ofmikið virðist hafa verið
veitt af því, sem ekki getur tal
ist til beinna nauðsynja, og það
bæði af nýbyggingarráði og við
skiptaráði. Liggja þar til marg
ar orsakir, og mun rjettast nú,
að sakast sem minnst um það,
þegar skeð er skeð, og nauðsyn
krefur, að hafist sje handa ein
handa um stefnubreytingu og
viðreisn.
2. Of ört og um efni fram
hefir verið úthlutað því, sem til
framfara hefir horft. Það er
sannleikur sem hefir gleymst og
oft gleymist, en má þó aldrei
úr minni líða ef heilbrigða f jár
málastjórn á að reka, að jafn-
vel hina þörfustu og bestu
hluti má aldrei kaupa of ört)
eða í svo ríkum mæli, að þeir
verði ekki hagnýttir. Fjöldi
manna og fyrirtækja hefir fyr
og síðar farið um koll eða lam
ast af því einu, að hurðarás hef
ir verið reistur um öxl, jaínvel
þótt allt það, sem f je var eytt í
hafi út af fyrir sig verið þarft
og gott. Hið sama getur átt sjer
stað um heilt þjóðfjelag.
Mætti ræða þetta mál, og
þyrfti að ræða það vel og vand
lega. En skýrt dæmi þessa kem
ur nú t. d. fram í því, að ný-
sköpun atvinnuveganna hefir
verið sett í verulega hættu með
því að hrúga inn tækjum án
þess að sjá um að fje sje til
þess að gera þau fullkomlega
úr garði eða reka þau, og án
annarar fyrihyggju. svo sem
um mannafla, sölumöguleika o.
s. frv.
Þjóðviljinn biSst griða.
Einhver rnesta gjaldþrotayfir
lýsing, sem sögur fara af í ís-
lenskri pólitík er þó afstaða
Þjóðviljans til skýrslu Fjárhags
raðs.
Blaðið hefir eklci enn þorað
að birta pessa skýrslu.
Fyrst eftir að hún kom út,
reyndi Þjóðviljinn að begja
skýrsluna í hel.
En þegar ráðamern blaðsins
sáu, að það myndi ekki duga,
þar sem skýrslan bírtist í "öðr
Ura blöðum og útvarpi, og þar
sem hjer er ekki enn komið á
það hugsjónaástand sósialista
að menn megi ekki lesa nje
hlusta á annað en það, sem þeir
sjálfir matbúa fólkinu, — þá
varð blaðiö að víkja að þessu
ctætis plaggi, sem gaf þeim svo
átakanlega utan undir.
Og árangurinn birtist í
fimtudagsblaðinu.
Þar gefur á að líta eitthvert
kyndugasta skoðunarspil, sem
lengi hefir sjest.
Á yfirborði mætti ælta, að
hjer væri skýrslan Ioks birt, því
að hjer er all-langt rnál, og fyr
irsagnir líkar og í skýrslunni,
tölusettar og allt þar eftir, en
efnið undir þessum fyrirsögnum
er þvættingur og raus Þjóðvilj
ans sjálfs, er hvergi kemur
nærri efni skýrslunnar.
Ekki er gott að segja hver
tilgangurinn er með þessari
dæmalausu fölsunartilraun.
Varla er unnt að hugsa sjer,
að Þjóðviljinn meti svo litils
gáínafar lesenda sinna, að hann
haldi, að hann geti látið ein-
hverja taka þetta fyrir skýrsl-
una sjálfa.
Ef þetta hefði kornið í venju
legu grínblaði hefði mátt ætla
að hjer væri á ferðinni gaman-
semi af litlum mætti.
En 1 aðal stjórnmá'.ablaði eins
af flokkum landsins er svona
aðferð einhver hörmulegasta
uppgjöf allra varna, sem hugs-
ast getur og í raun og veru sama
sem að biðjast griða.
Er nú ekki annað fyrir hendi
en skora á Þjóðviljann að birta
skýrsluna ef hann þorir, svo að
lesendur hans og aðrir geti bor
ið saman þessar tvær málsmeð
ferðir, Fjárhagsráðs, er segir
rólega og hlutlaust frá stað-
reyndum og Þjóðviljans, sem
rausar og slettir úr klaufum.
Dæmi „rökvísinnar44.
Sem dæmi um málsmeðferð-
ina er rjett að ntfna dæmi
handa þeim mörgu, sem ekki
sjá Þjóðviljann.
„Skýrsla“ Þjóðviljans hefst
með- inngangi án f.vrirsagnar,
eins og skýrsla Fjárhagsráðs,
og byrjar svona: „Fjárhagsráð
hefir gefið út eitt guðfræðilegt
skjal. (Á líklega að vera fyndni
af því að formaður ráðsins er
guðfræðingur). Niðurstaða þess
og sönnunarmarkmið virðist
vera: Sjá, allt er komið til hel-
vítis — kaupið verður að lækka
Tölum og röksemdum er síðan
hagrætt í samræmi við þennan
tilgang •— og öllu, sem kynni
að sýna eitthvað annað er
sleppt.“
Þetta er tónninn. Hvergi er
reynt ag sýna hvernig staðreynd
um sje „hagrætt" til þess að
sýna að kaupið eigi að lækka
(sem hvergi er nefnt í skýrsl-
unni), nje heldur hvaða tölum
eða öðru er sleppt, — allt tómt
raus og vaðall einhversstaðar
utan og ofan við umræðuefnið.
Landsbankinn og skýrslan.
Eitt vígorð sósialista, sem
kemur þeim í röksemdastað, er
Landsbankinn og „Landsbanka
valdið“.
Má því nærri geta að þeir
leita nu til þessa vígis er þeir
'standa rökþrota fyrir skýrslu
Fjárhagsráös. „Hún er samin
af Landsbankanum“, segja þeir
og þá þarf ekki framar vitna
við.
Hjá flestum skynsömum þjóð
um myndi það ekki þykja neinn
ljóður á skýrslu um fjárhags-
ástandið, þó að hún væri sam
in af þjóðbankanum. Aliar ná-
grannaþjóðir vorar hafa fyrir
löngu lært þá cinföldu list, að
nota sjerþckkingu, leynslu og
hæfni þeirra manna, er sitja svo
að kalla í miðdepli alis f jármála
lífs þjóðanna, þessa menn; sem
heita má að haldi á sjálfri loft
vog athafna og atvinnuhrær-
inga þjóðíjelagsins.
Við hjer á Islandi höfum illu
heilli tamið okkur þann ósið að
mcta flest orð frá stjórn þjóð-
bankans lítils, og taka svo illum
afleiðingum þess oftast nær.
Væri ekki ófróðlegt að segja
sögu þeirra mála að nokkru. En
skemmst er að minnast þess, að
Landsbankir.n lagði þau ráð á,
er lögin um stofnlánadeild sjáv
arútvegsins voru á döfinni, að
nú væri hag þeirrar stofnunar
og „nýsköpunarinnar" yfirleitt
allt öðruvísi og betur komið ef
þeim ráðum hefði verio fylgt.
Og meira að segja verður Þjóð
viljinn að játa —- líklega alveg
óvart — að betra heíði verið að
fylgja ráðum og tillögum Lands
bankans um nýbyggingarsjóð-
ina.
Það væri því engin skömm og
drægi ekkert úr giidi þessarar
skýrslu þó að hún væri „samin
af Landsbankanum“.
Flitt er svo annað mál, eins
og reyndar er í samræmi við
annað í Þjóðviljanum, að þessi
skýrsla er ekki samin af Lands-
bankanum" eins og hún ber með
sjer sjálf. Til hennar er við-
að gögnum frá ýmsum aðilum,
cn fyrst og fremst vkanlega frá
þeim aðilum, sem innflutr.ings
og gjaldeyrismál hafa haft með
höndum. Hún er skýrsla um
ástand þeirra mála þegar Fjár-
hagsráð tók við. Hún heitir
„Skýrsla um gjaldeyrishorfur
og fleira“ og er eins og segir
í henni sjálfri, „úttekt á ástandi
í f jármálum og viðskiptamálum
þegar fjárhagsráð hefur störf
sín, — og tekur við úr höndum
þeirra, sem með þessi mál hafa
farið“ Enda ekki nema eðlilegt
að Fjárhagsráð vildi gera sjer
sjálfu og öðrum grein fyrir því
við hverju það tók. Hins vegar
cru vitanlega margar fróðlegar
upplýsingar þar um bæði Lands
bankann og báða þá banka, sem
farið hafa með gjaldeyrismálin
og þann fróðleik er eðlilegast
að sækja til bankanna sjálfra,
ef ekki er unnið upp á Þjóðvilja
vísu, heldur til þess að gefa
staðgóðar og rjettar upplýsing
ar.
Lokarugl Þjóðvilja-
greinarinnar.
Af þessu má sjá að það er
tómur misskilningur og fimbul
famb þegar síðast í rugli Þjóð
viljans er farið að halda því
fram, að þessi skýrsla sje undir
búningur undir dýrtíðarráð-
stefnu þá, sem nú er liafin.
Til skýrslunnar hlaut að vera
safnað og hún samin áður en
vitað var yíirleitt að til slíkrar
ráðstefnu yrði boðað. og skýrsl
an er því á engan hátt miðuð
við hana, þó að hún hafi sjálf
sagt inni að halda margan þann
fróðleik, sem þeir á þessari ráð
stefnu sem \ ilja leysa vandamál
þjóðfjelagsins á heillaríkan hátí
geta notfært sjer.
Allt ruglið um það, hvað f
skýrslunni hefði átt að vera til
undirbúnings þessari ráðstefnu
cr því á sömu bókina lært eins
og annað í langloku 1 jóðviljans.
Anr.ars er óhugsandi, enda ó-
þarft að eita ólar við allt það
r.ugl, sem álpast hefir inn í
Þjóðviljagreinina.
Hún er ekkert annað en mjög
svo maklegur liður í vandræða
fálmi Þjóðviljans í dýrtíðarmál-
unum.
Stundum þykist Þjóðviljinn
hafa sagt allt fyrir, sem nú er
fram komið um fjármálaöng-
þveitið. Hjer hefir hann „í ágúst
1946“ sagt íyrir „að gjaldeyris
forði þjóðarinnar yrði upp ur-
inn í ágúst 1947“. Hann gerði
þá „ýtarlegar tiliöguii“ um það,
hvernig þessu yrði afstýrt. „Nú
verandi stjórnarflokkar skeyttu
þessu engu“, segir er.nn fremur
Sjálfur var þó sósialistaflokkur
inn við stjórn helming þessa
tíma, sem hjer um ræðir, og átti
eins og áður er sagt fulltrúa í
báðum þeim ráðum, sem ávísan
irnar gáfu til allrar eyðslunnar.
En í öðru orðir.u segir svo
Þjóðviljinn að allt sje í besta.
lagi, nóg til að halda áfram „ný
sköpun“ og halda öllu í háa
lofti. Þá er það „hrunstjórn"
ein, sem er hrædd og vill ekki
nota þennan „uppurna“ gjald-
eyri til þess að kaupa fyrir
meira af skipum og vjelum og
byggja allskonar verksmiðjur
og hafnir o. s. frv. fyrir tugi og
hundruð miijóna.
Hve langt skyldi líða þar til
enginn lifandi maður með full
um sönsum lítur við þvaðri sós
ialista?
Bandaríkjantenn
ákveðnir
Lakc Success.
BANDARÍKIN hafa form-
lega farið þess á le-it við Ör-
'yggisráðið, að það geri kleyft,
að Balkanrríáiin verði tekin
fyrir á fundi allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna, sem hefst
á þriðjudaginn kemur.
Fulltrúi Bandaríkjanna i
Öryggisróðinu, Herschel John-
son, hefur skrifað brjef til
Andrei Gromyko, sem nú er
forseti Öryggisráðsins og beiðst
þess, að Grikklanctsmálið verði
tekið upp í Öryggisráðinu, svo
að hægt verði samkvæmt 12.
grein sáttmála S. Þ. að taka
málið fyrir á allsherjarþinginu.
Barídaríkin haia ekki enn
gefið upp, hvaða leið þau ætla.
að fara til að fá þetta mál í
gegnum málalengmgar Öryggis
ráðsins.
ERETAR MÓTMÆLA
AÐFÖRUM KOMMÚNISTA
LONDON: — Breski sendi-
herrann í Sofía hefir lagt fram
mótj til búlgörsku stjórnarinn-
ar vegna þess að kommúnistar
í Búlgaríu undiroka fullkom-
lega alla stjórnarandstöðu-
flokka og halda foringjum and
stöðuflokkanna niður með ógn-
unum um handtöku.