Morgunblaðið - 04.11.1947, Side 9

Morgunblaðið - 04.11.1947, Side 9
Þriðjudagur 4. nóv. 1947 MORGXJTSBLÁÐIÐ Notum viðurkenningar ulheims sem sjúlfstæi þjóð Góðir íslendingar! ALLSHERJARÞING hinna Sameinuðu þjóða, sem var sett hinn 16. sept., á í dag, hinn 30. október í miklum önnum og íjöldamörg erfið og hættuleg vandamál eru ennþá óleyst og raunar óhreyfð. Þess er nú ekki að vænta að þinginu ljúki fyr . en seinni hluta nóvembermán- aðar. Eins og kunnugt er, eru hjer msettir fjórir fulltrúar fyr- ir Islands hönd. Það eru þrír fyrv. forsætisráðherrar ís- lands, þeir Asgeir Ásgeirssón, Hermann Jónasson og Ólafur Thors, auk mín. íslenska sendi- nefndin er ein hin fámennasta hjer á þinginu. Stærri þjóðirn- ar hafa tugi og jafnvel hundruð manna til þess að fara með mál sitt. Ef takast ætti að sinna öll- um störfum þingsins, er nauð- synlegt að hafa nokkuð fjöl- mennar sendinefndir, því að störf þingsins fara aðallega fram í sjö nefndum, sem halda fundi alla daga, þegar ekki er allsherjarþing og eru fundar- tímar hinna einstöku nefnda samtímis. Vægðarlausar deilur. Jeg þykist þess full- viss, að Islendingar yfirleitt telji það vel og viturlega ráðið, að þrír fyrverandi forsætisráð- herrar og nú verandi forustu- menn flokkanna skuli sækja þingið fyrir íslands hönd. Það munu Islendingar telja mikið mannval af okkar hendi. Og við skulum ekki gleyma því, að hjer á þessu mikla þjóðanna þingi erum við íslendingar smæstir þeirra smáu. Og bað verður ekki til þess ætlast, nje heldur verður því hlítt, að við tökumst á hendur þann vanda að frelsa heiminn og segja öðr um þjóðum fyrir verkum. Þess ber einnig að gæta, að það hef- ur orðið Ijóst, alvarlega, ískyggi lega og óbifanlega Ijóst, á þessu þingi hinna Sameinuðu þjóða, miklu ákveðnar og greinilegar en á fyrri þingum, að þetta er ráðstefna stórveldanna, þar sem þau tefla fram skoðunum sínum og deila hiklaust og vægð arlaust um mestu vándamál nú tímans. Það er raunalega eftirtektar- vert, hversu ræðurnar á þing- inu núna í ár eru sneiddar venjulegri diplomatiskri kurt- eysi.Beinar ásakanir og þyngstu ásakanir fjúka á milli borða. og oft virðist sem bilið á milli aðalstórveldanna tveggja — Bandaríkjanna og Rússlands •— sje óbrúanlegt. A slíku þingi er erfitt fyrir minstu þjóð heims ins að kunna fótum sínum for- ráð. En við íslendingar reyn- um, ef þess er nokkur kostur, að fara bil beggja, en látum þó sannfæringu og málstað ráða hverju sinni hvernig fer um at- kvæði okkar. Oft höfum við átt samleið með Vesturveldunum, stundum með Rússlandi, öðru hvoru en ekki altaf höfum við verið í samfylgd með hinum Nor ður landaþ jóðunum. Við höfum gætt þess að var- ast það, að ísland yrði dregið í dilk með nokkru öðru ríki eða ríkjasamböndum. — Frásögn aí þingi Sameinuðu þjóðanna Ræða Thor Thors er útvarpið flutti á sunnudaginn Siðastliðinn sunnudag flutti útvarpið af plöt.um ræðu, sem formaður íslensku fulltrúanna á þingi Sameinuðu þjóðanna, Thor Thors sendiherra, hafði flutt þ 30. október, fvrir tilmæli útvarpsins og til flutnings fyrir íslenska hlustendur. Hinir þrír íslensku fulltrúarnir, fluttu einnig ræður og birtust ræður Asgeirs og Hermanns í útvarp- inu. Én fyrir mistök við afgreiðslu á ræðuplötunum vestra, varð ræða Ólafs Thors ekki send hingað með hin- um þrem. Hjer birtist ræða Thor Thors sendiherra, er útvarpið Ijet blaðinu góðfúslega í tje til birtingar. Þar sem hanri í stuttu máli skýrir frá störfum þingsins og afstöðu Is- lendinga til alheimsmálanna. og tókst svo heppiiega til eft- ir margra daga viðsjárverðar deilur og þungar atlögur :nilli stórveldanna, að fult samkomu lag náðist, og allar þjóðir lýstu vanþóknun á því athæfi að ala á tortrygni milli þjóðanna. Ennþá er óleyst deilumálið um það, hvort nefnd allra þjóða skuli starfa á milli allsherjar- þinganna. Bandaríkin og jafn- vel einnig Bretland og Frakk- land eru því fylgjandi, en Ráð- stjórnarríkin eru því andvíg og telja að slík starfsemi komi í bága við hlutverk Öryggisráðs- ins. Gyðingarnir og Palestínumálið. Af öðrum stórdeilumálum, er óafgreidd eru enn, má nefna friðarsamningana við ít- ali, ástandið í Kóreu, afstöð- una til Francostjórnar og kjör Indverjanna í Suður-Afríku. Öll þessi mál eru hjá pólitísku nefndinni, og þess er því langt að bíða, að hún geti lokið störf- um. Thor Thors sendiherra. Grikklandsmálið. Fyrstu 10 dagar þingsins fóru í almennar umræður á alls herjarþinginu, síðan tóku hinar sjö nefndir þingsins til starfa og ganga nefndastörfin greiðlega í ýmsum nefndum, en lengst vilja þau dragast, enda erfið- ust í pólitísku nefndinni. Af 13 málum, sem þar eru á dag- skrá, hafa aðeins fiögur komið til umræðu og tvö þeirra þeg- ar verið aígreidd. Grikklandsmálið var rætt í 3 vikur í nefnd og síðan þrjá daga á allsherjarþinginu, uns endan lega var samþykt að senda nýja rannsóknarnefnd til Grikk- lands. íslenska sendinefndin var því einróma hlynt ,að slík rannsóknarnefnd yrði send á vegum hinna Sameinuðu þjóða, til þess að fullskýrt yrði fyrir alheimi hversvegna órói ríkir í Grikklandi og hvernig má stöðva hann án þess að til ófrið- ar þurfi að koma. Stríðsæsingar fordæmdar Ilið annað mál þingsins, sem nú hefur verið levst, er það að fordæma striðsæsing- ar í öllum löndum og rejma að reisa skorður við þeim. Við Is- lendingarnir vorum frá önd- verðu hlyntir slíkri ákvörðun Eitt mesta vandamál bings- ins er lausn Palestínumálsins. Sjerstök nefnd allra þjóða starfar að því á þinginu, en eins og kunnugt er, hafði auka þing Sameinuðu þjóðanna á s.l vori verið kallað saman vegna þessa máls eins, og var þá skip- uð sjerstök rannsóknarnefnd á fundi hinna Sameinuðu þjóða. Tillögur þeirrar nefndar liggja nú fyrir og ganga þær annars vegar út á það, að Palestínu skuli skift í tvö ríki milli Gyð- inga og Araba, en hinsvegar er lagt til að sambandsríki Gyðinga og Araba verði ntofn- sett í Palestínu. Gyðingar heimta sitt sjerstnka ríki, en Arabar hóta ófriði, ef skipta á landi þeirra. Málið er geysi vandamikið, ekki síst þegar þess er gætt. að um 600,000 Gyðing- ar eru heimilislausir í fanga- búðum Evrópu og eiga sjer hvergi athvarf. Það er rætt um það, að flóttafólki heimsins, sem alls mun vera 1,300.000, verði skift niður á öll lönd verald- ar og er ekki ólíklegt að það verði ráðið. Framtíð Palestínu verður samt sem áður að ákveðast og enda þótt að í því máli sjeu Bandaríkin og Rússland sam- mála í aðalatriðum, þar sem þessi tvö stórveldi vilja skifta landinu í tvö ríki, þá er sam- komulagið milli Gyðinga og Ar aba hvergi nærri sjáanlegt enn þá. Og loks er alt óráðið um það, hver vill ’bera ábyrgð á )ög- gæslu í landinu á meðan verið er að koma á friði og hver vill knýja í framkvæmd ákvarð- anir Sameinuðu þjóðanna. En alt er þetta í athugun og leitað verður sátta milli aðilja í lengstu lög. Það e^ auðsjeð að vandamálin blasa alsstaðar við og íslandi er mikill vandi á höndum að gæta atkvæðis síns. Orugg sjálfstæðisviðurkenn- ing. Einhverjir kunna að spyrja: Hversvegna erum við íslend- ingar að taka þátt í þessu at- heimsstarfi? Því er til að svara, að jeg hygg að innganga íslanda í hinar Sameinuðu þjóðir hafi verið óhjákvæmileg og æskileg sem siðasta sporið í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar. Vegna þátttökunnar í Sameinuðu þjóð unum, er Island nú viðurkennt af alheiminum sem fullvalda sjálfstætt lýðveldi og atkvæði þess gildir hjer á allsherjar- þinginu jafnt og atkvæði mestu stórvelda heimsins. Hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sínu um örlög íslands og ann- ara þjóða, þá er það óhaggan- leg staðreynd, að í dag njótum við viðurkenningar alheims sem sjálfstæð þjóð. Stæðum við utan samtaka hinna Sameinuðw þjóða, er ekki að efa það, aíS einhverjir yrðu til þess að vje- fengja þá aðstöðu vora. Jeg vil að lokum geta þéss, að mjer virðist sem stjórnmála mennirnir i íslensku sendinefnd inni, sem sitja nú og hlýða á mál mitt, fara óðum að ó- kyrrast og hugsa til heimferð- ar. Og jeg vil því nota tæki- færið til þess að þakka þeim ágætt samstarf í hvívetna. Það hefur sýnt sig, að þótt íslensk- ir stjórnmálamenn sækist á og deili hart á íslandi, þá bera þeir giftu til þess að standa saman, þegar okkar litla land er í vanda og verður að taka afstöðu og þola dóm samkvæmt framkomu þeirra á þjóðanna þingi. Hmrt afmenni kirkju- fundur er mjög fjöl- HINN almenni kirkjufundur hófst hjer í Reykjavík sl. sunnu dag, og þann dag prjedikuðu aðkomuprestar í öllum kirkj- um bæjarins og öðrum messu- stöðum. Er fundurinn mjög fjöi sóttur. Prófessor Ásmundur Guð- mundsson setti fundinn í Frí- kirkjunni kl. 1,30 með sköru- legri ræðu. Brýndi hann fyrir fundarmönnum hina miklu nauðsyn á samstarfi allra áhuga manna kirkjunnar, er Ijetu stjórnast af orði Krists og anda. Þá voru flut framsöguerindi um aðalmál fundarins, sem er leikmannastarf og sunnudaga- skólar. Erindi fluttu sr. Sig- urbjörn Á. Gislason og Þórður Kristjánsson kennari. — Síðan var kosin allsherjarnefnd til þess að fjalla um ýms mál, er fram kunna að koma. Þá var fundinum frestað til kl. 9 í gær morgun, en þá hófst hann í húsi K. F. U. M. með morgunbæn, er Brynleifur Tobíasson, menta- skólakennari á Akureyri, flutti. Á sunnudagskvöld flutti sr. Valdimar Eylands fróðlegt er- indi í Dómkirkjunni um leik- mannastarf meðal Vestur- Is- lendinga, sem er mjög mikið, og í gærkvöldi flutti Snorri Sig fússon, námsstjóri, erindi í Dóm kirkjunni um kristnistarf i skól um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.