Morgunblaðið - 04.11.1947, Page 10

Morgunblaðið - 04.11.1947, Page 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. nóv. 1947 > Brjef: LANDHEL OG FLEIRA Hr. ritstjóri. JEG hefi nú á síðastliðnu sumri skrifað tvær greinar í Morgunblaðið um landhelgis- gæslu. Jeg held jeg verði að skrifa þá þriðju, því alt er þá þrennt er, segir máltækið. Það virðist svo, að meðal íslenskra ráðamanna sje ekki mikill áhugi fyrir að gæta land helginnar á þar til hæfum skip um. Áhuginn virðist frekar fær ast í þá átt að færa út landhelg ina, en jeg tel það ekki tíma- bært meðan við höfum ekki meiri kost varðskipa en við nú höfum. Jeg vil leggja til, að drag- nótaveiðar verði algjörlega bannaðar í landhelgi, en nú eru þær leyfðar frá 1. júní til 1. desember. Ef satt skal segja, þá erum við að eyðileggja upp- eldisstöðvar flatfisks og annars fisks hjer í Faxaflóa og jafnvel víðar í fjörðum og flóum, með gengdarlausum ágangi drag- nóta og botnvörpu. Svo er ekki nóg með, að dragnótaveiðarar liggi fyrir föstu og dragi nótina að sjer, heldur eru þeir nú al- mennt famir að toga með hana en að mínu áliti er það algjör- lega ólöglegt, væri æskilegt, að stjórnin vildi gefa skýlaus fyr irmæli um það, hvernig leyfi- legt væri að fiska með þetta veiðarfæri innan landhelgis. Annars er það vitað, að drag nót gerir mikið meiri skaða en botnvarpa og er einkennilegt, að nokkurn tima skyldi vera leyft að fiska með þessu veiðar færi upp i fjörusteinum. Nú eru bara 6 mánuðir ársins, sem þetta er löghelgað. Jeg vil leyfa mjer að taka hjer smá kafla upp úr mánaðaritinu Ægi, eft ir dr. Turting, hann segir svo: „Senn er svo komið í Norður sjó, að enginn blettur er þar fyrirfinnanlegur, að ekki gæti þar offiski. Svo bjánalega langt er gengið á þessari braut að í framtíðinni mega menn lúta að því, að selja fiskiskip úr landi í stað skarkola. Danski fiskiflotinn verður innan skamms of stór“. Jeg veit ekki hyort nokkrum hefur dottið það sama í hug og mjer, er jeg las þetta, en það var Faxaflói, er ekki alveg sama með hann núna. Er þar ekki gengið á stofninn, og væri ekki rjett á meðan við fáum hann ekki algerlega friðaðan að banna þó dragnótaveiðarnar í landhelgi. Það er þó altaf byrj un, og við sýnum með því, að við erum á rjettri leið. ■ Jeg sje nú í blöðunum, að ver ið er að leita tilboða í 130 tonna varðbát. Það er gleðilegt að verið sje að hugsa um að smíða varðskip, en þegar mað- wjr fer að athuga það nánar, fýllist maður aftur vonleysi. Við erum nú á næstunni að fá yfir 30 nýtísku togara með ganghraða 13—14 mílur. Um sæia leyti er verið að fara fr&m á byggingu 130 tonna v^rðbáts, sem vitanlegt er, að aidfei getur gengið m'eíra en 10—11 mílur. Það er auðsætt mál, að á svo litlu skipi er aldrei hægt að fá meiri gang, nema með því að skerða sjó- hæfni þess. Hvað hugsa ráða- menn þjóðarinnar? Er verið að gera grín með fjöregg íslensku þjóðarinnar? Mjer virðist það. Við fáum einhvern fjölda af Sviþjóðarbátum, en mitt per- sónulega álit á þeim bátum er það, að það hefði mátt spara sjer mikið þann innflutning. Jeg tel, að frekar hefði átt að leggja þann gjaldeyri í togara, þeir munu alltaf verða drýgst ir að afla gjaldeyri í þjóðarbú- ið. Þessir bátar verða alltaf ó- hentugir nema til síldveiða. Þeir eru of litlir og geta ekki togað í djúpu vatni, ganghraði þeirra flestra mjög Ijelegur. Það virðist svo, að með allri þessari nýsköpun, hefði verið sjeð fyrir þörfum landhelgis- gæslunnar og fengin nokkur varðskip hæf til þeirrar starf- semi. Svo kannske hefði ekki verið úr vegi að fá einnig fiski rannsóknarskip, hefði mátt út búa eitt varðskip með togút- búnaði og rannsóknarstofu. En þessi þáttur nýsköpunar- innar gleymdist, nema að þvi leyti, að fengnir voru 3 hrað- bátar hingað til lands, sem ekki þóttu hæfir til þessa starfs, lík lega gengið heldur mikið. En því hafa ekki vericí fengin skip í staðinn fyrir þá. Mjer er sagt að hægt hefði verið að fá fyrir þá skip eins og Pólstjörnuna og Straumey, til bráðabirgða hefði mátt notast við svona skip — þau munu ganga upp undir 12 mílur — þangað til við hefðum byggt okkar eigin skip. Árið 1930 höfðum við varð- skip sem hjer segir: Ægir, Óð- inn og Þór, þar að auki 3 vjel báta og danska varðskipið. Tvö af íslensku skipunum gengu 13 —14 sjóm. Það virðist sem okk ur sje að fara aftur, eftir að við erum orðin sjálfstæð þjóð. Á því herrans ári 1947 höfum við aðeins Ægi af stóru skipun um, en hann er nú orðinn of ganglítill samanborið við tog- arana. Með mínum besta vilja get jeg ekki talið þessa fiski- báta? sem verið er að leigja sem varðskip. Varðskip verður að hafa þá yfirburði yfir togar ana, að þau gangi að minnsta kosti 2—3 sjóm. meira eða ætt um við kannske að láta lög- regluþjónana okkar hafa hest- vagna upp á gamla mátann, til að elta bifreiðar, sem hafa brot ið af sjer, svo jeg nefni dæmi. Þá kem jeg að öðru, sem að mínu áliti væri rjett að athuga. I3að eru nú allmargir, sem eru orðnir yfirmenn á varðskipun um, en mjer vitanlega er eng inn af þessum mönnum skipað ur í stöður sínar nema ef til vill einn. Hvað veldur? Er þetta starf metið minna en t.d. lögregluþjónsstaða í landi eða bílaeítirlitsmanna, sem allir eru skipaðir, og eru lögbrjótar skyldugir að hlýða þessum varðskipsmönnum, þar sem þeir hafa ekki nein skipun arbrjef í höndunum og eru þar að auki kannske á bát, sem skráður er fiskiskip í hinni ís- lensku fiskiskipaskrá? Mjer þætti gaman að fá svar við þessu af mönnum, sem vit liafa á hlutunum. Þá kem jeg að einkennisfötum þessara manna. Mjer er ekki kunnugt um, að nein reglugerð hafi ver ið gefin út um það, hvernig hann ætti að vera, að minnsta kosti hefur ekki verið farið eft ir henni. Jeg veit dæmi til þess, að stýrimenn hafa haft þrjár mis munandi gerðir af einkennis- húfu á einu ári og svo er það með fleira. Virðist það mestu hafa ráðið hvað til var af ein- kennum í það og það skiftið. Þá þarf auðvitað að ákveða hvern ig hásetar og aðrir undirmenn eiga að vera klæddir. Það verð ur að vera samræmi í búningi þessara manna. Við getum ekki farið um borð í erlend skip með einn háseta í rauðri peysu og annan máske i gráum frakka. Mjer finnst, að ríkis- stjórnin verði að taka þessi mál fastari tökum og vil jeg leggja til: 1. Fá nú þegar 2 hraðskreið varðskip til bráðabirgða. Hvernig væri t. d. að fá 2 þýsk skip upp í þau, sem þeir söktu fyrir okkur á stríðsárunum. 2. Skipa alla yfirmenn varð- skipanna. 3. Ákveða með reglugjörð, hvaða einkenni varðskipamenn eiga að bera. Þórarinn Björnsson. Breiar baupa enn mesi ai okkur BRETAR ERU stöðugt sú þjóð, sem kaupir mest af okkur. Sam- kvæmt hagskýrslum fyrir seþt- ember s.l. keyptu Bretar af okk- ur fyrir 14,8 miljónir króna í þeim mánuði, en alls fyrstu 9 mánuði ársins fyrir 68,4 miljón- ir. — Næst koma Rússar, sem keyptu hjer fyrir 13,6 miljónir króna í september og 39,2 milj- ónir fyrstu 9 mánuði ársins. Þriðju í röðinni eru ítalir, sem keyptu í september fyrir nærri 10,4 miljónir og 16,6 samtals það sem af er árinu. Stærsti útflutningsliðurinn er freðfiskurinn, en við höfum selt freðfisk fyrir 52,5 miljónir kr. á tímabilinu janúar-september. — Þar næst er síldarlýsi fyrir 41,6 miljónir á sama tíma saltfiskur fyrir tæplega 30 miljónir og ís- fiskur fyrir tæpar 26. — Fyrstu 9 mánuði ársins fluttum við út fyrir 201,2 miljónir, en innflutn- ingsverðmætið nemur á sama tíma 360,8 miljónum króna. Rússar rjúfa Potsdamsamþyktina. TOKYO: Talsmaður bandarísku stjórnarinnar í Japan héfur látið svo ummælt, að allar þjóðir ncma Rússar hafi farið eftir samþykt- um Potsdamráðsteínunnar um að skila heim japönskum stríðsföng- um. — Landhelgismálið Júlíus Ilavsteen sýslu- maður hefir ritað margar greinar um landhelgis- málið í blöð og tímarit, enda er hann mikill áhuga maður um það mál. Fer hjer á eftir grein eftir sýslumanninn um þetta efni: Landheigin. í greinaflokki þeim, sem jeg i vetur reit um landhelgi ís- lands og birtist í blaðinu ,,ís- lendingur“ á Akureyri og í sjó- mannablaðinu ,,Víkingur“ í Reykjavík gerði jeg 3. gr. samn inginn, dags. 24 júní 1909, milli Danmerkur og Stóra-Bret lands, um tilhögun á fiskiveið- um þegna hvors þeirra um sig fyrir utan landhelgi í hafinu umhverfis Færeyjar og ísland, að umtalsefni. Komst jeg þar að þeirri nið- urstöðu og leiddi rök að því, að „Samningurinn er einhliða vald boð Danakonungs og dönsku ríkisstjórnarinnar gegn Islandi og íslendingum, því hvorki var hann lagður undir álit íslenskra stjórnarvalda nje samþykki Al- þingis“,------að „Samningur- inn tekur aðeins til þegna Dana og Bretaveldis. Þegnum annarra þjóða er því gersamlega óheimilt að notfæra sjer hann og hefir ætíð verið, en gagn- vart. okkur Islendingum fjell hann niður um leið og við hætt um að vera þegnar Danakon- ungs“. Samningurinn var nauðunga samningur gagnvart íslending- um. Samkvæmt þessum stað- reyndum lagði jeg til, að AI- þingi lýsti yfir því, að samn- ingurinn væri samkvæmt orð- anna hljóðan niður fallinn fyr- ir Islendingana með sambands- slitunum við Dani og lýðveldis- tökunni 1944, og ákvæði þcgar víðáttu landhelginnar. Á Alþingi hafði um líkt leyti eða heldur fyrr en nefnd grein var rituð, komið fram þings- áylktunartiliaga um uppsögn samningsins frá 24 júní 1901. Benti jeg á, að færi Alþingi þá leið, væri með slíkri ályktun gefin viðurkenning fyrir því, ekki einungis, að Alþingi nú viðurkenndi, að samningurinn hefði ætíð verið í gildi, heldur og, og það er vissulega þunga- miðjan, eins og nú horfir málið, „að hann sje í gildi fyrir lýð- veldið ísland og gildi fyrir það a. m. k. enn um tveggja ára skeið eða lengur“. Hjer er þá um tvær leiðir að velja, — önnur bein og króka- iaus, vissulega djörf fyrir smá- þjóð, sem naumast á skip til landhelgisvarna, og útlendu þjóðunum, sem notað hafa mið- in kringum ísland til fiskiveiða, sem ættu þeir þau einir, hinn mesti þyrnir í augum, — hin seinvirk og snúningasöm samn- ingaleið, þar sem verður að „ganga fyrir hvers manns dyr“ að heita má, til þess að fá hin- ar sömu þjóðir, sem nú eru okk ur erfiðastar í samkeppninni, bæði um notkun hafsins kring- um ísland og sölu sjávarafurða, til þess að samþykkja hvort- tveggja í senn, að hætta að venja komur sínar á íslenska flóa og íslensk fískimið, og jafn framt lýsa yfir því, að þessi mið eigum við íslendingar einir. Á tillögum þeim í landhelgis- málinu, sem birst hafa frá ný- afstöðnu „sambandsþingi far- manna og fiskirnanna“, er svo að sjá, sem þingið ætli að mæla með síðarnefndu leiðinni krók- óttu, en hafi svo allt í einu tek- ig sig á, sjeð hversu seint róð- ur sá mundi sækjast og bent á alveg nýja lausn til úrbóta með því að beina til Alþmgis og ríkis stjórnar, að fá leiðrjettingu þess misrjettis, sem Island varð fyrir með samningnum frá 24. júní 1901 á þingi Sameinuðu þjóðanna“. Hver leiðin, sem kann að verða valin af þeim þremur, sem nú er fram settar, þessu málanna máli til lausnar, þá er þó eitt fengið, sem allir virð- ast sammála um, bæði utan Al- þingis og innan, að ekki megi lengur dragast að ganga frá Iandhelgismálinu. Má því væntanlega treysta á lausn þessa stórmáls á Alþingi því, er nú situr, og að það verði látið ganga fyrir dægurþrasi og flokkaríg. Landgrunnið. Frá Vesturheimi eru m. a. fregnir að berast um að þjóðir þær í Suður-Ameríku, sem lönd eiga að sjó, helgi sjer nú með einföldum þingsályktunum eða yfirlýsingum landgrunnin, sem að löndum þeirra liggja eða sem eru framhald eða .fótstall- ur landsins uns hyldýpi hafsins tekur við. Fylgir það og þessum upplýsingum, að Bandaríkin hafi lýst yfir, að þau sjeu þessu samþykk. í trausti þess, að ríkisstjórn okkar og Alþingi fylgist með málum þessum eins vel og auð- ið er, tekur þjóðin sjálfsagt ein um rómi undir þá áskorun til nefndra stjórnarvalda, að þau sjeu vel á verði um þetta mál og fái slíkan rjett viðurkennd- an fyrir Island. Júlíus Havsteen. Dynamo vann í Gautaborg með 5:1 GÖTEBORG Kammeraterna biðu lægri hlut fyrir Dynamo frá Moskva s.l. sunnudag með sama markamun og Nörrköping fyrra sunnudag, 5:1. Rússarnir sýndu þó ekki alveg eins mikla yfirburði og markafjöldinn gef- ur kynni til, þar sem Gautaborg- mennirnir ljeku mjög vel og gerðu oft harða sókn að Dyna- mo-markinu. Fyrri hálfl. endaði 3:0 Rúss- um í vil. Fyrsta markið settu þeir á fyrstu mínútu, annað á 31. og 3. á 34. — í síðari hálf- leik skoraði Dynamo á 9. mín- útu, Svíar á 12., og rjett áður en leiknum lauk skoruðu Rússarn- ir 5. mark sitt. Asbjörn Halvorsen og Reidar Dahl frá Norska knattspyrnu- sambandinu eru í Gautaborg til þess að athuga möguleika á að fá Dynamo til keppni í Osló. •i«Nnmnn> - acfnu:i DUa acmi I i hæstnr iMtinriognaaður §

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.