Morgunblaðið - 17.09.1947, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.09.1947, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. sept. 194 7 WgUttfrlllfeÍfr Útg.: H.l. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritst-jóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabók. \JiLverji iLrijar: ÚR DAGLEGA LÍFTNU Fiskmarkaður og fleipur Þjóðviljans í ræðu þeirri, sem Bjarni Benediktsson, utanríkismála- ráðherra flutti á fundi Varðarfjelagsins á mánudaginn, rakti hann m. a. hve miklar byrðar hvíla á ríkissjóði nú, til þess að halda vísitölunni í skefjum, eins og hún er og hvað ríkissjóður sennilega þarf að greiða með sjáv- arafurðunum, freðfiski og saltfiski, til þess að uppfylt verði ákvæði ábyrgðarlaganna, er samþykt voru fyrir síðustu áramót, af öllum flokkum þingsins. Eftir þeim upplýsingum, sem ráðherrann gaf, géta útgjöld ríkissjóðs til þessa hæglega orðið um 80 miljónir króna á ári, og jafnvel meiri. Skattborgararnir eru ekki reiðubúnir, sagði ráðherrann, til þess að snara út þessum fjárfúlgum. Fara þarf aðrar leiðir, til þess að tryggja áframhaldandi framleiðslu í landinu. Ræðumaður mintist á fimbulfamb kommúnista um það, að hægt væri að selja allar sjávarafurðir svo háu verði, sem nægði til þess að útgerðin fengi það verð, sem til- skilið var í ábyrgðarlögunum, og talið var fyrir áramótin síðustu, að nauðsynlegt væri, til þess að útvegurinn fengi framleiðslukostnaðinn greiddan. Þjóðviljinn staglast á því, að einhver dularfullur mark- aður sje í Austur-Evrópu fyrir íslenskar afurðir, þar sem hægt sje að selja hraðfrystan fisk, og hvaðeina fyrir það verð, sem samsvari íslenskum framleiðslukostnaði í dag. En ráðherrann upplýsti í ræðu sinni, að þeir samninga- menn, sem íslensku sendinefndirnar hefðu fengið til við- tals í Moskva, væru ekki þess sinnis, að kaupa fisk hjeðan fyrir hærra verð, en fiskur býðst þeim frá öðrum fisk- veiðalöndum. Enda kom það greinilega í Ijós, og þótti engum mikið, að hinir rússnesku samningamenn, sem talað var við í hinum löngu samningum, sem stóðu yfir frá því í febrúar s.l. til jafnlengdar í júní, sögðu, að þar gilti sú regla, að kaupa af þeim, sem best kjörin byði. Hinir rússnesku samningamenn sögðu íslensku sendi- nefndinni að Norðmenn byðu fisk og lýsi fyrir lægra verð verð, en okkar menn buðu. Samt ljetu þeir tilieiðast eftir fimm mánaða samninga að kaupa af okkur fisk í þetta sinn, fyrxr verð, sem var í samræmi við ábyi'gðarverðið, ef síldarlýsi fylgdi með. í vor kom til orða, að efnt yrði til samvinnu milli Norðmanna og íslendinga í fisksölurnálum. En þegar átti að tala um verðið, sem heimta skyldi fyrir afurðirnar, þá vildu Norðmenn ekki, að verðkröfurnar yrðu svo mikl- ar, sem islenskir útgerðarmenn þurfa að gera með nú- verandi framleiðslukostnaði. Þegar Norðmenn voru að því spurðir, hvort þeir vildu ekki fá hátt verð fyrir framleiðsluvörur sínar, þá sögðu þeir, að þeim kröfum yrðu þeir að stilla í hóf. Það kæmi þeim -sjálfum í koll skjótlega, ef þeir tækju upp á því, að heimta óeðlilega hátt verð fyrir fiskafurðirnar. Slíkt gerði ekki annað en örfa verðbólgu í landinu, er yrði til tjóns fyrir sjómenn, útgerðarmenn og allan almenning. Ein fluga Þjóðviljans er það, að hægt sje að losna við fiskinn til Tjekkóslóvakíu, fyrir topp verð. En þeir Þjóð- viljamenn tala fátt um það, að þar í landi hefir ekki verið markaður fyrir meira en 9% af freðfiski þeim sem vænt- anlega verður hjer til útflutnings. Það gildir einu hvað Þjóðviljinn rausar um möguleika til að selja alla fiskframleiðslu íslendinga, fyrir það verð, sem samsvarar núverandi framleiðsluverði. AJlt hans hjal um þau efni, er marklaust þvaður. Sýnir ekki annað en rökþrot og vandræði kommúnista. Blekkir engan iengur. Kynni að geta komið kommúnistum að notum, ef þeir skrifuðu fyrir þjóð, sem komin væri undir hið kommún- istiska ok, þar sem hvorki er skoðanafrelsi, málfrelsi eða ritfrelsi, og enginn má segja neitt nema þao, sem ein- .-valdsstjórnin fyrirskipar. Vatnið er að koma. ÞÁ ER þess ekki lengi að bíða að Reykvíkingar geti á ný vaðið í vatni eins Qg þeir vilja, en það hefir valdið erfiðleik- um og stundum vandræðum undanfarin ár í sumum hverf- um hjer í bænum hve vatns- rensli úr krönum manna hefir verið dræmt. Mönnum hefir verið bannað að þvo bíla sína og glugga og allur óþarfa vatns austur hefir verið bannaður. Bæjarbúar hafa verið beðnir að spara vatn og alt að því farið í hart við þá, að hætta vatns- austrinum. En nú, eftir svo sem eina eða tvær vikur, verður nóg vatn á ný í hvers manns krana, því það er verið að ljúka við nýju vatnsveituna frá Gvend- arbrunnum. • Vatnskettir. REYKVÍKINGAR eru mestu vatnskettir og óvíða í borgum mun vera notað meira kalt vatn á hvern íbúa en gert er í höfuðstað íslands. Á þriðja hundrað lítrar á hverri einustu sekúntu hafa runnið til húsa manna í bænum allan sólar- hringinn, en það hefir ekki hrokkið til og þeir, sem búa á hæðum Reykjavíkur hafa orð- ið að safna sjer vatni að morgni, eða næturlagi í baðkör og önnur ílát til að eiga vatns- sopa til brýnustu þarfa. • Nóg fyrir 90 þúsuml manns. En ÞEGAR nýja vatnsveitan tekur til starfa næstu daga renna á sj'ötta hundrað sekúntu lítrar til bæjarins og það er varla hægt að hugsa sjer að 50.000 íbúar -geti torgað öllum þeim vatnsflaum, þótt þeir væru allir af vilja gerðir_ því að fróðir menn ætla að þetta vatnsmagn myndi nægja 90 þús. íbúa borg. Og bráðum geta menn aftur faríð að þvo bíl- ana sína þegar þeir vilja í bæn- um og þurfa ekki að fara í ár og læki og þá verður enginn afsökun lengur fyrir að hafa gluggana óhreina. • Gvendarbrunnar eru góðir. í FYRRADAG fór jeg með Helga Sigurðssyni vatns- og; hitaveitustjóra upp að Gvend- arbrunnum til að skoða lindina,! rsem vatnið sem við fáum til viðbótar kemur úr. Þar eru nú! teknir hátt á þriðja hundrað! sekúntulítrar til neysluvatns í fyrir Reykvíkinga, en reiknað hefir verið út að þar mætti fá 600 lítra á sekúntu. Þeir eru góðir Gvendarbrunn arnir og hafa reynst Reykvík- ingum vel. Lindirnar, sem við höfum fengið vatn okkar úr til þessa láta ekki á sjá þótt mik- ið sje tekið úr þeim, ekki einu sinni í þurkasumrum. Til þess að fylsta hreinlætis sje gætt og hvorki menn nje skepnur komist að til að ó- hreinka brunna Reykjavíkur- búa verður landið umhverfis lindirnar girt með tífaldri gaddavírsgirðingu. Það hlaut að vera. ÞAÐ VAR vikið að því hjer á dögunum, að menn hefðu á- hyggjur út af því að það.væri timburþak á Þjóðminjasafninu nýja. En það gat ekki verið að svo illa hefði verið frá því gengið, sem menn grunaði, enda hefir það komið á daginn, eins og eftirfarandi brjef ber með sjer: Þjóðminjasafnið. HJER á dögunum varð ein- hverjum Víkverjanúm litið til hins nýreista húss Þjóðminja- safnsins og sá þá, að þar voru timburþök. Vinsamlegár' atbugasemdir hans og viðvaranir um eld- hættu ber ekki að lasta. Því miður vofir sú hætta enn yfir okkar dýrmæta safni. Um hið nýja hús vil jeg þó geta þess, að undir timburþök- unum, sem verða eirklædd, er heilar steinsteyptar og járnbent ar loftplotur og í þær eru steypt ar allar rafmagnslagnir yfir efstu hæðunum. En í hinu litla rúmi undir risinu verða engar geymslur. Skilrúm íbúðarinnar eru eldtraust. — S.G. • Onáttúra. MARKÚS GUÐMUNDSSON vegamálastjóri, sem hefir unn- ið í 44 ára við Hellisheiðar- veginn og er þeirri leið kunn- ugri en flestir, sagði mjer á dögunum ljóta sögu. „Það er segin saga“, sagði Markús, að um leið og við erum búnir að setja umferðamerkin upp, þá eru þau skotin niður. Og meira að segja kílómetrasteinarnir fá ekki að vera í friði. Við burf- um að rjetta.þá við tvisvar og þrisvar á ári. Það er undarleg ónáttúra og skemdafýsn í mönn um, en svona er það nú samt“. Annars var aðalerindi Mark- úsar að segja mjer frá því, að hættumerkin á beina veginum, skamt fyrir ofan Sandskeiðið sjeu ekki óþörf, heldur sjeu þau sett með vilja vegna hættulegra renna, sem eru á þessum veg- arspotta. • Ekki nógu vel merkt. ÞAÐ ER VAFALAUST rjett hjá Markúsi að þarna þurfa að vera hættumerki. En það rjett- lætir ekki það, að þar eigi. að vera beygjumerki — Z — Það þarf að merkja þjóðvegina bet ur en gert hefir verið og það kemur að því að það verður gert fyr eða síðar og því þá ekki að gera það strax. MEÐAL ANNARA ORDA . . . . Staða Ramadier sljérnaríimar Eftir Frank Mac Dermot EF maður hefir verið í Frakk landi áður og kemur þangað nú í annað sinn veitir maður eftirtekt bæði siðferðilegri og efnalegri afturför. Það er vönt un á öllu, almenningstraust á stjórninni hefir fallið niður og verðbólga er í aðsígi. Framfærslukostnaður hefir aukist,- seðlaveltan hefir þotið upp og gamlar. bifreiðar eru seldar okurverði, þrátt fyrir bensínleysi. I stuttu máli sagt kaupir fólk hvað sem er i þeim eina tilgangi að losna við frank ana. Auk þessa veldur mat- vælaástandið því, að fólk gerir alt sem það getur til að hamstra. Missa trúna. Þegar menn missa trúna á ein hverju er ekki hægt að styðja það lengur og stjórn Frakkl. nú | er engin undantekning. Að j vísu hafa ríkisstjórnir í mörg- j um löndum setið kyrrar við völd, þótt þær hafi haft minni ■ meirihluta en þau 49 atkvæði, ! atkvæði, sem stjórn Ramadier ! hafði við síðustu traustsyfir- , lýsingu. En þetta er alvarlegra, því að fýlgi Ramadier stjórnar- innar eftir flokkaskiftingunni á þinginu á að vera mikið meira. Þégar flokkar, sem hafa lof- að styðja stjórnina geta ekki efnt það vegna þess að oinstak ir þingmanna skerast úr leik, er ástandið miklu alvariegra en það virðist vera. Enginn getur tekið við síjórnaríaumunum. Eftir hina veiku traustsyfir- lýsingu er sagt, að Ramadier hafi boðist til að segja af sjer, en forsetinn bað hann um að halda stjórnarforustunni áfram. Það er nærri víst, að ef Rama- dier segði af sjer nú er ekki nokkur maður í öllu Frakk- landi, sem er fær um stjórnar- myndun og slíkt táknaði ekk- ert nema öngþveiti í stjórnmál- um landsins. Á móti Ramadier. Mestu óvinir Ramadier stjórn arinnar eru ekki aðeins komm únistarnir, og Skilnaðarflokkur Algier búa, heldur einnig ýms- ir íhaldssamir flokkar og kon- ungssinnar. Kommúnistarnir vita lítt hvað þeir vilja í hverju máli. Yfirleitt er það svo, að þeir virða fyrst fyrir sjer, hvaða stefnu Ramadier stjórn in tekur og síðan snúast þeir á móti því. Beilur innan flckksins. Ramadier fylgir ekki ein- skorðað sósíalistiskum iögmál- um, ef hann gerði það ætti hann í minni erfiðleikum með sína eigin flokksmenn, svo sem M. Mollet og vinstri arm flckks ins. Rarnadier virðist ekki ein- skorða sig. við neina ákveðna reglu, heldur tekur hann það, sem hann álítur best í hvert skifti, og ef hann hefði frjálsari hendur er lítill vafi á að honum myndi takast betur að leysa úr vandamálunum. En miklir erfiðleikar steðja að. Fyrst og fremst er að berj- ast við matvælaskortinn og gjaldeyrismálin. Þar hindra verkföll og fjöldagöngur, kröf- ur um hækkað kaup að nokkur úrlausn fáist. Sjer í lagi valda verkföllin aðeins meiri skorti og vinnutapi en áður. Sveilast jórnai kosning- ingar í vændum. í október fara fram sveita- ■stjórnarkosningar í Frakklandi Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.