Morgunblaðið - 17.09.1947, Page 8
8
MQRGUpBLAÐLÐ ,.
I , I | j t I «. < Sl ' r
Miðvikud^ur 17. sept. 1947
Sextugur:
Jörgen J. Hansen
skrifstofustjóri
HANN er fæddui í Hafnar-
firði. Foreldrar Iians voru Jörg
en Hansen kaupmaður frá
Suður-Jótlandi og kona hans
Henrietta Linnet.
Rjett eftir síðustu aldamót
lögðu nokkrir ungir Islending-
ar, sem nema ætluðu verslun-
arfræði leið sína til Kolding
á Suður-Jótlandi. Þar var þá
einna besti verslunarskóli
Dana. (Kolding Handelsskole).
Einn af þessum mönnum var
Jörgen J. Hansen, þá aðeins
15 ára að aldri.
Eins og aðrir, sem voru
þarna við verslunarnám, var
hann starfsmaður við eitt versl
unarfyrirtæki þar í bæ, og
varð hann að vinna 12—14
stundir á dag við ýmiskonar
verslunarstörf.
Skólinn starfaði aðeins á
veturna frá kl. 8—10 á kvöld-
in. Varð að halda rakleiðis
heim í háttinn, ef halda átti
heilsu, enda krafa gerð um,
að allir nemendur væru komn-
ir heim til sín eigi síðar en kl.
10y4 e. h.
Eftir að Jörgen kom heim
aftur 1906, starfaði hann við
ýmis verslunarfyrirtæki. Fyrst
hjá Ólafi Árnasyni kaupmanni
á Stokkseyri, síðan hjá P. I.
Thorsteinsson og Co. en lengst
af, eða 19 ár samfleytt hjá Jes
Zimsen og h.f. ,,ísland“. Um
5 ára skeið þar á eftir gerðist
hann togara-útgerðarmaður, en
eftir að Happdrætti Háskóla
íslands var sett á stofn, tekur
hann að sjer skrifstofustjóra-
starf fyrirtækisins, og starfar
að því enn þann aag í dag.
Allir, sem kynnst hafa og
þekkja Jörgen Hansen, vilja
viðurkenna, að 'har.n er maður
framúrskarandi rjettsýnn og
skyldurækinn, og alls staðar
hefir hann lagt gott eitt til
mála, og verið nýtur maður
og farsæll í starfi.
Hann er giftur Ingu Skúla-
dóttur frá Ytra-Vatni í Skaga-
firði. Eiga þau 6 mannvænleg
börn, öll upp komin.
Fundum okkar Jörgens bar
fyrst saman á námsárum hans
í Kolding, og urðum við fljótt
vinir. Sú vinátta hefir haldist
æ síðan. ^$5
Vil jeg á þessurr. tímamótum
í lífi hans, nota tækifærið að
þakka honum fyrir ágæta vin-
áttu og trygð öll þessi ár.
Veit jeg að vinir hans og
samstarfsmenn mur.u taka und-
ir með mje;r að óska honum,
konu hans, börnum og öðrum
skyldmennum hjartanlega til
hamingju, og árna öllum hópn-
um heilla í nútíð og framtíð.
Guðmundur Jóhannesson.
Höfum fyrirliggjandi
IVIatarlí m
í pk.
Verðið mjög hagkvæmt.
Eggerl Krisfjánsson & (o. h. f.
50 ára:
Jón Gíslason útgerðarmaður
JEG veit, að atmælisbarnið
kann mjer litla þökk fyrir, að
j^g minnist fimtugs afmælis
þess hjer í blaðinu, en það er
ekki hægt að láta þessi ííma-
mót í lífi eins mesta atvinnu-
rekenda Hafnaríjarðarbæjar
og eins góðs dreiigs eins og
Jón Gíslason er, íoia svo fram
hjá, að ekki sje ofurlítið ritað
um hann. Jeg veit iíka, að hann
fyrirgefur mjer þetta, því hann
er ekki langrækinn, þótt hann
máske eigi það til, að sinnast í
svip.
Jón er Hafnfirðingur í húð
og hár. í Hafnarfirði ei hann
fæddur, hefur alltaf verið þar
búsettur og altlaf bundið at-
vinnurekstur sinn við Hafnar-
fjörð.
Snemma veittu rnenn því at-
hygli, að þar var enginn miðl-
ungsmaður á fer, þar sem Jón
var. Hinn hygni og mikii at-
hafnamaður, Ágúst, heiti. Flyg-
enring rjeð Jón, sem þá var
unglingur um eða innan við
tvítugt, sem verkstjóra hjá sjer
og því starfi gengi Jón áfram
hjá Þórði heitnum syni hans.
Eftir að Þórður hætti starf-
rækslu sinni fyrir ca. 25 árum
síðan, ákvað Jón að ráðast
sjálfur í útgerð. í fjelagi með
nokkrum öðrum Hafnfirðing-
um keypti hann hnuveiðarinn
,,Namdal“ og síðar, eftir að það
skip strandaði, línuveiðarann
,,Sæfarinn“. — Nokkru síðar
keypti Jón togarann ,,Andra“
í fjelagi með Júlíusi Guðmunds
syni stórkaupmanni og jafn-
framt rjeðust þeir í mikil fisk-
k<ho og fiskverkun á fisk-
verkunarstöð, sem Jón hafði
látið gera. Fjárhagsvandráði
allra þeirra, sem við útgerð
fengust fyrir strið. kom ekki
síður við þá fjelaga en aðra,
og neyddust þeir til að selja
togarann. Litlu síðar stofnaði
Jón í fjelagi við Sigurjón Ein-
arsson skipstjóra, fiskveiðafje-
lagið Fiskaklettur, sem þéir
hafa rekið síðan með miklum
dugnaði. Hafa þeir verið og
eru enn eigendur ,,klettanna“
og nú síðar togarans Faxa. I
sambandi við þennan atvinnu-
rekstur sinn hafa þeir fjelagar
reist myndarlegar verbúðir
skamt frá gömlu fiskverkunar-
stöð J.óns, en stöðinni breytti
Jón fyrir nokkru síðan í frysti-
hús, sem er eign h.f. Frosti
og sem Jón er framkvæmdar-
stjóri fyrir. Síldatverkun hef-
ur hann haft með höndum,
bæði hjer í Hafnarfirði og fyr-
ir norðan og yfirhöfuð látið sig
skifta alla verkun fiskafurða.
Þó að hjer sje aðeins stikl-
að á stóru, þá er það augljóst
mál, að Hafnarbjarðarbæ og í-
búum hans, hefir ekki verið lít-
ill ávinningur af dugnaði Jóns
og áræði, en auk alls þessa,
hefur hann haft tíma til að
sinna ýmsum írúnaðarstörfum,
sem honum hafa verið falin,
bæði innan bæjar og utan.
Jón er mjög greiðvikinn og
aldrei lítur honum betur, en
lí
mencan
ö
ueráeai
ineó
tilkynnir: Flugferð verðuf væntanlega til New York
næstkomandi laugardag 20. september. Talið við okkur
sem fyTSt.
G. Helgason & Melsted h.f.
þegar hann getur leyst úr erf-
iðleikum annara og fer hann
þar ekki í manngreinarálit. —•
Þessi góði kostur Jóns, hefur
líka aflað honum fjölda vina
og allir færa þeir nú á þessum
hátíðisdegi hans, honum og
heimili hans, hinar bestu árn-
aðaróskir og óska þess af heil-
um hug, að allt hans starf megi
verða honum til áf: amhaldandi
þroska og bæjarfjelaginu til
blessunar, eins og það hefur
verið hingað til.
B. S.
— Yers!unarrá$ið
Framh. af bls. 7
nýjum verslunarháttum. Þeim
hefur tekist þetta vel. Ef stjett
in verður trú bestu eiginleik-
um og hugsiónum fortíðar sinn
ar mun hún einnig eiga fram-
tíðina.
— Ho!!endingarnir
(Framhald af bls. 2).
saman til fundar í fyrsta skifti
í gærdag. Væntanlega verður
umr. lokið n.k. sunnudag og
fara þá Hollendingarnir heim
flugleiðis.
Nefndarmenn eru'allir mjög
viðkunnanlegir menn og eru
sýnilega vel búnir að öllum
gögnum varðandi samningaum
leitanirnar, enda upplýsti Ov-
erbeek, að þeir hefðu skjöl yfir
hverja þá vörutegund, er Hol-
lendingar gætu afgreitt þá
þegar.
— Mcðal annara orða
Framh. af bls. 6
og munu þær hafa feikilega
mikil áhrif á stjórnarstefnu
Ramadiers á næstunni. Ef það
kemur í Ijós, að flokkur hans
hefir mikið tapað fylgi, getur
svo farið, að hann sjái sig til-
neyddan til að segja af sjer.
i i
Jeíkningshald ft endurakoðun.
PJjartar JPjetansonar
dand. oecon.
Mlóstrœti 9 — c5tml 8028
I-f
&
&
Efllr öoberl Síoræ
r — GRINNER , VOU C04EF?
7ME G.ARAGc! |t£ ON FIRE,AND
THAT $NIPER WIUU HAVE 10
eCfZAMSLB F0R FRE<?H j
V C0VER !
I’LL PLU6
Hl/d, THE
/M0/VIENT
HE £H0W£
LUCKV THERE'<5 >
A WIND,..|Ti£> BL0WN
ÓÍ05T OF THE
TBAR 6Ae A
0UT 0F 7HI$ í
BACK R00A1! / |
I THINK 1 0URNED THf 6UV
BEHIND THE R0CK ! KEEP V0UR
GUN 0N THAT R0CK-0NE 0F
H!£ PAL^ AÍI6HT TRV TO
„ REACH HlAt'
UeiNG HI5 HENCHMEN AE> C0VER, LlVER'LlPS
N0T MUCH
C0VER 8ETWEEN
HERE AND THE LAKE,
A Kalli: — Jeg held að jeg hafi kveikt í náungan-
lím bak við klettinn. Beindu byssunni á klettinft,
óínhver af fjelögum hans kemur kannr.ke að reyna
s® bjarga honum. — Skifty: Það er heppilegt, að
ly-
það skuli vera vindur . . . mest af táragasinu er
rokið burt úr hcrberginu. — Kalli: Grinner, þú
sjerð um 'bílskúrinn. Hann er logandi og þrjótur-
inn þarf að leita sjer að nýju skjóli. — Grínner:
Jeg stúta honum um leið og hann kemur í Ijós.
Á meðan fjelagar hans berjast, unöirbýr Kalli
flótta. — Kalli: Það er bersvæði hjeðan niður að
vatninu, en það er einasti möguleikinn.