Morgunblaðið - 05.10.1947, Page 5
[ Sunnudagur 5. okt. 1947
MORGUNBLAÐIÐ
5
Tómas Guðmundsson:
HATIÐALJ
Aldarafmæii Presfaskólans 2. okfóber 11147
I.
Syng guði dýrð, syng drottni þökk, vor þjóð,
að það var hann,
sem leiddi þig og heilög, himnesk Ijóð
úr harmi þínum vann.
Því ef þú hlaust að ganga, mönnum gleymd,
hinn grýtta stig,
í hjarta guðs þú hittir tár þin geymd.
Sjá, hann einn mundi þig.
Vor kynsljóð stendur enn við opna gröf,
tog enn sem fyr
um leiðsögn yfir harmsins trylltu höf
hún hrædd og felmtruð spyr.
JEn ofar dauða og kvöl ris krossinn enn,
sem Kristur ber.
Og sjá, hann knýr og kallar alla menn
að koma og fylgja sjer.
Því Kristur lifir. Angist lians og ást
fer alla tið
með frið og mildi hvar sem heimslóm brást
og háð er banastrið.
Og megi kirkjan koma og lýsa þeim
að krossi hans,
sem þrá að likna og leiða þjáðan heim
að lindum kœrleikans.
II.
Oss lýsir enn og Ijómar bjarmi sá,
er liðnu þjóðlifsvori stafar frá,
og enn í dag er aldarsaga þaðan
m: 5 afrek sin og drauma gengin hjá.
En þjóðin man hvern sigur, sem var unninn,
og ína ást og virðing tjáir þeim,
er þungum steini lyftu og lögðu grunninn
að landsins ceðsta skóla og fluttu’ hann heim.
Hann hófst. án valds og auðs, og aldrei brann
af ytri dýrð neinn Ijómi um skóla þann,
en það var hjartans traust og trúin hreina
á tign Kins ceðsta lífs, sem reisti hann.
Því hjeðan sá hún öldmn ofar' rísa
þann eld, er slcyldi lýsa heilli þjóð.
Og blessum aila, er vildu þangað vísa
til vegar sínu fólki um grýtta slóð.
•
Og cnginn skóli korn hjer víðar við
nje valdi sjer til fylgdar hærri mið.
Um landið allt hans lærisveihar stóðu
í lífsins gleði og sorg við fólksins hlið.
Og hafi stundum lágum loga brunnið
það Ijós, sem kirkjan þeim í hendur gaf,
er meira vert um hitt, að hjer var unnið
margt hcilagt starf, sem skín og lýsir af.
Því blessa horfnir dagar lýð vors lands.
Svo leiði nýja öldin sál hvers mcinns,
er heyrir guð i hjarta sinu kalla
og hingcið fer að leita sannleikans.
Og megi skólinn skyldur sínar rækja
og skapa nýjan Ijóma um fornan arf,
og megi þjóðin þrek og djörfung sækja
til þeirra, er honum vigja líf og starf,-
Og treystum því, sem hönd guðs hefur skráð:
1 hverju fræi, er var í kærleik sáð,
býr fyrirheit um himnariki á jörðu.
Hver heilög bæn á vísa drottins náð.
Og hví skal þá ei ógn og íiatri hafna
ef hjálp og miskunn blasir Öllum við 1
% trú, sem ein fhá þúsund þjóðum safna *
til þjónustu við sannleik, ást og frið? 1
• 1
III. í
Sjá, dagarnir liða, í leiðslu við hlustum *
á laufið, sem hrynur um aldanna slccg !
og leggst yfir stofnana sterku, 1
sem stormur og dauði til jarðar sló. }
En þó að þeim visni hvert b'jarkarblað, f
þá blómgast oss önnur í þeirra stað. 1
Því áfram skal ka'diö og aldrei þagnar \
hin eJífa hrynjandi lífsins, *
sem ymur um áldanna skóg. f
*
Við hverf ula daga mörg blekking oss bindur. I
Þó býr oss i hjörtum sú eilífðarþrá, 1
er kveður sjer hljóðs og rís hærra \
en heimsdýrð og jarðneskar óskir ná. 1
Hún stefnir frá glötun og liarmi heim. *
Og hvort skal hið clauðlega miklast þcim, f
sem leita, handan við hrun og myrkur, f
þess himins, er vakir og kallar 1
í aldanna eilífu þrá? f
r
Sjá, laufið hrynur, en lífið er eilíft. *
Lát lindirnar hniga í djúpan sjó. j
Því eitt sinn vor kynslóð skal eignast
í áldanna skógi sitt bergmál þó. f
Ó, megi það hljóma sem heilagt Ijóð, ,*
er himnmum blessar vort land og þjóð }
og nýrri og fegurri veröld vísar ' .*
á veg hinna eilífu stjarna, í
er skina yfir áldanna skóg.
y?i
I
4'
4
4
$
4
c
Berklavarnadagurinn 1947
Sjálfboðaliðar við sölu 'merkja
oerklavarnadagsins gjöri svo
vel að snúa sjer til einhvers
eftirgreindra staða:
Xirkjustræti 12. Heilsuverndar
stöð Reykjavíkur.
Skipasund 10,_ Margrejt Guð-
mundsdóttir.
Miðtún 16, Árni Einarsson.
Mánagata 3, Baldvin Baldvins-
son.
Leifsgata 15, Daniel Sumarliða
son.
Grettisgata 26, Halldóra Ólafs-
dóttir.
Vegamót, Seltjarnarnes, Sigur-
dís Guðjónsdóttir.
Kaplaskjólsveg 5, Kristinn Sig-
urðsson.
Kamp Knox, Braggi 3—5, Ottó
Árnason.
Bergstaðastræti 67 kjallara
Einar Einarsson.
Sólvallagata 20, Markús Eiríks-
son.
Frcyjugötu 5, Jóhanna Stein-
dórsdóttir.
Skrifstofa sjómannablaðsins,
Víkingur.
Fríða Helgadóttir.
Skáli við Þóroddsstaði, Vikar
Davíðsson.
Sogamýri: Lára Eiríkisdóttir,
Rjettarholti.
REYKVlKlNGAR!
Kaupið merki og blðð dagsins
Minnist |>ess, að öllum ágóða
Berklavarnardagsins verður
varið til hinnar þjóðnýtu menn
ingarstofnunar, Vinnuh. að
Reykjalundi.
Minníst þees, að barátlan gegn
berklunum er engum óviðkom-
andi.
\
Slyrkið SÍBS, til að_ fullgera
vinnuh. að Reykjalundi og
SIBS mun gjalda yður með
aukinni heilsuvernd og ]a>kk-
andi útgjöldum til heilbrigðis-
og fjelagsmála.
SkoSlð sýningargluggaoa h]á Haraldi og Jéni Bjornssyni. Par má sjá sýnishorn aí
framSeiðslu vinnheimilisins.að Reykjalundi. Sú framleiðsla er þjéðarbúinu fundið fje.