Morgunblaðið - 26.11.1947, Page 2

Morgunblaðið - 26.11.1947, Page 2
2 MORGUftBLAÐlÐ Miðvikudagur 26. nóv. 19471 Ændlitið 6 unband við atháfnir — hvers- ■ |i anar stjórnviska væri annað? Orð eru eitt, athafnir annað. '-Falleg orð eru grima til að íela fjót verk. Hreinskilin stjórnviska er ekki fremur möguleg en þurt vatn éða járn úr trje“. Eitt af fjöllesnustu tímaritum >'■iieimsins prentar þessi ummæli ••"*>ýlega upp úr ritum Jósefs Sta í ins. ■ftniffutt þjóðrækni. Það ér vissulega ekki af til- efnislausu, að menn rifja nú víðs- vegar upp fyrir sjer þessar kenni -fietningar kommúnista. Atferli •Jieirra er um þessar mundir hvar- vetna slíkt, að auðsætt er,' að f>eir ætla sjer að lifa eftir þessu ■ ixikkalega boðorði. Þessi fagri ásetningur kom ekíri síst fram, er kommúnistar endurreistu Komintern austur í Varsjá á dögunum. I ávarpi því, sem samkunda sú gaf út, og birt yar 5. okt. s.l. segir berum orðum ,,Eins og nú stendur, hafa konimúnistaflokkarnir sjerstak- lega mikilvægt verkefni. Þeir Verða að grípa í hendur sínar ni.erk: sjálfstæðis og fuliveldis þjóðánna í löndum sínum“. .Þarna kemur sem snöggvast grímulaust fram það, sem yfir- gnæfandi meirihluti manna raun a> vissi áður, að þegar kommún- istaflokkarnir hver í sínu land: þykjast skara fram úr öðr- uni um þjóðrækni, þá er það ekki af eigin hvötum, heldur er þjóðræknisdulan dregin upp eft- ir fyrirmælum annarsstaðar að. JÞjóðrækni íslensku kommúnist- anna er ekki heimatilbúin held- ur innflutt að austan, eins og flestar aðrar hugmyndir þeirra. Það, sem á bak við býr. I rússneska biaðinu Pravda þann 10. október yar og ekki far- ið dult með, af hverju hið gamla Komintern var nú ekki látið koma fram í sínu rjetta gerfi, heldur birtist sem „upplýsinga- skrifstofa", þegar það á ný skaust upp úr undirdjúpunum. Pravda segir orðrjett: „Síðan Komintern var leyst ujtp hafa kommúnistaflokkarnir í vissum londum stórlega vaxið, styrkst og aukið áhrif sín meðal fjöldans. Upplausn Komintern hefur þannig fyllilega reynst rjettmæt og haft gagnlega þýð- ingu í vexti verkalýðshreyfing- arinnar. Með því var loku skot- ið fyrir þann óhróður andstæð- inga kommúnista, að kommún- istaf Lokkarnir störfuðu ekki til hagsmuna fyrir þjóðir sínar, held ur samkvæmt skipunum erlendis að, og. hinir sjálfstæðu kommún- istaf lokkar hafá mjög styrkt upp- bygging sína“. Leiðtogum hins aiþjóðlega kommúnisma er auðvitað ljpst, að það er ekki vænlegt til fylgis við flokk, að hann sannanlega fylgi skipunum erlendis að. Allra síst, þegar hlutverk, hans á að vera það, að hefja merki frelsis og þjóðlegs sjálfstæðis. Óhollur ávöxtur. Af þessum sökum er grimu ,,\ippIýsingaskrifstofunnar“ nú brugðið fyrir andiit hin nauð- Ijóta Komintern, þegar svo var komið, að hið nána samb. komm- únistafiokkanna víðsvegar um beim, varð ekki lengur dulið. En hversu sjálfstæðið er raun- verulegt sjest af því, að fyrsta sldpun „upplýsingaskrifstofunn- ar“ er, að kommúnistaflokkarn- jr skuli draga dulu þjóðernisást- ar við hún. Óspiltum mönnum er var.t hugsanlegur meiri undir- laigjuháttur en sá, að flokkur skuli flagga með „merki sjálf- stæðis og fullveldis“ þjóðar sinn- ar eftir skipun erlendis að. Hinn endurvakti „þjóðvarnar- áb.ugi“ kommúnistanna íslensku, feiðafjelaga þeirra og nokkurra ui|danvillingá, ér þeim um sinn ♦i'ií'jr tekist að villa svo sýn, að •^jxir una sjer bést í kommúnist- a>4.ia hóp, er býsna ólostætur á- bak við Blekkingar duga þeim vöxtur af fyrirskipununum, sem gefnar voru á Varsjársamkund- unni. Fjarstýristækin í Jagi. Hið nána samband milli komm- únistaflokkanna lýsir sjer m. a. í því, að blekið var ekki orðið þurt á Varsjárávarpinu, með fyr- irskipunum um allsherjarsókn gegn Bandaríkjunum og Mars- halláætluninni undir innfluttu þjóðernisdulunni, þegar Einar Olgeirsson óð fram fyrir skjöldu á Alþingi Islendinga með hina alræmdifctil’ögu sina um, að gera þátttöku Islands > Parisarráð- stefnunni tortryggiiega. Á því sannaðist, að íslensku kommúnistaVnir þurftu ekki einu sinni að senda fulltrúa austur til Varsjár til að taka við fyrirskip- ununum og flytja þær hingað. Fjarstýristækin reyndust vera í fullkomnu lagi. Frelsishetjurnar góðu, Einar Olgeirsson og attaní- ossar hans, hlupu upp til handa og fóta, um leið og merkið að austan var gefið. Ilvað heyrist frá Gromyko- klúbbnum? Hin auðyirðilega þjónslund, sem lýsir sjer í öllu þessu athæfi hinna íslensku kommúnista, hlýt ur raunar að vera öllum góðum Islendingum alvarlegt áhyggju- efni. Þó er það sumt í boðskapn- um að austan, sem vekur hjá mönnum bros. Eins og þegar hinn mikli foringi kommúnista, Zhdanov, sagði í skýrslu sinni á Varsjárfundinum á þessa leið: „Sovjetríkin voru hið leiðandi afl og andi í hernaðarósigri Þýska lands og Japans“. Hjer á íslandi höfum við að vísu lengi skilið á kommúnistum, að það hafi verið Sovjet-Rúss- land eitt og kommúnistar víðs- vegar um heim, sem unnu á' Þýskalandi, en enn eru þeir ekki leiddir svo langt hjer að full- yrða, að Rússland hafi einn-ig ráðið niðurlögum Japans á þeim Örfáu dögum, er ófriður stóð milli þessara tveggja ríkja. — Fróðlegt verður nú að sjá, hversu langan tíma það tekur, þangað til Þjóðviljinn, Gromyko-klúbb- urinn og önnur áróðurstæki kommúnista fara einnig að prje- dika þann fróðleik. í öllu trúir fagnaðarboðskapnum Menn sjá, að í öllum skiptum sínum af utanríkismálum fylgja kommúnistarnir íslensku dyggi- lega því boði læriföðuriná, að „orðin eigi ekki að hafa neitt samband við athafnirnar“ og, að „falleg orð eigi að vera gríma til að fela Ijótan verknað“. — En dyggðug trúmennska við þénna fagnaðarboðskap er hjá kommún istum ekki bundin við utanríkis- málin ein. Alveg sami andi ræður athöfn- um þeirra í innanlands-málum. Síðasta dæmi þess hjer á landi er frumvai’p þeirra um að berj- ast á móti dýrtíð og verðbólgfi. Helsta áhugamál kommúnista er einmitt- að auka hvorttveggja, en vegna þess að þeir skilja, að allur almenningur veit, að það mundi verða honum til tjóns, ef þetta ykist, þá þora kommúnistar ekki annað en að breiða grímu yfir sinn ljóta ásetning. ÍVIenn óar við Gríman á að vera fögur og á- hrifamikil. Hún er fullvissun um áhuga þeirra til að berjast ein- mitt á móti því, sem þeir af öll- um lífs- og sálarkröftum vilja efla. En þó að orðin sjeu fögur í sambandi við dýrtíðartillögur kommúnista, þá eiu þær sjálfar ekki að sama skapi vænlegar til góðs. Hver greindur maður skil- gnniyna kommúnista ekki lengur ur, þegar hann kynnir sjer þær, að þær eru ýmist með öllu óvið- komandi sjálfu dýrtíðarvanda- málinu, eða mutídu beinlínis auka vandræðin fia því, sem nú er. Skrípaleikur kornmúnista verð ur þeim þess vegna ekki lengur að gagni. Það er nú orðið of auð- sætt hver tilgangur þeirra er. — Áframhaldandi tilburðir þeirra til að blekkja aðra verða þeim sjálfum þess vegna aðeins ‘ til raunar. Sá tími er liðinn, að þeim tak- ist að fela hvað inni fyrir er. Þess vegna eru það ætíð fleiri og fleiri, sem forðast allt samneytí við þá. Mönnum óar við þvi er- lenda fjesi, er gaégist fram bak við grímuna. Sendiherra Erefa í París SIR OLÍVER CHARLES HAR VEY, sem verður eftirmaður Duff Coopei*s scm sendiherra Breta í París, en það er cin þýð ingarmesta sendiherrastaða bresku utanríkísþjónustunnar. Fuilirúar á Fiskiþlngi í M forsía að Bsssa sföðum Fulltrúar Fiskiþings og fiski- málastjóri fóru í gær (þriðjudag) til Bessastaða í fylgd forsetarit- ara hr. Gunnlaugs Þórðarsonar, í boði forseta íslands. — Forseti ávarpaði fulltrúana og bauð þá hjartanlega velkomna. — Sýndi fulltrúum húsakynni og skýrði ýmislegt í sögu staðarins. Forseta hjónin buðu gestum til kaffi- drykkju og annara góðgerða, og var veitt af hinni mestu rausn. I ávarpi sínu vjek forseti að hinni miklu þýðingu sjávarútvegsins fyrir afkomu þjóðarinnar og kvaðst hafa óskað að eiga þess fyrri kost að kynnast fulltrúun- um persónulega. Fundarstjóri Fiskiþingsins Öl. B. Björnsson, flutti forsetahjón- unum þakkir fyrir boðið, og ósk- aði þeim heilla og blessunar. — Mintist hann þess, að forsetinn hefði gerst æfifjelagi í Fiskifje- lagi Islands á stofnári þess, og verið einn þeirra manna er unnu að stofnun Fiskifjelagsins í önd- verðu. Heimsókn þessi var fultlrúum hin ánægjulegasta í alal staði. ARABAR MUNU GRÍPA TIL VOPNA írak: — Utanríkismálaráðherra íraks hefur tilkynnt að Arabar muni grípa til vopna, ef skiptingu Palestínu verður þröngvað upp á þá. Verður heitavatnid frá Reykjum hækkað ti! samræmingar kolaverðinu? Hitaveifusljóri skriiar bæjarráði um málið VATNS- OG HITAVEITUSTJÓRI hefur lagt fyrir bæjarráð tillögur að hækkuðu verði á heita vatninu frá Reykjum. Leggur hann til, að heitavatnið verði selt á kr. 1.76 tonnið alt árið. — Sessi hækkun er gerð bæði vegna samræmingar á vatns og kola- verði, svo og vegna væntanlegs kostnaðar við upphitun vatnsins frá Reykjum í Varastöðinni við Elliðaár. Mál þetta kom fyrir fund bæj® “ arráðs, er haldinn var s.l. föstu- dag. — í brjefi Iielga Sigurðs- sonar forstjóra vatns- og hita- veitu, til bæjarráðs segir m. a. um þetta m. a. á þessa leið: Þegar gjaldskrá hitaveit- unnar var sett árið 1943, var kolaverð 200 krónur pr. tonn og var verð hitans ákveðið þannig, að gert var ráð fyrir að það samsvaraði 180 kr. kola yerði eða 10% undir því kola- verði sem þá gilti. Reynslan hefir sýnt, að með rjettri meðferð vatnsins, verð- ur hitunin í flestum tilfellum ó dýrari, þannig að óþarfi væri að gefa þennan 10% afslátt nú, enda þótt það væri talið var- legra í byrjun, enda er ekkert tillit tekið til þeirra miklu þæg- inda sem fylgja heita vatninu. Kolaverð er nú orðjð 260 kr. pr. tonn, og' hefir verið það um nokkurt skeið. Þetta munar svo miklu frá því sem upphaflega var miðað við, að jeg tél rjett að hækka verð á hitanum. Til samræmingar. Hitaveitan nær ekki til allra bæjarbúa. Það er því ekki sann gjarnt, að þeir, sem eru utan hitaveitusvæðisins verði að borga mun meira fyrir hitann en hinir, sem auk þess njóta þæginda hitaveitunnar. Það er eðlilegra að hafa hitunarkostn- aðinn sem jafnar.tan, en nota heldur tekjuafgang hitaveitunn ar í sameiginlega þágu bæjar- búa t. d. með því að stuðla að því að sem flestir þeirra geti fengið hitaveitu. Fyrirhuguð framkvæind. Margvíslegar aukningar eru fvrirsjáanlegar í náinni fram- tíð. Boranir í Mosfellsdalnum hafa þegar gefið ágætan ár- aneur. Þar þarf að byggja dælu stöð og aðalæð frá henni. í sam bandi við hið aukna vatn kæmi og aukið bæjarkerfi. Þá þarf að koma upp rafmagnsstöð frá Reykjum til öryggis rekstrin- um. Áhaldahús og birgða- geymslu þarf að bvggja á næsta ári auk ýmislegs annars. — Þar kæmi sjer vel að hitaveitan ætti eitthvað í sjóði, þegar til þess- ara framkvæmda kemur. Varastöðin. í vetur er gert ráð fyrir því að eimtúrbínustöðin taki til starfa. Þá er gert ráð fyrir að ■hjveravatnið verði ih;itað upp undir suðu, þegar kaldast er í veðri. Bæjarbúar þurfa þá minna vatn en áður, en ættu að rjettu la§i að greiða hærra verð fyrir það, enda hefir hit- unin talsverðan kostnað í för með sjer, auk þess, sem hita- veitan verður að standa undir sínum hluta af stofnkostnaði stöðvarinnar. Það fer eftir veðráttunni hve mikill reksturskostnaður stöðv arinnar verður, og er ógerning- ur að segja hann fvrir frá mán- uði til mánaðar eða frá ári til árs. Það yrði þá óþarfi að hækka verð vatnsins sjerstaklega með tilliti til þessa, ef verðið yrði hækkað í samræmi við núver- andi kolaverð. Breytingar á gjaldskrá. Þá er enn eitt atriði, sem breyta þarf í gjaldskránni. —* Þegar hitaveitan tók til starfa var talið heppilegt að hafa lægra verð á sumrin en vet- urna. Þetta var sjerstaklega með tilliti til þess, að erfiðara yrði að stilla renslið á sumriii þegar þrýstingurinn er mikill, en hitaþörf er lítil. Reynslan hefir sýnt, og þá sjerstaklega í seinr.j tíð, að fólk stillir hitann furðu vel eftir úti hitanum og eins á sumrin. Hinsvegar veldur það nokkrum örðugleikum hjá innheimtunni að þurfa að hafa skyndiaflestur af öllum hitaveitumælum sem næst 14. maí og 1. okt. Nú er Rafmagnsveitan búin að fá nýj ar bókhaldsvjelar og er ráðgert að hafa sameiginlegan reikning fyrir rafmagn, hita og gas. Þá veldur sumarverðið og þó sjer- staklega hitaveituaflestur í miðj um maí miklum erfiðleikum og verður því annað hvort að miða sumarverðið við heila mánuði eða afnema það með öllu. Hið síðara gerði alt bókhald og af- lestra miklu éinfaldari og vildi jeg því leggja til, að sama verð gildi fyrir árið, enda yrði vetr- arverðið þá lækkað hlutfalls- lega við hækkun sumarverðs- ins og með tilliti ti' eyðslunnar þessi tvö tímabil. Með öðrum orðum árlegur hitakostnaður yrði sá sami þótt sumarverðið hækkaði. Miðað við 260 kró.na kola- tonn, leggur Helgj Sigurðsson til, að heitavatnið verði selt á kr. 1,76 hvert tonn, enda sje gert ráð fyrir að sama verð verði allt árið. Nú er verðið kr. 1,36 á hvert tonn á tímabilinu 1. okt. til 14. maí, en helmingi ódýrara á sumrin, 14. maí til 1. okt. Verðaukningin verður að meðaltali 44%. Tekjuaukning hitaveitunnar vegna þessarar hækkunar um 2,8 milj. kr. á ári. — Frá myndi með óbreyttri sölu nema þessu má draga alt að 1 milj. kr. vegna eimtúrbínustöðvar- innar, auk þess sem hækkuniri getur dregið eitthvað úr söl- unni. Þá geta tekjurnar verið breytilegar eftir veðráttu og það munað 0,5 milj. kr. eðg .meiru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.