Morgunblaðið - 14.09.1947, Qupperneq 5
í Sunnudagur 14. sept. 1947
MORGUNBLAÐIÐ
5 ’
Liicilii um IjeiaqsSieimlSI
& '*lU
Blekkingar framsóknar-
manna hraktar
FRAMSOKNARMENN hafa
lagt á það mikla áherslu að
eigna sjer framgang laganna
um fjelagsheimili. Hafa marg-
ar greinar verið skrifaðar um
það í Tímann, þar sem
farið er fögrum orðum um þá
tniklu baráttu er Framsóknar-
menn hafa háð fyrir þessu máli!
Hjer á síðunni hefur verið bent
á blekkingar Timamanna í
máli þessu og hversu auðvirði-
legur hlutur þeirra er í því.
Verður hjer enn bent á nokk-
urar staðreyndir og rógur Tím-
ans hrakinn.
Daníels-þáttur.
Daníel Agústínusson ritar ný
lega grein í Tímann, er hann
nefnir „Málefnaþjófnað og
sögufals“ og bregður ungum
Sjálfstæðismönnum um hvoru-
tveggja í sambandi við löggjöf
um fjelagsheimili í sveitum. í
grein sinni reynir hann að
sanna þetta, en tekst það næsta
óhönduglega, enda þótt hann
be:'i „sögufalsi“ í þeim til-
ge.ngL Greinarhöf. skýrir frá
flr 'u því, er fram hefur kom-
ið ' bessu máli af hálfu Fram-
só' 'rflokksins, i’þróttanefndar
rí’ : ’ ns og ungmennafjelag-
ar
ir hann íþróttanefnd hafa
rr öetta mál og kveðst Dan-
íe’ : Tan hafa skrifað grein í
T; n um. þetl-r málefni 1P.
jv’ ' "345. Mun hann telja grein
sí " fyrstu röddir.a, er fram
kf r um styrk frá hinu op-
ir a um fjelagsheimili. Þá
sl >r greinarhöf. rjettilega frá
á!—a ungmennaíjelaganna í
rr' ; þessu og bendir á ágæta
gr ' \ er Skinnfaxi flutti um
þr árið 1945.
f '"an ræðir hann um „Þátt
fr. ’"sóknar“ og skýrir frá því,
að rválið hafi fyrst verið rætt
innrn Framsóknarflokksins á
flokksþingi 17. apríl 1944 og
síðar í þingflokknum 25. febr.
1946. Þá getur Daníel þess að
fulltrúarúðsfundur S. U. S. hafi
samþykt seint í maí 1946“ að
nauðsynlegt sje, að hið opin-
bera styrki fjelög og fjelags-
samtök æskunnar í sveitum
landsins til að koma sjer upp
fjelagsheimilum tu afnota fyr-
ir starfsemi sína“.
Hjer skýrir hann rjett frá að
óðru leyti en því, að þetta var
ekki í fyrsta sinn sem þetta mál
var rætt á sambandsþingnm
ungra SjálfsttæSismanna.
Fmmkvæði S. U. S.
Á sambandsþingi S. U. S. er
haldið var á Þingvöllum 18.—
20. júní 1943 var samþykkt svo
hljóðandi tillaga:
„7. þing S. U. S. haldið að
Þingvöllum og Reykjavík 18.—
20. júní 1943, telur nauðsyn
bera til þess að skapa æsku
. gveitanna betri skilyrði til fje-
lagslífs en nú er. Skorar því
þingið á Alþingi og ríkisstjórn
að styrkja eftir megni þau
æskulýðsfjelög, er vinna að því
að reisa samkomuhús í sveitum
landsins og telur æskilegt, að
athugað sje, hvort eigi sje auð-
ið að haga þeim framkvæmdum
svo, að jafnframt sje hægt að
nota húsin sem skólahús. Lítur
þingið svo á, að bætt skilyrði
æskunnar í sveitum landsins,
til þess að halda uppi lírænu
fjelagsstarfi, geti átt sinn þátt
í því, að takmarka strauminn
úr sveitunum til kaupstaðanna.
Þessi ályktun kemur því fram
ári áður en að flokksþing Fram
sóknarflokksins hrcyfir málinu
og tveimur árum áður en að
Daníel Ágústínusson finnur sig
tilkallaðan að skrifa um málið.
Skrif ungra Sjálfstæðisnianna
um málið.
í grein, er Siggeir Björnsson,
Holti á Síðu, skrifaði á Sam-
bandssíðu S. U^ S. í Morgun-
blaðinu í maí Í944, segir m. a.
um þetta mál:
„Ollum þeim, ei kunnugir
eru í sveitum landsins, er kunn
ugt hversu mikill hnekkir öllu
góðu fjelags- og rkemmtanalífi
það er hve óvíða er þar kostur
á góðum samkomuhúsum, það
húsnæði, er fjelögin verða víð-
ast að búa við, eru kaldir og
óvistlegir timburkofar. Einn
salur, og þegar best lætur eitt
eða tvö önnur herbergi. Bún-
ingsklefar engir og aðstaða til
veitinga erfið.
Er hin mesta nauðsyn iað
bæta úr þessu og þarf ríkið að
styðja hlutaðeigendur til þess,
að leysa þetta mál.
Hjcr er ekki farlð fram á, að
ríkið byggi fyrir fjelögin, held-
ur að það styrki og örfi þau,
til þess að hrinda þessu nau-
synjamáli í framkvæmd og
sýni þannig skilning og aðstoð
við það ómetanlega menningar
starf, sem unnið er, og hafið
hefir verið af hálfu t. d. ung-
menna- cg kvenfjelaganna í
sveitum landsins við hin erfið-
ust sldlyrði“.
Á áttunda Sambandsþingi
ungra Sjálfstæðismanna er hald
ið var í Reykjavík 13.—19. júní
1945, var þetta mál enn þá tek-
ið fyrir og gerði þingið eftir-
farandi ályktun:
’ „Áttunda Sambandsþing
ungra Sjálfstæðismanna telur
nauðsyn bera til að bæta starfs
skilyrði sveitaæskunnar. Skor-
ar þingið því á rikisstjórn og
Alþingi að hlutast til um, að
ungmennaf jelög og önnur menn
ingarsamtök geti íengið hag-
kvæm lán og stuðning þess opin
bera til þess að koma sjer upp
samkomuhúsum, þar sem það
verður talið hagkvæmast fyrir
fjelagsstarfsemi í viðkomandi
sveitum“.
Þetta ætti að nægja til að
sanna hverjir það voru, er áttu
frumkvæði að framgang þessa
máls.
Auðvirðileg framkoma.
Framsóknarmenn fengu fyrst
verulegan áhuga á málinu, eft-
ir að Sjálfstæðismenn höfðu
fengið það samþykt á Alþingi.
Þeir hafa því gert sig bera að
málefnaþjófnaði og helgað sjer
mál, er aðrir hafa barist fyrir
og komið fram og treysta svo
á það, að ef þeir endurtaki
sömu lygarnar nógi oft, þá fari
fólkið að trúa. En margar grein
ar má Daníel Ágúst-
ínusson og álíka heiðarlegir
menn skrifa í Tímann
um þetta mál, áður en að þjóð-
in fer að trúa því, að Fram-
sókn hafi átt þar eitthvað frum
kvæði, eða haft þar einhvérja
forustu.
Ánægjuleg ferð
Hehndelllnga á
Snæfellsnes
Heimdallur, fjelag ungra
Sjálfstæðismanna efndi til kynn
is- og skemtiferðar á Snæfells-
nes um síðustu helgi. Lagt var
af stað úr Reykjavík kl. 3 e. h.
á laugardag og ekið upp í Ölver
— skemtistað Sjálfstæðismanna
á Akranesi.
Veður var mjög gott, logn og
sólskin og notuðu Heimdellingar
sjer veðurblíðuna og gengu um
nágrennið og skoðuöu hið fagra
umhevrfi. Um kvöldið var svo
farið á dansleik, er haldinn var
í Reykholtsdal, en farið þaðan
aftur í Ölver og gist þar um
nóttinaa.
Á sunnudagsmorgun kl. 10 var
lagt af stað úr Ölver og komið
til Stykkishólms um kl. 2. Var
þar verið, það sem eftir var
dagsins og fram á nótt og tekið
þátt í aðalfundi Sambands
ungra Sjálfsttæðismanna í
sýslunni og hjeraðsmóti, sem
Sjálfstæðismenn hjeldu þar um
kvöldið. Farið var heim á mánu
dagsnótt og komið til Reykja-
víkur kl. 8 á mánudagsmorgun.
Ferð þessi tókst í alla staði mjög
vel pg var öllum þeim, er tóku
þátt í. henni til hinnar mestu
ánægju.
Öflug flokksstarfsemi
ungra Sjálfstæðis-
manna á Siglufirði
UNGIR Sjálfstæðismenn á
Siglufirði hafa haldið uppi
mjög fjölbreyttri og áhrifaríkri
starfsemi í sumar. Hefur með-
limatala fjelagsins margfaldast
og er greinilegt að unga fólkið
á Siglufirði hefur alveg snúið
bakinu við hrunstefnu kommún
ismans og skipað sjer í raöir
hannar frjálslyndu og þjóð-
ræknu íslensku áesku er vill
sameina þjóðina til djarfhauga
scknar fyrir betri lífskjörum og
meiri menningu.
Ungir Sjálfstæðismenn hafa
gengist fyrir mörgum skemmti
og útbreiðslusamkomum, er. vel
hefur verið til vandað, enda
hafa þær allar verið fjölsóttar.
Fjelagið hefur einnig efnt til
ferðalaga má þar m. a. nefna
ferð til Skagafjarðar og Akur-
eyrar.
Ungir Sjálfstæðismenn hafa
líka skrifað mikið í „Siglfirð-
ing“ blað Sjálfstæðismanna á
Siglufirði og haldið þár uppi
stöðugri sókn á hendur andstæð
ir.gunum, er mjög hafa kveink
að sín undan skrifum þeirra.
Hefur útbreyðsla blaðsins auk-
ist mikið, enda hefui það verið
vel skrifað.
Hjer er birt stutt grein er
nýlega birtist á Síðu ungra
Sjálfstæðismanna í „Siglíirð-
ingi“.
Þeir, sem undanfarið hafa
lesið málgögn kommúnista jafn
aðarmanna og ímyndaðra fram
'sóknarmanna, hafa tekið eftir.
því, að miklum hluta af blað-
kosti sínum hjer á Siglufirði
hafa þeir eytt í skammir út af
skrifum blaðsins „Siglfirðing-
ur“.
Okkur er hjer gerður meiri
heiður en við gátum gert okk
tir vonir um að verða aðnjót-
a'ndi af hendi þessara manna
og óskum við af heilum hug, að
slíkt haldi áfram.
Taugaóstyrkur þoirra mun
vera tilkominn af því að ungir
menn hafa ritað mikið í blaðið
en þó ekki ritað það eingöngu
eins og þeir vilja halda fram,
en jeg vil þó þakka þeim fyrir
það álit, sem þeir virðast hafa
á okkur F.U.S.-meðlimum.
Ekki er það undarlegt, þótt
flokkar þessir sjeu hræddir um
framtíð sína, þar eð allir \’ita,
að það er undir æskunni kom-
ið, hvernig íramtíð hvers flokks
verður, og þar sem æskan hef-
ur ekki viljað fylkja sjer undir
merki þessara flokka af eðlileg-
um ástæðum, er það engin furða
þó að „pabbarnir“ i flokkum
þessum sjeu orðnir taugaóstyrk
ir yfir fylgisleysinu meðal æsk-
unnar.
Það er nú þannig komið hjer,
að Framsóknarflokkurinn á
ekkert fylgi meðal æskunnar og
jeg efast um, að hann eigi hjer
einn einasta æskumann eða
konu undir 25 ára aldri. Kotnm
únistar eiga mjög litlu fylgi að
fagna, eins og vera ber, meðal
æskunnar hjer. Jafnaðarmenn
eiga hjer nokkru fylg i að fagna,
en það er þannig, að þeir geta
hvergi „flaggað“ með því.
Æskan hefur skilið að ef hún
vill eiga bjarta og gæfuríka
framtíð á hún að fylkja sjer í
flokk sinn, Sjálfstæðisílokkinn.
Það er flokkurinn sem mest og
best hefur barist fyrir gæfu-
ríkri framtíð æskunnar. Það er
flokkurinn, sem barist hefur
mest og best fyrir stofnun lýð-
veldis á Islandi og fyrir áfram
haldandi velgengni þess inn á
við og út á við. Hann er eini
flokkurinn, sem berst fyrir því
a.ð stjett vinni með stjett, gagn
stætt hinum flokkunum, sem
vilja að stjett vinni gegn stjett.
Þetta hefur þjóðin skilið, og
þess vegna er Sjálfstæðisflokk-
urinn lang stærsti flokkur lands
ins. Þetta hefur æska landsins
skilið, og þess vegna er lang
mesti hluti hennar í fjelögum
ungra Sjálfstæðismanna.
• •miiiMiumimiHiinuiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiietiiiiiiiKit*
5 manna
| Ford ’35 I
í rierstaklega vel með far- j
1 inn, nýsprautaður og vel- j
I útlítandi, er til sölu og
= sýnis Bergstaðastræti 53,
i kl. 3-7 e. h.
5 1
tiiunimnii«iiii»iiiiiimiMiiiiiiitm»»""ii""iM"Hii"tM»
1*i»w"'"<i»n»nM"iirnmnim«iiiaiuitinníHiijaBi«im
j BókaBnereaa (
j Sjómannablaðið Víking- |
; ur til sölu frá byrjun. 8 |
| fyrstu árgangarnir í hand I
| bundnu skinnbandi. — |
i Fyrsta flokks eintak. Vænt |
I anlegum tilboðum sje skil \
í að til afgr. Morgunblaðs- |
| ins. — |
(M"MII»MM«»»»"0"t"t""c«»*l"*,l“,,,,U,U,,,,,,,,,,,,,,,,|
BókamenBi* i
Ef yður vantar í bóka- 1
skápinn Sjómanablaðið |
Víking frá byrjun, þá |
sendið tilboð til afgr. Mbl. \
8. fyrstu árg. í hand- i
bundnu skinnbandi. — i
Fyrsta flokks eintak.
i