Morgunblaðið - 04.11.1947, Side 7
'Þriðjudagur 4. nóv. 1947
MORGUNBLAÐIÐ
7
*
UivegsiKienn iæði I
alvarlega óstond
©
IS-
ekki sunkeppni
„VerSur eðlileg þrcun hindruð!" !
LANDSSAMBAND íslenskra út-
vegsmanna hefur kallað saman
fulltrúaráð sitt, til þess að ræða
hið alvarlega ástand, sem nú
blasir við sjávarútveginum.
Fulltrúaráðsfundur Landssam
bandsíns settist á rökstóla í gær,
(mánudag) og setti formaður
sambandsins, Sverrir Júríusson,
fundinn.
Ræða formanns L. í. U.
Lagði hann fyrir fundinn
greinargerð og ályktun stjórnar
Landssambandsins, og skýrði
fundarmönnum frá því að stjórn
Landssambandsins liti þinnig á,
að fundur þessi yrði nú fyrst og
fremst að taka til meðferðar og
ályktunar hin veigamestu atriði,
er vörðuðu afkomu útvegsins, en
það er hin mikla dýrtíð og verð-
bólga í landinu annarsvegar, en
hinsvegar afleiðingarnar af und-
anförnum 3 aflaleysisárum á
síldveiðum. — Benti formaður
Landssambandsins glögglega á
það í skýrslu sinni, að á undan-
förnum árum hefðu samtök út-
vegsmanna bent á, hversu mjög
alvarlega þrengdi jafnt og þjett
að útvegsmálum landsmanna og
hvaða áhrif hin sivaxandi dýrtíð
hefði á afkomu fiskiskipaflotá
íslendinga. í lok ræðu sinnar
lagði hann áherslu á það, að
lausn þessara mála þyldi nú alls
enga bið lengur, þar sem mikill
hluti fiskiskfpaflota landsmanna
lægi nú í höfn skuldum vafinn
og væri fyrirsjáanlegt, ef nokk-
ur bið eða töf yrði á því, að
heilbrigður starfsgrundvöllur
yrði skapaður fyrir framleiðslu-
tækin til sjávarins, að þá mundi
ekki einungis útgerðin stöðvast
af sjálfu sjer, þeldur þjóðin öll
bíða óbætanlegt og varanlegt
fjárhagslegt tjón. Síðan lagði
hann fram greinargerð stjórnar
Landssambandsins til Fulltrúa-
ráðsfundarins og ályktanir, og
fylgdi þeim úr hlaði með ítarleg-
tim skýringum.
Síðan var gengið til fundar-
starfa. Var Ólafur B. Björnsson
á Akranesi kosinn fundarstjóri
fundarins, en varafundarstjóri
Kristján Karlsson, útgerðarmað-
ur, Reykjavík. Fundarritarar
voru kosnir framkvæmdastjórar
Landssambandsins Jakob Haf-
stein og Stefán Wathne.
Nefndakosningar
Síðan var gengið til nefnda-
kosninga' og voru kjörnar þrjár
nefndir. 1 kjörbrjefanefnd voru
kosnir þeir: Jakob Hafstein,
framkvæmdastjóri, Sig. Ágústs-
son, útgerðarmaður, Stykkish.,
Guðmúndur Pjetursson, Siglu-
firði og Halldór Þorsteinsson,
útgerðarmaður, Garði. í afurða-
sölu- og dýrtíðarnefnd voru þess
ir kjörnir: Ólafur Jónsson, Sand
gerði, Loftur Ejarnason, útgcrð-
armaður, Hafnarfirði, Sigurður
Ágústsson, útgerðarm., Stykkis-
hólmi, Jónas Jónsson, útgerðar-
rriaður, Vestmannaeyjum, Guð-
finnur Einarsáon, útgerðarmað-
ur, Bolungavík, Karvel Ögmunds
son, útgerðarmaður, Keflavík
og Jón Árnason, útgerðarmaður
Akranesi. -— í allsherjarnefnd:
Sverrir Júlíusson, form. Lands-
sambandsins, Hafsteinn Berg-
þórsson, útgerðarmaður, Reykja
vík, Finnbogi Guðmundsson, út-
gerðarmaður, Gerðum, Friðrik
Guðjónsson, útgerðarm., Siglu-
firði, Þórður Ólafsson, útgerðar-
maður, Reykjavík, Gísli Krist-
jánsson, útgerðarmaður, Akur-
eyri og. Tómas Guðjónsson, út-
gerðarmaður, Vestmannaeyjum.
Erindi Finns Jónssonar
Að þessum störfum loknum
var gefið fundarhlje til kl. 5. —
Þegar fundur hófst að nýju,
flutti Finnur Jónsson, alþm. Is-
firðinga, ítarlegt og fróðlegt er-
indi um dýrtíðarmálin og gjald-
eyrisástandið.
Rakti hann í erindi sínu hversu
mjög alvarléga horfði í gjald-
eyrismálum þjóðarinnar og
þetta ástand gæti haft fyrir þjóð
ina í framtíðinni.
Síðan vjek hann að dýrtíðar-
málunum og hvernig hin gífur-
lega og sívaxandi verðbólga væri
að sliga aðalatvinnuveg þjóðar-
innar, sjávarútveginn.
Berrii hann á það, að þetta
væri því hörmulegra sem þjóðin
hefði aldrei fyr frá landnámstíð
verið betur búin til bjargálna og
framtaks en nú, með því á síð-
ustu árum ao eignast hin ágæt-
ustu framleiðslutæki með stór-
auknum nýjum skipastóli og
bættum vinnsluskilyrðum á sjáv
araíurðum í landi með nýjum
og fullkomnum frystihúsum og
verksmiðjum.
Loks vjek hann að markaðs-
málunum og hversu þýoingar-
mikið væri að leita nýrra rnark-
aða og treyrsta enn betur við-
skiptasamböndin við gömlu
markaðslöndin.
En sjálfir yrðum við að lag-
færa höfuðmeinsemdina, sem
væri fólgin í verðbólgunni inn-
anlands og stefna að því að út-
gerðarkostnaour og yíirleitt all-
ur tiikostnaður stæði í sæmilega
rjettu hlutfalli við afurðasölu-
verðið á erlendum markaði. —
Fundurinn heldur áfram í dag
(þriðjudag), í fundarsal Lands-
sambandsins og hefst kl. 2 e. h.
rneð ræðu sjávarútvegsmálaráð-
herra Jóhanns Þ. Jósefssonar.
I Nokkra
l Hás@ta
1 vana síldveiðum vantar á
i m.b. Heimaklett. — Uppl.
| um borð í bátnurn við
í verbúðabryggju.
IVIVItllVlllltlltllltllÍIIIIRtlltillMIII ttvrrrrvll IIIIIIIII Vll III
ífamÉÍionm
I Bankastræti 7. Sími 7324.
1 er miðstöð bifreiðakaupa.
1111111111111111111111111111111111111111111111111111ii 1111111111111111
íminn ótt
standist
UNDANFARIÐ hefir tæp-
lega komið út nokkurt tölublað
af Tímanum þannig, að þar sje
ekki að finna naglalegar árásir
á verslunarstjettina, rangfærsl-
ur á því, sem ritað hefir verið
í Morgunblaðið um viðskipta-
mál og annað svipað góðgæti.
Alt er þetta borið fram með
talsverðum þjósti. Tíminn virð-
ist tala eins og sá sem valdið
hefir. En þótt á blaðinu standi
að útgefandi sje Framsóknar-
flokkurinn skal það stórlega
dregið í efa, að ráðamenn flokks
ins í heild sjeu ánægðir með
skrif blaðsins um verslunarmál
og raunar fleiri mál, sem þetta
blað lætur til sín taka.
Gott sýnishorn um skrif Tím-
ans í sambandi við verslunar-
málin er grein Halldórs Kristj-
ánssonar frá Kirkjubóli í blað-
inu s. 1. miðvikudag, sem nefn-
ist: „Verður eðlileg þróun hindr
uð“. Greinin er um verslunar-
mál og er meginefni hennar að
nú sjeu gerðar tilraunir til að
hindra eðlilega þróun kaupfjel-
aganna. H. K. telur að kaup-
fjelögin sjeu orðin svo vinsæl í
landinu að allur alm. vilji
nú versla við þau en „heildsal-
arnir“ og • „heildsalablöðin11
berjist á móti því að kaupfjelög
in geti skift við almenning eins
og óskað sje eftir. Þetta er auð-
vitað ekkert annað en sami
söngurinn, sem kveðið hefir við
í dálkum Tímans undanfarna
mánuði. En það er þó ekki ó-
fróðlegt að H. K. talar um
„eSlilega þróun“ kaupfjelag-
anna. Ef litið er á islenska versl
unarsögu má segja að íslensk
innflutningsverslun hafi þróast
við sæmilegt viðskiptafrelsi þar
til höftin voru sett á 1931 að
undanteknum þeim hömlum,
sem lagðar voru á í styrjöld-
inni 1914—1918. Innlend heild-
verslun á sjer skamman aldur
svo ekki þarf að horfa langt
aftur. í áliti millibinganefndar
í innflutnings og gjaldeyrismál-
um, sem star’faði 1940. er talið
að samvinnufjelögin hafi ann-
ast 10—12(0 af öllum innflutn-
ingi, þegar höftin skullu á 1931.
Sú saga er vel kunn að á hafta-
tímupum, er komu þar á eftir,
jókst hlutdeild samvinnufjelaga
í innflutningi mjög' en það var
vegna þess að verulegum hluta
af því takmarkaða vörumagni,
sem landsmenn höfðu ráð á að
kaupa var veitt til samvinnu-
verslana en skiftingu innflutn-
ingsins rjeðu pólitískir fulltrú-
ar kaupfjelaganna. Reynslan
hafði sýnt, að þegar verslun
var frjáls hafði kaupmanna-
verslunin verulega burði yfir
samvinnufjelögin. Ekkert kaup
fjelag hafði getað þrifist í
Reykjavík og höfðu þó ýmsar
tilraunir verið gerðar. Stjórn-
málamönnum samvinnufjelag-
anna var það kærkomið tæki-
færi að geta notað höftin kaup-
fjelögunum til styrktar og gerðu
[ þa,ð út í æsar á kostnað annara.
[ En þessi vöxtur kaupfjelag-
\ anna var ekki cðlileg þróun
j heldur óeðlileg. Hjer var ekki
jj um að ræða vöxt vegna sigurs
á rjettilega hösluðum velli í
venjulegri, heilbrjgðri sam-
keppni. Verslun samvinnufjel-
aganna jókst á krepputímunum
vegna valdboða stjórnmála-
manna, sem neyttu valds síns
á þann hátt, sem óþekt var áð-
ur hjer á landi.
Nú er skollin á ný” gjaldeyris-
kreppa. Nú hefir komið til orðæ
að tryggja kaupfjelögunum for-
rjettindaaðstöðu á komandi
tímabili vöruskorts og gjald-
eyrisvandræða svo þau geti
þróast ,,eðlilega“ á sama tíma,
sem aðrir sætta sig við skertan
hlut á óeðlilegum tímum.
H. K. ætti að vita og veit að
sagan um það hvernig gjald-
eyrishöftin voru framkvæmd á
árunum frá 1931 og fram á
styrjaldartímann er Ijót saga.
H. K. segist vera „mikill ]ýð-
ræðismaður“. Ef svo er ætti
hann að vita að í engu siðuðu
lýðræðislandi eiga sjer stað jafn
siðlausar árásir á tilteknar
stjettir manna, eins og tíðkast
í blaði eins og Tímanum, sem
mun vilja kenna sig við lýðræði.
Ef H. K. sjer þetta ekki eða
veit, þá æ.ttu forystumenn
blaðsins að skynja þetta og taka
í taumana. Skrif Tímans eins
og þau hafa verið undanfarið,
dag eftir dag, eru á bá lund
að þau sþilla einungis fyrir
samvinnufjelögunum. Qg þau
gera meira. Þau spilla fyrir því
átaki, sem gera þarf gegn dýr-
tíðinni. Allar æsingar til stjetta
haturs, lognar ásakanir um svik
og pretti, eins og Tíminn hefir
borið upp á verslunarstjettina
og kemur fram í grein H. K.
eru ekki til þess fallnar að sam-
eina stjettirnar til átaka gegn
vágesti dýrtíðarinnar. Með
þessu er ekki sagt cð Tímanum
sje ekki frjálst að gagnrýna
viðskiftalíf þjóðarinnar og gera
tillögur um þau tfni. Hjer er
aðeins bent á að skarnkast og
lævislegar dylgjur eða órök-
studd brigsl eru ekki til þrifn-
aðar.
H. K. endar Timagrein sína
með því að vitna til Jóns Sig-
yirðssonar. Það er ósmekklegt,
svo ekki sje meira sagt að
leggja nafn Jóns Sigurðssonar
við óþokkaleg ummæli og æs-
ingaskrif, en slíkt hraut aldrei
úr penna Jóns forseta.
Tíminn varð einna fyrst allra
blaða til að innleiða stjettabar-
áttu í hið smágerða og van-
þroska stjórnmálalíf Islendinga.
Blaðið sló þegar fyrir 30 árum
á þær sömu nótur, sem það slær
nú. En í dag eru það aðrir menn
sem slá, menn eins og H. K.
En öllum, sem hafa hag lands
manna allra fyrir augum en
ekki hagsmuni einstakra stjetta
eða flokka ætti að vera Ijóst
að vandamál viðskiftalífs okk-
ar verða ekki leyst með grein-
um í stíl Tímans eða öðrum svip
uðum áróðri. Það er ekki vafi
á að þeir tveir aðilar, sem mest
megnis standa að innflutningi
til landsins, geta samið friðsam
lega um ágreiningsefni sín á
milli án íhlutunar stjórnmála-
mannanna og á þann hátt að
báðum væri fyrir bestu og öll-
um landsmönnum um leið. —
Þessir aðilar hafa komið sjer
saman um ýms atriði viðskifta-
legs eðlis, á liðnum árum og
æsingagreinar Tímans ættu
ekki að vera í vegi fyrir að slíkt
geti ekki einnig átt sjer stað
í framtíðinni, ef tilefni gefst til.
Eins og viðskiftamálaráðh.
gat rjettilega um í útvarpser-
indi sínu um viðskiftamálin, á
dögunum, er með 12. gr. lag-
anna um fjáx-hagsráð farið inn
á nýjar braufir í sliiftingu inn-
flutningsins, þar sem nú á ekki
að miða vörumagn hverrar inn
flutningsverslunar við fyrri ára
innflutning' eða höfðatölu við-
skiftamanna, eins og tíðkast
hefur, heldur sje þeim veitt
leyfi fyrst og fremst, sem gera
hagkvæmust innkaup að verði
og gæðum. Tímanum er illa við
þessa nýju braut, sem vjðskifta
málaráðherrann nefnir svo, en
það bendir ekki til að blaðið
hafi trú á að samvinnufjelögin
standi sjerstaklega vel að vígi
við þau próf, sem fram kunna
að fara á verði og vörugæðum.
Tíminn vill því reyna að finna
aðra leið, sem véra megi að
tryggi kaupfjelögum betur að
þau fái stóraukinn innflutning,
án allra prófrauna um verð og
gæði. Þetta vantraust blaðsins
á getu kaupfjelaganna.og grein
ar blaðsins, eins og þær eru rit
aðar, gera samvinnufjelögun-
um aðeins ógagn og væri rjett
af forustumönnum Frámsóknar
flokksins að taka til athugunar
hvort flokksblaðið gæti ekki
tekið upp þarfari iðju.
Þrír kongar í brúð-
kaopi Elizabeiar
London í gær,
TUTTUGU OG ÁTTA manns af
konunglegum ættum í Evrópu
hefur verið boðið í brúðkaup
þeirra Elizabethar prinsessu og
Mountbattens sjóliðsforingja,
sem fram á að fara í þessum
mánuði. Þar á meðal eru þrír
kóngar, Noregskonungur, Dana-
konungur og Rúmenakonungur
og ennfremur Pjetur fyrverandi
konungur Júgóslava. — Reuter.
Þýskir fangabúða-
starfsmenn dæmdir
Berlín í gær.
SEXTÁN af fyrverandi starfs-
mönnum Saxhausenfangabúð-
anna í Þýskalandi voru í dag
dæmdir í Berlín. Voru fjórtán
þeirra dæmdir í lífstíðar fang-
elsi, en tveir sluppu með 15 ár. .
Allir voru menn þessir auk þess
dæmdir til þrælkunarvinnu. ‘ ;
Hinir ákærðu voru sakaðir um .
að hafa sta.ðið fyrir morði 100,-1
1 000 manna. — Reuter.