Morgunblaðið - 26.09.1947, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. sept. 1947
c MORGUNBLAÐIÐ
9
Kommúnistar undiroka Ungverjaland II.
AHFEitÐiit HINNA!
Ll
EGLU
TIL AÐ iiNÝJA ERAIU JÁTIMINGAR
tftir FERENC NAGY, fyrverandi
forsætisráðherra
í»etta er önnur af þremur greinum eftir Ferenc Nagy, þar sem hann lýsir
valdatöku kömmúnista í Ungverjalanii.
Nagy var að hugsa um að slíta samvinnu við kommúnista haustið 1946, en
hætti við það, af ótta við, að Rússar m yndu „koma á spekt“ með því að setja
leppstjórn eins og á Balkanskaga.
í OKTÓBER var Rakosi, vara-
forsætisráðh. og einn af komm-
únistasjömenningunum ,stóru‘,
í Ungverjalandi, orðinn harðari
í horn að taka. Aður var hann
spaugsamur ofstækismaður. —
Hann sagði okkur oft sögur frá
því, að hann var umboðsmaður
Komintern í Vestur-Evrópu og
gat af eigin raun borið saman
aðbúnað í fangelsiun allt frá
Italíu til Danmerkur. En nú
hafði hann snúið sjer að efn-
inu.
Nú get jeg sjeð hann fyrir
mjer, þegar hann kom á ráðu-
neytisfundi. Fyrst dró hann upp
flugbeittan vasahníí og opnaði
hann. Síðan skar hann papp-
írsblað vandlega með honum í
mjóar, snotrar ræmum. Á þess-
ar ræmur skrifaði hann svo fyr
irskipanir sínar, sem hann ekki
aðeins fekk hinum kommúnist-
isku starfsbræðrum sínum, heid
ur einnig meðlimum Þjóðleg'a
Bændaflokksins, sem voru
hlyntir kommúnistum, og Arp-
ad Szakasits, foringja jafnaðar
manna, sem var nú algerlega
í vasa Rakosis.
Þó að Szakasits. sæti næst
Rakosi, talaði hann ekki við
hanrt, heldur rjettí hann hon-
um bara pappírsræmuna, án
þess að nokkur minnstu svip-
brigði sæjust á andliti hans.
Ástandið versnar.
Ástandið fór versnandi, og
í desember var mjer sagt frá
því í trúnaði, að pólitíska her-
lögreglan ungverska hefði
leynilega látið handtaka hóp
manna íyrir „samsæri gegn
ríkinu“. Jeg krafðist fullrar
skýringar á þessu tiltæki.
Þetta kvöld var barið að dyr
um á íbúð minni. Inn gekk rúss
neski herforinginn Kondratov,
formaður hernaðardeildar eft-
irlitsnefndar bandamanna, sem
Sviridov hershöfðmgi rjeð yfir,
en hann er formaður nefndar-
innar og ræður þar lögum og
lofum.
,.Ef fyrirspurnin verður ekki
tekin aftur þegar í stað“, sagði
hann, verður þetta samsæris-
mál fengið í hendur riissnesku
hernaðaryfirvöldunum“.
Þetta þýddi þao/ að farið
yrði með alla þá, sem þegar
höfðu verið handteknir eða
mundu verða handteknir, til
Rússlands, og þeir myndu ef til
vill aldrei sjást framar, en í
Ungverjalandi myndu yfir-
hejrrslurnar þó vera opinberar.
Jeg gaf fyrirskpun um að taka
fyrirspurnina aftur.
„Samsærið“.
Næsta morgun sagði jeg Rajk
innanríkisráðherra, að gefa
mjer skýrslu. Hann er sá eini
af kommúnistasjömenningun-
urr)^,,stóru“, sem hefur ekki
fengið þjálfun í Rússlandi. —
Hina kommúnisku fræðslu sína
fekk hann í öðrum Evrópulönd-
um.
Rajk, hár maður, grannur og
hátíðlegur á svip, gekk inn,
öruggur í fasi. Jeg er viss um,
að hann hefur hevrt um komu
Kondratovs. Rajk sagði, að sam
særið væri miklu viðtækara en
í fyrstu hefði verið haldið. —
Leynilegar, falsaðar hernaðar-
fyrirskiþanir hefðu fundist, þar
sem öllum yfirmónnum í hern-
um og fyrverandi meðlimum
lögreglunnar, sem ekki voru
kommúnistar, var skipað í
flokka, sem kollvarpa áttu lýð-
veldinu og koma á „fasista-
einveldi".
Mjer fannst fjarstætt, að
nokkrum samsænsmanna gæti
látið sig dreyma uru slíkt áform.
Meðan Rússar höfðu setulið í
landinu, var það beinlínis hlægi
legt, og jafnvel eítir að þeir
hyrfu á brott, var fráleitt að
láta sjer detta í hug, að þeir
mundu leyfa, að slík stjórn yrði
sett upp á landamærum þeirra.
Eftir ein eða tvo daga kom
Rajk aftur, mjög alvarlegur.
Fleiri handtökur höfðu verið
gerðar, sem flæktu meðlimi
Smábændaflokksins alvarlega í
málið. Þegar jeg heyrði þetta,
bað jeg, um, að flokkarnir
hjeldu ráðstefnu.
Rajk kom á ráðstefnuna með
heilmikið af lögregluskýrslum
og stóran bunka af nákvæmum,
skriflegum játmngum, sem
hann sagðist hafa fengið hjá
hinum handteknu mönnum. —
Honum þótti leitt að þurfa að
segja, að sumar þessara játn-
inga flæktu þingmenn Smá-
bændaílokksins og meira að
segja ráðherra, Ar.drew Mist-
eth, viðreisnarráðherra í málið.
Lognar ákærur.
Eftir þreytndi umræður var
ákveðið, að Smábændaflokkur
inn yrðj að samþykkja mála-
ferlin, en krefðist þess, að rjett
arhöld í heyranda hljóði yrðu
haldin yfir hinum akærðu, eins
fljótt og mögulegt væri. — Ef
játningarnar væ>'u falsaðar,
væri þá hægt að bera á móti
þeim eða taka þær aftur. Nokkr
um mánuðum áður höfðu kom-
múnistar reynt að ljúga upp
morðákæru á tvo af meðlimum
Smábændaflokksins. en hinir
ákærðu voru sýknaðir, eftir að
yfirheyrsla hafði íarið fram í
rjettinum.
En í þetta sinn var þó við
rammari reip að draga. Kom-
múnistar voru rjett að byrja.
Blöð þeirra fóru r.ú að ákæra
hvern Smábændaflokksmann-
inn á fætur öðrum um þátt-
töku í samsærinu, og þar á með
al nokkra hinna hæfustu og
duglegustu.
í hvert sinn, sem minst var
á einhvern, kom hin pólitíska
lögregla Rajks með játningu
frá þeim, sem þegar höfðu ver-
ið handteknir, sem flæktu þá,
i sem á eftir voru nefndir, í mál-
ið. Menn voru nú handteknir
hundruðum saman (síðan þús-
undum saman) og eftir því, er
stundir liðu, óttuðust allir and-
kommúnistar, að knúið yrði
dyra hjá þeim að næturþeli.
Nú fóru málgögn kommún-
ista að ráðast á Bela Kovacs, að-
alritara Smábændaflokksins og
aldavin minn um tuttugu ára
skeið. Rakosi og Szakasits
komu og sögðu mjer, að vitan-
lega væri Kovacs ekki samsær-
ismaður, en hins vegar hefði
hann þó þekt marga samsæris-
mannanna. Þess vegna báðu
þeir mig að senda hann í ,,leyfi“
upp í sveit,
Bela Kovacs ákærður.
Þó að jeg harðr.eitaði þessu,
var mjer órótt innanbrjósts. —
Jeg vissi, að vinur minn var
einlægur, opinskár og tilíinn-
inganæmur maður, sem stund-
um sagði skoðanir sínar afdrátt
arlaust. Jeg óttaðist, að komm-
únistar kynnu að notfæra sjer
þetta. Þess vegna tók jeg hann
með í stutta veiðiferð nokkurum
dögum seinna þangað, sem ekki
þurfti að óttast njósnara eða
hljóðritara og bað hann að vera
varkáran. Hann hjet því.
Hann sagði, að sem raunsæ-
ismaður teldi hann, að sam-
steypustjórnin væri nauðsynleg.
„En þessir kommúnistar", hróp
aði hann, „munu nota sjerhvert
vopn á himni og jörðu til að
eyðileggja okkur“.
Hann bauðst til að segja af
sjer af fúsum vilja og fara upp
í sveit, ef ástandið mundi lag-
ast við það. Jeg sagði honum, að
jeg tæki það ekki í mál.
Nokkrum dögum seinna full-
yrtu kommúnistar, að Kovacs “
væri beinlínis viðriðinn „sam-
særin“, og kröfðust þess, að
friðhelgi hans sem þingmanns
yrði afljett, svo að hægt væri
að handtaka hann. Jeg og Smá-
bændaflokkurinn mótmæltum
þessu harðlega. Raunveruleg
kyrrstaða ríkti nú í starfsemi
stjórnarinnar.
Að lokum var samþykt, að
Kovacs skyldi af fúsum vilja og
án þess að friðhelgi hans yrði
skert fara á fund lögreglunnar
þrjá daga í röð, sex klukku-
stundir á dag, sætta sig við, að
hann yrði yfirheyrður og svara
ákærunum.
„Öskruðu framan í niig í sex
klukkustundir“.
í lok fyrsta dagsins kom Ko-
vacs til mín. „Þeir eyddu hreint
og beint þessum sex klukku-
stundum í að öskra framan í
mig,“ sagði hann, „og gáfu mjer
ekki einu sinni tækifæri til að
svara.“ Samt sagði hann þreytu
lega, að best væri að leika þenn
an skrípaleik á enda. Þetta var
seinasta skipti sem jeg sá hann. .
Meðan á yfirheyrslunum stóð
annan daginn, hinn 26. febr.
1947, gerði rússneska herlög-
reglan skyndiárás á lögreglu-
stöðina og hafði Kovacs á brott.
Hann var ákærður fyrir sam-
særi móti rússneska hernum,
sem var blátt áfram alveg frá-
leit hugmynd. Friöhelgi hans
sem þingmanns gat ekki varið
hann fyrir Rússum.
.Jeg lá andvaka þessa nótt og
ákvað, að segja af mjer for-
sætisráðherraembættinu. -— En
með morgunsárinu snerist mjer
hugur. Það gæti ekki hjálpað
Kovacs, og það var ef til vill
einmitt það, sem kommúnistar
vildu.
Eftir nokkura daga sendu
Bretar og Bandaríkjamenn
harðorðar orðsendingar til Sviri
dovs hershöfðingja, þar sem
þeir mótmælíu handtöku Ko-
vacs og kröfðust þess, að hlut-
laus rannsókn yrði látin fara
fram á þessum ,samsærum‘ sem
notuð hefðu verið sem tylliá-
stæður til handtökunnar.
Þrem dögum síðar svaraði
Sviridov fyrir munn Rússa:
Afdráttarlaus neitun. í næstu
viku endurtóku Bretar og
Bandaríkjamenn kröfu sína enn
þá skýlausara. Aftur neituðu
Rússar. — Kommúnistar voru
farnir að færast í aukana.
Vísindalegar pyndingar.
Það var nú farið að kvisast,
að hin ungverska pólitíska lög-
regla Rijks notaði vísindalegar
pyndingar á „samsæris“-föngun
um. Jeg á ekki við ruddalegar
I ; Ffh. á bls. 12