Morgunblaðið - 05.10.1947, Side 2

Morgunblaðið - 05.10.1947, Side 2
2 MORGViSBLAÐlÐ Sunnudagur 5. okt. 194/ | EINAR OLGEIRSSON SÝNIR ENN HVERRA ERINDI HANN REKUR ÞÓ AÐ merkilegt megi virð- ast eru enn ýmsir, einkum í kommúnistaflokknum sjálfum, en einnig einstaka maður með- al andstæðinga þeirra, sem ekki trúa því, að kommúnistarnir ís- lensku fái utanlands að fyrir- mæli um afstöðu sína í öllum höfuðmálum. Vantrú þessi er að vísu skilj- anleg. Það er eðlilegt, að margir góðir íslendingar þurfi að láta segja sjer það oftar en einu sinni, að heill fiokkur hafi glat- að svo íslendingseðli sínu, að hann lúti erlendri yfirdrotnun í íslenskum málum. y * Hamast gegn hagsmunum Islands Bansa eftir erlendum nótum. Vissulega er það skiljanlegt, að mönnum þyki þjóðin tii Iítils hafa háð aldalanga sjálfstæðis- baráttu ef ávöxturinn á að verða sá, að strax á fyrstu árum hins al-frjálsa lýðveldis eflist erind- í ekar erlends einræðis til áhrifa á íslensk stjórnmál, í dulargerfi bjargvætta verkalýðsins. Afstaða þeirra manna, sem þykir slíkt ótrúlegt, er meira en eðlileg. En þó gætir hjá þeim nokkurs misskilnings. Fjarri fer því, að meginhluti meðlima kommúnistaflokksins íslenska geri sjer þess grein hvers klóm þeir eru. Allur þorri þessara flokksmanna eru í eðli sínu góðir Islendingar, sem að- eins hafa látið lokka sig af rjettri leið um sinn. Munu þeir og hverfa frá þessari villu sinni, þegar þeir sannfærast um hvílík um vjelráðum þeir hafa verið beittir. Það eru aðeins örfáir forystu- menn flokks kommúnista, sem vita hið sanna samhengi. En það erú mennirnir, sem ráða stefnunni. Eftir pípu þeirra verð ur öll flpkkshjörðin að dansa. Laéið, sem þeir leika, er hins- vegar tekið eftir nótum, sem sendar eru erlendis að. fram játningar frá fómarlömb- um sínum, þar sem þeir ráða yf- ir fangelsum, yfirheyrslu-aðferð um og dómsvaldi. Slíkar aðfar- ir tíðkast sem betur fer ekki Eru kommúnistar í Kanada og íslandi ólíkir í eðii? En ef þetta er svo, af hverju eru þá ekki fluttar fram full- gildar, beinar sannanir fyrir þessum staðreyndum? Eðli málsins samkvæmt er það mjög örðugt. Kommúnistar er'u að vísu lægnir á að knýja hjer á landi. Enda er ekki mikið leggjandi upp úr játningum, sem á þann veg eru fengnar. Menn geta heldur ekki búist við, að kommúnistaforingjarnir láti játningar um athæfi sitt eða skrifleg sönnunargögn fyrir því liggja á glámbekk. í einstöku löndum hefur stjórn vöidunum þó tekist að hafa hendur í hári þeirra. 1 njósnar- málunum í Kanada sannaðist, að aðalforsprakkar kommúnista þar í landi voru beinir njósnarar erlends herveldis. En engar slíkar beinar sann- anir liggja fyrir hjer á landi. Eins og málum horfir við hjer, verða menn þess vegna að fara eftir því, sem álykta verður eft- ir líkum. Er það sennilegt, að eðli kommúnistaflokksins hjer á landi sje ólíkt því, sem er í Kan- ada? Um það verður hver að * álykta eftir sinni dómgreind. Of margar tilviljanir. Eða er það tilviljunin einber, að kommúnistar hjer á landi eru ætíð sammála flokksbræðr- um sínum erlendis? Hver get- ur bent á nokkuð dæmi þess, að Þjóðviljinn í Reykjavík hafi nokkru sinni tekið aöra aístöðu til alþjóðlegra mála en aðalblöð kommúnista, t. d. í Oslo, Lond- on, Stokkhólmi eða New York? Er það tiiviljunin einber, að að kommúnistablöð víðsvegar um heim ræða sömu málin sömu dagana með sömu oruunum? Er það tilviljunin einber, að ætíð þegar hafin er áróðursher- ferð í Austurvegi stendur aldrei á því, að slegist sje í förina hjer á landi, bæði í Þjóðviljanum og öllum flokksdeildum kommún- ista? Rödd bergbúans. Glöggt dæmi þessa birtist í fyrstu tillögunni, sem kommún- istar flytja á Alþingi að þessu sinni. Beckstein flygill Beckstein flygill Salon (2 metrar) ekki nýr, en í góðu standi til sölu. Þeir sem óska nánari uppl. sendi nöfn sín til afgr. Mbl. merkt: „Beckstein Flygill“. Sníðokennsla Byrja námskeið í kjólasniði 21. október. NámskeiÖiö 30 tímar. Hef lært á Stockholms Tillskárar-Akadami. Nánari upplýsingar Garðastræti 2, 1. hæð, kl. 2—6 virka daga, sími 4578. ^iarún n rÉa rcló ttir r Allir þeir, sem eitthvað hafa fylgst með alþjóðlegum málum, vita, að austan við járntjaldið hefur í alt sumar verið hamast á móti Marshalláætluninni og Parísarráðstefnunni. — Þessi hamagangur hefur síðan end- urómað í kommúnistablöðunum um allan heim. Af átökunum um Tjek.kósló- vakíu minnast menn þess hversu harðsótt þessi viðureign hefur verið. Sjálfir ákváðu Tjekkar í fyrstu að taka þátt í Parísarráð stefnunni. — En skyndilega var þeim kippt inn fyrir járntjald- ið aftur. Komu þá mörgum í hug sagnirnar gömlu um það, er menn voru bergnumdm. — Tröllshendin kom alt í einu út úr hömrunum og kippti vegfar- endum inn í bergið til sín. Er það nú einber tilviliun, að fyrsta tillaga kommúnista á hinu nýsetta Alþingi skuli vera áróður gegn Marshalláætluninni og Parísarráðstefnunni ? Hver er sá, sem treystir sjer til að neita því, að það er rödd berg- búans, hins sama, er hremdi Tjekkóslóvakíu, sem nú lærur til sín heyra á Alþingi íslendinga? Frumburður af erlendum upp- runa. Ef Einari Olgeirssyni hefði verið efst í huga rjetting þeirra mála, sem íslensk alþýða barfn- ast nú mest að leysti verði, hefði hann vissulega valið annað en þetta til að verða frumburð sinn á hinu nýja Alþingi. Einar Olgeirsson veit ofurvel, að ísl. ríkisstjórnin hefur ekki sótt um neitt dollaralán, hvorki í sambandi við Marshalláætlun- ina, Parísarráðstefnuna eða á neinn annan hátt. Stefna ríkis- stjórnarinnar er þvert á móti sú, að reyna í lengstu lög að koma í veg fyrir erlendar lán- tökur. Ef Einar Olgeirsson hefði sama hug á því og ríkisstjórnin að forða íslendingum frá bví að lenda í klóm erlendra skuldu- nauta, mundi hann áreiðanlega leggjast á sveif með stjórninni um að leiðrjetta fjármál og at- vinnulíf landsmanna. Einar vill selja sannfæringu íslensku þjóðarinnar. Hann hefur ekki valið sjer það hlutskipti. Þvert á móti hef ur hann, sem allra manna er margmálastur um hætturnar af erlendum auðhringum, beitt sjer fyrir því, að koma fjárhags- ástandi landsins í slíkt öngþveiti að, ef ekki verður við gert, er sýnt, að á skammri stund mun- um við komast á kaf í skuldum. Einari hefur gefist sjaldgæft tækifæri til að standa við orð sín um baráttu fyrir sjálfstæði íslands og gegn erlendum auð- hringum. Efndirnar hafa ekki fylgt orðunum. Mælgin vellur nú af vitum hans til að fá því tvennu áork- að: Að Islendingar bæti upp verð afurða sinna með því að selja eitthvað af sannfæringu sinni til þeirra, er hana vilja kaupa, og að koma landsmönnum í skulda fen, sem þeir seint eiga aftur- kvæmt úr. Einar vildi gera landið að viðundri. Hlutur íslands yrði því vissu- lega ekki öfundsverður ef menn með skoðunum Einars Olgeirs- sonar rjeðu utanrikismálum þess. Verk sitt vill hann nú kór- óna með því að einangra ísland frá öllum nágrönnum landsins. Öll ríki í Evrópu vestan járn- tjaldsins, sem áttu kost á því, tóku þátt í Parísarráð.stefnunni. Ef ísland hefði neitað þar þátt- töku hefði landið orðið að sönnu viðundri. Slíkt hefði í senn lýst' auðvirðilegum, kommúnistisk- um þrælsótta og algerri blindu á eigin hagsmuni. Velgengni íslands liáð efnahag viðskiftaþjóðanna. Ef við íslendingar kunnumí fótum okkar forráð, þurfum við ekki sjálfir að halda a peninga- hjálp samkvæmt Marshalláætl- uninni. Vandræði okkar eru slík að við einir verðum ,sóma okk- ar vegna, að lækna þau. Enda er það okkur síst ofvaxið, ef við höfum vit og vilja til. Hitt er ljóst að framtíð okk- ar er því mjög háð, að efnahag- ur annara Evrópuríkja rísi úg rústum. Eftir okkar litlu getu, eigum við að stuðla að því. Ef í Evrópu ræður eymd og volæði,. hlýtur slíkt og til langframa a<5 verða okkar hlutskifti. Fjandskapur kommúnista viði þátttöku Islendinga í Parísar- ráðstefnunni er þess vegna auð- sæ viðleitni þeirra til að koma í veg fyrir, að ísland, að sínum litla hluta, vinni að þeirri end- urreisn með nágrönr.um okkar, sem gæfa okkar getur verið und ir komin að takist sem best. Þvollahús ríkisspít- alanna SVO sem kunnugt er, hefur stjórnarnefnd ríkisspítalanna farið þess á leit við bæjaryfir- völdin, að fá úthlutaða lóð und- ir væntanlega þvottahúsbygg- ingu í nágrenni Landsspítal- ans. Skipulagsnefnd og skipulags menn bæjarins, hafa fjallað um malið að undanförnu og leggj- ast þeir gegn því að þvottahús- ið verði byggt í námunda við Landsspítalalóðina. Hins vegar er bent á, að í væntanlegu iðn- aðarhverfi við Suðurlandsbraut sje heppilegt að byggja þvotta- húsið, ef ekki er unnt að reisa það á sjálfri Landsspítalalóð- inni. Bæjarráð ræddi þetta mál á fundi sínum í- fyn adag og er það samþýkkt þessu áliti skipu- lagsnefndar og skipulags- manna. KR seSur diengjaRet í 42200 m bcðhtaupi Á INNANFJELAGSMÓTI hjá KR s.l. þriðjudag setti drengjasveit fjelagsins nýtt drengjamet í 4x200 m. hlaupi. Timi sveitarinnar var 1.36,6 min. Fyrra drengjametið, sem ÍR setti 1943, var 1.38,2 mín. — 1 KR-sveitmni voru: Pjetur Sig urðsson, Ingi Þorstemsson, Sveinn Björnsson og Magnús Jónsson. Ameríska stjérnin kaupir lóð undir sendiráðsbygglngu BANDARÍKJASTJÓRN hef- ir fest kaup á lóð hjer í bæn- um til að byggja þar sendiráðs hús. Er það hin svokalaða Frí- múraralóð við Fríkirkjuveg og Skothúsveg. Mun sendiráðið hafa I hyggju að byrja á bygging- arframkvæmdum í vetur og vor og byggja þar bæði íbúðar hús fyrir sendiherra og skrif- stofubyggingu fyrir sendiráð- ið. — Alisjáðasamband ferðastofnana FULLTRÚAR frá ferðastofn- unum 30 landa komu saman I París í dag til þess að ræða betri samvinnu milli stoínan- anna. Á fyrsta degi fundarins var samþykt tillaga um að það væri mjög æskilegt að stofna alþjóðasamband ferðastofnan- anna. — Reuter. BRAGGAHÓTELINU Winston á Reykjavíkurflugvelli, hefur verið lokað. Flugráðið samþykti á fundi sínum fyrir nokkru, að starf- ræksla hótelsins, skyldi lögð niður frá og með 1. okt. jjGarðyrkjufjelag Islandsí I dag kl. 2,30 verður haldinn fyrirlestur með litskugga- myndupi i Oddfellowhúsinu niðri. 4; Aðgangur óke}rpis. % 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.