Morgunblaðið - 14.11.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. nóv. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv-stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgíarm.l Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Amt Garðar Kristinsion. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lecbók. LítiÖ dæmi í GÆR gafst lesendum blaðsins tækifæri til þess að sjá með eigin augum enn eitt dæmi um málflutning kom- múnista í sambandi við flugvallarsamninginn við Banda- ríkin. Einn af þekktustu rithöfundum þjóðarinnar, sem jafnframt hefur á undanförnum árum gengið fram fyrir skjöldu til sóknar og varnar fyrir hið „austræna lýðræði“, lætur erlent blaða hafa eftir sjer, að íslendingar, sem ferð- ast til útlanda, verði nú að fá vegabrjef sín árituð af Bandaríkjamönnum til þess að mega fara út fyrir land- steinana. Frá þessu skýrir norska kommúnistablaðið , Friheten“, fullum fetum í samtalí við Halldór Kiljan Laxness. Hvað segja íslendingar um slíka framkomu landa sinna í framandi löndum? Hver einasti maður, sem undanfarna mánuði hefur far- ið til útlanda veit, að þetta eru rakafeus ósannindi. En þessi ummæii kommúnistarithöfundarins falla prýðilega ann í þann ramma, sem flokkur hans hefur felt um allan málflutning sinn í sambandi við fyrgreindan samning. — Þau eru í nakvæmu samræmi við fjölmargar aðrar stað- hæfingar þeirra í þessu máli. Sumar þessar staðhæfingar hafa verið kiæddar í þann búning, að almenningur hefur ekki átt kost á því, að henda reiður á sannleiksgildi þeirra jafnharðan og þær voru bornar fram. En allar hafa þær að lokum verið reknar ofan í slefberana. Um sannleiks- gildi skáldsögu rithöfundarins um hina amerísku vega- brjefsáritun* á Islandi, til annara landa en Bandaríkjanna sjálfra, þarf enginn, hversu sanntrúaður kommúnisti sem hann er, að fara í neinar grafgötur. Þarna brást kommum illa bogalistin. í þetta skifti lugu þeir of ótrúlega til þess að nokkur tryði þeim. Það er leiðinleg tilviljun að maðurinn, sem þessa sögðu 'sagði, skuli vera eini íslendingurinn, sem til þessa hefur bein- imis mótmælt því, að þjóð hans endurheimti hin merku handrit og forngripi, sem herleidd eru í framandi landi. En það er annað mál, sem áreiðanlega verður tekið til nánari athugunar síðar, Bæjarbyggingar tveggja kaupstaða BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur hefur undanfarin ár beitt sjer fyrir stórfeldum umbótum í húsnæðismálum höfuðborgarinnar. Bæjarbyggingarnar, sem svo eru kall- aðar, sem bygðar hafa verið og verið er að byggja, rúma um 9 hundruð manns. Þessi hús eru áreiðanlega vönduð- ustu og glæsilegustu fjölbýlishús, sem reist hafa verið hjer á landi. Þörfin fyrir hina ört vaxandi höfuðborg til aukins hús- næðist hefur verið og er mjög brýn. Það var algert neyð- arúrræði að leyfa íbúðir í hinum’hrörnandi hermanna- skálum. En svo ör var fólksfjölgunin í bænum að sú bráða birgðaráðstöíun varð ekki umflúin. Alþingi setti árið 1946, fyrir forgöngu þáverandi ríkis- stjórnar, lög um opinbera aðstoð ríkisins við íbúðarhúsa- byggingar í bæjum og kauptúnum. Samkvæmt þriðja kafla þeirra, hjet ríkissjóður þessum sveitarfjelögum ríf- legum stuðmngi til þess að útrýma hjá sjer heilsuspillandi ibúðum. Aðeins eitt bæjarfjelag, utan Reykjavíkur; ísafjarðar- kaupstaður, hefur hagnýtt sjer þennan kafla laganna. Nú- verandi meirihluti bæjarstjórnar ísaf jarðar beitti sjer fyr- ir því, að hafín var þar á s.l. ári, bygging íbúða fyrir um 70 manns, til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Mun áformað að halda áfram frekari framkvæmdum er bygg- iingu þeirra er lokið. En ef gagn á að vera að fyrgreind- -um ákvæðum laganna, verður ríkissjóður að leggja fram iaukið fje í þessu skyni. Bæjarsjóður Reykjavíkur hefur ennþá ekkert fje fengið af því, er honum ber til bygging- anna og ísafjörður aðeins um þrjú hundruð þús. krónur. 'hverji slrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Fólk, sem á bágt. FYRSTU KULDAKÖSTIN á haustin og veturna koma mönn um oft að óvörum og óundir- búnum. Það sjer maður á göt- unum í fyrstu frostunum. Af- leiðing af því verður sú, að margir eiga bágt. Jeg er að hugsa um margt af unga fólk- inu, sem mætti á götunni í gær. Eftir öllum lögmálum náttúr- unnar liggur margt af þessu fólki í rúminu sínu í dag og byltir sjer með kvef og krank- leika, sem það hefði getað losn að við, ef það hefði klætt sig betur. Furðanlega eru það margir piltar, sem ekki eiga höfuðfat, ekki trefil um hálsinn eða vetl- inga á guðsgaflana. Og ósköp er af kvenfólkinu, sem ekki á nema næfurþunna silkisokka og skó, sem eru opnir í hæl og tá. Ekki getur þetta alt stafað af skömtun, þótt flest ílt sje henni kent nú á dögum. — En það verður víst hver að hafa sina hentisemi, hvortí sem það kost ar kuldabólgu, eða stífluð kvef- nef. • „ísland Lofts. NÆSTU KVÖLD munu þús- undir Reykvíkinga sjá nýju kvikmyndina hans Lofts Guð- mundssonar — ísland — og það verður enginn svikinn af því. í kvikmynd þessari, sem öll er í eðlilegum litum eru gullfallegar myndir af íslensku landslagi, vinnubrögðum á landi og sjó, íþróttafólki, blóma rósurh og fleira. Með allri virðingu fyrir öðr- um kvikmyndum mun þetta vera sú Islandskvikmynd, sem best er, þótt ýmislegt megi að henni finna, því smekkur mann anna er misjafn og einum finst gott, sem annar telur van- kanta á. Frá ljósmyndalegu sjónar- miði er kvikmyndin snild. En j það hefir farið fyrir Lofti, eins ■ og flestum öðrum, að hann sjer I svo margt skemtilegt og fall- egt, að hann tímir ekki að, skera neitt úr. 2—3 íslandsmyndir SANNLEIKURINN er sá, að; íslandsmynd Lofts er nóg í 2—3 I Islandsmyndir. Efnið er svo mikið og svo ólíkt. Það má rjett j vera að menn verði ekki bein- línis þreyttir á að sitja í þrjár klukkustundir í bíó og horfa á kvikmynd, sem ekki er beinn söguþráður í, en þá er líka myndin vel tekin. ■ Það sem íslenskir ljósmynd- arar, sem leggja fyrir sig kvik- myndatöku, þurfa að læra og eiga að gera, er að taka eftir handriti, en það gerir víst eng- inn þeirra. En þökk sje Loíti Guðmunds syni fyrir þessa mynd, sem ótal Islendinga bæði heima og heim an munu hafa ánægju af. Það væri gaman að spyrja fermingarbörn hjer í bænum að því hvar Batteríið sje og vita hvað margir gætu svarað þeirri spurningu. Jeg hygg að það væru ekki mörg börn, sem vita það. Hvar er Kolbeinshaus, Ananaust, Sel, Gróubær, Sölv- hóll? svo nokkur helstu örnefni sje nefnd af handahófi. • Merk liús. OG VEL ER til fundið af Reykvíkir.gafjelaginu, að láta setja plötur á merk hús og gömul hjer í bænum. Daglega ganga hundruð manna framhjá gömlum húsum í bænum, sem eiga sína merku sögu, en fáir vita nokkurn skapaðan hlut um. Á dögunum var hjer, í hálf- kæringi verið að minnast á ,,þær sögulegu menjar“, sem felast í auglýsingaskiltum, sem gleymst hefir að taka niður. En þessi skilti eru flest frá síðari tímum. Og hvers eru menn nær, þótt við gamalt hús við Kirkjutorg standi með máðum stöfum ,,Photograph“, þvert yfir húsið? Þekkið þjer borgina? REYKVÍKINGAFJELAGIÐ Örnefnasöfnun í Reykjavík. REYKVÍKINGAFJELAGIÐ er þarfur fjelagsskapur, sem á eft ir að koma mörgu góðu til leið- ar. í gær skýrir Mörgunblaðið frá því, að fjelagið sje að safna örnefnum í bænum. Það er þarfa verk og ekki seinna vænna að byrja á því verki. Þeir höfuðstaðarbúar, sem nú eru að alast upp þekkja lítið til örnefna og gamlir merkis- staðir eru að falla í gleymsku og dá. og bæjarblöðin gætu í samein- ingu gert mikið til að auka þekkingu b.orgarbúa á sögu Reykjavíkur. Blöðin gætu við og við birt myndir af merkum stöðum og sagt sögu þeirra. Reykvíkingafjelagið ætti að efna til gönguferða um bæinn, t. d. á sunnudagsmorgnum og hafa í förinni fróðan mann, sem gæti sagt sögu þeirra staða, sem skoðaðir eru. Það eru svo sára fáir, sem þekkja bæinn sinn, eða borgina, eins og Reykjavík er nú orðin. MEÐAL ANNARA ORÐA .. . • | Eftir G. J. A. | --— ■ ■» Bannað að stinga sjer af börmunum FÆSTIR munu hafa hugsað út í það, hvað það er ótrúlega margt, sem mönnum er bannað nú til dags, annaðhvort með ákveðnum lagaákvæðum eða þá að því að virðist með einhverju óyfirlýstu samkomulagi borg- aranna allra. Jeg á ekki við þetta með forboðnu innbrotin og bílaþjófnaðina og svo fram- vegis, heldur litlu hlutina, sem þó eru það stórir, að þjóðfje- lagið hefir gert þá að útlögum, til þess að vernda líf og heilsu borgaranna. Allir bifreiðastjórar vita það þannig, að bannað sr að leggja bifreiðum á ýmsum stöðum hjer í bænum. Flestir óbrjál- aðir Reykvíkingar munu einnig hafa gert sjer það ljóst, að bann að er að gabba slökkviliðið svona alveg að óþörfu. En það eru sjerstaklega litlu hlutirnir, sem sjaldan eða aldrei komast í blöðin eða þykja refsiverðir, sem mj'er datt í hug að minnast hjer á. Sannast að segja hefir mig langað svo mikið til að vekja athygli á þessu, að jeg hefi í huganum smíðað örlítinn afdalakarl, sem heitir Jón og hafði ekki hugmynd um öll bannákvæðin sem hanga í menningunni okkar, fyr en hann kom til bæjarins. • • Bannað að borða bitann. Jón kom hingað um daginn og fór inn á veitingahús og íók upp nestið sitt og byrjaði að borða. Veitingastúlkan sagði honum, að það væri bannað að koma með sinn eiginn bita, og þegar hann varð hálf fúll yfir þessu, var hann rekinn á dyr. Uti rakst hann á 12 ára strák- hnokka og bauð honúm í bíó, því Jón var sannast að segja svona hálfhræddur við að sitja einn í myrkrinu. Ekkert varð þó úr bíóferðinni, því við kvik- myndahúsdyrnar var strák- aumingjanum vísáð til baka, vegna þess að myndin var bönn uð börnum innan 16 ára. Jón var eiginlega þegar orð- inn hálfleiður á þessari reki- steínu, svo hann lagði leið sína inn á eitt hótelanna og bað um brennivín. Þar var honum sagt, að hótelið mætti ekki selja hon um vínið, því það væri öllum hótelum bannað utan einu. • • Bannað að kaupa • flöskulaust. Ut fór Jón einu sinni enn, og hjelt nú rakleitt inn í Áfeng isverslun, fleygði fram 65 krön- um og heimtaði eina flösku af ákavíti. Svo illa vildi þó til, að þetta var í flöskuleysinu mikla, og afgreiðslumaðurinn sagði honum, að bannað væri að selja áfengi, nema kaupandinn kæmi með ílát. En Jón gafst ekki upp. Hann þrammaði inn í öskuhauga og var að leita sjer að íláti, þegar eftirlitsmaður kom og sagði honum, að bannað væri að róta í sorpinu. Einhvernveginn fór þetta þó svo, að Jón okkar náði sjer í flösku, og nú má segja að hann hafi hlaupið alla leið inn í Áfengisverslun. Þar bað hann um einn pela af ákavíti. • • Bannað að selja peja. En pela af ákavíti gat hahn ekki fengið, því einhverjir höfðu komið því þannig fyrir, að eiginlega var orðið blátt bann við því að selja minna en þrjá pela af sprútti í einu. Engan mun því furða það, þótt Jón yrði svolítið fullur, þar sem hann varð að kaupa þessi I (Framhald á bls. 8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.