Morgunblaðið - 22.10.1947, Side 1

Morgunblaðið - 22.10.1947, Side 1
34. árgangur 240. tbl. Miðvikudagur 22. október 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. Sameinuðu þjóðirnarskipa nýja Balkannefnd Norsku bæjarstjórnarkosningamar: « ■ n ■ SÝNILEGT er nú, að borgaraflokkarnir norsku hafa bætt við sig miklum fjölda atkvæða í bæjar- og sveitastjórnarkosningun- um, sem fram fóru í Noregi s.l. mánudag. Hafa hægri flokkurinn og borgaralegi sameiningarflokkurinn stóraukið fylgi sitt, en l ommúnistar sýnilega tapað miklu. Fylgi alþýðuflokksins hefur talsvert minkað. Hjer fara á eftir tölur þær yfir kosna fulltrúa, sem vitað var unp eftir að búið var að telja atkvæði í 375 kjördæm- um, þar af 49 bæjum. Talan í svigum sýnir samtals kðsna fulltrúa í sömu kjördæmum síðast er kosið var í Noregi. Hægriflokkurinn 612 (414) Vínstriflokkurinn 823 (666) Borgaralegi same.fl. 860 (863) Kristilcgi þjóðfl. 538 (493) Ópólitískir og aðrir 610 (864) Alþýðuflokkurinn 3100 (3277) Kommúnistar 556 (667) Bændaflokkurinn 657 (484) Smábænd. og fiskim. 13 (63) Kjörsókn var að þessu sinni betri en við síðústu bæjarstjórn arkosningar. Neyttu alls 75 af hundraði atkvæðisrjettar síns, en í Osló yfir 80 af hundraði. Talningu atkvæða verður að líkindum ekki lokið fyr en seinni part dagsins í dag. En tölur þær, sem hjer eru birtar, sýna ber- lega, að fylgi kommúnista hryn- ur nú sem óðast af þeim. Sir Brian Robertson, hershöfð- ingi, sem tekið hefir við stjórn breska hernámssvæðisins í Þýskalandi af Sir Sholto Dou- glas. Hefur hreinan meirihluta í korgarstjém PARÍS í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. DE GAULLE hershöfðingi, mun á morgun (miðvikudag) birta yfirlýsingu í sambandi við hinn glæsilega sigur flokks hans í bæjar- og sveitastjórnarkosningunum á sunnudag. Urðu úrslit kosninganna eins og kunnugt er þau, að flokkur hans, sem hann kallar sameiningarflokk frönsku þjóðarinnar, varð stærsti flokk- ur landsins, en það sæti höfðu kommúnistar skipað að undan- förnu. Fjórir stœrslu Nákvæmari fregnir hafa nú fengist af árangri kosninganna. Arabar velja sjer hershöfðingja Virðasf sfaðráðnir í a8 hata S. i>. að engu BAGHDAD í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SAMKVÆMT góðum heimildum, hefur Fawzi el Kawakji, foringi Arabauppreisnanna í Palestínu 1936 og 1939, verið kjör- inn æðsti maður Arabahers þess, sem nú hefur verið stofnsettur. Mun ákvörðun þessi hafa verið tekin á fundi Arabaríkjanna sjö í Beirut. Aðalbækislöð Við fregn þessa er bætt, að Taha A1 Hashima hershöfðingi, fvrrverandi forsætis- og her- varnamálaráðherra Iraq, verði aðalráðunautur Kawakji, en Damaskus mun verða aðalbæki- stöð Arabaherjanna. Stúdentar og hermenn flykkj- ast nú undir merki Arabahers- rns. Þegar litið er á heildarútkomuna kemur í ljós, að atkvæðin hafa skipst á eftirfarandi hátt milli fjögurra stærstu stjórnmáía- flokkanna: Atkv. Sameiningarfl. De Gaulle 38% Kommúnistar ............. 29% Jafnaðarmenn ............ 19% MRP (flokkur Bidaults) . 10% París París er meðal borga þeirra, sem flokkur De Gaulles hetur sigrað glæsilega í. Hlaut hann 52 af 90 sætum í borgarstjói n, kommúnistar 25, jafnaðarmenn átta og MRP fimm. Vilja ekki samvinnu við kommúnista. PRAG: — Flokkur Socialdemo- krata hefur tilkynt, að hann muni ekki eiga stjórnmálalega sam- vinnu við kommúnista. Þeir segja, að hið nýstofnaða kommúnista- bandalag' muni frekar spilla fyrir lieldur en auka alþjóðasamvinnu. ----—-- Tsaldaris lýsir skipulögðum árásum á Grikkland FLUSHING MEADOWS, New York í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld þá tillögu Bandaríkjanna, að stofnuð yrði ný rannsóknarnefnd á Balkanskaga. Fjörutíu fulltrúar greiddu atkvæði með tillög- unni, sex á móti en 11 sátu hjá. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram, höfðu þeir meðal annars tekið til máls dr. Evatt, utan- ríkisráðherra Ástralíu og Constantin Tsaldaris, gríski utanríkis- ráðherrann. Mæltu báðir ræðumenn eindregið með því, að þingið samþykkti bandarísku tillöguna, en nefnd sú, sem fjallað hefur um hana að undanförnu, er henni meðmælt. Rússar eru til- lógunni bins vegar mjög andvígir og njóta þar fylgis leppríkaj sinna. --------------------,--------® Brazilía slítur Rússland Reo de Janeiro í gærkvl Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Brazilíu tilkynnti í dag(. að Brazilíustjórn hefði ákveðið að slíta stjórnmálasambandi við Rússland. Hafa Bandaríkin fallist á að gæta hagsmuna landsins í Sovjetríkjunum. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins tjáði frjettamönnum, að ákvörðun þessi hefði verið tekin vegna svívirðilegra árása rússneskra blaða á forseta Brasilíu og her landsins. Stjórnarvöldin í Brasilíu mót mæltu árásum þessum í orðsend ingu, sem Rússum var send, en er það svar barst til baka, að vegna óvinsamlegra ummæla, sem í or,ðsendingunni fælust, væri ekki hægt að taka hana til greina, var rússnesku stjórn inni tilkynnt, að Brasilía sæi sjer ekki annað fært, en að * slíta stjórnmálasambandi við Sovjetstjórnina. -—- Reuter. Yerkíall í Skoflandi London í gærkvöldi. VERKFALL kolanámumanna í Skotlandi breiðist nú ört út. Voru það upprunalega um 6,000 menn, sem lögðu niður vinnu, en í dag var tala þeirra komin upp í 13,500. Verkfallið hófst, er námu- mönnum þótti ganga of seint að afgreiða ■ kröfur þeirra um launahækkun. — Reuter. Spáir falli S. Þ., ef ... Tsaldaris sagði meðal annars í ræðu sinni: Ef fulltrúar alls- herjarþingsins samþykkja ekki tillöguna og viðhalda þannig frumreglum stofnskrár S. Þ., mun stofnunin falla í rústir og tapa trausti allra þjóða heims. Slóttugri en fasistar. Gríski utanríkisráðherrann lýsti því yfir, að að tlrikklandi steðjaði nú ný innrásarhætta, en innrásarmennirnir væru jafnvel slóttugri en fasistarnir og nasistarnir á sínum tíma. Nágrannarnir. Nágrannar okkar í norðri, hjelt hann áfram, starfa með aðstoð fimtu hérdcildar, sem þeir hafa komið á fót í Grikk- landi. Innrás þessi stefnir að því að sigrast á sjálfstæði okk- ar. Á sama tíma sem þið heyrið talsmenn þessara landa lýsa yf ir sakleysi þeirra^ halda þau áfram að senda meiri og meiri vopn inn yfir' landamæri okkar, vopn, sem notuð verða gegn þjóð okkar. Konur, karlar og börn falla fyrir þessum vopn- um hvern dag, sem við eyðum í umræður um málið. Enginn friður í Grikklandi. Evatt talaði á undan Tsaldar- is og hjelt því meðal annars fram, að rjett væri að koma á fót rannsóknarnefndum til að rannsaka deiiumál einstakra landa og gefa Sameinuðu þjóð- 'urum skýrslur um málið. Hann lýsti og þeirri skoðun sinni, að Grikkland hefði í raun og veru enn ekki verið frelsað undan á- nauð styrjaldarinnar, en fyrir íramlag sitt í nýlokinni heims- styrjöld ætti gríska þjóðin vissu lega skilið bæði frið og frelsi. Skifting Palestínu J E RÚ SALE M: — Arabar vona nú að ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um skiftingu Palestínu nái ekki til að'koma fram, þ. e. þeir álíta að ekki fáist nægur meirihluti atkv. -— eða % hlutar, sem þarf til þess að málið verði samþykt á allsherj- arþinginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.