Morgunblaðið - 06.11.1947, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.11.1947, Qupperneq 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. nóv. 1947] ÍHeklumyndin verður notuð við kennslu um allan heim segir Sigurður Pórarinsson Fyrirspurnum um ver- búðirog síldarverksmiðju Austurlands svarað JEG hjelt 9 fyririestra um Hektu. segir Sigurður Þórarins- son. er jeg hitti hann í fyrra- dag. ög auk þess einn fyrirlest- ur fyrir landfræðinga í Stokk- hólmi um rannsóknir á Vatna- jökli, einkum Grímsvatr.asvæð inu, og annan í Danmörku um rannsóknir á öskulögunum hjer á landi. í Finnlandi fundu menn með vissu, að Heklu aska barst þang að næstu daga eftir að gosið byrjaði. Menn gátu náð saman kvo miklu af þessu dusti. að bægt vár að efnagveina það. Aft ur á móti reyndist það vera sandur sunnan úr Sahara, sem menn urðu varir við þá daga í Danmörku. Mtkil aðsókn ao ItokEmnyndinni. Aðsókn að fyrirlestrum þín- um og myndasýningunni af Hektugosinu hefir verið góð? Meira en það. Hvað eftir ann- að’ svo mikil, að skifta þurfti um húsrúm, fá stærri húsa- kynni, en upprunalega hafði verið áformað. Almenningur er mjög áfjáður að heyra og sjá hvað gerst hefir við Heklu á þessu sumri. Kvikmyndin er líka alveg ágæt, einsog öllum er nú orð- ið kunnugt. Það kom víða fram, að skólar vilja fá Heklumynd- ina sem kenslukvikmynd. Verð ur gaman að því, að kvikmynd, sem íslendingar hafa að öllu leyti gert, verði sýnd í kennslu stofnunum um allan heim. Er mikið eftir af myndinni sem verður aukið við hana? Já það er talsvert. Bæði myudaþættir, sem náttúrufræð ipgarnir hafa tekið. Og eíns býst jeg við, að við reynum að fá nokkra þætti frá ýmsum mönn- um, sem ekki hafa verið í neinni samvinnu við okkur. T. d. myndir, sem sýna gosið í fjar- lægð. Því við vorurn alltaf rjett á gosstöðvunum. Erlendír náttúrufræðingar og Heklugosið. Þykir þjer ekki einkennilegt, hve fáir jarðfræðingar hafa kom ið hingað, til að sjá og rannsaka Heklugosið? Ekki svo mjög. Jarðfræðing- ar eru yfirleitt ekki efnafólk. Svo þeir hafa ekki treyst sjer til að leggja í þann kostnað, að ferðast hingað. Og svo frjettist það strax, að íslenskir jarð- fræðingar hefðu tekið rannsókn írnar að sjer. En það er ekki svo að skilja að erlendir náttúrufræðingar viljí ekki vinna að Hekiurann- sóltnum. Nú er eftir að vinna úr þeim athugunum, sem gerð- ar hafa -verið. M. a. þarf að leggja mikla fyrirhöfn í efna- greiningar o. þ. h. Ýmsir nátt- úrufræðingar, sem jeg átti tal við, eru boðnir og búnir til þe; að leggja fram vinnu sína r{ið þetta verk, og stuðla að því ^ þann hátt, að athuganir okk- ar komi að fullum notum. I Heklubókin. En hvernig heldur þú að <gangi með Heklubókina? Því almenn lýsing þarf að koma út á gosinu. Það ætti ekki að verða sjer- lega mikið verk að koma henni út. í henni þarf að vera mik- ið af myndum, og helst nokkr- ar litmyndir. Frá Norðuriöndum. Hvað getur þú annars sagt mjer almæltra tiðinda af Norð- urlöndum? Jeg varð þess áskynja, einsog aðrir, sem til Finnlands koma, að mikill hugur er í Finnum, að koma atvinnuvegum sínum og fjárhag á rjettan kjöl. Þeim mun takast það, á tiltölulega stuttum tíma, ef þeir fá frið til þess. Þeir hafa þegar borg- að 46 prósent af stríðsskaðabót- um til Rússa, og viðurværi þjóð arinnar er að skána frá því sem það var. í Finnum er fádæma seigla og vilji til sjálfsbjargar. Þurkarnir í sumar hafa orðið Finnum mjög erfiðir, einsog öðr um Norðurlandaþjóðum. Þurk- arnir náðu um alla Skandinavíu, nema til Norður-Noregs. Þar voru óvenjulegar rigningar, eins og hjer á landi. Iðnaður Svía Og Norðmanna hefir verið hálf- lamaður í haust, þar sem not- að er rafmagn, vegna þess hve lítið vatnsmagn hefir verið í ánum. Óvenjulegt að sjá Stokk- hólm ljóslítinn eins og nú. En í Noregi er ástandið í þessu efni svo slæmt, að rafmagnið er tekið af í Osló og víðar kl. 1114 á kvöldin. í Svíþjóð er það sýnilegt, að vörubirgðir hafa þar farið all- mikið þverrandi. Þar hefir ver- ið keypt til landsins mikið af allskonar vörum, sem marga hefir fýst að fá, og sumt af því hafa erlendir ferðamenn keypt. En nú er þar orðinn dollaraskortur einsog víðar. Mest bjartsýni virtist mjer ríkja í Noregi þrátt fyrir myrkr ið á kvöldin. Danir eiga við erfiðleika að stríða sem eðlilegt er á meðan þéim tekst ekki að koma. land- búnaðarafurðum sínum í við- unaiilegt' verð. Bretar hafa ekki efni á, einsog sakir standa, að kaupa þær úrvalsvönir, sem danskir bændur framleiða. Steinþóri Sigurðssyni var boðin þátttaka í Suðurpólsleiðangri. Hvað frjettir þú af Ahlmann prófessor og hinum. mikla leið- angri hans til Suðurheimskauts landanna. Jeg hitti hann að máli. Hann leggur af stað að hausti að öllu forfallalausu. Jeg átti fyrir hans hönd að leita hófanna hjá Stein þóri heitnum Sigurðssyni, hvort hann vildi ekki taka að sjer stjórn á jöklarannsóknum í leið angrinum. Mikill áhugi er fyr- ir leiðangri þessum, því hann verður þáttur í allsherjar rann- sókn á veðurfarsbreytingunum, sem nú verður vart um allan heim, alstaðar að hlýna. En það yrði of langt mál, að fara út í þá sálma nú. í FYRIRSPURNARTÍMA á Alþingi í gær, svaraði sjávar- útvegsmálaráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson, tveim fyrirspurnum. Verbúðir. Fyrri fyrirspurnin var um hvað liði athugun á því hvernig viðlegubátum verði .trygð viðun andi aðstaða í verstöðvum og vermönnum sómasamleg aðbúð. Ráðherra upplýsti að Fiski- fjelagið hefði afhent fyrrver- andi atvinnumálaráðherra, Aka Jakobssyni, tillögur í þessu efni, en jeg hef ekki fengið þær til athugunar, s^qði ráðherra. Annars hefði Fiskifjelagið með höndum undirbúning að uppdráttum af vernúðum sem eru í senn íbúðarhús og áhalda og veiðarfærageymsla. Kvaðst ráðherra leggja á- herslu á að úr þessum málum verði bætt, er Fiskifjelagið hefði sínar teikningar ag tillög- ur tilbúnar. Ennfremur ætti að ýta á eftir, að sveitar- c-g bæj- arfjelög hagnýti sjer þau fríð- indi, sem sett hafa verið í hin almennu hafnarlög, en þar seg- ir, að verbúðir njóti samskonar styrks og önnur hafnarmann- virki. Síldarverksmiðja sunnan Langaness. Hin fyrirspurnin var um hvað liði staðarvali og undirbúningi að byggingu síldarverksmiðju á Norðausturlandi sunnan Langa ness, sbr. lög frá 22. maí 1947. — Flutningsmenn eru þing- menn Austfirðinga. Ráðherra kveðst hafa falið stjórn Síldarverksmiðjtx ríkis- ins að framkvæma rannsóknir þær, sem hjer um ræðir og þeim yrði hraðað sem mest. Mun stjórnin fara austur nú á næst- unni. Að öðru leyti benti ráðherra á, að uppi væri togstreyta um hvar þessi verksmiðja ætti að standa. Einnig væri mjög erfitt að afla lánsfjár til þess- arra framkvæmda, eins og ann arra. Benti ráðherra á að við vær- um í vanda staddir að greiða hinn mikla byggingarkostnað nýju síldarverksmiðjanna á Siglufii’ði og Skagaströnd. Skortur á lánsfje til rafmagnsveitna. Nokkrar umræður urðu í Sþ. í gær um rafmagnsvirkjanir í landinu og lánsþörf til þeirra í sambandi við tillögu um við- bótarvirkjun í Soginu og Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Atvinnumálaráðherra gaf ýt- arlega skýrslu um þessi mál og sýndi fram á erfiðleikana, er við ættum við að etja sökum fjárhagsörðugleikanna í land- inu. Ráðherra upplýsti að nú þegar væru í undirbúningi virkj anir í landinu, sem mundu kosta 160 milj. kr. og þar af þyrfti um 40—50% í erlendum gjaldeyri. En til þessara framkvæmda væri ekki hægt oð fá lánsfje, vegna þess að lánstofnanirnar vantar peninga. Rafveita Reykjavíkur hefui’ framkvæmt rannsókn um við- bótarvirkjun við Sogið og mun sú virkjun kosta um 50 milj, kr. Lausleg áætlun um viðbótar- virkjun Laxár sýnir að hún muni kosta um 20 milj. kr. I kjölfar þessara virkjana kæmi svo stórkostlegur kostn- aður við að koma orkunni út um sveitii'nar. Ymsar rafmagnsveitur und- anfarinna ára væru þannig’ staddar, að þær gætu ekki feng- ið einn eyri til að borga lán sín. Gaf ráðherra síðan skýrslu um lánsþörf hinnn ýmsu virkj- ana, en hún nemur um 130 milj. kr. Ráðherra sagði að lokum, að Alþingi yrði að taka fastari tök um á þessum málum. Framh. af bls. I hann færi flugleiðis til Londorx þann 20. þ. m. til að sitja fund utanríkisráðherra stórveldanna3 sem koma þar saman þann 24. til að ræða fi'iðarsamningana við Þjóðverja og Austurríkis- menn. Ein ástæðan til þess, að hann fer til London fjórum dög- um áður en fundir hefjast er sú, að hann vill kynna sjer störf fulltrúa utanríkisráðherr- anna, sem koma saman á morg un til að ræða friðarskilmál- ana. „Miðaída-ásSand" í leppríkjum Rússa London í gær. VANSITTART lávarður gerði það að tillögu sinni á fundi lávarðadeildarinn- ar í dag, að breska stjórn- in endurskoðandi afstöðu sína til friðarsamninganna við leppríki Rússa í Ev- rópu, því það væri stað- reynd, að mannrjettindi og viðurkendar mannúð- arreglur væru þar fótum troðnar daglega. Deildarmenn, sem til máls tóku, voru sammála um rjettmæti orða Van- sittarts og einn ræðu- manna kvað svo að orði, „að ástandið í lcppríkjum Rússa væri verra nú en það hefði nokkru sinni verið í Evrópu síðan á miðöldum“. Talsmaður stjórnarinn- ar sagði að það væri rjett, að ástandið í einræðisríkj- unum væri eins og ræðu- menn hefðu lýst, en kvað það heppilegra, að Bretar hefðu fulltrúa handan járntjaldsins til að þaðan bærust sannar fregnir af ástandinu. Fjöfmennur stofnfundur 8am- bands ungra Sjálfstæiismanna í V-Skaftafellssfslu Á SUNNUDAGINN, var stofnað Samband ungra Sjálfstæðis- manna í Vestur-Skaftafellssýslu. Stofnfundurinn var haldinn í Vík og sátu hann margir fulltrúar úr öllum hreppum sýslunnar. Fundurinn gerði nokkrar ályktanir varðandi hjeraðs- og lands- rnál og voru þau mál rædd á fundinum ásamt skipulagsmálum Sambandsins. Var síðan gengið frá stofnun Sambandsins og lög þess sam- þykkt og st]órn kosin. Þá voru frjálsar umræður og voru þá bornar fram eftirfarandi tillögur og þær samþykktar samhljóða: Fundurinn fagnar þeim miklu^ framkvæmdum er hafa orðið í samgöngumálum innan sýslunn ar á síðari árum og telur höfuð- nauðsyn að áfram sje lagt kapp á að auka og endurbæta vega- kerfi sýslunnar. Fundurinn skorar á vegamála stjórn og Alþingi að beita sjer fyrir og veita fje til þess að Kerlingardalsá og Múlakvísl verði brúaðar syðra, en brúin á Múlakvísl verði ekki endur- byggð þar sem hún er nú.“ ,,F undurinn telur nauðsynlegt að haldið sje áfranx að fullum krafti að útvega bændum ný framleiðslutæki svo að takast megi sem fyrst að koma land- búnaðinum í nýtískuhorf. Bend ir fundurinn í því sambandi á, að flótti fólksins frá landbún- aðinum verður ekki stöðvaður nema með því að sveitafólkið geti búið við svipuð kjör og að- búnað og aðrar stjettir þjóð- fjelagsins og að vjelyrkjan sje undirstaða þess, að svo megi verða“. „Fundurinn lýsir fylgi sínu við stefnuyfirlýsingu ungra Sjálfstæðismanna er samþykkt- ar voru á síðasta Sambands- þingi S.U.S., og telur þær bera glöggt vitni um þjóðrækni þá og frjálslyndi, er einkennt hefur Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.