Morgunblaðið - 06.11.1947, Blaðsíða 12
VEÐCJRÚTLITIÐ: Faxaflói
„Svo vair tekið upp á því að
Suð-austan stinmingsfcaldi eða
ailkvasst. Rigning öðrut hvoru,
233. tM. — Fimmtudagur 6. nóvember 1947
gefa mjer að borða“. Afmælis-
samtal við Pjetur Hjaltested,
bls. 7 og 8.
Stærsla ílugvjel í heimi
Bretar hafa byggt stærstu flugvjei í heimi og kaila hana
„Brabazon I.“. Vjelin á að geta flutt 100 farþega í einu og
flogið 9000 kílómetra í einum áfanga. V’jelin sjest hjer á
myndinni og var hún tekin er vjciin var skírð.
•
Sending gjafaböggla
fil meginlandins enn
leyfð
5008 bögglar sendir á iæpu ári
ÞEGAR skömmtunin hófst hjer stöðvaðist sending matvæla-
gjafapakka til meginlands álfunnar, sem Rauði krossinn hefir
annast, en það eru pakkar, sem menn hjer á landi, senda vin-
um sínum og kunningjum ytra. Þó mátti senda það, sem þegar
hafði borist. Nú hefir aftur fengist leyfi til sendinga á matar-
bögglum og ennfremur má senda böggla með notuðum fötum
eins og áður
$------------------
Sjómenn segja óhemju
mikla síld vera í Hvalfirði
Tvö skip sprengdu nælur sínar í síldinni
SÍLDVEIÐISKIPIN, sem síðustu dægur hafa verið að veiðum
í Hvalfirði, fóru til veiða í gærmorgun. í gærkvöldi voru bát-
arnir byrjaðir að koma að og höfðu þeir þvínær allir fengið
fullfermi. Töldu sjómenn á skipunum óhemju síld vera í firð-
mum. — Enda tókst svo illa til, hjá tveim skipum, að nótm
FORSETI sameinaðs Alþingis
Jón Pálmason, cilkynnti á þing
fundi í gær, að fyrsta umræða
uii) fjárlagafrumvarpið færi
fram á morgun og hefst hún
k) 1 Verður umræðum útvarp-
að skv. venju, og hefjast þær
með þvi að fjárn;álaráðherra.
Jóhann Þ. Jósefsson, flytur fjár
lagaræðuna.
ttmlgræðslusjóður
LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR
hefur nú dálitla sýningu í sýn-
ingarskála Haraldar Arnason-
ar. Þar má m. a. sjá furustofna,
sem sprottið hafa úr íslenskri
nioid undanfarin 25—40 ár.
Ei'u þeir sagaðir af 6—'7 metra
háum trjám. sem fella varð s. I.
haust. Þar eru og nokkrar mynd
ii af trjágróðri og gerðu menn
vel með að líta í gluggann til
aft’sjá hvað vaxið getur hjer á
tilíölulega skömmum tíma.
Fjársöfnun.
Landgræðslusjóður er nú að
hcfja almenna fjársöfnun íil
þcss að auka höfuðstól sjóðsins,
sem er nú röskar kr. 400,000.
Sjóðurinn var stofnaður sam-
tímis atkvæðagreiðslunni um
stofnun lýðveldis á íslandi fyr-
ir forgöngu og atbeina Iands-
ncfndar lýðveldiskosninganna
og skógræktarfjelags íslands.
Markmið hans er að efla hvers
konar landgræðslu en þó eink-
um skógrækt.
Ræktun skóga möguleg.
Reynsla undanfarinna ára
hcfur greinilega sýnt, að rælct-
un tiarrskóga og ýmissa annara
nytjaviða er möguleg hjer á
landi. Til þess að slíku starfi
niiði vel á veg þarf að leggja
frarn miklu meira fjármagn til
þessara mála. Skógrækt er sein
urmið starf og ávöxtur þess fell
ux tæplega í skaut þeirra, sem
starfið hefja, heldur rennur
hann til niðjanna, er landið
erfa. Þess vegna er skógrækt
hið mesta nauðsynjamál til þess
aft tryggja framtíð þjóðarinn-
ar í landinu. Snertir hún því
alla landsbúa, sem vilja búa
framtíð þjóðarinnar traustan
grundvöll. Ollum ber því sið-
ferðileg skylda til þess að veita
skógræktarmálunum brautar-
gengi.
Hvaða skerfur, sem er, hvort
hcldur hann er lítill eða stór,
verður á sínum tíma að viðar-
teiningum eða arðbærum gróðri
sem settur verður í íslenska
inold.
Haysf-fjáríög Brefa
London í gær.
B1ÍIST er við því, að hin svo-
kölluðu haust-fjárlög bresku
stjórnarinnar verði lögð fram í
þinginu á þriðjudag eða mið-
vikudag. Ekki er talið ólíklegt,
aft stjórnarvöldin bírti hvíta bók
riúua í vikunni, til þess að gera
grein fyrir nauðsyn þessaþa
auliaíjárlaga. — Reuter.
Matarsendingarnar er hægt
að panta hjá kaupmönnum eins
og áður, með ákveðnu magni af
ákveðnum tegundum. Bögglarn
ir geta verið tvennskonar. í öðr
um má vera 1 kg. af krydd-
síldarflökum, 2 kg. hrogn, 3
dósir af reyktri síld í olíu, 0,4
kg. lýsi, 1 kg. nautakjötsbúð-
ingur, 2 kg. tólg, 2,2 kg. mjólk-
urostur, Vs kg. rúsínur og 2 pk.
sígarettur. í hinum: 2 ds. þorsk
ur, 2 ds. þunnildi í tómat, 1 ds.
síld í olíu, 1 ds. síld í tómat,
2 ds. síldarbollur, 1 ds. reykt
síld og V2 kg te.
Rauði krossinn sendir böggla
þessa með ferðum sem falla
beint til Hamborgar, en um-
boðsmenn fjelagsins í Þýska-
landi. fröken Ficher í Hamborg
og Arni Siemsen í Lubeck, sjá
síðan um dreifingu þeirra, sem
er ýmsum erfiðleikum bundin.
Síðan Rauði krossinn hóf
þessa sendingu gjafaböggia um
mánaðarmótin nóv.-des. 1946
hafa 3500 matarbögglar verið
sendir. en 1500 fatabögglar.
Ekki er vitað með vissu, hve-
nær næsta sending verður til
Þýskalands, sennilega ekki fyr-
ir áramót.
Ráðleggur Rauði krossinn þó
mönnum að draga ekki pantan-
ir sínar á matarbögglum, og að
koma með fatabögglana, Þeim
er veitt móttaka í Kveldúlfs-
húsinu við Skúlagötu á fimmtu
dögum og föstudögum frá kl.
1—3.
Auk þessa annast Rauði kross
inn alltaf sendingu matarböggla
til íslendinga á meginlandinu.
Þessar sendingar eru frá Dan-
mörku og borgar R. K. í. þær.
Stöðvuðust sendingarnar í vor,
en byrjuðu aftur í september.
Þorbergur og Jón
Sigurðsson á fyrstu
béhmsnlahynningu
Helgafells
FYRSTA bókmenntakynning
Helgafells verður í Austurbæj-
arbíó næstkomandi sunnudag
kl. 2.
Þar ætlar Þorbergur Þórðar-
son rithöfundur að lesa upp úr
ævisögu sr. Árna Þórarinssonar,
sem bráðlega kemur út og heitir
„Hjá vondu fólki“.
Jón Sigurðsson frá Kaldaðar-
nesi, skrifstofustjóri les upp
kvæði eftir Jón Helgason pró-
fessor, Árna Pálsson prófessor
og Stepan G. Stephansson skáld.
— Tómas Guðmundsson skáld
kynnir.
sprakk undan þunga síldarinnar.
'■ .... .i ■—. 1 ■■ ■
„Ægir" bjargar
dönsku skipi
VARÐSKIPIÐ Ægir kom til
Hafnarfjarðar seint í fyrra-
kvöld, með danska Grænlands-
farið Sværdfisken. Hafði vjel
skipsins biláð undan ströndum
Grænlands, er það var leið til
Angmasaglik, hlaðið vörum.
Björgun skipsins var miklum
erfiðleikum bundin, því veður
var vont og mikill sjór.
Sværdfisken var um það bil
100 mílur undan Angmasaglik,
er vjelin bilaði. í höfninni þar
var Grænlandsfarið Gustav
Holm, en vegna veðurs var tal-
ið að Gustav Holm myndi ekki
geta veitt hinu nauðstadda
skipi neina hjálp. Var því leit
að til Skipaútgerðar ríkisins,
um að varðskipið Ægir yrði
sent Sværdfisken til hjálpar, og
var svo gert. Ægir kom að skip
inu á sunnudagsmorgun. Þrátt
fyrir vonsku veður tókst furðan
lega vel, að koma dráttarvír í
skipið. Var vírinn festur við
aðra ankeriskeðjuna. Var svo
lagt af stað til íslands um kl.
11 árd. Eftir urh það bil V2 tíma
kubbaðist ankeriskeðjan í sund
ur. Varð nú enn á ný að koma
dráttartauginni út í skipið og
tók það að sjálfsögðu nokkurn
tíma. Um kl. 3 var lagt af stað
til Hafnarfjarðar og þangað var
komið undir miðnætti í fyrri-
nótt.
Sværdfisken er milli 400 og
500 smál. skip. Verið er nú að
meta skip og farm.
Flulningur á síld að
hefjasf norður
LANDSSAMBAND ísl. út-
vegsmanna, sem hefir á hendi
umsjón með flutningum síld-
arinnar er nú veiðist hjer, norð
ur til Siglufjarðar hefir nú tek-
ið á leigu tvö flutningaskip í
þessu skyni.
Annað skipanna er vöruflutn
ingaskipið Hrímfaxi, en hann
ber um 4000 mál síldar. Hitt
skipið er ms. Fanney, er ber
900 til 1000 mál. Fer Fanney
eina ferð með síld til bræðslu
í fiskimjölsverksmiðjuna á Pat-
reksfirði.
í gærkvöldi var byrjað að
lesta síld í Hrímfaxa úr ms.
Victoría, er kom hingað í gær-
kvöldi með 1100 mál.
Enn verður ekki sagt með
vissu hversu mörg skip eru
byrjuð veiðar, enda bætast stöð
ugt fleiri og fleiri skip við, og
mun svo verða næstu daga.
Veður var ekki sem hagstæð-
ast til veiða í gær.Bátar bæði
hjeðan úr Reykjavík og Akra-
nesi fóru til veiða, ennfremur
einn bátur úr Hafnarfirði og
Keflavík.
Reykjavík.
Hingað til Reykjavíkur kom
laust fyrir kl. 7 m.s. Victoria
með 1100 mál úr Hvalfirði og
Fiskaklettur var á leið til Hafn-
arfjarðar með um 600 mál, en
þessi síld fer til frystingar í
beitu. Þá mun Fagriklettur hafa
komið hingað í nótt er leið xneð
rúmlega 1000 mál. Rifsnesið var
í gærkveldi búið að fá nærri
800 mál. Hafði skipið þá feng-
ið eitt 1200 mála kast, en nót-
in sprakk undan síldinni. M.s.
Guðmundur Þorlákur kom með
milli 600 og 700 mál, ennfrem-
ur Keflavikurbáturinn Bragi.
Akrancs.
Tveir bátar frá Akranesi voru
með herpinót í gær. Annar
þeirra, Keilir, fjekk milli 1200
og 2000 mála kast, en nótin
sprakk, en um 100 mál náðust
úr kastinu. Var þó aðeins „horn‘
á torfu, sem kastað var á. Þá
kom Böðvar þangað með um 300
mál.
Kollafjarðarnætur komnar.
Frá því hefur verið skýrt, að
vestur í Ameríku hafa verið
gerðar sjerstakar herpinætur
fyrir Kollafjarðarsíld. Nú eru
næturnar komnar, en þær eru
fimm. Kæliskipið Vatnajökull
flutti þær til landsins, en nú
er skipið í Keflavík. Þrjár nót-
anna fara hingað til Reykjavík-
ur, en tvær til Haraldar Böðv-
arssonar útgerðarmanns á Akra
nesi.
álvinnuleysisskráií-
ingu nóv. lokið
HINNI mánaðarlegu atvinnu
leysisskráningu, sem fram
fer í Vinnumiðlunarskrifstofu
Reykjavíkurbæjar, lauk í gær-
kvöldi.
I gærkvöldi hafði ekki verið
unnið úr skýrslunni, en eftir
því, sem næst verður komist,
letu skrá sig um 70 menn og
konur. Vinnumiðlunarskrifstof-
unni, tókst ekki að ráðstafa öll
um umsækjendum til vinnu, að
sinni. Voru það bæði konur og
karlar.