Morgunblaðið - 24.10.1947, Blaðsíða 1
BANDARÍKJAÞIIMG KALLAÐ SAMAN
* /
Biissar hafa þýskan her á her-
námssvæðiiiu sínu
Schumacher í Washington
Washington i gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
ÞÝSKI jafnaCarmannaleiðtoginn Kurt Schumacher, sem að
undanförnu hefur verið á íerð í Bandaríkjunum, tjáði frjetta-
mönnum hjer í Washington í dag, að hann gæti staðfest þær
frjettir blaða í Bandaríkjunum, að Rússar hefðu komið á fót
þýskum her á hernámssvæði sínu í Þýskalandi. Sagði hann, að
her þessi væri undir stjórn Friedrich von Paulus marskálks, sem
gafst upp við Stalingrad í janúar 1943.
Fær aukin völd
Andvígur
niðurrifi verksmiðja
Schumacher sagði blaðamönn
um einnig, að hann teldi það
glappaskot hjá Bretum og
Bandaríkjamönnum að ætla sjer
að rífa allar þær verksmiðjur,
sem getið var um á lista her-
námsvaldanna fyrir rúmri viku
síðan. Kommúnistar eru enn
ekki öflugir á hernámssvæði
vesturveldanna, sagði hann, en
niðurrif verksmiðjanna mundi
styrkja aðstöðu þeirra.
Þýskaiandi hefur verið skipt
Schumacher kvaðst vera þeirr
ar skoðunar að Þýskalandi hefði
í raun og veru þegar verið skift
í tvent. Það, sem nú er nauðsyn-
legt, bætti hann við er að ganga
Mundi fangclsa Byrnes
Austin svaraði þessum ásök-
unum þannig, að hann sagðist
ekki efast um, að Vishinsky
mundi fangelsa Byrnes, ef hann
hefði aðstöðu til þess. Að minsta
kosti legði hann nú mikla á-
herslu á, að koma í veg fyrir,- að
Byrnes gæti lýst skoðunum sín-
um.
Engill friðarins
Dr. Evatt, utanríkisráðherra
um Þýskalands, sem eru fyrir
utan r..ssneska hernámssvæðið.
Skssku verkfaflsiíienn-
irnir wMj 25.000
London í gærkvöldi.
VERKFALLSMENN í skosku
kolanámunum eru nú orSnir um
25.000. Hefur verið tilkynt, að
tjónið af völdum vinnustöðvun-
arinnar nemi meir en 100,000
tonnum af kolum síðan á mánu-
dag.
Verkfallið hefur haft áhrif á
öll námusvæði Skotlands, en
misjafnt hversu vinnustöðvunin
nær til margra verkamanna í
Ástralíu, svaraði Vishinsky einn
ig, en rússneski utanríkisráð-
herrann hefur nú nýlega, að
Byrnes ótöldum, lýst Churchill
og tveim bandarískum utanríkis
ráðherrum sem stríðsæsinga-
mönnum. Sagði Evatt, að vitað
væri, að Byrnes væri algerlega
andvígúr hernaðaraðgerðum
gegn Rússum, en að kalla hann
stríðsglæpamann væri um það
bil það sama og að kalla Hitler
engil friðarins.
Sir Stafford Cripps, sem óður
var verslunarmólaróðherra í
bresku verkamannaflokksstjórn
inni, liefir nú fengið mikil og
aukin völd sem raunverulegur
einvaldi yfir fiamleiðslu- og
fjármólum Bretlands.
SÍÐUSTU tölur úr norsku
bæjar 'og sveitaistjórnarkosn-
ingunum (fulltrúar kjörnir við
síðustu kosningar í svigum):
Hægriflokkur 735 fulltr. (549).
Bændaflokkur 982 (713)
Vinstriflokkur 1203 (1002)
Kristilegi þjóðflokkurinn 777.
(704)
Alþýðuflokkurinn 4736 (4901)
Kommúnistar 771 (921)
Borgaralegi sameiningarlistinn
1509 (1291)
Smábændur og fiskimenn 61
(158)
Ópólitískir 1159 (1592)
Kommúnistar hafa tapað 150
fulltrúum, en búið er að telja
í öllum bæjum, en þeir munu
vera 64.
Hægriflokkurinn hefir unnið
meirihluta í 8 bæjum, þar sem
hann var í minnihluta áður. í
5 bæjum hefir enginn einn
flokkur meirihluta, þá hefir
hægri flokkurinn unnið 35
sveitastjórnir, en í 24 hefir eng-
inn einn flokkur meiri hluta.
Alþýðuflokkurinn hefir náð
meiri hluta í 7 sveitastjórnum,
þar sem hann var í minni hluta
áður. í Drammen eru 15 af
kjörnum bæjarfulltrúum kon-
ur, en voru 10 áður.
I Oslo er talningu ekki lokið
til fulls ennþá, en útlit er fyrir
að enginn einn flokkur hafi
fengið þar meirihluta.
Líkav matarbirgðir og í fyrra.
WASHINGTON: — Landbúnað-
arráðuneyti Bandaríkjanna hefur
tilkynt, að birgðir heimsins af mat
vælum fyrir árið 1948 muni verða
álíka miklar og árið áður.
frá friðnum á þeim landsvæð- einstökum námum. — Reuter.
Vishinsky heldur áfram að finna
„stríisæsingamenn^
safna þeim líki og smábarn
frímerkjum
New York í gærkvöldi. •
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
WARREN Austin öldungardeildarþingmaður, svaraði í dag í
stjórnmálanefnd Sameinuðu þjóðanna nýjum hrópyrðum Vis-
hinskys, aðstoðarutanríkisráðherra Rússa, um breska og banda-
ríska „stríðsæsingamenn“. Hafði Vishinsky áður lýst því yfir,
að James Byrnes, fyrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
væri „stríðsæsingamaður", sem væri að reyna að setja nýtt met
í óhró.ðri um Sovjetríkin.
Aukaþing til að ræða
aðstoð við Evrópuþjóðir
og ráðstafanir gegn
verðhækkun
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
JOSEPH MARTIN, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna til-
kynti í dag, að Bandaríkjaþing hefði verið kallað saman til auka-
þings þann 17. nóvember næstkomandi til að ræða um aðstoð við
Evrópuþjóðir, sem eru í vanda staddar fjárhagslega og til þess
að gera ráðstafanir gegn hinni síhækkandi dýrtíð í Bandaríkj-
unum. Var þetta tilkynt eftir að Truman forseti hafði átt fund
með leiðtogum þingflokkanna í Hvíta húsinu.
-----------------------------------s>
Ötvarpsumræður
um skiptingu
innflutningsins?
KOMMÚNISTAR hafa krafist
útvarpsumræðna frá Alþingi
um framvarp það, er Sigfús Sig-
urhjartarson flytur í Nd. um að
innflutningsleyfi til verslana
skuli vera í samræmi við af-
henta skömtunarseðla þeirra til
Viðskiptanefndar.
í gær var talið líklegt að um-
ræður þessar yrðu í byrjun
næstu viku, ef úr þeim verður.
Munu þær verða með svipuðu
sniði og síðustu umræður, sem
útvarpað var, en þá hafði hver
flokkur 45 mínútur til umráða,
sem skipt var í tvær umferðir.
Eigendur einkabif-
reiða í London
mótmæla
London í gær.
EIGENDUR einkabifreiða í
London mótmæltu í dag afnámi
bensínskamtarins til einkaakst-
urs. Var búist við að mikill f jöldi
bíla mundi safnast saman á
nokkrum götum Lundúna, en úr
því varð þó ekki.
Fulltrúar bifreiðaeigenda sem
gengu á fund eldsneytismálaráð-
herra, tjáðu frjettamönnum eft-
ir á, að ráðherrann hefði ekki
gefið þeim neinar vonir um að
skamturinn yrði tekinn upp á
ný fyrst um sinn. — Reuter.
Börn skróð í Rauða krossinn.
NEW YORK: — Tilkynt hefur
verið, að á þessu ári hafi meir en
18,000,00 skólabörn verið skrásett
í unglingadeildir Rauða krossins í
\ Bandaríkjunum.
Martin sagði að Truman hefði
ákveðið að kalla saman þingið
uppá eigin ábyrgð og sam-
kvæmt rjetti sínum sem forseti
til að ræða alvarleg vandamál,
sem ekki þyldu neina bið.
Boðskapur forsetans.
Tom.Connally öldungadeild-
arþingmaður sagði blaðamönn-
um frá því að Truman forseti
myndi senda þinginu boðskap
er það kæmi saman, annað er-
indið mundi verða um aðstoð
við erlendar þjóðir, en hitt um
verðlagsmál. Connally gaf ekk-
ert í skyn um hvernig flokkur
republikana myndi taka hoð-
skap forsetans.
Mikil verðhækkun í
Bandaríkjunum.
Vöruverð hefir farið mjög
hækkandi í Bandarlkjunum
undanfarið og það svo, að marg
ir eru farnir að óttast alvar-
lega verðbólgu. Mun forsetinn
fara fram á að þingið geri ráð-
stafanir til að komið verði í
veg fyrir frekari verðhækkun.
Forsetinn mun leggja fyrir
þingið aðstoð við Frakka, ítali
og Austurríkismenn fyrst og
fremst, en þessar þjóðir eru
verst staddar allra. Evrópu-
þjóða, þeirra, sem tóku þátt í
Parísarráðstefnunni um Mars-
halláætlunina.
Þolir enga bið.
Eftir fund sinn með leiðtog-
um þingflokkanna átti Truman
fund með blaðamönnum og
sagði þeim að aðstoð við Frakka
og ítali þyldi ehga bið. Forset-
inn gat þess ekki hvað hann
myndi fara fram á mikið fje,
en reiknað hefir verið út að það
muni þurfa um 600 miljónir
dollara til að koma Frökkum og
ítölum yfir erfiðasta tíma vetr-
arins. Truman gat þess, að
Frakkar myndu verða búnir
með dollaraeign sína fyrir ára-
mót og þeir hefðu þá ekki leng-
(Framhald á bls. 8)