Morgunblaðið - 06.11.1947, Page 11
Fimmtudagur 6. nóv. 1947
MORGVNBLAÐIÐ
11
Fjelagslíí
SKÁTAR (R.S.)
Sjálfboðavirma um helg-
ina í Henglafjöllum, ferð
frá Skátaheimilinu laugar-
dag kl. 6 síðd. Tilkynnið
þátttöku föstudag.
HAUKAR
Æfingar hefjast næstk.
föstudag:
Kl. 7—8 3. fl. karla.
Kl. 8—9 1. og 2. fl.
kvenna.
Kl. 9—10 1. og 2. fl. karla. Æfinga-
tafla verður auglýst síðar.
Stjórnin.
Tilkynning
Hjálprœ&isherinn.
Söngsamkoma í kvöld kl. 8,30.
FILADELFIA
Almenn samkoma kl. 8,30. Árly
Lund frá Færeyjum o. fl. aðkomnir
tala. Allir velkomnir.
K. F. U. M. — A.D.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Gunnar Sig
urjónsson talar. Allir karlmenn vel-
komnir.
Á. F. U. K. — U.D.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Sjera Jó-
hann Hannesson talar. Framhalds-
sagan lesin. Allar stúlktir velkomnar
I Qr Gm Z
Þingstúka Reykjavíkur.
heldur fund annað kvöld (föstudag
7. nóv.) að Fríkirkjuvegi 11.
1. Stigveiting. 2. Erindi, Einar
Bjömsson. Aðstoð við drykkjumenn
í Sviþjóð og Noregi. 3. önnur mál.
Fjölsækið. stundvíslega.
Æ.T.'
St. Frcyja nn. 218.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Venjuleg
fundarstörf. Innsetning emhættis-
manna og fl. Fjelagar fjölmennið.
Æ. T.
Sl. Frón nr. 227.
Fundur i kvöld kl. 8,30 á Fríkirkju-
veg 11. Inntaka. Innsetning em-
baettismanna og fleira. Kvikmynd og
kaffi að fundi loknum.
Æ. T.
. Vinna
RÁÐSKONA
Roskinn maður einhleypur, óskar eft
ir einhleypri ráðskonu. Tilboð merkt
„Nóvember" sendist Morgunblaðinu.
HREINGERNINGAR
Tökum að okkur hreingemingar.
Vanir menn. Fljót og góð vinna.
Pantið i tíma. Sími 4109.
Hreingerningar — Gluggahreinsun.
Sími 1327
Björn Jánsson.
HREINGERNINGAR
Pantið í tíma. Simi 5571.
GuSni Björnsson.
RÆSTINGASTÖÐIN. Tökum að
okkur hreingemingar. Sími 5113.
Kristján og Pjetur.
^Xjx$x»<»<»<»<»<»<»<»^^<»<»^<»<^»<»^x$x»4
Fundið
Peningabudda fundin. Uppl. í síma
2019 eftir kl. 4.
Kaup-Sala
Notufí húsgögn
og lítið slitin jakkaföt keypt hæst
verði. Sótt heim. Staðgreiðsla. Sími
5691. Fornverslunin, Grettisgötu 45.
BEST AÐ ALGLfSA
í MORGVNBLAÐIIW
Sleinunn Krisljéns-
dóftir frá Hraunhöf n
85 ára í dag
FRÚ STEINUNN KRISTJÁNS-
DÓTTIR frá Hraunhöfn verður
85 ára í dag.
Hún hefur ferilvist, og hún
er hress og kát að vanda, þó
aldurinn sje orðinn þetta hár,
en eitt og annað hafi orðið henni
til mæðu síðustu árin, ástvina-
og ættingjamissir, pg tjón, sem
hún varð fyrir, í brunanum við
Amtmannsstíg í fyrravetur. Það
er að heita má óskiljanlegt öll-
um, að hún skyidi komast lif-
andi úr þeim háska, og ekki
meira meidd en hún var, eftir
að hafa fleygt sjer úr glugga á 2.
hæð.
Liðin eru yfir 30 ár, síðan hún
misti mann sinn Albert Þórð-
arson frá Fiskilæk og auga-
steinninn hennar dótturdótturin
Bertha Zoega fórst er Dettifossi
var sökt.
En Steinunn frá Hraunhöfn
eignast alstaðar vini, þar sem
hún er og fer. Lund hennar er
þannig, mild og hlý. Og skemt-
in er hún í tali, og kann frá
mörgu að segja. Mun hún í dag
fá margar hlýjar kveðjur, frá
öllu því fólki, sem hefur kynst
henni á hinni löngu ævi hennar,
og lært að meta viðmót hennar
og kosti.
— Ungir Sjálfsteðismenn
fFramhald af bls. ?v
stjórnmálabaráttu ungra Sjálf-
stæðismanna frá byrjun.
Leggur fundurinn sjerstaka
áherslu á þmr ályktanir Sam-
bandsþings, er fela í sjer kröf-
una um vernd og eflingu ein-
staklingsfrelsis og lýðræðis í
landinu og herhvöt til íslenskrar
æsku um að sameinast gegn
óvinum þessara dýrmætu mann
rjettinda.“
„Fundurinn lítur svo á að
breyta þurfi nú þegar lögum um
almannatryggingar þar sem að
með þeim sjeu lagðar þyngri
fjárhagslegar byrgðar á ein-
staklinga og sveitarfjelög en að
undir verði risið. Skorar fund-
urinn á Alþingi að taka lögin
til gagngerðrar endurskoðun-
ar“.
„Fundurinn lýsir ánægju
sinni yfir setningu, laganna um
fjelagsheimili í sveitum og þakk
ar Sambandi ungra Sjálfstæðis-
manna fyrir ötula forustu fyr-
ir framgangi þess máls.
Telur fundurinn að stefna
beri að því, að framlag ríkis-
sjóðs til fjelagsheimilanna verði
aukið frá því sem nú er ákveð-
ið í lögum.
310. dagur ársins.
Næturlæknir er í Lækna-
varðstofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegs
Apóteki, sími 1616.
I.O.O.F. 5=129116814=9. III.
Sigurjón Grímsson, fyrver-
andi múrari, Njálsgötu 42, verð
Ur 75 ára í dag.
Hjónaband. Síðastl. laugar-
dag voru gefin saman í hjóna-
band af sjera Bjarna Jónssyni
Anna Jóhannsdóttir og Magnús
Jónasson skipasmiður til heim-
ilis Óðinsgötu 13B, Reykjavík.
Hjónaefni. Nýlega hafa op-
inberað trúlofun sína ungfrú
Ástdís Gísladóttir, Reykholti
við Laufásveg, og Kristmund-
ur Jakobsson, lofskeytamaður,
Miðstræti 10 .
Hjónaefni. S.l. laugardag op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Þórhildur Sigurðardóttir, hár-
greiðsludama og Friðrik Björns
son, rafvirki, frá Sandgerði.
Martin Larsen, sendikennari,
flytur þriðja fyrirlestur sinn
um ævintýri H. C. Andersen í
kvöld kl. 6,15 í II. kenslustofu
háskólans. Öllum heimill að-
gangur.
Happdrætti Háskóla íslands.
Dregið verður í 11. flokki næst
komandi mánudag. Þann dag
verða engir miðar afgreiddir,
og eru því aðeins 3 dagar eftir
að kaupa miða og endurnýja.
ÚTVARPIÐ í DAG:
20.20 Utvarpshljómsveitin (Þor
arinn Guðmundsson).
20.45 Lestur íslendingasagna
(Einar Ól. Sveinsson, pró-
fessor).
21.15 Dagskrá Kvenrjettinda-
fjel. íslands. Erindi. Frú Alcx
andra Kollontaj (frú Stein-
unn Pálsdóttir).
22.00 Frjettir.
22.05 Lög og Ijett hjal (Friðrik
Sigurbjörnsson stud. jur. og
aðrir).
23,00 Dagskrárlok.
Pfeiffer
Framh. af bls. 1
þeir muni segja af sjer þing-
mensku. En þriðji hópurinn í
flokki óháðra hjelt fund í dag
og tilkynti að hann mundi halda
áfram stefnu flokksins.
Pfeiffer lá untlir ákœru
Eins og venja er til þegar
kommúnistar i leppríkjum
Rússa vilja losna við andstæð-
inga sína, höfðu þeir ákært
Pfeiffer fyrir að hafa aðstoðað
Þjóðverja. Var hann fyrir nokkr
um dögum kærður fyrir að hafa
hjálpað ungverskum SS-mönn-
um undan refsingu laganna, er
hann var dómsmálaráðherra í
ungversku ríkisstjórninni í
fyrra. Þá var flokkur hans und-
ir ákæru fyrir meint kosninga-
svik í þingkosningunum í ágúst
í sumar.
Mál Pfeiffers átti að taka fyr-
ir í gær, en því var frestað þar
til þingið hefði samþykt að
svifta hann þinghelginni. — Á
mánudaginn var nafn hans nefnt
í sambandi við njósnamál er inn-
anríkisráðuneytið tilkynti, að
Joseþh Varga, einkaritari Pfeiff
ers og George Stialino, sem
sagður var meðlimur flokks
hans væru viðriðnir, ásamt með
öðrum og þar á meöal Elizabetli
Pallos, sem áður var ritari í
skrifstofu Associated Press í
Búdapest. En það var upphaf
svokallaðs njósnamáls, sem nú
er á döfinni í Budapest.
Jeg þakka hjartanlega fyrir vinsemd og virðingu sem
mjer var sýnd á fimmtugsafmæli mínu 4. þ.m.
Hermann Jónsson.
Þökkum hjartanlega okkur auðsýnda vináttu á silfur-
brúðkaupsdegi okkar 2. nóv.
Ása og Bjarni Árnason_
Reykjavíkurveg 24, Hafnarfirði.
UNGLINGA
vantar til að bera út Morgunblaðið í eftir-
talin hverfi:
Bráðræðishol! Miðbæ
Aðalsiræii
ViS sendum blöSin heim til barnanna.
Tabð strax við afgreiðsluna, sími 1600.
tj 1
:ÍÍJ
GUÐJÓN BJARNASON
fyrverandi bóndi að Geitagib Örlygshöfn, andaðist 5. þ.m.
Jarðarförin ákveðin siðar.
ASstandendur.
Utför móður okkar,
INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR,
fer fram frá Fríkirkju Hafnarfjaiðar, laugardaginn 8.
þ.m. kl. 2. Blómasendinga er ekki óskað. En btil minn-
ingargjöf til Bbndravinafjelagsins mundi vel þegin.
Jenwy Sigrún Gubmundsdóttir, Sigur'Öur GúSmundsson
Jarðaríör fósturmóður og stjúpmóður okkar
FRU ÖNNU IIALI.GRlMSSON
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. þ.m. kl. e-h.
Athöfninni i kirkjunni verður útvarpað.
Sigríður Sigurðardóttir, Carl Hemming Sveins,
Axel L. Svcins, Hallgrímur Sveinsson.
HELGA ANTONSDÓTTIR FIAGAN
verður jarðsungin föstudaginn 7. þ.m. Athöfnin hefst
með húskveðju að heimili hinnar látnu Laufásveg 12
kl. 2,30 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum.
Eiríkur Hagan,
Mdrgrjet Magnúsdóttir, Anton Jónsson,
og aðrir aSstandendur.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og jarðarför
SÓLVEIGAR BJÖRNSDÓTTUR
ASstandendur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför eiginmanns og föður okkar.
GUNNLAUGS EIRÍKSSONAR
Filippía Jónsdóttir og börn.
Hjartanlegar þakkir vottum við öllmn þeim mörgu,
fjær og nær ,sem á margvíslegan hátt sýndu okkur
samúð og hluttekningu við andlát. og jarðarför eigin-
manns míns og föður okkar
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
Túnshergi Vestmannaeyjum.
Helga S. Árnadóttir og dœtur.