Morgunblaðið - 23.11.1947, Side 6

Morgunblaðið - 23.11.1947, Side 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 23. nóv. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónssön Ritstjóri: 7aitýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinason. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðslæ, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura me8 Lesbók Stefnan í fjárfesting- arrnálun um FJÁRHAGSRÁÐ hefur nú lagt spilin á borðið um fjár- íestingaráform þjóðarinnar. í skýrslu þeirri, sem það nú hefur gefið út er frá því greint að sótt hafi verið til ráðs- ms um fjárfestingarleyfi til ýmiskonar framkvæmda ein- staklinga og hins opinbera fyrir 526 miljónir króna að heildarverðmæti, en sem kostað hefði rúmar 300 miljónir króna að fullgera. Eftir að hafa kynnt sjer möguleika til þess að afla bygg- ingarefnis til þessara bygginga hefur Fjárhagsráð sypjað eða frestað að veita leyfi fyrir byggingum, sem að mundu hafa kostað 143 miljónir króna. í skýrslunni er á það bent að hin mikla þensla í bygg- ingariðnaðinum, og. þá fyrst og fremst hjer í Reykjavík, muni hafa dregið mjög úr framkvæmdum atvinnulífsins og þá fyrst og fremst sjávarútvegsins. Árið 1946 hafi verið i byggingu hjer í Reykjavík 634 íbúðir. í þessum bygg- ingum hafi geysilegt fjármagn verið bundið. Ennfremur hafi undanfarin ár mjög miklu fjármagni verið varið til opinberra bygginga. Afleiðing þessarar miklu fjárfestingar í byggingariðn- . aðinum telur Fjárhagsráð hafa orðið stórfellda fólksflutn- inga á milli atvinnugreina og byggðarlaga og þá fyrst og Iremst úr sveitum til kaupstaðanna. En gegn þeirri þróun sje óhjákvæmilegt að reyna að sporna. Þessi skýrsia Fjárhagsráðs er hin merkilegasta og hún segir sögu íslensks fjármálalífs undanfarin ár greinilegar en flest annað. Það er að vísu ánægjuleg staðreynd að í höfuðborg landsins og víða annarsstaðar skuli hafa verið byggð mörg góð og varanleg' íbúðarhús. Þeirra var áreið- anlega full þórf. En hlutföllin milli fjárfestingarinnar í húsbyggingum og atvinnulífs framkvæmdum eru engu að síður hin varhugaverðustu. Frumskilyrði þess að þjóðin, höfuðstaðarbúar sem aðrir, geti búið í góðum húsakynnum, er að hún eigi framleiðslu- tæki á sjó og landi, sem veita atvinnu og skapi útflutn- mgsverðmæti. • Framleiðslutækin hafa að vísu verið aukin og það veru- lega. En fjárfestingin í byggingariðnaðinum hefur þó gleypt bróðurpartinn af því fjármagni, sem þjóðin hefur haft yfir að ráða. Mjög verulegur hluti þeirrar fjárfest- ingar hefur verið atvinnulífinu óviðkomandi. Því hefur verið haldið fram af sumum að Fjárhagsráð hafi lagt dauða hönd á atvinnulífsframkvæmdir í landinu. Þetta hefur að vísu fyrst og fremst verið staðhæft af mönnum, sem torvelda vildu allt eftirlit með því að þjóðin verði byggingarefni og fjármunum sínum sem skynsam- legast. En af skýrslu Fjárhagsráðs verður það auðsætt að það hefur fyrst og fremst reynt að stuðla að því að þeim framkvæmdum yrði fram haldið, sem þýðingu hafa l'yrir atvinnulífið í landinu og ennfremur að bygging nauðsynlegasta íbúðarhúsnæðis yrði ekki stöðvuð. Þessar tvær meginreglur eru áreiðanlega rjettar. Fjár- hagsráð hefur með þeim markað stefnuna rjett í fjárfest- ingarmálunum. Vel má vera að hægt sje að benda á einstök dæmi þess að frá henni hafi verið brugðið. En það haggar ekki því að meginstefnan er rjett. Við íslendingar verðum að gera okkur það Ijóst, að til þess er engin von, að við getum hagað okkur öðru vísi en allir aðnr. Það eru um þessar mundir gerðar ráðstafanir af hinu opinbera til þess að þjóðfjelagið hafi hönd í bagga um það, hvernig þjóðirnar hagi uppbyggingarstarfi sínu. Þetta starf er svo umfangsmikið að hver einasta þjóð hefur orðið að setja um það strangar reglur, t. d. hvernig byggingarefni megi verja. Því fer þessvegna svo fjarri að við Islendingar róum einir á báti með slíkar ráðstafanir. j Hitt má með miklum sanni segja að við höfum verið of seinir á okkui; með að taka þær upp. 1 ?uerji áhri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Af sjónarhóli , sjómanns. UNGUR sjómaður uían af landi hefir notað landleguna, undanfarna hvassviðrisdaga til að skrifa ,,Daglega lífiriu“ nokkrar línur um hvernig hon um líst á höfuðstaðinn. En ekki er hann veraldarvanur sá dáða drengur og einna líkast því, sem þetta sje fyrsti túrinn hans ,,suður“, eins og þeir segja í sveitinni, er þeir bregða sjer til Reykjavíkur. Hann byrjar brjef sitt á því að vorkenna skrifstofufólkinu hjer í Reykjavík og er hrædd- ur um, að heilsa þess sje í veði vegna þess að það þurfi allt af að sitja inni. Menn safni spiki við þessi istörf, sem ekki sjeu nema fyrir kvenfólk, gamal- menni og heilsulitla aumingja. Vill sjómaðurinn senda alla skrifstofumenn til sjós. Fljótfærni. EN ætli honum brygði ekki við, blessuðum, ef hann kæmi í land til að sækja kaupið sitt og kæmist að því, áð það var enginn skrifstofumaður til að gera upp. Það hefði ekki tekist að koma síldinni í verð vegna þess að allir skrifstofumennirn ir voru komnir út á haf. Hann fengi ekki í sig eða á, þar sem enginn verslunarmaður væri lengur til. Svona geta menn í fljótfærni dæmt aðra alveg út í bláinn. Er á móti síðum pilsum. FLEIRI munu vera honum sammála þegar hann talar um kvenfólkið og tískudrauginn. Þá segir sjómaðurinn: „Stúlkurnar ætla nú að fara að. reyna að fela fegurð sínc með síðum pilsum. Við erum 8 á farinu og öllum ber okkur saman um, að það sjeu nú ein- mitt fæturnir, sem ekki megi fela. Við erum allir á móf.i siðu pilsunum“. • Heldur í síld en á ball! OG ÞÁ er drengurinn ekki hrifinn af böllunum í höfuð- staðnum. „Jeg hefi komist á þrjú“, segir hann, „Og það segi jeg satt, að þá vil jeg heldur kafa í síldinni upp í Hvalfirði, en að Iáta troða ó mig „eins og síld í tunnu“, á böllunum ykk ar“. ,,Því í ósköpunum byrjið þið ekki böllin fyr. Geta þær ekki verið búnar að púðra á sjer nebban, blessaðar dúfurnrr, svona um 9 leytið. Eða þurfa strákarnir að si'.ia þetta lengi yfir svartadauðaflóskunni, áð- ur en þeir fara að dansa‘,“ „Jeg held að böllin sjeu það sem mig blöskrar mest í hsnni Reykjavík". • Hvalreki. RAFMAGNIÐ er daufs 1—2 tíma á dag, heita vatnið er í minna lagi í verstu hörkum. — Mikill rosa hvalreki er þetta fyrir andstæðinga bæjarstjórn ar meirihlutans í Reykjavík. Dag eftir dag smjatta blöðin á þessum erfiðleikum bæjarbúa og munar minstu að þau ráði sjer ekki fyrir kæti. En á hitt er ekki minst, að ef það væri ekki fyrir verk meirihluta bæjarstjórnarinnar, þá væri sennilega ekkert, alls ekkert heitt va.tn, sern kæmi fyrir hafnarlaust inn í íbúðir manna. Eru ekki betri sjálfir. OG EKKI er það bæjarstjórn Reykjavíkur, sem á sök á því að Sogsrafmagnir er komið út um allar sveitir. Það er lands- lög að svo skuli það vera og munu allir flokkar á Alþingi hafa lagt því máli lið á sínum tíma er það var samþykkt. Það er óviðkunnanlegt þegar stjórnmálamennirnir eru að gera sjer mat úr erfðileikum almennings og reyna að klína sökinni hver á annan. Því það er ábyggilegt, að Reykvíking- ar myndu eiga við sömu erfið- leika að stríða hvað snertir raf magnið hvaða flokkur, sem hefði verið við völd í bænum og heita vatnið sennilega ókom ið enn, ef Sjálfstæðismenn hefðu ekki hrundið hitaveit- unni á stað. Andstæðingar Sjálfstæðismanna hafa verið og eru við völd í nokkrum bæj um á Islandi og ekki er ástand ið þar betra í þessum efnum, en heldur verra sumstaðar. í nefnd. TVEIR kunningjar voru á skemtigöngu niður við höfn á dögunum þegar síldarskipin voru sem flest í höfninni. „Jæja“, sagði annar. „Nú liggja hjer í höfninni 30 þúsund mál af síld. Hvað eigum við að gera við alla þessa síld“. „Ætli það væri ekki ráð að setja hana í nefnd“, ansaði hinn heldur stuttur í spuna. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . - j Eftir G. J. A. f-- --—--------— fcp,. i kjölfar upplausnariimar ÞEGAR litið er yfir atburð- ina undanfarnar vikur, og svo á myndina, sem hjer fylgir að þessu sinni, ætti mönnum að verða það svo ákaflega ljóst, hver stefna kommúnista er í Evrópu og Asíu og allsstaðar annarsstaðar, þar sem þeir eiga einhverju fylgi að fagna. Þessi einfalda teikning af upplausn- arvofunni, sem undirbýr jarð- veginn, og hinum kommúnist- iska sáningarmanni, bregður i raun og veru upp skýrari mynd af starfsaðferðum hinna aust- rænu en flest þáð, sem skrif- að hefur verið um þessi mál að undanförnu. • • MARSHALLÁÆTL- UNIN OG KOMM- ÚNISTAR Dæmið er svo ákaflega ,ein~ falt: Kommúnistar eiga alla af komu sína undir glundroða og öngþveiti — þeir þróast ekki þar sem atvinnuvegirnir blómg ast og skorturinn er gerður út- lægur og þessvegna er Mars- halláætlunin eitur í þeirra bein um og allir þeir „landráða- menn“, sem eru því fylgjandi, að þetta aðstoðarboð Bandaríkj anna verði þegið. Því M.arshall áætlunin boðar endurreisn og sæmilegt lífsviðurværi, en höfn un hennar uppleysnarvofuna með plóginn og sáningarmann kommúnismans í kjölfar henn- ar. — • • FRAKKLAND Þeir eru að reyna að undir- búa sáninguna í Frakklandi þessa dagana. Frakkland er stjórnlaust land, þar sem 700 þús. manns hafa lagt niður vinnu samkvæmt fyrirskipun kommúnista. Blum hefur ekki tekist að mynda stjórn. Hann fjekk ekki nægilegt fylgi í þinginu s. 1. föstudag, en meðal þeirra, sem atkvæði greiddu gegn honum, voru kommúnistar. • • GREIDDU ÞEIR ATKVÆÐI? Ekki er tekið fram í fregn- um af þessu. hvort kommún- istaþingmennirnir tveir, sem kærðir hafa verið fyrir ofbeld- isverknaði í óeirðunum í Mar- seilles fyrir tæpum tveim vik- um síðan, hafi verið meðal þeirra, sem atkvæði greiddu. Líklegt er þó, að þeir hafi ekki talið það neitt vansæmandi að varpa einu atkvæðiskorni í veg fyrir tilraun Blums til stjórnar myndunar, enda er það næsta ólíklegt, þar sem hjer er um að ræða menn sem meðal annars eru sakaðir um að hafa beitt sjer fyrir líkamsárásum á lög- regluna frönsku, auk þess sem annar þeirra lagði fast að fylg ismönnum sínum að varpa þeim bæjarstjórnarmeðlimum í Marseilles, sem ekki fylgja kommúnistum að málum, út um glugga ráðhúss borgarinnar. • • RÆÐA BANDA RÍKJAFORSETA Ræða Trumans síðastliðinn mánudag var mjög athyglis- verð. Forsetinn flutti hana fyr- ir báðum deildum aukaþings- ins bandaríska. og hann fór fram á mikla bráðabirgðaaðstoð Evrópu til handa, auk þess sem hann vill koma á verðlagseftir- liti og skömmtun á nauðsynj- um í Bandaríkjunum. Lítill vafi mun á því, að þing menn taki vel í aðstoðartillög- ur Trumans, en mjög er talið tvísýnt hvort þeir reynist jafn fúsir á að samþykkja tillögur hans um innanlandsmál. Og republikanar, sem eru í meiri- (Framhald á bls. 8)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.