Morgunblaðið - 05.10.1947, Page 7

Morgunblaðið - 05.10.1947, Page 7
Sunnudagur 5. oit. 1947 MORGUISBL AÐIÐ 7 REYKJAVÍKURBRJEF ‘TT Þingið. ALÞINGI það, er settist á rökstóla þ. 1. okt., hefir enn ekki meira en svo- tekið til starfa. Mikil verkefni liggja fyrir þessu þingi, sem kunnugt er. Þjóðin ætlast til þess, að þingið ráði fram úr erfiðleik- um atvinnuveganna, svo við- unandi verði, og almenningi verði trygð atvinna. Ríkisstjórnin heíir ekki lagt fram neinar tillögur í þessu vandamáli enn. Er þess varla að vænta, því tillögur þær, sem til greina koma, verður að sjálf sögðu að semja í samráði við þingflokkana. En almenningur í landinu ætlast til þess, að ríkis stjórnin hafi um það forystu, að þeir þingflokkar, sem vilja að ráðið verði fram úr vandan- um, komi sjer saman um hvaða leiðir eigi að fara. Aflabrögð. FYRIR nokkru síðan fengu íslenskir útgerðarmenn fregnir um það að hinir verðminni fisktegundir myndu seljast í Englandi með öðrum ísfiski, svo sem upsi og karfi og það þó mikið bærist til landsins af þess háttar fiski. — Síðan hefur geng'ið fljótt fyrir togurum að afla í sig fyrir breska markað- inn. Eru nú flestir togaranna í Englandsferð. Fiskþurð hefir veríð um hríð á enska markaðnum, m. a. vegna þess hve lítið hefir afl- ast við Bjarnarey og þar um slóðir. íslensku togararnir eru nú 32 talsins. Af þeim eru 10 ný- byggingartogarar, en 3 eru ný- legir, keyptir frá Englandi, og smíðaðir árið 1936. Síldarafli hjer í Flóanum hef ír verið mjög lítill, svo til vand ræða horfir með beitu. Munu ekki vera komnar nema um 20 þúsund tunnur á land af beitu- síld. En 60 þúsund tunnur voru notaðar hjer í beitu í fyrra. Þeir sem hafa gert báta út á síld- veiðar, eiga erfitt með að halda bátunum úti í aflaleysi öllu lengur. En leggist síldveiðitil- raunir niður, er hætt við, að enginn verði þess var, þó síld- argangan glæðist þegar kemur fram á haustið. Fjárskiptin í haust. NU í haust er byrjað fyrir alvöru að úrýma sauðfje á hinu sýkta svæði landsins. Varnar- girðing hefir undanfarin ár leg- íð yfir Vestfjarðakjálkann sunn anverðan, frá Steingrímsfirði í Berufjörð á Barðaströnd. En svæðið á Vestfjörðum norðan þeirrar girðingar, er talið ósýkt með öllu. í sláturtíð þeirri, sem nú stendur yfir, verður öllu sauð- fje útrýmt, sem verið hefir í næstu 16 hreppum frá girðingu þessari. En ný girðing hefir ver ið sett upp um Dalasýslu sunn- anverða austur Laxárdalsheiði og austur á Aðalbólsheiði í Mið firði og þaðan norður eftir aust urmörkum Torfastaðahreppa út í Miðfjörð við Stóra Ós. Keypt hefir verið fje af Vest- fjörðum í staðinn fyrír það sem skorið hefir verið niður á þessu útrýmingarsvæði, alls um 15 þúsund fjár. En á þessu svæði var í fyrra 27 þúsund fjár full- orðið og veturgamalt. Bændur sem búa á útrýmingarsvæðinu fá . úr ríkissjóði samkvæmt gildandi lögum sem svarar hálfu lambsverði fyrir hverja fullorðna kind og veturgamla sem skorin er, þegar fjárskipt- in eru gerð. Er það greitt árið eftir að niðurskurður fór fram. Talað er um að næsta haust verði fjárskifti gerð á svæð- inu frá Miðfirði til Hjeraðs- vátna. Bændur miili Blöndu og Hjeraðsvatna gerðu með sjer samtök í sumar, til þess að gangast fyrir niðurskurði til út- rýmingar f járpestunum. — En nefnd sauðfjárveikivarna og ríkisstjórn vildu ekki fallast á að sú útrýming færi fram að þessu sinni. Mikið er í húfi fyrir land- búnaðinn, einkum í sauðfjár- ræktarsveitum, að sú mikla og kostnaðarsama útrýming, sem nú er hafin, komi að til- ætluðum notum. Skömtunin. SKÖMTUN sú, sem gekk í gildi um síðustu mánaðamót á kornvöru, kaffi og sykri, vefnaðarvöru, hreinlætisvöru og búsáhöldum svo og mjólkur og bensínskömtun hefir að sjálf sögðu vakið mikið umtal. Svo iítið höfum við íslend- ingar haft af skömtunum að segja á undanförnum árum skorts og erfiðleika, að mönn- um finnst ekki mikið til um þó grípa þurfi að einhverju leyti til slíkra ráostafana hjer. Að sjálfsögðu hafa nú í upp- hafi komið fram nokkrir gallar á því skömtunarlagi, sem efnt hefir verið til, á meðan reynsla er ófengin um það, hvernig skömmtuninni verður best hag- að. Agnúarnir verða að sjálf- sögðu lagaðir, þar sem því verð- ur við komið, án þesss að skerða aðaltilgang skömtunar- innar. Bílstjórar hjer í Reykjavík hafa t. d. látið í ljósi þá skoðun sína, að skamtur sá flf bensíni sem þeim er ætlaður, sje svo lítill að stórlega dragi úr eðli- legum tekjum þeirra, ef strang- lega er framfylgt skömtunar- reglunum. En að sjálfsögðu vakir það ekki fyrir þeim sem veita skömmtuninni forstöðu, eða hafa samið reglur henn- ar, að leggja stein í götu manna við atvinnu þeirra. En þegar lagt er út á sparnaðarbrautina af nauðsyn, þá verður að kosta kapps um, að þær ráðstafanir sem gerðar eru, miði að því að losna við þau útgjöld sem ónauðsynleg eru, án þess að gera nokkrum manni óþægindi að óþörfu. Skamtu r. Kornskammturinn er nú nokk uð knappari en hann var, þegar skammtaðar voru korn- og brauðvörur á árunum. En þörfin fyrir korn og brauð er talsvert mismunandi, eftir því hvort um er að ræða menn sem stunda erfiðisvinnu eða ekki, og eftir því hve mikið heimihn hafa af kartöflum. Erfiðast verður fyrir fólk í hinum kartöflu litlu sveit um, að komast af með korn- vöruskammtinn. Bót er það þó í máli, að fólk hefur fengið mjöl í slátur umfram skömmtun. Kaffiskammturinn er talsvert minni nú, en hann var hjer á árunum. Verður erfiðast fyrir gamalt fólk að komast af með hann. Væri óskandi að fljotlega rættist svo úr, að hægt væri að úthluta gamla fólkinu auknum kaffiskammti: En allt fer eftir því, hvernig tekst að tryggja framtíð atvinnu veganna, og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Vonska kommúnistanna. MJÖG hefir það verið ánægju legt að r.já, hvernig kommún- istar hafa tekið skömtunarráð- stöfununum Iiafa þeir barist um á hæl og hnakka, í blaði sínu, og heimtað að horfið yrði tafar- laust frá allri skömtun. Er sú niðurstaða þeirra í hinu fylsta samræmi við stefnu þeirra, að gera íslensku þjóofjelagi alla þá bölvun, sem þeir geta. í þetta sinn gera þeir sjer von ir um, að þeir gatí spilt þeim ’ þegnskap sem nauðsynlegt er að haldist utanum skömtunina, svo hún komi að fullum notum. En skemdarstarfsemi komm- únista verður þeim hjer, sem annarstaðar sjálfum til skamm- ar, en almenningi til viðvörun- ar að láta kommúnista í engu hafa áhrif á gerðir sínár. Skringilegar mótbárur. STUNDUM mótmæla komm- úmstar skömtunirmi harðlega, vegna þess að hún gpti orðið til þess, að einhverjar vörur verði seldar á „svörtum mark- aði“, isem kallað er. Telja þeir að hættan af þessháttar verslun sje svo mikil, að betra sje að hafa engar hömlur þær sem af skömtuninni leiðir. Næsta dag eða jafnvel í sama blaði Þjóðviljans er því haldið fram, að ekki megi skamta neina vöru, vegna þess að ekki sje trygging fyrir því, að al- menningur fái hinn tilskilda skamt varanna. Eftir því ætti skömtunin að vera til þess að meira eyddist af vörunum þeg- ar þær eru skamtaðar en ef þær væru óskamtaðarf!) Þar sem þjóðir hafa lifað við knappan kost í mörg ár, myndu kenningar kommúnista viðvíkj andi skömtun koma almenningi einkennilega fyrir sjónir. „Alþingi ályktar". Þingið var ekki fyrr komið saman, en Einar Olgeirsson lagði fram tillögu til þingsálykt unar um það, að ríkisstjórnin ætti að gefa þinginu skýrsiu um „þátttöku sína“ í ráðstefnu 16 Evrópuþjóða í París. —- Er í greinargerð fyrir tillögunni tal- að um það, eins og einhvern voða, sem þjóðin hafi verið leidd út í, með því að fulltrúi frá ís- landi sat Parísarfundinn, er ræddi um framtíð Evrópuríkja. Sýnilegt er að tillögumaður er mjög úr jafnvægi, rjett eins og hann hafi ekki náð sjer enn eftir hinar daufu undirtektir, sem hann og flokksbræður hans fengu á fundum þeim, sem þeir hafa verið að halda undanfarið víðsvegar um landið. Eftir rost- anum í tiilögunni að dæma, virðist Einar og flokksbræður hans vera stórlega móðgaðir yf- ir því, að íslenska ríkisstjórnin skuli ekki hafa spurt húsbænd- ur kommúnista að því, hvort Islendingum leyfðist að senda fulltrúa á ráðstefnu þessa. Því, eins og menn muna, fengu eng- ir, sem lent hafa austan við „Járntjaldiu" að sýna samúð sína með endurreisnarstarfi Evrópuþjóða, með því að taka þátt í Parísarráðstefnunni. Svo friðlausir eru kommúnistar eft- ir því að íslenska þjóðin komist í sömu aðstöðu, og hinar kúg- uðu þjóðir í austanverðri Evr- ópu, að þeir geta ekki stillt sig um að láta í ljósi harm sinn í •þessu efni, í hvert sinn sem þeir geta fundið tilefni til þess. Lántaka. Hinn taugaæsti kommún- ista forsprakki, sem tillöguna flytur, þykist vera á gióðum um það, að ríkisstjórnin hafi pantað dollaralán á Parísarráð- stefnunni. Því þjóðin sje nú í bráðri hættu, og verði þmgið að taka í taumana til þess að afstýra hættunni (!). Einar Olgeirsson, sem og flokks bræður hans, vita vel, að ekki mun standa á skýrslu frá ríkis- stjórninni, um þátttöku í þess- um Parísarfundi. Þeir vita að fulltrúi, sem hjeðan fór þangað, er nýkominn heim og að hann hefur engin leyndarmál í poka horninu. Þeir vita að ekkert lán hefur verið tekið og aldrei kom- ið til orða neitt slíkt, að allt skraf kommúnistanna um það efni er tilbúningur og uppspuni. En þeir vita líka sem er, að hjer á landi er aðeins einn flokk ur, sem stefnir að því marki, og rær að því öllum árum, að koma fjárhag íslensku þjóðarinnar í svo mikið kaldakol, að lántökur verði fyrr eða seinna nauðsyn- legar, með öllu því sem af þeim kann að leiða. Vitandi vits gala kommúnist- ar um markaði fyrir íslenskar afurðir, sem ekki eru til, Hafa þeir í þessu einasta tílfelli vog- að sjer að vera á annari skoðun en húsbændur þeirra í hinni austrænu Paradís, sem bentu á- þreifanlega á að íslenskar af- urðir væru nú of dýrar í fram- leiðslu til þess að hagsýnir við- skiptamenn vildu kaupa þær. Svo æðisgenginn er ósanmnda- vaðall kommúnista um afurða- sölumálin að þeir taka ekki einu sinni sönsun við aðvaranir húsbændanna. \ Endá vita kommunistar sem er, að með þeim framleiðslu- tækjum, sem þjóðin hefur nú eignast, eða er að eignast, er engir von til þess, að kommún- istar geti framfylgt stefnu sinni og eyðilagt efnahagslegt sjálfstæði íslendinga, nema með því eina móti að afurðirnar verði gerðar svo dýrar að þær seljist ekki. Alt starf, alt brauk og braml, öll hugsun, og allur starfsþrótt- ur kommúnista hjer, miðar að þessu marki. En af því að þjóð- in er farin að þekkja þá, mis- tekst þeim, að koma þessu þokkalega áformi sínu í fram- kvæmd. Frakklands fiskurirn og tvennSkonar sannleikrar. Fyrir nokkrum dögum skýrði Þjóðviljinn svo frá, að í sumar hefði ríkisstjórnin neitað Sölu- sambandi hraðfrystihú sanna að selja 5,000 smálestir af íisid i il Frakklands, fyrir gott verð. - - Eyddi Þjóöviljinn töluvert miklu máli, til þess að útskýra þetia „vítaverða framíerði" ríkis- - stjórnarinnar. Síðan hefur forstjóri Sölumið stöðvarinnar Magnús Z. Sigurðs son, gefið út um það opinbera yfirlýsingu, að bjer hafi Þjóð- viljinn snúið sannleikanum við. Að Sölumiðstöðin hafi ferigið leyfið til sölunnar frá hinum íslensku stjórnarvöldum, en sal- an hafi strandað á neitun íranskra stjórnarvalda um inn- flutningsleyfi. Fyrir íslenskan almenning er þetta mál þannig úr sögunni. Þjóðviljinn er, þá sem svo oft endranær, uppvís að þvi, að hafa snúið sannleikanum við og borið fram hrein öfugmæti málstað sínum til stundarstuön- ings. En hugsum okkur þegar svipuð „frásagnarlist’1 er iðkuð í þeim löndum, þar sem komrn- únistar ráða því hvað prentað er, þar sem það eru lög í landi, að menn megi ekki hafa riema eina og sömu skoðun, þ.e. skoð- un kommúnista. Þar myndi það vera ólöglegt að hafa aðra skoðun á fisksöl- unni til Frakklands en þá sera kommúnista blaðið skýrir frá. Alveg án tillits til þess hvað satt er. Þar myndi hinn loglegi sannleikur vera öfugmæli sera Þjóðviljinn flytur. Slíkt andrúmsloft sem komm- únistar hafa í ríkjum sínum rr vissulega ósamboðið iivern sið- aðri þjóð. Hagkvæm kaup og verslunarfrelsi. ÞEGAR ríkisvaldið setur strangar skorður við innkaup- um manna á vissum vörum og kaupaleyfi hvers þjóðfjelagr;- borgara er :niðað við ákveðnar fjórupphæðir, verður vitaskuld að sjá til þc.'s, að nær takmörk- uðu vörur,- sem hver einstakl- inguj raá kaupa, sieu falar fyr- ir sem allra hagkvæmast verð. Auk þess sem hagkvæm Isaup innllutningsvörunnar, eru þeim mun nauðsynlegri, sem gjald- eyririnn er minni til kaup- anna. Þegar núverandi st.jórnar- flokkar gerðu með sjer samn- ing um samvinnu i ríkisstjórn, voru eftirfarandi akvæði sett í samning þann: Að reynt verði, eftir því sem frekast er unt, að láta þá sitja fyrir innflutn- ingsleyfum, sem best og hag- kvæmust innkaup gera og sýni fram á, að þeir seiji vörur sín- ar ódýrast i landinu. Skal þetta gilda jafnt um kaupmanna- verslanir og samvinnuverslan- ir. Framsóknarmenn í Fjárhags- ráði telja, að þessu ákvæði stjórnarsamningsins, sem síðar var sett í lög, verði fullnægt með því móti, að verslanir eigi að geta fengið innflutningsley.fi íFramhald á bls. 8).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.