Morgunblaðið - 24.10.1947, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. ott. 1947
MORGVIHBLAÐIÐ
7
Steingrímur Ingvarsson bóndi
í Hvammi, Vatnsdal
í DAG verður jarðí unginn að
Undirfelli Steingrímur Ingvars-
son, bóndi, Hvammi, Vatnsdal,
er ljest á Landakotsspítala þ.
9. þ. m., eftir uppskurð vegna
magasárs.
Steingrímur var fæddur í Sól-
heimum 28. júní 1897, sonur
Irgvars hreppstjóra Þorsteins-
sonar og Kristínar Gísladóttur.
Hann álst upp í Sólheimum hjá
föður sínum, en móður sína
misti hann ungur.
Árið 1920 giftist hann eftir-
lifandi konu sinni, Theódóru
Halgrímsdót.tur, Hallgrímssonar
bónda í Hvammi í Vatnsdal. —
Reistu þau bú í Sólheimum
næsta ár, en fluttu þaðan árið
eftir, 1922, að Hvammi og hafa
búið þar síðan. — Þau eignuðust
fjögur efnileg og mannvænleg
börn, sem öll eru uppkomin, þrjá
syni og eina dóttur.
★
SÓLHEIMAR í Svínavatns-
hreppi, fæðingarstaður og æsku-
heimili Steingríms Ingvarsson-
ai, er fögur jörð og arðsöm.
Eitt af höfuðbólum Húnavatns-
sýslu á forna vísu. Hvammur í
Vatnsdal, bólstaður sama manns
um fjórðung aldar, er enn feg-
Urri jörð og ágætari. Hún er eitt
hið mesta höfuðból Húnavatns-
sýslu á nútíðarvísu.
Ingvar Þorsteinsson, hrepp-
stjóri Svínhreppinga, faðir
Steingríms, var einhver hóg-
látasti, besti og göfugasti maður
sinnar samtíðar. Umbótamaður
í besta skilningi.
Allt þetta, uppruni og um-
hverfi, studdi að því að móta
þann mann, sem nú hefur fallið
í valinn fyrir aldur fram. Stein-
grím Ingvarsson í Hvammi. —
Hann var sólarinnar maður.
Gæfan var honum fylgisöm til
æfiloka. Ágæt kona, efnileg og
góð börn, góður efnahagur og
skemmtileg búskapar aðstæða
voru allt til samans þeir gim-
steinar, sem gerðu honum Jífið
ánægjulegt og bjart. Eðli hans
og hugsunarháttur var líka i
fullu samrætni við uppruna, um-
hverfi og ástvini. Maðurinn var
bjartsýnn . og rólyndur, skap-
festa, einbeitni, samfara glað-
værð og heilbrigðri stefnufestu
voru hans einkenni. Hann var
traustur framfara bóndi og fje-
lagsmaður. Vinsæll og vel lið-
irm meðal sveitunga og hjeraðs-
manna.
Hann sneiddi eftir mætti hjá
opinberum störfum og deilum,
en tók vel og hyggilega á þeim
rrálum, sem til hans kasta
kcmu. Hann var í sveitastjórn
Vatnsdæla um 10 ára skcið og
ýmsum öðrum störfum og nefnd
um. Tók hann æfinlega á mál-
um með hófsemi og stillingu og
gætti þess eins hvað fjöldanum
væri fyrir bestu. Að gera rjett
og vinna samviskusamlega var
hans takmark, eins og fleiri
hans ættingja. Heimili hans var
og er fyrirmyndarheimili á alla
grein. Þar ríkti glaðværð og
prúðmennska og frábær gest-
risni. Steingrímur var í því sem
öðru hygginn bóndi, að hann
fcðraði allan sinn búpening
mjög vel og hafði af honum
besta arð. Hann var bestamaður
Minningarorð
og átti oftast góða reiðhesta. í
skoðunum á opinberum málum
var hann, einarður og fastur fyr-
ir og ótrauður fylgismaður góðs
málstaðar. Hann fylgdi þeirri
stefnu, sem i rúir á þroska, mann
dóm, sjálfsbjargar viðleitni og
fjelagshug cinstaklinganna. Öll
hræsni og yfirlæti var honum ó-
geðfelt.
Hann var heilsugóður maður
þar til fyrir jiokkrum mánuðum,
að hann kenndi þeirrar veiki,
sem nú hefur orðið honum að
aldurtila. Þegar hann fór suður
til uppskurðar, bjuggust vinir
hans við, að ekki væri um lífs-
hættu að tefla. Flestir þeirra
gerðu sjer vonir um, að fá bráð-
lega, að sjá hann aftur heilan
heilsu. Ilelfregnin kom því eins
og þruma úr heiðríku lofti.
Höfum við nú, eins og oftar,
þegar sú saga gerist um það
margt að hugsa, en fátt að segja.
Hinn sári harmur konu og barna
og annara ástvina verður ekki
læknaður mcð orðum. En hjart-
anlegur samúðarhugur streymir
til þeirra úr mörgum áttum
þessa dagam.
Jafnan er og nokkur með böli
bót. Hjer felst hún í björtum og
hieinum minningum um góðan
mann og gáfaðan, sem hamingj-
ar fylgdi til loka, þó æfin væri
mikið styttri, en allir kunnugir
vonuðu.
Blessuð :-.je minningin um
hann.
Jún Pýlniason.
Hinningarorð um:
Elínu G. Magnúsdóttur
1 DAG verður til moldar bor
in í Hafnarfirði Elín G.
Magnúsdóttir. Hún andaðist i
sjúkrahúsi í Kaupmannabotn,
aðfaranótt 4. október síðatlið-
inn, úr lífhimnubólgu.
Elín fæddist í Hafnarfirði
27. september 1925 dóttir hjón
anna Sigríðar Erlendsdóttur og
Magnúsar heitins Snorrasonar
skipstjóra. Barnung að aldri
missti Elín föður sinn og ólst j
upp hjá umhyggjusamri móður ,
ásamt tveimur systkinum sín
um.
i
Fvrir rúmu ári síðan fór
Eiín utan til náms í Danmörku
og hafði dvalið i Kaupmanna-
höfn til þess dags, að svipleg
veikindi ollu þeim sorglegu ör-
löguin. að Elín kemur aldrei
aftur í hóp vina og vanda-
manna heima á íslandi.
Fyrrj hluta dags, laugardag
inn 4. okt. síðatliðinn, barst sú
sorgarfregn heim til Hafnar-
fjarðar, að Elin Magnúsdóttir
væri dáin. Þessi þungbæra
harmafregn bljómaði ósenni-
lega í eyrum, en þvi miður var
hún jafn sönn, og hún var
sorgleg. Fyrst og fremst snart
hún strengi móðurhjartans og
systluna, en einnig setti vini
Elínar liljóða og grátklökka, að
heyra svo ótrúlega dánarfregn.
Viku áður átti Elín afmælis
dag og varo þá 22 ára. Svo ung
var hún á efsta degi, einmitt
þegar langt líf og fegurð þess
virtist framundan um glæsta
framtiðarvegi. En nú er hún
farin frá oss, unga stúlkan glað
væra, sem kunni vel að deila
gleði og gamni í vinahóp, en
| Hefi opnaD Sækningastofu
l í Uppsölum (Aðalstræti 18 við Túngötu). Viðtalstími
1—2. Sími 3317. Heima Víðimel 31. Sími 6866.
ÖLAFUR TRYGGVASON,
læknir.
Skothurðajám
fyrírliggjandi
í flestum stærðum fyrir 50—100 cm. hurðir. Birgðir
mjög takmarkaðar.
^AJlmenna
Ui^^in^ar^je ía cjió li.f. I
Borgartúni 7. Sími 7490.
AÐVORU
frá Vörubílstjórafjeíagiiau Þrólti.
Vegna þess alvarlega ástands í atvinnumálum vöru
bilstjóra, eru menn aðvaraðir að kaupa ekki vörubifreið
ar í atvinnuskyni, þar sem ákveðið hefir verið að taka
ekki fleiri menn inn á stöðina fyrst um sinn.
'Uöru l?íió tjóra^je íac^ú j^róttur
í B Ú Ð
3 herbergja ibúð i nýju húsi til leigu um 15. nóv. Fyrir
framgreiðsla 25—30 þúsund krónur. Tilboð sendist í
pósthólf 624 fyrir 1. nóvember.
var þó alltaf aðgætin og við-
kvæm.
Elin var i allri framgöngu
frjálsleg og alúðleg en yfirlætis
laus, viðmótsgóð og velhugs-
andi í hvers manns garð. Færri
vissu þó, að hún var að upplagi
dul og á stundum mjög alvöru
gefin og minntist þá tregum
rómi látins föður, er henni var
mikil eftirsjón að, og marghátt
aðrar fyrirhafnar móður, sem
öllum stundum hefir starfað að
uppeldi og velferð barna sinna.
Elín fór utan um hádegisbil
á fögrum og sólbjörtum sumar-
degi, i júlímánuði 1946. Hún
sjálf og sólin hrostu á brott-
fararstundu. Vinirnir sendu
þöglar og hlýjar kveðjur með
skipinu, sem lagði frá landi
þennan dag, og báðu Elínu að
koma aftur heim til ættjarðar
innar með sól og bros á brá. —
Nú er hún komin aftur, en
hvorki hin bjarta júlísól nje
lhð bhða bros Elínar sást við
hafnarbakkann, þegar skipið
kom að landi, sem ílutti lík
hennar heim, til hinnstu hvíld
ar í íslenskri mold. — Elín var
dáin og vinirnir drupu höfðum
og heilsuðu henni með tárvot-
um augum. Erfitt er að skilja
lífið. Æskan er stundum frá oss
numin í hlóma lífsins og byrj
un, því að guð kallar þá ungu
til sin, sem hann elskar mest.
Elín jeg geymi hugljúfa
minningu þína og gleyrni al-
aldrei. Ilaustkvöldin verða
lengri og dimmari eftir að þú
ert frá oss farin; horfin út yfir
landamæri þessa lífs. En ron
Framh. á bls. 11.
I Eggjasölusamlagið
heldur fund sunnud. 26. þ.m. í Breiðfirðingabúð (Skóla
vörðustíg 6B). Áríðandi mál á dagskrá. Fjölmennið.
STJÓRNIN
Höftim icatipanfla
| að nýrri amerískri fólkshifreið. Hátt verð.
I , Bílamiðlunin
I
% Bankastræti 7. Simi 7324.
!
EK N ET
Nýleg reknet og slöngur til sölu úti i EEaga frá kl. 2—5
í dag og laugardag.
a
fyri.liggjandi,
.~Áíáí?on Jjóhannájon & Co.
Sölvhólsgötu 14. Sími 6916.