Morgunblaðið - 11.10.1947, Síða 5

Morgunblaðið - 11.10.1947, Síða 5
> 5 t I ’ ' ((!•'>' MORGUNBLAÐIÐ 5. 1(33> > Laugardagur lí. okt. 1047 „TÍIV1IMN“ ÞARF EKKIAÐ VOLA VEGNA S. f. S. Kaupfjelögin gera auknar kröfur á erfiðum tímum fiiaga um aukinn bensínskamt á Eiækkuðu verði -----—----- I - i 10 miij. kr. tekjuauki fyrir ríkissjéð í GÆR var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um fyrirkomulag bensínskömmtunar og um söluskatt af bensíni til einkabifreiða. Flutningsmenn hennar eru þeir Ingólfur Jónsson og Sigurður Bjarnason. Þar er lagt til að einkabifreiðaeigendum verðj seldur auka- skammtur af bensíni með hækkuðu verði, sem síðan verði tekið með söluskatti í ríkissjóð. Er tillagan á þessa leið: ------------------------«> ÞAÐ er eftirtektarvert að á sama tíma og viðskifti drag- ast saman, hert er á öllum inn- flutningshöftum og vörur skamt aðar innanlands, skuli ,Tíminn‘ gera háværar kröfur um aukinn innflutning handa kaupfjelög- unum. A tímum gjaldeyriseklu bið- ur þetta blað um meiri vörur handa samvinnufjelögunum — meiri gjaldeyri, aukin fríðindi. Blaðið kveinar og kvartar, bið- ur og særir og jafnvel er haft í hótunum af hálfu kaupfje- laganna um að beita samtök- um ef kröfur kaupfjelaganna um aukna innflutningshlutdeild nái ekki fram að ganga. Þetta er lítill þegnskapur á tímum alvarlegrar gjaldeyriskreppu. Hverjir eyða gjaldeyrinum? Eitt atriði í hinum þrálátu árásum „Tímans“ á hendur kaupmannastjett landsins er að hún beri ábyrgð á gjaldeyris- kreppunni Vitanlega er slíkt fjarstæða. Gjaldeyriskreppan á sjer margar orsakir og er ekki hægt í því efni að skella skuld- inni á nokkurn einstakan inn- flutningsaðila. En það er alger óþarfi af ,,Tímanum“ að hálda því fram að S. í. S. hafi verið afskift eða sje afskift um inn- flutning. A þessu ári gjaldeyriskrepp- unnar sækir S. í, S. um að fá aukinn innflutning á kostnað annara innflytjenda og fær líka mikið flutt inn. I því sambandi er ekki öíróð legt að athuga hvað S. í. S. hefur flutt inn af aðeins einni vörutegund — bifreiðum. I Tímanum frá 18. júlí 1947, er skýrsla Agnars Tryggvason- ar framkvæmdastjóra vjela- deildar S. I. S. Þar skýrir hann frá biðreiðainnflutningi S. í. S. á yfirstandandi ári og birtist hjer megininnihald þess kafla: „Um afgreiðslu á bifreiðum er það að segja, að hún hefur gengið treglega að því ér snert- ir fólksbifreiðar, bæði frá Bandarrkjunum og Bretlandi, en upp á síðkastið hefir ræst vel úr afhendingu vörubifreiða, sjerstaklega Chevrolet vörubif- reiða. Hafa á þessu ári komið 280 af þeim og 18 Bedford vöru bifreiðar. Auk þess hafa verið seldar, það sem af er þessu ári 70 nýjar Chevrolet herbifreið- ar frá Bretlandi og 18 notaðar. Samtals eru þetta 386 vöru- bifreiðar. — — Til viðbótar þessum 386 vörubifreiðum er von á um 85 í viðbót frá Banda- ríkjunum og um 12 frá Bret- landi og eru hinar fyrnefndu allar seldar samkvæmt leyfum, sem kaupendur hafa afhent Sambandinu. Afgreiðsla fólks- bíla bæði frá Bandaríkjunum og Bretlandi hefur hingað til gengið mjög treglega. Hafa ekki komið meira en 27 fólks- bílar frá Ameríku, þar af 16 Chevrolet-bílar og 11 Buick- bílar og 19 Vauxhall-bilar frá Bretlandi það sem af er árinu. — — Öafgreiddir eru um 85 fólksbílar frá Bandaríkjunum allir út á leyfi. Frá Bretlandi má gera ráð fyrir að komi 7 —18 fólksbílar í viðbót við þá, sem þegar eru komnir. Hefur Sambandið hingað til sjálft fengið innflutnings- og gjald- eyrisleyfi fyrir öllum breskum vöru- og fólksbílum og ráðstaf- að þeim án íhlutunar Við- skiftaráðs eða Nýbyggingar- ráðs. Alls hafa verið seldar það sem af er árinu 432 vöru- og fólksbifreiðar og til ársloka eru væntanlegar 170 bifreiðar alls. Sala Sapibandsins á árinu 1947 verður því að líkindum um 600 bifreiðar“. Svona stóðu þessi mál í júlí. Af þes^um tölum um bifreiða innflutning S. í. S. má sjá að það fyrirtæki hefur síst af öllu ástæðu til að kvarta undan því, að hið opinbera afskifti það, þegar um er að ræða þennan innflutning. Það skal vitanlega ekki dregið í efa að eitthvað af þeim bifreiðum, sein taldar eru fram, sjeu út af fyrir sig-nauð- synlegar en fram hjá hinu verð ur ekki gengið að þarna er um stórfelda gjaldeyriseyðslu að ræða. Auk þess má benda á það sem Tíminn segir s.l. fimtudag að talið er að bensíneyðsla nú nemi að verðmæti um 6 milj. króna á ári. Þess vegna hefur verið gripið til mjög strangrar skömtunar á bensíni,. en ekki hefur ‘sú eyðsla minkað við hinn stórfelda innflutnings SIS, Tímanum ferst ekki að tala iirai gjaldeyriseyðslu annara. — Það er glöggt að S. í. S. hefur í fylsta mæli aðgang að gjald- eyrissjóðum landsmanna. Tím- inn á eltki að vera að væla um að S. I. S. sje nokkur hornreka. Það er vafalaust rjett, sem blað ið segir að S. í. S. hefur ekki fengið til landsins allar þær vörur, sem það hefði getað selt, en það hafa aðrir innflvtjend- ur heldur ekki fengið, Það má geta þess, að áður en innflutningshöftin hófust ár ið 1931, eða með öðrum orðum meðan verslun var frjáls, höfðu kaupfjelögin ekki náð til sín nema 10—12% af árlegum heildarinnflutningi Á hafta- tímanum, sem staðið hefur yfir síðan, hefir sú hlutfallstala án alls vafa stórlega hækkað, enda er vitað mál að kaupfje- lögin notfærðu sjer út í æsar pólitíska aðstöðu sína í sam- bandi við framkvæmd inn- flutningshaftanna. Kaupfjelög- in döfnuðu þegar höftin voru ströngust en á sama tíma vegn- aði öðrum innflytjendum ‘ver og »,það er ekki að furða þó ..Tímanum" komi það undar- lega fyrir sjónir, ef kaupfje- lögin geta ekki einnig nú auk- ið verslun sína á nýjum tímum hafta og vöruskömtunar. Verður Rex Slewart að hætla við komu sína hlngaði LlKUR benda til, að hinn heimsfrægi listamaður, blökku maðuiánn Rex Stewart, sem halda átti hjer jazzhljpmleika, muni ekki koma hingað,' a.m.k. ekki að sinni. Þannig er mál með vexti, að dómsmálaráðuneytið, hefur nú ákveðið, að erlendir listamenn skuli hvorki fá hjer landvistar- nje skemmtanaleyfi. Með þessu ætlar ráðuneytið að taka alveg fyrir þann mikla straum alskon ar listamanna sem verið hefur hingað síðan í stríðslok. Lög- reglustjórum um land alt mun hafa verið falið að veita útlend ingum engin skemmtanaleyfi. Rex Stewart átti að koma hingað á vegum Tage Aminen drup verslunarstjóra hljóðfæra versunarinnar Drangey. Höfðu þeim Stewart og Ammendrup samið svo, að Ammendrup greiddi allan kostnað af ferð Stewarts frá Bandaríkjunum til Danmerkur og aftur heim til Bandaríkjanna. Um dollárayfir færslur vegna Stewarts er því ekki að ræða. Undirbúningur að komu Stewarts er fyrir löngu hafinn. Hvernig máli þessu lvktar var ekki vitað í gærkvöldi. Blað ið frjetti að hljóðfæraleikarar hjer í bænum myndu bera fram við dómsmálaráðherra ein dregna ósk um að Stewart verði veitt undanþága frá þessum nýju ákvæðum, m. a. á þeim forsendum að undirbúningur að komu hans hafi fyrir löngu verið hafinn. Náist samkomulag um að Stewart megi halda hjer hljóm leika þá er búist við að hann komi með Skymasterflugvjel- inni Heklu n.k. mánudag. Kyrehie í gærkveldi.. AF 28 MÖNNUMj sem voru beðnir að athuga myndun nýs ráðgefandi þings fyrir Cyprus, voru fjórtán Grikkir sem neit- uðu alveg, en aðeins sex Tyrk- ir og átta Grikkir, sem tóku boðinu. Lord Winster, land- stjóri á Cyprus, sagði í dag, að verið væri að athuga, hvort gera ætti aðra tilraun til að kalla saman ,slíkt ráðgefandi þing. — Reuter.* Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að þeim bifreiðaeigendum, sem ekki nota bifreiðar sínar í þágu framleiðslunnar eða í atvinnu- skjmi, verði gefinn kostur á að kaupa ákveðinn lítcafjölda bensíns við hækkuðu verði. A það bensín verði lagður sjer- stakur söluskattur, sem renni í ríkissjóð. I greinargerð, sem fýlgir til- lögunni er þannig komist að orði: Með tillögu þessari er lagt til, að einkabifreiðaeigendum, sem ekki nota bifreiðar sínar í þágu framleiðslunnar eða í atvinnu- skyni, verði heimilað að kaupa aukinn skamt af bensini á hækk uðu verði. Á þessa verslun verði síðan lagður hár söluskattur, er renni í ríkissjöO. Útsöluverð á bensíni í Reykja vík er nú 68 aura pr. lítra. í innkaupi mun lítrinn hins veg- ar kosta ca. 17 aura. Samkvæmt tölum, sem fyrir liggja um fjölda einkabifreiða, má telja líklegt, að ef hámarkslítrafjöldi til slíkra bifreiða yrði ákveðinn 200 lítrar á mánuði, mundi ben sínnotkunin aukast við það frá því, sem nú er ráðgert, um 500 —600 þús. lítra á mánuði. Það þýðir aukna gjaldeyriseyðslu um ca. 100 þús. kr. á mánuði hverjum. Ef hið hækkaða verð yrði 2 kr. pr. lítra á 600 þús. lítrum, má gera ráð fyrir aukn- um tekjum af sölunni, er næmi alt að 900 þús. til einni millj. kr. á mánuði, eða 10—11 millj. kr. á ári. Þá upphæð telja flm. rjett, að ríkissjóður taki í sinn hlut með söluskatti. Það, sem fyrst og fremst vak- ir fyrir flutningsmönnum með tillögu þessari, er að afla ríkis- sjóði, sem nú berst í bökkum, aukinna tekna á hagkvæman og sanngjarnan hátt. Hjer er lagt til, að á óþarfa eyðslu sje lagður allþungur skattur. Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að selja bifreiðaeigendum, sem vinna í þágu framleiðslunnar eða hafa bifreiðaakstur að aðalatvinnu, bensín við slíku verði. Hins veg- ar telja flm., að gera beri það, sem unt er, til þess að tryggja þeim nægilegt bensín við rjettu verði. Fólksaukning í Bandaríkj- unum WASHINGTON: — Tilkynt liefur verið, að íbúatala Bandarikjanna hafi verið um síðustu áramót 142,- 763,000, eða 2,279,000 fleiri en ár- ið áður og ellefu milljónum hærri en 1940. AUGLYSING ER GULLS IGILH | IViáKverkasýnigxg SIGURÐAR SIGURÐSSONAR í Listamannaskólanum opin daglega frá kl. 10—10. ASeins 3 dagar eftir BÍLASKIPTI % Nýr amerískur sendiferðabíll, yfirbyggður fæst í skipt- um fyrir nýjan U. S. A. fólksbíl eða innflutningsleyfi. <| Tilboð merkt: „Hagkvæmt" sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudag. EINKAUMBOÐSMAÐUR (heimagerður litur) ' | Ein af stærstu verksmiðjum Noregs óskar eftir einka- I umboðsmanni á Islandi. 4 »: | PAKFARVEFABRIKKEN INDIGO, Rosendal, Norge. § ^niiflartningsleyfi j w T fyrir amerískri fólksbifreið óskast til kaups. — Tilboð • T merkt: „H“, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld. j \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.