Morgunblaðið - 17.09.1947, Qupperneq 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
30 ARA AFMÆLI Verslun
lýtt met í
beihlaupi
Á INNANFJELAGSMÓTI
Knattspyrnufjelags Reykjavík-
ur, er haldið var í gærkvöldi,
setti boðhlaupssveit fjelagsins
nýtt ísl. met í 4 x 200 metra
hlaupi. Tími sveitarinnar var
1:32,4 mín. Gamla metið sem
í. R. átti var 1:32,7 mín.
í sveit K. R. eru: Pjetur Sig-
urðsson, Trausti Eyjólfsson,
Magnús Jör.sson og Ásmundur
Bjarnason.
Heigafellsútgáfan
gefur Barnaspílaía-
sjóðnum
HELGAFELLSÚTGÁFAN hef-
ur ráðgert að gefa út framvegis
fyrir jólin árbók fyrir börn,
og verður efni hennar eingöngu
valið úr prentuðum blöðum og
bókum, jöfnum höndum bund-
ið og óbundið mál, sem mest
var haft um hönd í æsku þess
fólks, sem nú er 40—60 ára.
Bók þessi ber nafnið ,,Jóla-
bókin“ og verður efnið að þessu
sinni valið af Sigurjóni Jóns-
syni lækni, ásamt útgefanda, en
myndirnar allar gerir Halldór
Pjetursson, listmálari.
5000 krónur af brúttó ágóð-
anum af sölu bókarinnar vill
forlagið bjóðast til að afhenda
Hringnum, sem lítinn stuðning,
til þess að koma fram þeirri
hugsjón fjelagskvtnnanna, að
reisa hjer veglegan barnaspít-
ata.
I þetta sinn verður haft eitt-
hvað af auglýsingum aftan við
bókina, og fylgir hjer með önn-
ur ávísun að upphæð kr. 2,500,
ágóði af auglýsingum.
Vinnuveitenduf
í Hafnarfirði segja
upp samningum
VINNUVEITENDAFJELAG
Hafnarfjarðar og Hafnarfjarð-
arbær, hafa fyrir nokkrum dög
um síðan sagt upp samningum
sínum við Verkamannafjelagið
Hlíf þar í bæ. Samningarnir
ganga úr gildi þann 15. októ-
ber næstkomandi.
Flugvjel Trumans
í Kefiavik
EINKAFLUGVJEL Trumans
Bandaríkjaforseta kom til Kefla
víkurflugvadar í gær. Flugvjel
forsetans heitir The Indepen-
dent og er hún nokkru stærri en
Skymasterflugvjelarnar.
21 maður er með flugvjelinni.
Komu þeir hingað frá Græn-
landi og hjeldu áfram til Banda
rikjanna í nótt er leið. Meðal
manna þeirra er með flugvjel-
inni komu, voru nokkrir hers-
höfðingjar, þeirra á meðal yfir-
maður ATC Harter hershöfð-
íngi.
Biðröð í Bankasfræti
I \ S 4 >
Dömubotnsur komu í Skóverslunma Skórinn í gærmorgun.
KSukkan 7 byrjuöu konur hjer í hœnum að hópnst í'raman
við verslunina. Biðröðin lengdist stöðugt og um kiukkan
9 náði hún nokkuð upp efiir Skólavörðustíg, eins og sjá má
af mynd þessari. (I.jósm. Sig. Norðdahl).
Fundarhlje á stjettaráð-
stefnunni vegna
nefndarstarfa
STJETTARÁÐSTEFNAN, sem ríkisstjórnm kallaði saman
til fundar s.l. fimmtudag 11. þ.m., hefur nú þegar haldið marga
fundi. Hafa fleiri eða færri ráðherrar venjulega setið þá. Hefur
ráðstefnan nú gert hlje til nefndarstarfa.
Þegar ráðstefnan hófst, lagði
ríkisstjórnin fram ýms gögn og
upplýsingar fýrir hana, um nú
verandi ástand í framleiðslu
og gjaldeyrismálum þjóðarinn-
ar. Síðan hafa fulltrúarnir ra:tt
þessi mál, með hliðsjón af á-
minstum gögnum, sem og því
er ráðstefnan hefur aflað sjer
til viðbótar, síðan hún hófst.
Síðdegis í gær, var almenn-
um umræðufundum ráðstefn-
unnar frestað, og kosnar þrjár
nefndir, til þess að kryfja ræki
lega til mergjar hin ýmsu mál,
sem hjer koma til greina, ef
leysa á þann mikla vanda er
leysa þarf.
Samtímis var þess óskað, að
ríkisstjórnin láti rannsaka sjer
stök mál í þessu sambandi.
Að lokurrt var fundarstjóra
ráðstefnunnar, Ólafi B. Björns
syni, falið að kalla ráðstefnuna
saman að nýju, þegar hann
teldi henta með hliðsjón af
framansögðu.
Ármenningur vann
10 km hlaupið
MEISTARAMÓTI íslands í
frjálsum íþióttum lauk í gær-
kvöldi. Var þá keppt í 10 km.
hlaupi. íslandsmeistari vai'ð Sig
urgeir Ársælsson úr Glímufjel.
Ármann. Hljóp hann vegalengd
ina á 35:49,6 mín.
HliS fyrir dollnra
BELGRAD: — Tító marskálkur
hefur sagt svissneskum blaða-
mönnum, að hann sje feginn, að
Sviss er þátttakandi í áætlun
Marshalls. Hann sagði, að hann
vonaði að fyrir bragðið myndi
nokkuð af dollurum slæðast inn í
Júgóslavíu frá Svisslandi.
Handknaitleiks-
flokkar í R fii
Akureyrar
NÆSTKOMANDI föstudag
fara hjeðan til Akureyrar hand
knattleiksflokkar fiá í. R. Það
eru meistarafl. karla og meist-
arafl. kvenna, sem taka þátt í
þessari för.
Handknattleiksráð Akureyr-
ar sjer um móttökur I. R.-ing-
anna og sömuleiðis um keppn-
ina. í l^venflokki keppa I. R.-
ingarnir við kvennalið „Þórs“,
en í karlaflokki keppa þeir við
úrval bæði úr K. A. t>g Þór.
Kept verður bæði á laugardag
og sunnudag. Spilað verður úti
báða dagana og verður leiktími
í karlaflokki 2x25 mín. en í
kvenflokki 2x15 mín. í. R.-
ingarnir munu koma aftur hing
að til bæjarins á mánudags-
kvöld. Fararstjóri þeirra er
Sigurður Magnússon, en með
þeim fer einnig þjálfari þeirra,
Hennig Isachsen.
„Englandsfararnir"
sýndir i Tjamarbíó
SÝNINGAB eru nú hafnar
að nýju í Tjarnarbíó á hinni
norsku stórmynd: Englandsfar
arnir.
Svo sem kunnugt er var
myndin sýnd hjer í Beykjavík
nú í sumar, en síðan hafa farið
fram sýningar á henni um því
nær land allt.
Sýningarnar hafa verið vel
sóttar, enda er myndin vel þess
virði og málefni það er inn-
gangseyri er varið í.
Tvö slys í gær
—
Fimm menn slasast
---------------- 1
Bíl hvolfir og bifhjóli ekið úf af héum
vegkanti.
I GÆBDAG urðu tvö umferðaslys. Annað austur á svo-<
nefndum Bolaöldum. Þar hvolfdi fólksbíl er í voru 2 karlmenn;
og ein kona. Konan og annar mannanna, slösuðust og voru;
bæði flutt í sjúkrahús. — Hitt slysið var á Ilafnarf jarðarvegL
Bifhjól, sem á voru tveir karlmenn og ein kona ók út af veg*
inum og meiddust öll sem á hjólinu voru meira og minna.
Bolaöldum
Þekktir listamenn
koma til Reykjavíkur
MEÐ Dr. Alexandrinu koma
til landsins 3 erlendir fjölleika-
menn. Einn af þeim, Speedy
Larking er fjölleikamaður á
heimsmælikvarða, ei hefur
sýnt listir sýnar í flestum stór-
borgum heims, m.a.: New York,
Berlín, París, Breslau, Varsjá,
Stokkhólmi, Oslo, Amsterdam,
Buenos Aires, Kaupmannahöfn
og víðar. Meðal fjölleikahúsa,
sem hann hefur sýnt í eru:
China Varietén, Stokkmólmi,
Ambassadör, Kaupmannahöfn,
Wintergarten, Berlín og Madi-
son Square Garden, New York,
er tekur 18,500 tilheyrendur. —
Speedy er vel þekktur frá
danska og ameríska útvarpinu.
Dönsk og sænsk blöð tala um
Speedy, sem stórbrotinn lista-
mann og snilling. Fyrir nokkr-
um árum hrósaði Hcover, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseti,
Speedy fyrir framúrskarandi
listamannshæfileika. Með hon-
um kemur f jölleikaparið Tonny
og Ronny (2 Ronnys), er hafa
sýnt á bestu fjölleikahúsum
Kaupmannahafnar.
Kabarettsýningar munu hefj-
ast föstudaginn 19. þ. m. og
starfa að þeim, auk erlendu
fjölleikamannanna, harmoniku-
snillingurinn Einar Sigvalda-
son, Baldur Georgs, töframað-
ur. Ljósameistari verður Hall-
grímur Bachmann. Hljómsveit
Gunnars Jónssonar leikur á
sýningunum.
Knatfspyrnukapp-
leikur á Akureyri
KN ATTSP YRNUFLOKKUR
frá ungmennafjelaginu Austra
á Eskifirði er hjer á ferð um
Norðurland og háði í gær knatt-
spyrnukappieik við íþróttafje-
lagið Völsungur á Húsavík. —
Leikar fóru svo, að Völsungur
sigraði með 4 mörkum gegn 1.
Veður var gott. — H. Vald.
Ógna með samvinnuslitum
HAAG: — Fulltrúar verkamanna
flokksins hollenska hafa ógnað
með því, að þeir muni segja sig úr
stjórnarsamvinnun'ni, ef hollenski
herinn í Indónesíu fær fyrirskip-
anir um að halda áfram árásum
sínum.
Slysið á Bolaöldum varð um kl,
2 í gærdag. Fólksbíllinn R-1271
var á leið til Reykjavíkur. Bíln-
um ók maður að nafni Ingvar
Jónasson til heimilis að Lamb-
haga - í Rangárvallasýslu og
skarst hann mikið á höfði. —*
Stúlkán heitir Fjóla Guðmunds-
dóttir, Þverveg 40 Skerjaíirði,
Hún skarst á fótum og hand-
leggjum. — Eigandi bílsins vafl
ennfremur i bílnum, en hanrj
slapp ómeiddur.
Fór þrjár veltur
Maður er var í vörubíl sínum
við slysstaðmn hefur skýrt svo
frá, að er bíllinn hafi nálgast,
hafi hann sjeð hvar bílstjórinn
misti stjóm á bílnum, snerist
hann á götunni og fór yfir á
vinstri vegarbrún, síðan yfir a
hægri brún, rakst þar á vörubíl-
inn og skemdi hann og kastaðist
síðan fram af vegbrúninni. Fór
bíllinn þrjár veltur áður erí
hann stöðvaðist.
Gísli Bjainason lögreglumað-
ur á Selfossi fór fólkinu til að-
stoðar og flutti það í Lands-
spítalann. Var þar gert að sár-
um þeirra Fjólu og Ingvars, en
seinna voru þau flutt heim til
sín.
_ I
A IIajnarjjaríiarvegi '
Slysið varð eitthvað á fimta
tímanum.
Tveir menn og ein kona komu
brunandi á bifhjólinu X—-174
yfir Öskjuhlíðina og í hallanum
fyrir ofan Þóroddsstaði kastað-
ist hjólið út af veginum og kom
niður í grjóturð. Þau sem á hjól
inu voru slósuðust öll meira og
minna. Voru þau flutt í Lands-
spítalann, en ekki voru meiðslin
svo alvarleg að ástæða þætti til
að leggja nokkurt þeirra í spítal
ann. Sá sem ók hjólinu heitir
Böðvar Steinþórsson frá Minni-
Borg í Grímsnesi. Farþegarnir.
voru Arnbjörg Ingvarsdóttir,
Eskihlíð C og Árni Magnússori
til heimilis að sama stað. ^
Sigurður Jónsson varð
númer sex. f
1 BRINGUSUNDI í Montq
Carlo varð Sigurður Jónsson úrl
KR sjötti maður af 17, sem
kepptu. Ekki er vitað um tíma
hans. Engar frjettir hafa borisf
af Sigurði Jónssyni úr ’ Þing'
eyjarsýslu.