Morgunblaðið - 22.10.1947, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 22. okt. 1947'
MÁNADALUR
Sliáílóa^a eftir J}acL cJlonlo
35. dagur
„Það ýil jeg líka helst“, sagði
hann, „en mjer datt svona í
hug að þú mundir vilja ljetta
þjer upp eftir að hafa setið
allan daginn inni“.
Það var kalt úti. Billy dró
stóra hægindastólinn að ofn-
inum og Saxon settist á knje
hans og vafði sig að honum.
„Það var engin vitleysa að
við giftum okkur þótt við hefð-
um ekki þekkst nema stutta
hríð“, sagði hann. „Jeg held,
Saxon að við unnumst nú heit-
ar heldur en þá. Og nú — ó,
Saxon, þetta er svo dásamlegt,
að það getur varla verið satt.
Að hugsa sjer það að við skul-
um eignast lítið bam. Jeg er
viss um að það verður drengur.
Og þú getur reitt þig á að jeg
skal kenna honum að nota hnef
ana og bjarga sjer sjálfur. Og
svo á hann að læra að synda.
Og ef han ner ekki syndur þeg
ar hann er sex ára------
„En ef hann verður nú
stúlka?“
„Hún skal verða drengur",
svaraði Billy í sama tón.
Og svo hlógu þau bæði og
kystust af innilegum fögnuði.
„Nú held jeg að jeg verði að
spara hjeðan af“, sagði hann
eftir nokkra stund. „Nú hætti
jeg að gefa kunningjunum í
staupinu. Hjeðan af drekk jeg
ekki annað en vatn. Og svo
ætla jeg að spara tóbak. Hvers
vegna skyldi jeg ekki geta vaf-
ið vindlingana mína sjálfur?
Það er tíu sinnum ódýrara að
reykja þannig, heldur en kaupa
vindlinga. Og svo er best að jeg
hætti að raka mig. Það er ekki
mikið á móti því að safna
skeggi. Þetta er óhemju fje sem
fer fyrir rakstur á hverju ári —
það er blátt áfram hægt að ala
upp barn fyrir það“.
„Ef þú ferð að safna skeggi,
Bill Roberts, þá segir jeg skil-
ið við þig“, sagði Saxon. „Þú
ert alt of fallegur til að skemma
andlitið á þjer með því. Mjer
þykir alt of vænt um andlit
þitt eins og það er. Ó, elsku
hjartans Billy minn, jeg hefi
aldrei haft hugmynd um hvað
hamingja er fyr en jeg kynt-
ist þjer“.
„Það er eins um mig, Saxon“,
svaraði hann.
„Og þetta má ekki breytast“,
sagði hún.
„Nei, svona á það altaf að
vera“, sagði hann.
„Jeg vissi fyrirfram að jeg
mundi verða sæl í hjónaband-
inu, en ekki hafði mig órað fyr
ir að jeg yrði svo sæl sem jeg
er“, sagði hún og kyssti hann á
kinnina. „Billy, þetta er ekki
jarðnesk hamingja — það er
himnaríkis sæla“.
Og þá gat Billy alls ekki feng
ið af sjer að segja henni frá
kauplækkuninni. Það var ékki
fyr en hálfum mánuði seinna,
þegar skórið hafði verið af
kaupinu og hann helti vikulaun
um sínum í kjöltu hennar, að
hann varð að segja henni frá
því. Daginn eftir l^omu þau
Bert og Mary í heimsókn og
þá barst þetta í tal. Bert var
í illu skapi og var með glós-
ur um það að brátt mundi hefj
ast verkfall hjá járnbrautar-
verkamönnum.
„Eg þið hefðum aðeins vit á
því að þegja, þá mundi alt fara
vel“, sagði Mary hvatskeyt-
lega. „Froðusnakkar frá verk-
lýðsfjelögunum æsa járnbraut-
armennina upp. Það er hrylli-
legt að hugsa til þess hvernig
þeir gera menn vitlausa. Ef jeg
væri vinnuveitandi, þá mundi
jeg lækka kaup allra þeirra,
sem hlusta á þessa æsinga-
menn“.
„En þú ert nú samt í fjelagi
þvottakvenna“, sagði Saxon
rólega.
„Jeg var neydd til þess •—
ananrs hefði jeg ekki fengið
ncjitt að gera“, sagði Mary. „En
hvaða gagn hefi jeg haft af
því?“
„Þú sjerð nú hvernig fór fyr-
ir Billy“, sagði Bert. „Ökumenn
irnir hafa ekki sagt neitt og
ekki gert neinar kröfur •— og
svo eru það þakkirnar að laun
þeirra eru alt í einu lækkuð.
Við erum varnarlausir. Við er-
um altaf að tapa. Við höfum
engin rjettindi í landi feðra
vorra og mæðra. Við erum þó
afkormendur þeirra frjálsu
manna sem flýðu England,
börðu á Indíánunum og frels-
uðu þrælana og stofnsettu hjer
ríki. En nú eigum við engan
f jett og hver hálfviti getur sjeð
að alt er að fara til fjandans“. .
„Hvað eigum við þá að gera?“
sagði Saxon.
„Við eigum að berjast. Það
er alt og sumt, Landið er nú
alt í ragningjahöndum. Lítið á
Kyrrahaf s-j árnbrautarf j elag-
ið. Það ræður öllu í Kali-
forniu.“
„Þetta er vitleysa, Bert“,
sagði Billy. „Þú ert á villigöt-
um. Járnbrautarfjelagið getur
ekki ráðið öllu í Kaliforníu“.
„Þú ert grasbítur“, sagði
Bert hæðnislega. „En einhvern
tíma munt þú og allir aðrir
grasbítar sjá að svona er það.
Er það ekki rotið? Jú, jeg segi
þjer satt að rotnunarfýluna
leggur af því langar leiðir. Það
er meira að segja svo komið að
enginn þorir að bjóða sig fram
til þings, nema hann hafi fyrst
farið til San Francisco og beð
ið járnbrautarfjelagið um leyfi.
Vitið þið ekki að landstjórinn
í Kaliforníu var áður forstjóri
járnbrautarfjelaganna? Ójú,
þið getið ekki haft á móti því.
Sem sagt, við erum dauða-
dæmdir. Við erum troðnir í
skítinn. En það skyldi vera
mjer sönn. ánægja ef jeg gæti
hengt nokkra af þorpurunum
áður en jeg er lagður að velli.
Á jeg að segja ykkur hvað við
, erum — við, afkomendur þeirra
frjálsu manna, sem stofnsettu
ríkið? Við'erum seinasti Mohi-
kaninn“.
„Hann gengur af mjer dauðri
með þessum látum“, sagði Mary
gremjulega. „Og ef hann hætt-
ir ekki að tala svona þá endar
það með því að hann verður
rekinn úr vinnunni. Og hvað
á jeg þá að gera? Ekki er hann
að hugsa um mig. En eitt skal
jeg segja honum — jeg fer ekki
aftur í þvottahúsið. Nei, það
geri jeg ekki — aldrei nokk-
urn tíma“.
„Jeg veit svo sem hvað þú
ert að gefa í skyn, Mary“, sagði
Bert með þykkju. „En það skal
jeg segja þjer, að hvort heldur
je- ger lifandi eða dauður, hefi
vinnu eða er atvinnulaus, og
hvernig ' sem fer um mig, þá
skal jeg ekki skifta mjer af
því ef þú vilt endilega leggja
inn á þá braut“.
„Jeg var siðsöm stúlka áður
en jeg hitti þig“, svaraði hún
reigingslega, „og það sem meira
er, jeg er iðsöm eftir að hafa
kynst þjer“.
Bert ætlaði að svara í sama
tón, en nú gekk Saxon í milli
og kom á friði. Henni var ekki
um þetta. Hvernig skyldi hjóna
band þeirra fara? Þau voru
bæði uppstökk og deilugjörn og
voru sí og æ að kíta. Það spáði
engu góðu----------.
Svo var það rakvjelin. Sax-
on keypti rakvjel handa Billy.
Svo var það einn sunnudags-
morgun, er hann ætlaði út að
láta raka sig, að hún fór með
hann inn 1 svefnherbergið og
sýndi honum rakvjelina, blöð-
in, sápuskál, sápu og skegg-
bursta. Billy hopaði á hæli er
hann sá þetta, en var þó dá-
lítið forvitinn. Hann starði á
rakvjelina.
„Þetta heldur þú að sje verk
færi fyrir karlmenn“.
„Þúsundir karlmanna raka
sig með vjel á hverjum degi“,
sagði hún.
En Billy hristi höfuðið og
hopaði nokkur skerf aftur á
bak.
„Þú lætur raka þ'ig þrisvar í
viku“, sagði hún. „Það kost-
ar fjörutíu og fimm cent eða
nær hálfan dollar á viku og í
árinu eru fimmtíu og tvær vik-
ur. Eftir því eyðirðu tuttugu og
sex dollurum á ári fyrir það
að láta raka þig. Viltu ekki
reyna rakvjelina? Fjöldi manna
vill heldur raka sig sjálfur en
fara til rakarans“.
Hann hristi höfuðið eins og
hann væri ófáanlegur til þess
og sjá mátti á augum hans að
honum sárnaði. Hún fór þá að
hlæja og kyssti hann. Svo
klæddi hún hann úr jakkanum
og Ijet hann setjast í stól. Síð-
an þreif hún skeggburstann,
deif honum í sápulöðrið og
sagði:
„Ef þú opnar munninn til
þess að hafa á móti þessu, þá
fyllist hann af sápu og hún fer
alveg niður í háls á þjer“.
„Vertu nú rólegur", sagði hún
svo þegar hún hafði borið á
hann sápuna. „Jeg hefi skygnst
inn í rakarastofurnar og jeg
hefi sjeð að þeir fara svona að
þegar þeir hafa borið á sáp-
una“. Og svo tók hún að nndda
kjálkana á honum með fingr-
unum.
„Hana, nú geturðu byijað að
raka þig“, sagði hún efiir
nokkra stund. „En mundu það
að jeg ætla ekki altaf að hjálpa
þjer. Jeg er bara að koma þjer
á skrið“.
Hann bölvaði bæði t gamni
og alvöru og brá svo rakvjel-
inni á hökuna á sjer. í <;ama
bili hrökk hann við og hróp-
aði:
„Hamingjan hjálpi mjer“.
Hann leit í spegil cg sá að
blóð vætlaði út í sápulöðrið.
„Jeg hefi skorið mig ■— á
rakvjel“, hrópaði hann. „Ekki
skal mig furða þótt menn sjeu
sólgnir í það að raka sig sjálf-
ir. Að skera sig — og þoð á
rakvjel“.
BEST AÐ AUGLYSA
t MORGUNBLAÐITSU
GULLNI SPORINN
115
okkar — aðeir.s þökin á litlu þorpi. En jeg heyrði kirkju-
klukkur hringja, og strax á eftir kom jeg auga á glamp-
ana af vopnum milli trjánna. Sýnilegt var, að orustan var
um það bil að byrja, og við flýttum okkur því niður í
þorpið.
Þegar við vorum nýkomnir inn í þorpið, komum við
auga á lítið veitingahús. Fyrir framan það stóð eikartrje,
og undir því sátu tveir menn með stórar ölkollur fyrir
framan sig. í kringum þá stóð hópur riddara og fótgöngu-
hða. Báðir voru mennirnir háir og hermannlegir, sá hærri
var að hrópa fyrirskipanir til manna sinna, en hinn virti
vandlega fyrir sjer landabrjef, sem lá á borðinu fyrir
framan hann.
„Hverjir eru þarna komnir?“, sagði sá hærri er við
námum staðar fyrir framan eikina.
„Nýliðar — ef þið viljið fá okkur“, sagði jeg, steig af
baki og tók ofan.
„Strákurinn talar, eins og hann stýri heilu herfylki“,
urraði maðurinn. „Geturðu barist?“
„Það er nú einmitt það, sem jeg, með yðar samþykki,
vildi fá að sannreyna".
„Og stubburinn þarna?“ Hann sneri sjer að Pottery
skipstjóra.
Pottery hafði auðvitað ekki heyrt eitt einasta orð, en
svaraði þó strax:
„Úr því yðar hátign eruð svona höfðinglegur, þá held
jeg, að jeg vildi helst glas af öli“.
Svar Potterys, sem hann hrópaði af öllum lífs og sálar
kröftum, hafði þau áhrif, að sá hái spratt á fætur og bölv-
c ði okkur í sand og ösku. Maðurinn við hlið hans var þó
hinn rólegasti, og jeg sá strax, að þessir tveir menn voru
óvinir.
„Mjer finnst“, sagði sá rólegi, „að Mohun lávarður hafi
gleymt að spyrja riddarann til nafns“.
„Jeg heiti Marvel — John Marvel“, svaraði jeg og
imeigði mig.
„Hvað segið þjer!“ Hann spratt upp frá borðinu og greip
í hendina á mjer. „Þá eruð það þjer, sem jeg ekki enn
hefi getað þakkað fyrir brjef hans hátignar konungsins“.
ur með okkur úr Pylsuvagn-
inum.
— Ef hann væri ekki fyrir
mína peninga, mundi hann ekki
vera hjer.
— En elskan mín, sagði hann
þá, — ef þetta væri ekki alt
fyrír þína peninga, mundir þú
alls ekki vera hjer.
★
— Það eru í raun og veru
aðeins tvær hugmyndir til í
heiminum. — Önnur tilheyrir
manninum en hin konunni.
★
Vinur gullsmiðsins: •— Extu
eki hræddur að skilja eftir mik
ið af skartgripum í gluggan-
um, þegar þú ferð heim á kvöld
in. —
★
Grace Moore, söngkonan
fræga, sem fórst í flugslysinu
við Kastrupflugvöllinn í Dan-
mörku, segir eftirfarandi sögu:
— Fátækur maður giftist
ríkri konu, sagði hún, — og í
hvert sinn, sem maðurinn
keypti eitthvað, sagði hún.
— Þetta er mjög snoturt, en
ef það væri ekki fyrir mína
penniga, mundi það ekki vcra
hjer.
Einu sinni kom maðurinn
heim x fallegum nýjum bil.
Konan hans horfði á hann og
sagði:
Gullsmiðurinn: — Nei, nei,
allsekki. Áður en jeg fer heim
á kyöldin set jeg bara spjald
í gluggann, en á því stendur:
— Ekkert í þessum glugga
kostar meir en 10 sent.
★
Kennarinn (við nemandann,
sem er að reikna á töfluna): —
Hvaðan fáið þjer eiginlega
þessar tölur?
Nemandinn: — Úr krítinni.
★
Strætisvagnabílstjórinn: (við
fólkið, sem stndur á gólfinu):
■— Vinsamlegast sýnið hvert
öðru hvar afturendinn á vagn-
inum er. ,