Morgunblaðið - 21.10.1947, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. okt. 1947
------------------i
Farmonna og fiskimanno-
sambandsþinginu lolii
Helstu tillopr þingsins um í
og hagsiriunamal sjómanna
11. ÞING Farmanna og fiski-
mannasambands íslands lauk á
laugardaginn var. Hefir áður
verið skýrt frá kosningum í
trúnaðarstöður þingsins, en hjer
fara á eftir nokkrar helstu til-
lögur er þingið samþykkti.
Landhelgismál.
11. þing F. F. S. í. skorar á
Alþingi og ríkisstjórn að vinna
ötullega að því að segja upp
samningi þeim, er gerður var
24. júní 1901 milli Danmerkur
og Stóra-Bretlands um land-
helgi íslands. Telur sambands-
þingið að hjer sje um hinn
versta n’auðungarsamning að
ræða. Vill sambandsþingið
beina því til Alþingis og ríkis-
stjórnar hvort ekki muni hægt
að fá leiðrjettingu þessa mis-
rjettis hjá þingi sameinuðu
þjóðanna.
Jafnframt lýsir sambands-
þingið fylgi sínu við þingsálykt
unartillögu nr. 327 frá Alþingi
1946—1947 og væntir þess að
Alþingi og ríkisstjórn fylgi
þessu máli fast fram.
Ennfremur lýsir þingið því
yfir að það telur landgrunnið
eign landsmanna og skorar á
Alþingi og ríkisstjórn að beita
sjer fast fyrir að fá þann rjett
viðurkenndan. Emnig að AI-
þingi lýsi því yfir að það telji
eigi aðeins rjett vorn heldur
skyldu að friða ákveðin veiði-
svæði við landið fyrir hverskon-
ar veiðum með botnsköfum, þ.
e.botnvörpu og dragnót til vernd
ar fiskistofninum að fengnum
tillögum fiskifræðinga um vernd
unina.
Þá sje því yfirlýst af Alþingi
og ríkisstjórn að firðir allir og
flóar sjeu lokaðir fyrir hvers-
konar veiðum erlendra fiski-
manna og ákveðið verði að færa
út landhelgina um eina sjómílu
frá ystu annesjum.
Ef eigi telst fært að gera þetta
með einhliða lagasetningu af
hálfu íslendinga, verði unnið að
því á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna.
Landhelgisgæsla.
11. þing F.F.S.Í. skorar mjög
eindregið á Alþingi og ríkis-
stjórn að gera nú þegar ráðstaf-
anir til nýrrar skipulagningar á
landhelgisgæslu við strendur
landsins, og gera nú þegar á
þessu þingi ráðstafanir til þess
að landhelgisgæslan verði sam-
boðin fullvalda ríki. Verði hún
sett undir ábyrga stjórn eins
manns, er ekki sinni öðrum störf
um.
Einnig að nú þegar verði bygt
eða fengið til strandgæslunnar
nýtt skip á stærð við nýtísku
togara, sem hafi hvað ferð og
annan útbúnað snertir yfir-
burði yfir togarana. Jafnframt
sje athugað um notkun flugvjela
við strandgæslu.
Þá telur 11. þing F.F.S.I. nauð
synlegt að lækka útgerðarkostn-
að varðskipanna og láta í því
sambandi fara fram athugun á
því, hvort ekki sje hægt að gera
varðskipin að skólaskyldum skip
jUm fyrir ungmenni er ætla í
étýrimannaskólann eða hugsa
Sam|)yktir íslenskra stúd-
enta í Svíþjóð um gjald-
eyrismálin
sjer að gegna ýmsum sýslunar-
störfum ríkisins.
Sambandsþingið lýsir fylgi
sínu við þingsályktunartillögu
nr. 651 framkomna á Alþingi
1946—1947, með þeim breyting-
um, að önnur málsgrein hljóði
svo: Niðurstöður af rannsókn
þessari skal ríkisstjórnin leggja
fyrir Alþingi eigi síðar en 20.
jan. n.k.
Ennfremur að það verði áskil-
ið að F.F.S.Í., Fiskifjelagi ís-
lands og Slysavarnarfjelagi Is-
lands verði tryggð tilnefning full
trúa hverju fyrir sig.
Nýsköpun sjávarútvegsins.
11. þing F.F.S.Í. telur höfuð-
nauðsyn að nú þegar verði stutt
að því með hverjum þeim ráð-
stöfunum, sem tiltækileg þykja
að hraða sem mest framkvæmd-
um við að koma upp fiskimjöls-
verksmiðjum, niðursuðuverksm.
og öðrum þeim fyrirtækjum sem
vinna úr fiskafurðum lands-
manna. Vill sambandsþingið sjer
staklega benda á nauðsyn þess
að hraða byggingum fyrirhug-
i aðra fiskiðjuvera í Vestmanna-
eyjum, ísafirði og Norðfirði.
Að unnið verði að því að auka
togaraflota landsmanna þannig,
að togararnir verði eigi færri en
75 í árslok 1953.
Að þau 15% af gjaldeyristekj-
um þjóðarinnar sem ákveðið var
að leggja til nýsköpunar atvinnu
lífsins frá árinu 1945 verði
greiddar og lagðar til hliðar eigi
síðar en á miðju ári 1948, til
tryggingar áframhaldandi ný-
sköpun í atvinnulífi landsmanna.
Að feldur verði niður verð-
tollur, 200% vörutollálagning
og 65% verðtollsálagning, sem
nú gildir af öllum vjelum til
fiskiðjufyrirtækja.
Skólamál sjómanna.
11. þing F.F.S.I. skorar á við-
komandi aðila að hlutast til um
að lokið verði við kenslustofur
og heimavist Sjómannaskólans
og sje því verki lokið á árinu
1948. Einnig að skólinn verði
rýmdur af aðkomuskólum sem
þar eru, en sjeð verði um að
skóli matsveina verði tilbúinn
að taka þar til starfa næsta
haust, þar sem vitað er að skóla-
stofur ög annað húsrými í sam-
bandi við þá kenslu er tilbúið.
Þá skorar þingið á bæjarstjórn
Reykjavíkur að hún ákveði sem
fyrst stærð og takmörk lóðar
skólans og beinir því til ríkis-
stjórnarinnar að sem fyrst sje
hafin fegrun lóðarinnar og
henni komið í það horf, sem hún
á að vera samkvæmt uppdrætti
þeirra manna, er teiknuðu skól-
ann og umhverfi hans.
Sambandsþingið skorar á skóla
stjóra Stýrimannaskólans eða
annan rjettan aðila að hafin
verði kensla í skólanum í með-
ferð og notkun dýptarmæla, mið
unarstöðva, talstöðva og annara
nútíma siglingartækja, svo að
skipstjóraefni verði fær um að
notfæra sjer þessi tæki og lag-
færa smærri bilanir þeirra.
Sambandsþingið beinir því til
rjettra aðila að lögð verði meiri
áhersla en verið hefur á verk-
lega kenslu nemenda þeirra, er
stunda nám í siglingafræði við
Sjómannaskólann, sje sjerstakt
tillit tekið til þess hvort nem-
endurnir lesa undir farmanna-
eða fiskimannapróf og kenslunni
hagað eftir því.
11. þing F.F.S.Í. skorar á Al-
þingi að samræma og endur-
skoða lög og reglugerðir í kenslu
í vjelfræði ásamt þeim liðum iðn
löggjafarinnar, er breytinga
þurfa í því sambandi. Er það
vilji sambandsþingsins að allri
vjelfræðikenslu í Reykjavík
verði sem fyrst komið fyrir á
sama stað og undir stjórn sama
manns. Skal öll vjelfræðikensla
utan Reykjavíkur heyra undir
sama aðila. Telur þingið þetta
mjög nauðsynlegt bæði vegna
hagkvæmara kenslufyrirkomu-
lags og kostnaðar.
Þingið telur brýna nauðsyn
bera til þess að komið verði á
stofn verkskóla í sambandi við
vjelfræðikensluna er starfi í
deildum, samræmdum við bók-
legu kensluna í vjelfræðideild-
um skólans.
Ennfremur vill þingið ítreka
fyrri áskorun um það að ríkis-
stjórnin hlutist til um að þær
kenslubækur í sjerfögum, sem
ennþá eru á erlendu máli, og
notaðar eru við kenslu í náms-
greinum sjómanna, verði hið
allra fyrsta samdar á íslensku
og færðar í nýtísku horf.
Sambandsþingið skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn að stofnað-
ur verði hið fyrsta loftskeyta-
skóli íslands við hinn nýja sjó-
mannaskóla og sett verði um
hann reglugerð.
Útvarpssendingar á
stuttbylgjum.
11. þing F.F.S.Í. skorar á Al-
þingi það er nú situr að sam-
þykkja lög um að hef ja nú þegar
útvarpssendingar frá íslandi á
stuttbylgjum, og veita á næsta
fjárhagstímabili styrk til þess-
arar starfsemi. Yrði ríkisútvarp
inu falið að annast þessa starf-
semi. Stuttbylgjuútvarp tíðkast
nú um allan hinn mentaða heim.
Er það metnaðar- og menningar
atriði flestallra þjóða að þær
geti látið til sín þeyra sem víð-
ast í heiminum. Stuttbylgjuút-
varp er miklu langdrægara en út
varp langbylgjustöðva og heyr-
ist víðsvegar um heim.
Útvarp á stuttbylgjum, ef vel
tækist gæti orðið stór liður í því
að útbreiða þekkingu umheims-
ins á landi og þjóð, bæði á sviði
menningar og viðskipta.
Frjettasendingar til skipa.
11. þing Farmanna og fiski-
Framh. á bls. 15
FUNDUR í Fjelagi íslenskra
stúdenta í Stokkhólmi, haldinn
í Geografiska Institutet,
Drottninggatan 120, 5. okt.
1947, samþykkir eftirfarandi á-
lyktun:
Vegna tilkynningar háttvirtr
ar Viðskiptaneíndar frá 10. sept.
1947 varðandi minnkun á yfir-
færslum til námsmanna, svo og
I þerrar staðreyndar, að flestir
i námsmenn, sem hjer dveljast
i eiga nú í slíkum gjaldeyrisörð-
ugleikum, að til vandræða horf-
irr leyfir Fjelag íslenskra stúd-
enta í Stokkhólmi sjer að taka
fram eftirfarandi:
Frá því að íslenskir náms-
menn tóku að stunda nám í
Stokkmólmi að nýju eftir lok
ófriðarins, munu þeir hafa feng-
ið að jafnaði 500—600 krónur
sænskar á mánuði. Á s.l. hausti
var samkvæmt tilmælum fyrr-
verandi formanns Viðskiptaráðs
samin áætlun um námskostnað
í Stokkhólmi, og var hún stað-
fest af ritara Stokkhólms-há-
skóla. Kostnaðaráætlunin var
svohljóðandi:
Hádegis- og kvöld-
matur ....... 120,00 á mán.
Kaffi, tvisvar til
þrisvar á dag 80,00 á mán.
Húsaleiga .... 100,00 á mán.
Þvottur og fata-
viðgerðir .... 30,00 á mán.
Dagpeningar . . 150,00 á mán.
Samt. 480,00 á mán.
Við þetta bætast skólagjöld,
bókakostnaður og fatnaður. —
Skólagjöldin við Tekniska Hög-
skolan eru 550,00 á ári, við
Stockholms Ilögskola 250,00 og
við Tekniska Institutet 500—
600. — Bókakostnaður er við
Tekniska I-Iögskolan 400—500 á
ári, við Stockholms Högskolan
250—300 og við Tekniska Insti-
tutet 200—300. — Fatakostnað-
ur var áætlaður 600 kr. og mið-
aður við, að námsmenn endur-
nýjuðu fatnað sinn ytra. Gert cr
ráð fyrir 250,001 skyrtur, sokka,
nærföt o. þ. u. 1. og 350,00 kr.
fyrir ytri klæðnað. Mótsvarar
það því, að hver námsmaður
gæti keypt sjer ein jakaföt, eina
kápu og tvenn pör af skóm á
ári. — Liðurinn dagpeningar var
áætlaður 150,00 og sundurliðast
þannig:
Sporvagnar og lestir .... 10,00
Tóbak ................. 30,00
Blöð og tímarit........ 10,0
Böð og snyrting........ 15,00
Skemmtanir íslendinga . . 25,00
Leikhús, kvikmyndahús
og óperur ........... 20,00
Ófyrirsjeð ............ 40,00
Samt. 150,00
Eins og sjá má, er ekki gert
ráð fyrir neinum kostnaði vegna
læknishjálpar, en sá liður er all-
hár hjá sumum, einkum vegna
tannviðgerða.
Samkvæmt þessari áætlun,
sem samþykkt var af ritara
Stokkhólms-háskóla, er aug-
ljóst, að til þess að íslenskir
námsmenn hjer í Stokkhólmi
geti lifað sæmilegu lífi, þarf ca.
600,000 sænskar krónur á mán-
uði.
Það skal sjerstaklega á það
bent, að síðan þessi áætlun var
gerð, hefur vöruverð hækkað að
mun í Svíþjóð. Það skal enn-
fremur tekið fram, að áætlun
þessi miðast eingöngu við
Stokkhólm, en þar er dýrast að
lifa í Svíþjóð.
Á síðastliðnum vetri, þegar
gjaldeyrisþörf íslenskra náms-
manna var til umræðu á Alþingi,
gaf herra alþingismaður, Gylfi
Þ. Gíslason, þær upplýsingar,
að norskir stúdentar fengju að-
eins 275,00 kr. sænskar yfir-
færðar á mánuði, og nægði þeim
sú upphæð.
Af upplýsingum, sem íslensk-
ir stúdentar hafa íengið hjá
skólabræðrum sínum kemur í
ljós, að upplýsingar háttvirts
alþingismanns eru í höfuðatrið-
um rangar. Norski Ríkisbank-
inn yfirfærir 275—300 kr. á mán
fyrir hvern stúdent, en auk þess
fá þeir sjerstaklega yfirfært fyr
ir skólagjöldum og 500,00 kr.
sænskar í byrjun hvers „ter-
míns“, sem eru tvö á vetri. Auk
þess kaupa þeir svo flestir eða
allir sænskar krónur á annan
hátt og selja norskar vörur fyr-
ii. sænska peninga hjer. Þá sjer
norska ríkið þeim einnig fyrir
ódýru húsnæði í Stokkhólmi. Sú
hugmynd, að norskir stúdentar
lifi á 275,00 hjer í Stokkhólmi,
er því algjör f jarstæða.
Eins og áður er tekið fram,
er ástandið í gjaldeyrismálum
námsmanna hjer nú sem stendur
algerlega óviðunandi. Margir
hafa ekki fengið yfirfærslur um
lengri tíma, og aðrir svo lítið,
að ekki hefur nægt fyrir brýn-
ustu þörfum. — Allir íslenskir
námsmenn skulda skólagjöld
ennþá, en þau eiga að greiðast
fyrirfram, og margir hafa ekki
getað keypt nauðsynlegustu
bækur, þótt skólar sjeu byrjaðir
fyrir all-löngu.
Ætti hverjum manni að vera
ljóst, að þessi fátækt ásamt full
kominni óvissu um það, hvað
gjaldeyrisyfirvöldin ætlist fyrir
um þessi mál, gerir námsmönn-
um stórum erfiðara fyrir með
námið.
Það eru því tilmæli okkar, að
háttvirt Viðskiptanefnd tryggi
hverjum námsmanni yfirfærslu
á ákveðinni lágmarksupphæð á
mánuði, og sje sú upphæð ákveð
in með hliðsjón af ofannefndri
kostnaðaráætlun.
i Hagkvæmar
| INNBÚSTRYGGINGAR \
útvegar
í Fasteignaeigendafjelag |
I Reykjavíkur.
í Laugaveg 10. Sími 5659. |
.................I..Ulllll.iiiimirÉ
i Myndatökur í heima- |
Í húsum.
1 Ljósmyndavinnustofa
i Þórarins Sigurðssonar
! Háteigsveg 4. Sími 1367. i