Morgunblaðið - 21.10.1947, Blaðsíða 1
16 sáður
Frönsku bæjarstjórnarkosningarnar:
STÓRSIGUR FLOKKS DE GAULLE
Kínverjar um friðar-
samninga við Japan
London í gærkvöldi.
FORSÆTISRÁÐIíERRA
Kína tjáði frjettamönnum í
Nanking í dag, að Kínverjar
mundu krefjast þess að fá bróð
urpartinn ag skaðabótagreiðsl-
um Japana. Þá kvað hann kín
versku stjórnina og staðráðna
í að þess verði vandlega gætt,
að Japönum gefist ekki tæki-
færi tii að vopnast á ný.
Kinverjar, sagði ráðherrann
ennfremur, eru andvígir því,
að 11 þjóðir verði látnar fjalla
um friðarsamningana við Jap-
an, eins og Bretar og Randa-
ríkjamenn vilja. Telja Kínverj
ar að þeim, Bretum Bandaríkja
mönnum og Rússum beri ein
um að standa að samningun-
um. — Reuter.
-<S>
London í gærkveldi.
ÞAÐ hefir vakið tilsverða at-
hygli, að breska stjórnin hefir
skift um sendiherra í París.
Duff Cooper, sem verið hefir
sendiherra í Frakklandi síðan
1944 lætur af störfum en í hans
stað verður Sir Oliver Stanley
sendiherra í París.
Stjórnmálafrjettaritarar í
London telja, að verkamanna-
flokkurinn breski hafi lagt fast
að Bevin utanríkisráðherra að
skifta um sendiherra í París,
en Duff Cooper er íhaldsmað-
ur og var skipaður í embættið
af Anthony Eden og Churchill
á sínum tíma. Sir Oliver er
hinsvegar „atvinnu“-sendiherra
sem hefir lengi unnið í utan-
ríkisráðuneytinu og ber ekki
neinn pólitískan lit. Hann var
sendiherra Breta í París frá
1939—1940 — Reuter.
Bretar seíja enn af
gullforða sínum
London í gær.
GULLFORÐI Breta er nú kom-
inn niður í 550 miljónir ster-
lingspund. Fjármálaráðuneytið
skýrði frá því í kvöld, að enn
hafi verið seldar gullbirgðir fyr-
ir 30 miljónir sterlingspund í
New York í þessum mánuði. —
— Fjármálaráðuneytið tilkynti
einnig í kvöld, að Bretar hefðu
keypt 120 miljónir dollara í gær
frá alþjóða gjaldeyrisstofnun-
inni til viðbótar við kaup á 60
miljónum dollara í fyrra mán-
uði. — Reuter.
sjer bkhí sa k
um iuu
Lake Success í gær. §
Einkaskeyti til Mbl. i
frá Reuter.
Þegar þing Sameinuðu i
þjóðanna kom saman í i
morgun, eflir þriggja i
vikna hlje á fundum, sem i
notað hafði verið til nefnd i
arstarfa, átti enn að reyna i
að kjósa fuiltrúa í Öryggis i
ráð í stað pólska fulltrú- i
ans, sem fer úr ráðinu i
samkvæmt lögum S. Þ. En i
heldur ekki í dag tókst i
samkomulag um fulltrúa, i
en nýr fulltrúi þarf að fá i
tvo þriðju atkvæða til að i
hljóta kosningu. Alls hef- i
ir vcrið kosið 9 sinnum j
milli Ukraníu og Indlands i
en í ekkert skifti hefir i
annar aðilinn hlotið til- i
skilið atkvæðamagn.
ur saman
London í gær.
BRESKA þingið kom saman
á ný í dag og gaf George kon-
ungur yfirlit yfir liðið þing-
tímabil.
Konungur lagði sjerstaka á
herslu á að efnabagsástandið
væri meginverkefni núverandi
stjórnar. Kvað hann það vera
svo erfitt, að nauðsynlegt hefði
verið að gefa stjórninni aukin
völd til að hafa afskipti af mál
efnum borgaranna.
Um skiptingu og sjálfstæði
Indlands sagði konungur, að
hann vonaðist eftir góðri sam-
búð Breta og hinna nýstofnuðu
landa. Hann lýsti auk þess yf
ir hryggð sinni yfir ógnaröld
þeirn,. sem ríkt hefur í Paki-
stan og Indlandi undanfarnar
vikur.
Breska stjórnin kom saman
á fund í dag og ræddi, hver
verða mundu aðalverkefni hins
nýbyrjaða þingtímabils.
— Reuter.
Við búumst við öllu.
BELGRAD:'— í ræðu, sem Tito
emvaldur hjelt nýlega, sagði hann,
að hann ljeti byggja upp Júgó-
slavíu með það fyrir augum að
friður væri fram undan í 100—
Í50 ár, en hann bætti við: — Við
erum einnig viðbúnir því að strlð
byrji þegar á morgun.
í «I\;
Charles de Gaulle.
París í gær.
VERKFALL strætisvagnastarfs
manna og neðanjarðarbrauta, er
staðið hefur í eina viku, lauk í
kvöld með því að starfsmenn
fóru aftur til vinnu sinnar.
Er nú búist við, að það fari
loks að draga úr verkfallaöld-
unni, sem gengið hefur yfir
Frakkland undanfarið og að það
takist að semja í flestuéi starfs-
greinum, sem eiga í verkfalli.
Sameinast gegn
Franco
London í gærkvöldi.
UM HELGINA fóru fram þýð
ingarmiklar umræður hjer í
London milli Gil Robles foringja
spænskra konungssinna í útlegð
og Pristo foringja spænskra sós-
íalista. Báðir höfðu þeir hvor um
sig átt tal við Bevin utanríkis-
ráðherra.
Prieto, sem er 64 ára Baski
og var áhrifamikill stjórnmála-
leiðtogi á Spáni fyrir borgara-
styrjöldina, átti viðtal við frjetta
ritara Reuters í dag og skýrði
þonum frá, að það væri rjett að
þessar viðræður hefðu át^ sjer
stað, því spænskir stjórnmála-
leiðtogar í útlegð ræddu nú sam
an um að sameina krafta sína til
þess að fella Franco. Sagðist
hann vona, að innan skamins
myndu þeir atburðir ske, sem
myndu ríða Franco að fullu sem
einvalda á Spáni. — Reuter.
Hlaut ú minsta kosti 49,5%
atkvæða oy meirihluta í
stærstu borgunum
PARIS í gær.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
HINN nýji stjórnmálaflokkur de Gaulle hershöfðingja, vann
stórkostlegan sigur í bæjarstjórnarkosningunum í Frakklandi
á sunnudaginn. Hlaut flokkurinn meira en 40% allra greiddra
atkvæða og er þannig stærsti flokkur landsins, en kommúnistar
voru áður stærsti flokkur landsins. Þetta er í fyrsta sinni sem
flokkur de Gaulle, undir forystu hans sjálfs, tekur þátt í kosn-
ingum. Flokkurinn, sem heitir „Rassemblement du Peuple
I'rancais“ — eða sameiningarflokkur frönsku þjóðarinnar —
var ekki stofnaður fyr en 14. apríl s. 1. vor.
aður
London í gærkveldi.
FLOTAMÁLARÁÐUNEYT-
IÐ breska tilkynnti í dag, að
þrjár af bækistöövum breska
flugflotans í Bretlandi yrðu
lagðar niður, og væri það gert
til að spara bæði mannafla og
fleira sem þyrfti til reksturs
slíkra stöðva.
Síðan í stríðslok, hefur magn
breska flotans verið minnkað
um 75% og síðan í september
1945 hafa verið tekin úr notk-
un tvö orustuskip, níu beiti-
skip og meira en 70 tundur-
spillar. Um fimm hundruð
smærri skiþ, sem notuð voru
til ýmissa starfa í stríðinu hafa
verið tekin úr notkun, og um
450 hafa verið gefin, lánuð eða
seld til ýmissa nýlendna eða
flota annara landa. Fyrverandi
hermálaráðherra Bretlands,
Leslie Hyphen, sagði í dag að
þetta leyddi til þess, að nú
yrðu Nýlendurnar mun færari
að standa undir þeirri auknu
ábyrgð sem svo skyndilega
fjelli í hendur þeirra.
Schmeling heldur
enn áfram
Berlín í gærkvöldi.
MAX SCHMELING, fyrrver-
andi heimsmeistari í hnefaleik í
þungavigt, hefur ákveðið að berj
ast við Joachim Draegestein í
Hamborg um miðjan nóvember.
Schmeling er nú 42 ára. —
Hann byrjaði aftur að keppa á
þessu ári. Fyrsta keppni hans
var í s.l. mánuði, en þá vann
hann Wesner Vallmer með rot-
höggi í 7. lotu.
Fjekk meirihluta í París og <
Marseille.
Kosningaúrslitin komu flest-
um á óvart, að vísu eþu fulln-
aðartölúr ekki kunnar ennþá og
verða ekki fyr en eftir nokkra
daga og enn á eftir að kjósa í
nokkrum smábæjum og fara
þær kosningar fram um næstu
helgi. En það er nú þegar sjeð,
að verulegar breytingar verða
ekki frá því, sem nú er vitað.
Flokkur de Gaulle hlaut
algjöran meirihluta bæjar-
stjórnarfulltrúa í Parísar-
borg og ennfremur í næst
stærstu borg Frakklands
Marseille, en þar voru komm
únistar í meirihluta áðiu-.
Fjekk flokkur de Gaulle 25
fulltrúa, en kommúnistar 24
í þeirri borg. Talið er lík-
legt, að bróðir de Gaulle,
Pierre de Gaulle verði kjör-
inn borgarstjóri í París.
Á kostnað MRP flokksins.
Síðustu tölur frá bæjarstjórn
arkosningunum í gærkveldi
sýndu að Sameiningarflokkur
de Gaulle hafði hlotið 40,5%
af 4,500,000 atkvæðum, sem þá
var búið að telja. Hafði hann
unnið kosningasigur sinn aðal-
lega á kostnað Almenna iýð-
véldisflokksins, — MRP —, sem
er flokkur Bidault utanríkisráð
herra og er næst stærsti flokk-
ur franska þingsins. Hlaut sá
flokkur 26% atkvæða í þing-
kosningunum í fyrrahaust, en í
bæjarstjórnarkosningunum á
sunnudaginn fjekk hann aðeins
8,5%.
Kommúnistaflokkurinn stend
ur nokkurnveginn í stað hvað
atkvæðamagn snertir, þótt hann
hafi tapað meirihiuta aðstöðu
í nokkrum stærstu borgum
Frakklands og hefir hlotið tæp
lega 30% og jafnaðarmanna-
Framh. á bls. 2