Morgunblaðið - 22.10.1947, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.10.1947, Qupperneq 8
8 trtORGVlSBLAÐItt Miðvikudagur 22. okt. 1947 „£v&Sii.'&S$téLs — Meðal annara orða Framh. af bls. 6 handa sjúku barni sem árás? Við Bandaríkjamenn erum ekki þeirrar skoðunar. • • Atomsprengjan. Hr. Vishinsky sakaði og Bandaríkin um að ógna heim- inum með atomsprengjunni . . .. En við fjellumst á það á op- inberum vettvangi, að fá hana Sameinuðu þjóðunum í hendur, með því skilyrði þó, að komið yrði fyrst á fót alþjóðalög- reglu og eftirlit yrði haft með sprengjunni. En Rússland beitti neitunarvaldi sínu. Hvers vegna ekki eftirlit, hr. Vishinsky? Er einhver með falin vopn? Og hví ekki að koma upp alþjóðalög- reglu? Hver hræðist lögregl- una — nema glæpamaðurinn? Land okkar, hr. Vishinsky, er tilbúið að fallast á heiðar- legt alþjóðaeftirlit — strax og land yðar er reiðubúið. En fyr ekki .... Við sögðum ykkur, að við mundum ganga að alþjóða- eftirliti, ef þið gerðuð það einn ig. Enda þótt það mundi að sjálfsögðu koma í veg fyrir styrjöld, hafnaði land yðar boð inu. Mjög svo einkennileg framkoma stjórnarvalda, sem segjast elska friðinn, hr. Vis- hinsky. • • Hitlers-aðferð. Sú yfirlýsing að leggja ætti mig (og nokkra aðra Banda- ríkjamenn) í járn, á ekki mikla framtíð. Að hafa það á stefnu- skrá sinni að fjötra fólk, ber ekki tilætlaðan árangur. Hitler reyndi það, og sjáið bara hvern ,ig fór fyrir honum og heimin- <um. Hvers vegna takið þjer það því ekki til athugunar að gera Bandaríkjamönnum ekki fleiri hlekki, heldur Rússum færri? Áður en þjer farið að segja okkur, hvað yður býr 1 brjósti, hr. Vishinsky, hvers vegna ekki fyrst að gefa rúss- nesku þjóðinni tækifæri til að lýsa skoðunum sínum? Þar sem þið þjóðfulltrúarnir viljið ekki leyfa þjóð ykkar að tala, hvernig vitið þið pá hvort hún álítur ekki, að það sjeuð einmitt þið, sem sjeuð stríðsæsinga- mennirnir? Þjer segið að Winc- hell mundi geta ritað betur, ef hann kæmi til Rússlands. — Hvernig getur handalaus mað- ur skrifað á ritvjel, hr. Vis- hinsky? Þjer sögðuð einnig, að blaða menn gætu haft aðgang að Rúss landi — „jafnvel útvarpslygar- inn Walter Winchell“. O, jæja. Helen Kirkpatrick (erlendi frjettaritarinn) benti á það í grein sinni, að margir frjetta- mannanna á blaðafundi yðar hefðu „árangurslaust farið fram á það að fá að koma til Rússlands“. Jeg sagði International News Service (og New York Times) s.l. laugardag, að jeg mundi fús til að fara til Rússlands, ef nokkuð af því, sem jeg gæti sagt eða ritað kynni að hjálpa til við að koma í veg fyrir það, að til átaka kæmi milli landa okkar. En jeg mun ekki fást til að taka þátt í neinum þessara vodka- ferðalaga. Jeg mundi þó gjarn an vilja heimsækja land yðar — ásamt öðrum bandarískum frjettamönnum og útvarpsfyrir lesurum .... Og njóta sömu gestrisninnar og mætt hefir fólki Tass frjettastofunnar hjer. Að geta farið hvert sem maður vill, og þar fram eftir götunum. Jeg hefi birt skrá yfir þá blaðamenn, sem jeg gjarnan vildi að tækju þátt í þessum leiðangri. Meðal þeirra eru sumir bestu vinir mínir, auk hatrömmustu óvini minna. Jeg samdi þessa skrá til að sýna ykkur, að jeg mundi ekki geta logið, jafnvel þótt jeg vildi, þar sem svo margir af keppi- nautum mínum gætu flett of- an af lyginni. Ef yður var það alvara að bjóða mjer til Rúss- lands, þá er jeg reiðubúinn. Og hr. Vishinsky, ef þjer getið sannað það, að jeg sje lygari, þurfið þjer ekkert annað að gera. Kepinautar mínir munu sjá um hitt. • • En hvað um yður? Þegar öllu er á botninn hvolft, hr. Vishinsky, er þó hjer enn annað, sem þarf að kryfjast til mergjar. Yfirlýs- ing yðar er annaðhvort rjett eða röng. Annað hvort erum við George Marshall utanrík- isráðherra og öldungadeildar- þingmennirnir Austin og Mc Mahon stríðsæsingamenn — eða þjer eruð lygari. Jeg er ekki það barnalegur að álíta, að þjer hafið ætlað þetta sem persónulega árás. Þjer rjeðust sem hamstola mað ur gegn einum meðlimi banda- rísku frjettaþjónustunnar, því ekkert er það til í víðri veröld, sem þjer og hr. Stalin óttist meir en ófjötraða ritvjel og hljóðnema. • • Jeg og þjer. En það er ekki jeg, sem ætti að vera innan fjögra veggja. Það eruð þjer_ hr. Vishinsky, sem á þessari stundu standið með bundnar hendur. Jeg get sagt það, sem mjer býr í brjósti, en þjer ekki. Ásamt 140 miljón öðrum Bandaríkjamönnum, er mjer frjálst að gagnrýna stjórn arvöld okkar. En ef þjer, þriðji valdamesti maður hinnar kommúnistisku einræðisstjórn- ar, gagnrýnduð yðar, þá yrðuð þjer skotinn, og þjer vitið það. Og nú skulum við segja all- an sannleikann. Aðaláhyggju- efni ykkar er ekki að koma í veg fyrir, að Bandaríkjamenn komist á snoðir um, hvað er á seyði í Rússlandi. Þið þorið ekki að láta rússnesku þjóðina vita, hvað gerist í heiminum. Þjer og kommúnistastjórn yð- ar vitið, að einn sjálfstæður og heiðarlegur bandarískur frjetta maður með hljóðnema 1 Rúss- landi er kommúnistaflokknum hættulegri en nokkur atom- sprengja .... Og þar, hr. Vis- hinsky^ hafið þjer þó einu sinni rjett fyrir yður. Attlee hvefur iil aukinnar framieiðsiu CLEMENT Attlee forsætis- ráðherra gat þess í ræðu, sem hann hjelt hjer í dag í tilefni af því að hann var gerður heið ursborgari Birmingham, að ef Bretar gætu framleitt sem svar aði 10% meira af stáli, kolum og landbúnaðarafurðum gætu þeir bætt fjárhag sinn svo, að þeir yrðu sjálfum sjer nógir-og gætu bætt lifsskilyrði þjóðar- innar til muna. — Fimmtiígsaímæli Framh. af bls. 5 sómi stjettar sinnar. Hann er drengur góður, vinsæll og hjálp fús. Heill þjer fimtugum Harald ur! Megi starfsorka þín lengi endast landi og þjóð til gagns og uppbyggingar. S. G. Fimm mínúfna krossgáfan SKÝRINGAR Lárjett: — 1 hirzla — 6 lang borð — 8 ríki — 10 sólguð — 11 linast — 12 ráðherra — 13 eins — 14 flana — 16 falla. Lóðrjett: — 1 Fyrstir — 3 fjeð — 4 íþróttafjelag — 5 sóði — 7 hreysti — 9 drykkjustófa — 10 ryk — 15 fangamark. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 klína — .6 ása — 8 af — 10 lá — 11 klofnar — 12 ká — 13 kk — 14 öln — 16 úldna. Lóðrjett: — 2 lá — 3 ísafold 7— 4 na — 5 takki — 7 barki — 9 flá — 10 lak — 14 öl — 15 N. N. Vilja fá nýja iðn- skólabyggingu FUNDUR haldinn í Fjelagi málaranema i Reykjavík mánu daginn 20. október 1947 sam- þykkti eftirfarandi: „Þar sem námsskilyrði iðn- nema í Iðnskólanum í Reykja- vík eru með öllu óþolandi sök um hins ljelega húsakosts, bein ir fundurinn þeirri áskorun sinni til fjárhagsráðs, að það veiti nú þegar umbeðið fjár- festingarleyfi til hinnar nýju Iðnskólabyggingar í Reykja- vík. Ennfremur skorar fundurinn á öll samtök iðnaðarmanna í Reykjavík, að þau beiti kröft um sínum til þess að byggingu hins nýja Iðnskólahúss verði sem fyrst lokið.“ ALÞJOÐA SIMASKRÁ ÍAlþjóða skrá No. 123368) sem nú er í undirhúningi ÓSKAR EFTIR EINKALEYFÍ (útgáfa og útbreiðsla) FYRIR ÍSLAND Kra/ist er öruggrar tryggingar• Skrifið: ANNUAIHE TELEPHONIQUE INTERNATIONAL 12, Rue de la Victoire, PARIS (9e) FRANCE —PERÓN (Framhald af bls. 7) ,,endurskipuleggja“ verka- hreyfinguna. Hann ljet hand- taka flesta af helstu verkalýðs- leiðtoganum og setti í stað þeirra menn, sem hann valdi sjálfur. Mörgum af verkalýðs- leiðtogunum mútaði hann með velborguðum stöðum í ráðu- neyti sínu. Árangur af þessu var tvenns konar: hann eyði- lagði verkalýðshreyfinguna í Arentínu sem sjálfstæða heild og kom henni á vald ríkisins, svo að aðstaða hennar er lík aðstöðu verkalýðshrevfingar- innar í Rússlandi, eins og Willi- am L. Munger sýndi í grein- inni „Hvernig Perón hneppir árgentínskan verkalýð í þræl- dóm“, í maíblaði Mercurys ’47, og með lygum og loforðum um gull og græna skóga ávann hann sjer fylgi verkamanna, er borgaði sig vel, þegar honum fanst tími til kominn að takast opinberlega á hendur forystu hreyfingarinnar. í janúar 1944 var önnur hern aðarleg stjórnarbylting gerð í Argentínu. í þetta skifti var Edelmiro Farrell, hershöfðingi, sagður forsprakkinn, en Porón var, eins og áður ,aðalmaður- inn. Farrell varð forseti, og Per ón varð nú hernaðarmálaráð- herra og varaforseti. Hann var of hygginn til að hafa gleymt áformum sínum um að skapa sjálfum sjer stuðning hjá verka lýðnum. Það var þá, sem harn fyrirskipaði 30% launahækkun í iðnaði, sem var í einkaeign, fyrir utan eins mánaðar laun í jólagjöf. Þetta hefur gert Per- ón mjög vinsælan hjá iðnaðar- verkamönnum; sém eru tals- verður hluti íbúanna. <——— - - -m— - - - - - — — - - • - — - - —... - , ... - - - ■■— --- - - - — ► X-9 y 4/ v J EftirRobertStorm ! ^ --------------- wmm J(vr. 1946, Kin^ Fcaturcs Syndicatc, Inc., World riehts rescrvcd. TI1I-& 15 ONE OPcRATl0N 'THAT WOb'T Dú R5P0RTED IN TME /dEDlcAL JCURNAL5 — R NO,NE OP MV OLD MED-peLLOW'&' COULC MAVc TOPPED ME... BUT THEV WOULD FROWN ON THE CIRCU//I5TANCE5 — E5PECIALLV //IINE j M/d-Ai... TM:í 15/, CRF/n' fjr UV£R-U.P5.,..C:R S-tCOD 'S T- 5AME TVPSÍ /;::•} ;T 'C o DIVVY A FEW CQZPÚ5CLC ' ý; Maðurinn (hugsar): Þetta er ein læknisaðgerð, þetta prýðilega. Enginn af starfsbræðrum mínum horfið í smásjána) þarna er Kalli heppinn. Við ý; sem hvergi mun koma fram í læknaritunum — hefði getað gert þetta betur. En ekki er jeg viss höfum sömu blóðtegund. Það getur vel verið, að vona jeg. Ekki svo að skilja, að mjer hafi ekki tekist um að þeim mundi lrka við allar aðstæður. (Hann hann þurfi blóðgjafar við. .J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.