Morgunblaðið - 14.09.1947, Side 3
Sunnudagur 14. sept. 1947
MORGUTSBLAÐIÐ
§
Landsfundur norskra
SÍÐASTLIÐIÐ vor barst
stjórn „Fjelags íslenskra
menntaskólakennara“ brjef frá
„Norsk lektorlag“ (Fje-
lagi norskra mennta skólakenn-
ara), þar sem því var boðið að
senda fulltrúa á landsfund í
„Norsk lektorlag“ í Bergen 9.
-—13. ágúst í sumar.
Stjórn fjelags okkar hjer kaus
undirritaðan til þess að mæta
á fundinum, með því að jeg fór
utan hvort eð var, til Stokk-
hólms, á bindindis- og Reglu-
þing, sem þar voru haldin í
júlímánuði.
Að loknum Stokkhólms-þing
unum fór jeg til Kaupmanna-
hafnar, og dvaldist þar viku-
tíma. Því næst hjelt jeg til Nor
egs. Á leiðinni hafði jeg nokk
urra daga viðdvöl í Gautaborg,
en kom til Oslo 4. ágúst. Var
borgin þá í hátíðarskrúði, því
að daginn áður hafði Hákon
konungur VII. átt sjötíu og
fimm ára afmæli.
Höfðu menn prýtt hús sín um
gjörvalla borgina, myndir af
konungi voru nær því í hverjum
glugga og af fjölskyldu hans.
Konungsbókin, er samin hafði
verið og gefin út fyrir afmælið,
var í hverjum bókabúðarglugga
Hvert blað og tímarit flutti
greinar og myndir af konungi,
og sjerstök hefti með myndum
höfðu verið gefin út fyrir kon-
ungsafmælið. Á afmælisdaginn
ók konungur um borgina, tal-
aði af svölum ins mikla, ný-
reista ráðhúss Oslóar og varð
mörgum sinnum að sýna sig á
svölum hallar sinnar. Nýtur
konungur einstakrar hylli allra
stjetta og flokka jafnt í landinu
svo að jeg hygg, að það nálgist
eindæmi.
Daginn eftir afmælið, 4.
ágúst, var veisla á Akershus, í
inum mikla kastala rjett utan
við Osló. Auk konungs og fjöl-
skyldu hans voru þar saman
komnir allir erlendir sendiherr
ar og aðrir trúnaðarmenn fram
andi ríkja í Oslo, þingforsetar
og fulltrúar hinna og þessara
stjetta og stofnana. Að morgni
5. ágúst komu myndir úr veisl-
unni í blöðunum. Þar á meðal
sá jeg myndir af inum nýskip-
aða sendiherra íslands í Oslo,
hr. Gísla Sveinssyni, og frú
hans, en hún var á íslenskum
skautbúningi í veislunni.
Jeg hafði stutta viódvöl í
Oslo, hitti þar nokkra Góðtempl
ara, sem jeg hafði verið með í
Stokkhólmi, sat á fundi í Regl-
unni og kom nokkrum sinnum
í aðalveitingahús Templara í
Oslo, í Keysergatan 1.
Að morgni 8. ágúst hjelt jeg
af stað frá Oslo áleiðis til Berg
en. Jeg hafði heyrt mikið látið
af því að fara með lestinni há-
fjallabrautina miklu (Bergens-
brautina), og jeg varð heldur
ekki fyrir vonbrigðum.
Náttúrufeguröin er mikil og
fjölbreytt. Vegalengdin á braut
inn milli Oslo og Bergen er 492
km. Hæst liggur bi'autin yfir
sjávarmál skammt írá Finse,
við Taugevatn, 1301 metra yfir
sjávarmál. Þar eru miklar fann
ir. Finse er járnbrautarstöð, og
liggur hún 1222. metra yfir sjáv
armál, hæst allra járnbrautar-
stöðva í Nörður-Evrópu.
199 jarðgöng (tunnelar) eru
á leiðinni fiá Oslo— Bergen, og
Eftir Brynleif Tobíasson
taka þau yfir 73 km. allrar vega
lengdarinnar.
Daginn, sem jeg fór þessa
leið, var veður stillt og heitt af
sólu, 35 stig Cels. var hitinn í
skugganum um hádaginn. —
Eimketill léstarinnar bilaði í
Hallingdal, og urðum við að
bíða þar nálega klukkustund eft
ir nýjum. Náttúrufegurðin er
hvað mest á þeim slóðum.
En þessi töf olli því, að við
komum ekki til Bergen fyrr en
um miðnætti, og höfðum við þá
verið 14 klst. á leiðinni frá
Oslo.
Formaður í „Norsk lektor-
lag“, Arnulv Nygaard, rektor í
Oslo, tók á móti mjer í Bergen
og bauð mig velkominn með
mikilli alúð. Þar var og hans
önnur hönd, ritari fjelagsstjórn
arinnar, Sigurd Stensholt, lekt-
or í Oslo, er greiddi einnig fyrir
mjer með mikilli vinsemd.
Jeg fjekk herbergi á Hotel
Norge, og lcið mjer þar mjög
vel. Voru þar margir fundar-
menn.
Laugardaginn 9. ágúst var
landsfundurinn settur í hátíða-
sal Iðnaðarmannafjelagsins í
Bergen. Salurinn blómum
skreyttur. Útvarpshljómsveit
undir stjórn Eivind Bull Hansen
ljek hátíðar-polonaise eftir
Svendsen.
Nygaard rektor, formaður
kennarafjelagsins, setti fundinn
og bauð þátttakendur velkomna
til 18. landsfundar kennara.
Formaður upplýsti, að fjelags
menn væri nú 1600 að tölu, en
á landsfundinum mættu 140 full
trúar — en þar að auki margir
aðrir kennarar, svo að alls
munu hafa setið landsfundinn
rúmlega 250 manns.
Formaður bauð gestina vel-
komna, Fostervoll kennslumála
ráðherra og Einar Boyesen
stjórnardeildarstjóra, og svo
aðra gesti, þ. á. m. írá hinum
norrænu löndunum, Danmörku,
íslandi og Svíþjóð. Formaður
harmaði, að enginn væri mætt-
ur frá Finnlandi. Gjaldeyris-
vændræði* ollu því. Frá Dan-
mörku og Svíþjóð voru tveir
fulltrúar frá hvoru landi.
Gestirnir þökkuðu og fluttu
stutt ávörp, þ. á. m. jeg frá ís-
landj.
Þcnnan morgun var rætt Um
einkamál fjelagsins, skýrslu
miðstjórnar; reikninga, launa-
mál o. fl.
Borgarstjórnin í Bergen bauð
nokkrum gestum í hádegisverð
á Grand Terminus, og sátum
við þar í stórveislu frá kl. 1 V>
—5. Forseti borgarstjórnarinn-
ar stjórnaði hófinu. Þar var
kennslumálaráðherrann og
fleiri herrar frá Oslo úr kennslu
málastjórninni, stjórn kennara-
fjelagsins, útlendu gestirnir og
örfáir aðrir. Undir borðum róm
uðu þeir mjög viðtökurnar á
Snorrahátíðinni á íslandi, bæði
kennslumálaráðherra. f orseti
borgarstjórnar í Bergen og
fleiri, sem höfðu verið við há-
tíð’ahöldin og nú voru þarna
staddir.
Eii jeg gat nú sagt ið sama
fyrir mig í Bergen, því að allar
viðtökur þar voru með þeim á-
gætum, að jeg fæ eigi ofsögum
af því sagt.
í þessum hádegisverði tóku
þátt um 30 menn og konur. Þar
var allt ríkulega fram reitt, og
skorti hvergi á það, sem er fín
asta krydd hverrar veislu, en
það er alúð veitandans, vinsam
legar og skemmtilegar viðræð-
ur og góðra og menntaðra
manna þægileg viðuivist.
Um kveldið, stundu fyrir nátt
mál, hjeldu kennararnir í
„Norsk lektorlag" í Bergen öll
um fundafulltrúum og gestum
mikla veislu á Grand Hotel. Var
þar fjörugt samkvæmi, veiting
ar ágætar, ræður margar og
bráðskemmtilegar, og veislu-
stjórinn, yfirkennari eins menta
skólans í Bergen, fyndinn og
fjörugur. Einkenndi hann bæði
urbanitas og humor. Mikill söng
ur var í hófinu. Voru þar t.d.
sungnir þjóðsöngvar allra Norð
urlanda (okkar þjóðsöngur í
þýðingu), og dáðist jeg að því,
hve vel þeir höfðu æft lagið við
hann. Mjer hlýnaði um hjarta-
rætur, enda var jeg þar í góðra
vina hóp —- og yfirleitt gerðu
Norðmenn hlut íslands mjög
góðan þessa funda og sam-
kvæmisdaga, svo sem anríarra
landa, er þar áttu fulltrúa.
Sunnudaginn 10. ágúst var
ekið með okkur gestina og aðra
fundarmenn til Fana, ofan við
Bergen. Var okkur sýndur bú-
staður Chr. Michelsen, er var
forsætisráðherra, þegar skilnað
urinn fór fram milli Noregs og
Svíþjóðar 1905, og Norðmenn
telja frelsishetju sína. Er hús
Michelsen nú þjóðareign, var
gefið ríkinu og hefir konungur
það til umráða og dvelst þar
stundum. Heitir það Gamle-
haugen. Ennfremur sáum við
hús Edv. Griegs, tónskáldsins
mikla, Trollhaugen, sem nú er
varðveitt sem Grieg-safn. Þar
fór fram einsöngur. — Um-
hverfi þessara húsa beggja er
heillandi, standa hátt, skógur
í kring, og útsýn mikil og fögur
Enn sáum við Fantoft staf-
kirkju við Birkilund. Hún er frá
12. öld, áður hof. — Þennan
dag, eins og alla aðra, sem jeg
dvaldist í Bergen, var hiU og
sólskin.
Seinnipart dagsins var lands-
fundinum haldið áfram, og
flutti Eivind Esp rektor í Kongs
berg, erindi, er hann nefndi
„Bort med lekse- og höreskol-
en“.
Esp er kunnur í Noregi fyrir
að vera róttækur í skólamálum
á þann hátt, að gagnrýna mjög
yfirheyrslur og lexíulærdóm í
skólunum. Hann benti á, að
nauðsyn bæri til að breyta skól
unum. Nú væru þeir prófstofn
arnir. Allt væri miðað við að fá
góð próf, troða miklum fróðleik
í nemendurnt,, en lítið væri gert
til þess að ala þá upp til sjálfs-
ábyrgðar. Aðalatriðið væri að
undirbúa nemendurna til þess
að fullnægja þeim kröfum, sem
gera bæri til borgara í lýð-
írjálsu landi, að gera þá að dug
andi mönnum. Ef þetta ætti að
takast, yrði kennclan að vera
fólgin í því að temja hemendum
starfsvenjur ala þá uppitil sjálfs
stæðrar hugsunar, gefa þeim
víðari sjóndeildarhring en nú,
fá þá til þess að reyna að þekkja
sjálfa sig, gera þá að sjálfstæð
um og frjálsum mönnum, með
áhuga á fjelagsmálum þjóðar
sinnar. — Ræðumaður gagn-
rýndi kennarana, taldi, að þeir
væri fjarri lífinu, þeir vildu
alltaf vera að gefa einkunnir.
Með því móti komast r.emendurn
ir að þeirri niðurstööu, að hlut-
verk kennaranna sjo að sýna
fram á illa lærðar lexíur. Svo er
mest um vert að leika á kenn-
arann! Skóiinn freistar þannig
nemendanna til þess að nota ó-
heiðarleg hjálpargögn. — Lát-
um kennsluna vera í samtölum
og umræðum um viðfangsefnið.
Ræðumaður telur, að bogið
sje við grundvöll eir.kunnagjaf
arinnar, þegar einungis sje
byggt á hæfiieika nemendanna
til þess að segja sem nánast
frá því, sem þeir hafa lært (re-
ferere). Dugandi nemendans
ætti að mæla eftir næfileikum
hans til að hagnýta viðfangs-
eða námsefnið og skilja það.
Ræðumaður vill frjálsari
kennsluform með ábyrgðina hjá
nemandanum sjálfum.
Skólinn á að þroska góða
skapgerð (karaktera), en ekki
gefa karaktera (einkunnir). —
Svo mörg voru þau orð hjá
rektor Esp. — Eins og kennar
ar sjá, þeir sem þetta lesa, er
ekki beinlínis um neitt nýtt að
ræða í erindi rektorsins. Þetta
höfum við oft heyrt áður, og
enn sem fyrri — og þá einnig á
landsfundinum í Beigen — var
mikið rætt um þessi sjónarmið,
og skoöanir mjög ólíkar. Hvern
ig á t.d. að koma við umræðum
milli kennara og nemenda um
námsefni eins og latneska mál-
fræði? Sumt er vissulega rjett
og gott í gagnrýni Esps rek-
tors á inum æðri skólum vorra
tíma en annað er lika öfgakennt
og óframkvæmanlept. Nýjar
hugsanir og ný sjónarmið eru
vissulega nauðsynleg á sviði
kennslunnar ekki síður en ann
ars stáðar, en það verður að
prófa nýjungarnar og rannsaka,
áður en gleypt er við þeim. Það
kom fram i umræounum, sem
voru langar og allnarðar, að
talsvert margir efuðust um, að
in „frjálsu form“ í skólunum,
sfem Esp rektor benti á og mælti
með, myndu leiða til góðs fyrir
nemendurna. Erindi þetta og
umræður voru mjög hressileg
ar og átti Esp rektor marga
samherja meðal rektorá og
lektora fundarins.
Rektorinn hjelt þvr fram, að
kennslufyrirkomulagið í skólun
um yrði að breytast þannig, að
meiri ábyrgð væri lögð á herð-
ar nemendunum en nú, og
n.yndi það hafa í för með sjer
meira líf og fjör í starfinu af
hálfu neiT'.Qiirlanna. Aðalatriðið
er þetta: Skólinn á að ala nem-
endurna upp til þess að verða
sjálfstæðir og dugandi menn.
Mánudaginn 11. ágúst íóru
fundarmenn með skipi kringum
Aslrey, og tók sí ferð nálega
fjórar ldukkustundir, og var
hún einkar skemmtileg. Veðrið
var bjart; hlýtt og stillt. Sam-
ferðamennirnir glaðir, fræðandi
og alúðaríullir.
Seinni part dagsins var fund
inum fram haldið í Sydneshaug
en skóla. Voru þar fundir í
deildum. Einn meðal kennara í
norsku, annar meðal kennara í
eðlisfræði og loks sameiginlegur
fundur um landafræði. Kennslu
tímum hefir verið fjölgað í
landafræði upp á síðkastið. Um
kveldið var jeg boðinn til And-
ers Seim, rektors í Bergen, með
nokkrum kollegum, og var for-
kunnarvel tekið. Var það á-
nægjuleg kvöldstund.
. Þriðjudaginn 12. ágúst var
eingöngu rætt um ir.nanfjelags
mál á landsfundinum, en um
kveldið bauð fjelagið „Norsk
lektorlag“ okkur gestunum til
veisla uppi á Floyen, og fjöl-
menntu fúndarmenn þar, en
Floyen er fjall fyrir ofan bæ-
inn. Þar uppi á brúninni er veit
ingahús mikið, og eru þar iðu-
lega haldnar veislur. Útsýn af
Floyen yfir borgina er mjög
fögur. Upp er farið með vögn
um, sem ganga eftir afarbrattri
sporbraut.
Þarna uppi á Floyen var mik-
ill söngur yfir borðum og marg
ar ræður fluttar. Við gestirnir
urðum að flytja þar stuttar ræð
ur. Veislustjórinn var með af-
brigðum skemmtilegur. Fyndn-
inr.i rigndi niður yfir okkur. —
Eítir veisluna var stiginn dans
til kl. 2i/2 unr nóttir.a.
Miðvikudaginn 13. ágúst var
haldið áfram deildarfundum í
Sydneshaugen skóla. Voru þar
sjer í flokki enskukennarar og
stærðfræðikennarar í öðrum.
Svo var sameiginlegur lokafund
ur eftir hádegið. Kvaddi jeg
þár — og rnælti þá á íslenska
tungu, af því að ýmsir fundar
menn höfðu beðið mig að flytja
einhverntíma, áður en við skild
um, stutta ræðu á íslensku. Jeg
talaði hægt og skýrt, og sögðu
mjer margir á eftir, að þeir
hefðu skilið vel orö mín.
Eigi fæ jeg lokið við þessa
grein, nema geta innar einstöku
gestrisni, sem kollegarnir í
Bergen sýndu okkur gestunum
og öllum aðkomumönnum.
Undirbúningsnefndinni í Berg
en hafði með ágætum tekist að
tengja saman veislur, ferðalög
og fundi. Starfsskránni var
fylgt út í ystu æsar.
Gætt var ítrustu stundvísi.
Einstök alúð og gamansemi var
hvarvetna á takteinum.
Það kom fram í umræðunum,
að ræðumennirnir voru sjer
meðvitandi sinnar þjóðfjelags-
legu ábyrgðar og vildu sem
best gegna því hlutverki, «em
þeir hafa tekist á her.dur fyrir
þjóðfjelagið.
Alls staðar varð maður var
ins sama í Noregi: Athafnaþrá
in og starfsviljinn var vakandi
og samvinnuhugurinn sterkur
og einbeittur. Glaðir og reifir
munu Norðmenn, með áhuga
sínum, tápi og vakandi vilja til
alpjóöarheilla, lækna sárin fyrr
en flestar eða allar stríðsþjóð-
irnar og hefja land sitt og þjóð
til gæfu og gengis á ný.
Það er hollt og hressandi að
gista slíka þióð.
Jeg þakka „Norsk lektor-
lag“ fyrir ina ógleymanlegu
daga í agústsólinni í Björgvin,
(Framhald á bls. 8)