Morgunblaðið - 17.09.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. sept. 1947
MORGUISBL AÐIÐ
7
Vilhjáhnur Þ. Gíslason:
VERSLUIMIN OG
ÞJOÐFJELAGHÐ
í ÖLLUM þeim umbrotum og
umbótum, sem hjer hafa orðið
á seinustu mannsöldrum, eru
breytingarnar á viðskiptalífi og
verslunarháttum meðal hinna
merkustu og áhrifamestu. Öld-
Um saman hafði allur arður ís-
Jenskrar verslunar, — og hann
var oft ekkert smáræði — Ient
út úr landinu. Þó að einokunin
væri afnumin var verslunin eft-
ir sem áður i höndum danskra
kaupmanna. Jafnvel löngu eftir
að verslunin var gefin frjáls að
lögum höfðu danskir stórkaup-
menn ráð íslenskrar verslunar í
hendi sjer og rjeðu að mestu
jsamg'öngum við útlönd og pen-
ingamálum almennings innan-
lands. Fyrir svo sem hundrað
árum (1849) voru 55 fastakaup
menn í landinu, þar af 13 í
Reykjavík, og þorri þeirra
Garðar Gíslason
danskur. Sumir ílentust hjer og
voru mætir menn, en flestir
áttu hjarta sitt og f je í f jarlægu
landi. í Reykjavík settu dönsk
kaupmannaheimili svip á bæ-
inn, kaupmannafjelagið hjet
dönsku nafni og fundarbækur
þess voru skrifaðar á dönsku
fram undir 1880. Menn höfðu
þá trú að íslendingar gætu ekki
verslað eða gætu að minnsta
kosti ekki annast utanríkisversl
un. Jón Sigurðsson rendi und-
ir verslunarfrelsiskröfur Is-
lendinga mörgum rckum, sem
„sanna það að mínu viti til
hlýtar", sagði hann sjálfur, ,,að
verslunin þarf að vera frjáls á
íslandi".
• Þetta sannaðist betur og bet-
ur eftir því sem á leið. Einstak-
ir íslenskir skörungar í kaup-
mannastjett ruddu brautina og
sigldu jafnvel sjálfir á eigin
skipum í kaupferðir suður á
Spán og höfðu heim með sjer
Versluna
gullið í stórum töskum. — Á
tímum landshöfðingjadæmisins
fór verslunin smátt og smátt
að flytjast inn í landið. — Á
heimastjórnarárunum upp úr
aldamótunum var mest lagður
grundvöllur nýrrar þjóðlegrar
verslunar og annars atvinnulífs
á mörgum sviðum. Fastaversl-
anir voru 70 í byrjun lands-
höfðingjatímans, en voru orðn-
ar 137 árið 1890 og 208 alda-
mótaárið, 422 árið 1910 og ná-
lægt 800 um það leyti, þegar
Verslunarráðið og Sambandið
voru stofnuð.
Menn gera sjer oft ekki grein
fyrir þeirri miklu breytingu,
sem á versluninni varð eða því,
hversu mikið og merkilegt var
átak íslenskra kaupsýslumanna.
Þeir gerðu verslunina al-inn-
lenda fyrst og fremst með því
að heildsalan varð milliliðalaust
íslensk verslun upp úr alda-
mótunum og leitaði sjer sam-
banda þar sem viðskiptin voru
haganlegust. Með vaxandi stór-
útgerð kom einnig upp ný ís-
lensk stórvorslun með útflutn-
ingsvörur. lnnanlandsviðskipti
urðu miklu örari en áður, ör-
uggari og frjálsari. Vörufjöl-
breytnin óx mikið, vörugæði
urðu upp og ofan meiri og verð
lag hagstæðara en fyrr.
Þetta var afrek íslenskra
kaupsýslumanna. Þeir ruddu
sjer til rúms á undraskömmum
tíma með dugnaði cg hagsýni,
af því að þeir þekktu betur
land og þjóð en erlendir fyrir-
rennarar þeirra, þekktu þarfir
þjóðarinnar og störfuðu í henn-
ar anda að hennar hagsmunum.
Þjóðleg, frjáls verslun alda-
mótaáranna og upp úr þeim átti
mikinn þátt í sköpun nýs þjóð-
arhags og menningar, bæði
kaupmenn og kaupfjelög. Af-
koma almennings batnaði, at-
vinnulíf blómgaðist og nýjar
mennta- og menningarstofnanir
urðu til. Eiit af megin orsökum
þessa var sú, að veislun jókst
og verslunargróðinn fluttist inn
í landið, þjóðarbúinu til hags-
sældar.
Það var eitt af þvi furðuleg-
asta og aðdáanlegasta í fari ísl.
verslunar, hvað sveigjan-
leiki hennar, áræði og þróttur
hefur verið mikill. Hún hefur
unnið íslenskum afurðum mark
aði í fjarlægum löndum, oft í
harðri keppni, og hún hefur
dregið björg í bú þ’óðarinnar
frá mörgum og mismunandi
löndum, á seinni árum venju-
lega með beinum samböndum.
Islenskar afurðir bafa verið
sendar austur í Miðjarðarhafs-
botna, suður á Afríkustrendur,
til Japan og Kúba, Brasilíu og
Argentínu, auk aðal viðskipta-
’andanna, sem nær eru. Inn-
ílutningur hefur nú upp úr
stríðslokunum komið m.a. fr4
Indlandi, Venezuela, Uruguay,
Mexico og Californiu, svo að
eitthvað sje nefnt utan þeirra
landa, sem eru í þjóðbraut við-
skipta okkar.
Vöxtur viðskiptalífsins og
rráðið þr
fjör þess hefur einnig komið
fram í ýmsum starfsháttum og
framkvæmdum innan verslunar
stjettarinnar sjálfrar. Allur að-
búnaður í vefslunum, þrifnaður
og snyrtimennska, hefur stór-
lega batnað. Fjöldi af stórum
Ilallgrímur Benediktsson
og fögrum og þægilegum nýjum
verslunum hefur verið reistuh.
AfgreiÖsla var farin að taka
miklum stakkaskiptum að lip-
urð, kurteisi og þekkmgu versl-
unarfólksins, þó að henni hafi
nú víða hrakað aftut um skeið.
Launakjör og vinnuskilyrði
verslunarfólks hafa batnað mik
ið eftir að íslenskir kaupsýslu-
menn urðu einir búsbændur
verslunarinnar. Upp hefur risið
sjálfstæð og myndarleg versl-
unarstjett, vel menniuð á sínu
sviði og oel sett í þjóðfjelaginu.
Kaúpsýslumenn sáu sr.emma
nauðsyn góðrar verslunar-
Sigurður Guðmundsson
menntunnar og stofnuðu Versl-
unarckólann á:iö 1905. Loks
hafa viðskiptafræði svo orðið
háskólag. ein hjer inr.anlands.
Verslunarveltan liefur auk-
ist ört og mikið síðan lands-
menn fóru sjálfir að ar.nast við-
skiptalíi sittf'úr tæpum 19 millj.
kr. um aldamótin upp í r rnar
500 millj. kr. nú í stríðslokin,
þó að ýmsu clíku sje annars
saman að jafna í þessum tölum.
Til þess ao ar.nast þessa verslun
heíur að sjúlfsögðu þurít margt
fólk og margar búðir. Evo er
talið í hágskýrslum að verslun-
arstjettin sje fimmta íjölmenn-
asta stjett landsins, rneð tæp-
lega 9000 starfsmenn á vegum
kaupmanna og kaupfjelaga eða
rúmlega 7 af hundraði lands-
játíu ára
manna. Sumum þykir nóg um
þessa frjósemi. Á uppgangstím
um er einlægt hætt við nokkr-
um ofvexti eða því að í álitlegar
starfsgreinar safnist einhverjir,
sem ekki eru vandanum vaxnir.
íslensk verslunarstjett á sjálf-
sagt enn eftir að læra margt
um bætt verklag og betri skip-
an mála sinna. Hún á það líka
vísast eftir að finna ný verk-
efni og aukin starfsvið, sem
krefjast nýrra og fleiri manna,
svo að vant er að sjá, hvenær
helst er í hófið stillt starfs-
mannafjöldanum. Það á við um
verslunarmenn eins og víðar,
að þeir verða að rjettlæta til-
veru sína af verkum sínum og
að vísu einnig af trú sinni, af
trú sinni á köllun sína og á
gildi þess að hún sje leyst af
hendi af þekkingu og þjóðholl-
ustu. Stjett, sem ekki á slíka
trú á sjálfa sig og hlutverk sitt
er fátæk og fallandi. »
Þess er að síðustu að geta,
þegar rakin eru áhrif verslunar
innar á þjóðlíf og þjóðarhag, að
verslunin hefur verið ríki og
bæjum mikil tekjulind, auk þess
sem ýmsir einstakir kaupsýslu-
menn hafa iðulega látið af
hendi rakna til framkvæmda í
mannúðar- og menningarmál-
um.
Samtök íslenskra kaupmanna
eru gömul. Þeir hieldu verð-
lagsfundi um miðja öldina, sem
leið, höfðu klúbba og kaup-
mannafjelög og voru brautryðj
endur um fjelagsskap til ým-
issa persónutrygginga. Ben. S.
Þórarinsson hóf máls á stofn-
un kaupmannafjelags fyrir allt
landið 1906. Kaupmannaráð
Reykjavíkur var síðan stofnað
og frá 1914 var það kallað
Kaupmannaráð íslands. Jes
Zimsen var formaður þess. —
Upp úr þessu Kaupmannaráði
var stofnað Verslunarráð ís-
lands 17. september 1917. Að
stofnun þess stóðu 156 kaup-
sýslumenn og fyrirtæki, eða
186, því að 30 bætiust við til
áramóta.
Verslunarráðið var stofnað
■>ftir erlendum fyrirmyndum,
;lík ráð hafa verið til í ein-
hverri mynd frá því á 14. öld,
en eíldust mest í Bretlar.di á 18.
og 19. öld. Garðar Glslason var
fyrsti formaður ráðsins og var
það til 1934, r.ema eitt ár, er
Ólafur Johnscn var formaður.
En frá 1934 heíur Hallgrímur
Eenediktsscn verið formaður.
V araformennirnir, Sv. M.
Sveinsson og Eggert Kristjáns-
son, hafa einnig unnið mikil
störf fyrir ráðið. Georg Ólafs-
son var fyrsti skrifstofustjóri
ráðsins, síðan Sigurður Guð-
mundsson og dr. Oddur Guð-
jónsson og nú Ilelgi Bergsson,
hagfræðingur. Ragnar Thorar-
ensen er fulltrúi. Lárus Jóhann
esson, aiþm., var um skeið laga-
ráðunautur ráðsins.
í stjórn Verslunarráðsins
eiga nú sæti: Hallgrimur Bene-
diktsson, Eggert Kristjánsson,
Árni Árnason, Guðm. Guðjóns-
son, Haraldur Árnason, Biering,
Magnús Kjaran, Oddur Helga-
son og Ól. H. Ólafsson. Vara-
menn eru: Sv'. M. Sveinsson,
Óskar Nörðmann, Sveinn Helga
son. Fjelagar eru 394, einstak-
lingar og fyrirtæki.
Verslunarráðið hefur haldið
767 bókaða fundi. Það hefur
haft í mörg horn að líta fyrir
fjelaga sína, inn á við og út á
við, gagnvart stjórnarvöldum,
löggjafarvaldl og ýmsum er-
lendum aðilum. Það rekur um-
fangsmikla upplýsingastarfs.
(í sjerstakn stofnun) fyrir inn-
lend og erlend fyrirtæki. Það
hefur oft haft merk og flókin
vandamál til meðferðar.
Það er opinber fulltrúi fyrir
stóra, rnerka og mikilsverða
stjett. Það er verkefni þess að
efla hag hennar og sjá sóma
Oddur Guðjónsson
hennar. Hagúr góðrar verslun-
arstjettar er vöruvöndun og fjöl
breyttni, góð afgreiðsla og sann
gjarnt verðlag, en sómi hennar
er heiðarleiki og heilbrigði. -—
Góð verslun er þjónusta við
þjóðarhag. og þarfir einstak-
lingsins. Menn geta deilt um
verslunarsteínur og líkað eða
mislíkað einhver versiun. En sá
andi frjáisrar verslunar, sem í
upphafi gerði verslunarstjettina
að einni styrktarstoð íslenskrar
sjálfstæðisbaráttu og vaxandi
þjóðarhags, — hann á að lifa.
Helgi Bergsson
Ilann er í senn andi hins gætna
dugnaðar og þrautseigju og
þrárinnar eftir að kynnast nýj-
um verslunarháttum, vörum og
viðskiptamönnum. Nokkur æf-
intýraþrá og landnámseðli hef-
ur einlægt legið í blóði góðs
verslunarmanns. íslenskir versl
unarmenn hafa oft þurft að
rema ný lör.d og semja sig að
Fraxnh. á hls. 8