Morgunblaðið - 26.11.1947, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. nóv. 1947
MÁNADALU
S>háldóaya eptir J/ach cJlovido
n
65. dagur
Þau sátu kyr og horfðu aftur
á myndirnar. Og Saxon varð nú
enn hrifnari af sveitarbænum
en áður. Hún tók nú líka eftir
ýmsu, sem áður hafði farið
fram hjá henni. Hún sá nú bylgj
andi akra á bak við bæinn og
himininn með hvítum og ljett-
um skýjum. Hún þekti ýmsa
fuglana aftur, einkum gamla
og geðvonda hænu, sem átti í
illindum við gyltuna og grísana
og var aðsúgsmest allra, þegar
stúlkan fór að gefa fuglunum.
Saxon rendi augunum aftur yf-
ir akrana og himininn og hún
fann að blessaður friður hvíldi
yfir öllu þarna. Þessi friður
hreif svo sál hennar að hún fór
að gráta af einskærri gleði.
„Jeg veit hvernig jeg mundi
fara með hestinn, ef hann ætl-
aði að hrekkja mig“, sagði Billy
lágt.
„Og nú veit jeg líka hvert við
eigum að fara þegar við yfir-
gefum Oakland“, hvíslaði hún.
„Nú, hvert eigum við að
fara?“
Hann leit á hana og sá að
hún starði hugfangin á mynd-
ina.
„Nú, það er svona“, hvíslaði
hann eftir litla umhugsun. „Já,
hvers vegna skyldum við ekki
gera það?“
„Q, Billy. er þjer alvara?“
Hún var svo skjálfrödduð, að
hann heyrði tæpast hvað hún
sagði.
„Já, víst er mjer alvara“,
sagði hann. Þetta var þeirra
mikli gleðidagur og hann vildi
alt fyrir hana gera. „Þú skalt
fá alt, sem þig langar í. enda
þótt jeg verði að brjóta negl-
urnar á mjer upp í kviku til
þess að þjer geti hlotnast það.
Satt að segja hefir mig altaf
langað til þess að eiga heima
í sveit. Og jeg hefi vit á hest-
um.-Jeg get fengið hesta fyrir
hálfvirði vegna þess að einhver
galli er á þeim, og jeg kann að
laga hvern galla á hestum“.
XVIII. KAFLI.
Það var enn ekki mjög álið-
ið, er þau komu úr leikhúsinu
og stigu af strætisvagninum í
Pine Street. Þau fóru í búðir
og keyptu ýmislegt og svo
skildu þau á éötuhorninu. Sax-
on fóru heim til þess að undir-
búa kvöldmatinn, en Billy fór
á fund fjelaga sinna, ökumann-
anna, til þess að fá frjettir hjá
þeim. •
„Mundu nú eftir að fara var-
lega, Billy“, kallaði hún á eft-
ir honum.
„Jeg skal gera það“, sagði
hann glaðlega og veifaði til
hennar hendi.
Þrjá stundarfjórðunga beið
Saxon með matinn. Alt var
fram borið nema lambasteikin,
því að hún vildi ekki setja hana
á pönnuna fyr en Billy væri
kominn heim. Svo heyrði hún
að grindin í hliðinu Var opnuð,
en hún heyrði ekki fótatak
hans, heldur fótatak nokkurra
manna. Hún hljóp út í dyrnar.
Þar mætti hún Billy, en nú var
hann gjörólíkur þeim Billy,
sem hún skildi við fyrir stundu.
Lítill drengur var með honum
og hjelt á hattinum hans. Hún
sá að Billy hafði verið þvegíð
í framan af handahófi, því að
vatnið hafði lekið niður á bring
una á honum. Hárið, var blautt
og klest. og blóð vælaði út úr
því. Handleggirnir hjengu mátt
lausir niður. En hann var róleg
ur á svip og brosandi.
„Kiptu þjer ekki upp við
þetta“ sagði hann. „Jeg hefi
farið að ráði mínu eins og asni
og er nokkuð illa útleikinn, en
ekki yfirbugaður“.
Hann gekk inn í húsið.
„Komið þið með, fjelagar“,
sagði hann. „Við erum grasasn
ar allir saman“.
Drengurinn kom næstur hon
um, svo Bud Strothers og ann-
ar ökumaður, sem Saxon hafði
sjeð áður. Og svo voru þarna
líka tveir menn, sem hún þekti
ekki. Þeir voru hálf kindarlegir
á svipinn og var engu líkara
en að þeír væri hræddir við
Saxon.
„Þú mátt vera óhrædd, Sax-
on“, sagði Billy, en Bud greip
þá fram í fyrir honum:
„Við verðum þegar að rista
utan af honum fötin. Hann er
brotinn á báðum handleggjum
og þetta eru hálfvitarnir, sem
valdir eru að því“.
Hann benti á ókunnu menn-
ina, og þeir urðu nú enn kind-
arlegri en áður.
Billy settist á rúmið. Saxon
hjelt á ljósi, en þeir Bud fóru
að rista sundur ermarnar á
jakka og skyrtum hans.
„Hann vildi ekki fara í
sjúkrahúsið", ’ sagði Bud við
Saxon.
„Nei. jeg átti ekki annað eft-
ir“, sagði Billy .„En jeg bað að
sent væri eftir Hentley lækni,
og hann kemur hingað á hverri
stundu. Þessir tveir handleggir
hafa dugað mjer vel í lífinu
og bess vegna verð jeg að fara
vel með þá. Jeg átti nú ekki
annað eftir en að láta þá á
spítalanum hafa mig fyrir til-
raunadýr“.
„Hvernig atvikaðist þetta?“
spurði Saxon og leit á þá til
skiftis, því að henni var þetta
hrein ráðgáta enn.
„Það var ekki þeim að
kenna“, sagði Billy. „Þeir vissu
ekki betur en að þeir væri að
gera skyldu sína. Þetta eru öku
menn frá San Francisko og þeir
eru komnir hingað til þess að
hjálpa okkur“:
Það var eins og ókunnu ménn
irnir yrði hressari í bragði við
þetta.
„já, okkur skjátlaðist,“ sagði
annar þeirra. „Við höfum farið
laglega að ráði okkar, eða hitt
þó heldur“.
Saxon var ekki hrædd og
ekki reið heldur. Þetta var svo
sem ekki annað en búast mátti
við. Það var eftir öðru, sem
fram við hana hafði komið í
Oakland. Og til allrar hamingju
var Billy ekki hættulega sár.
Handleggsbrot læknast furðu
fljótt. Hún sótti stóla og bauð
þeim öllum að setjast.
„Segið mjer nú hvað komið
hefir fyrir“, sagði hún. „Mjer
er óskiljanlegt hvernig í þessu
öllu liggur — mjer er óskiljan
legt hvers vegna þið tveir hafið
handleggshrotið manninn minn
á báðum handleggjum, og síðan
fylgið þið honum heim og látið
sem.þið sjeuð mestu mátar“.
„Já, þjer eigið heimtingu á
að vita alt“. sagði Bud Stroth-
ers. „Jeg skal nú segja yð-
ur---------“.
„Æ, haltu þjer saman“, sagði
Billy. „Þú sást það ekki“.
. Saxon leit til mánnanna frá
San. Francisko.
„Við komum hingað til að
hjálpa ökumönnunum í Oak-
land, vegna þess að þeir voru
að tapa verkfallinu", sagði ann
ar þeirra. „Og við höfum sann-
fært marga verkfallsbrjóta um
að til er betri atvinna en að
vera ökumaður. Við Jackson
hjerna vorum að snuðra og vita
hvers við yrðum vísari og í því
kemur maðurinn yðar. Þegar
hann sá----------
„Nei, bíddu nú við“, sagði
Jackson. „Þú áttir að byrja á
byrjuninni. Við hjeldum að við
þektum alla verkfallsmennina.
En manninn yðar höfðum við
ekki sjeð fyr vegna þess að
hann----------“.
„Já, vegna þess að hann hefir
verið úr leik nú. um hríð, ef
jeg má svo að orði komast“,
sagði hinn. ..Og þegar við sáum
nú mann stytta sjer leið þarna,
þá hjeldum við að hann væri
verkfallsbrjótur — ------“.
„Jeg stytti mjer leið í gegn
«m sundið hjá grænmetisbúð-
inni“, sagði Billy.
„Já, einmitt, í gegn um sund
ið hjá grænmetisversluninni“,
endurtók ökumaðurinn frá San
Francisko. „Við vorum þess
vegna vissir um að þarna væri
' verkfallsbrjótur á ferð og'ætl-
aði sjer að laumast inn í hest-
húsin þessa leið“.
„Þarna gripum við Billy einu
sinni verkfallsbrjót11, sagði
Bud..
„Við vorum ekkert. að tví-
nóna við það“, sagði Jackson.
„Við höfum áður fengist við
verkfallsbrjóta og við vitum
hvernig við eigum að fara með
þá. Og svo gripum við mann-
inn vðar þarna í sundinu-----“.
„Jeg var að leita að Bud“,
sagði. Billy. „Mjer var sagt að
jeg mundi geta hitt hann ein-
hversstaðar þarna. En áður en
jeg vissi af var hann Jackson
þarna kominn og spyr hvort jeg
geti gefið sjer eldspýtu“.
„Og þá Ijet jeg bragð mitt“,
sagði ökumaðurinn.
„Hvernig?“ spurði Saxon.
„Lítið þjer á“, sagði hann og
benti á höfuðið á Billy. „Jeg
greiddi honum högg á höfuðið.
Hann fjell eins og skotinn uxi.
En svo fór hann brátt að að
skríða á fætur og tala eitthvað
um það að hjer vseri ekki alt
með feldu. Hann var ruglaður
og vissi ekki hvað hann var að
segja. Og þá gerðum við það“.
Hann þagnaði — hann hafði
lokið sögu sinni.
„Já, þeir brutu á honum báða
handleggina með járnfleini“,
sagði Bud.
„Þá áttaði jeg mig fyrst þeg-
ar þeir höfðu handleggsbrotið
mig“, sagði Billy. „Og svo gáfu
þeir mjer hverja ráðninguna
eftir aðra. „Þú hefir gott af
þeásu og býrð lengi að því“,
sagði Jackson. „Mjer þætti
gaman að sjá þig stjórna hest-
um með þessum handleggjum“,
sagði Anson. Þá sagði Jackson:
„Við skulum gefa honum einn
í nesti“. Og svo gaf hann mjer
þennan líka rokna löðrung —“.
„Nei, það var ekki rjett“,
sagði Anson. „Það var jeg sem
gaf þjer þann löðrung“.
GULLNI SPORINN
141
Jeg veit ekki, hvert okkar varð mest undrandi, en svo
mikið er víst, að jeg var nú búinn áð missa alla þolin
mæði.
„Það er Tingcomb, sem jeg ætlaði að tala við“, sagði
jeg byrstur.
Sá síðhærði leit upp frá mat sínum.
„Þey!“ Hann lyfti annari hendinni og hristi höfuðið
dapurlega, en jeg byrjaði að velta því fyrir mjer, hvar
jeg hefði sjeð hann áður.
„Hafið þjer englavængi?" spurði hann.
„Nei, ágæti vinur, en jeg hefi ágæta byssu, og henni skaltu
fá að kynnast, ef þú ekki strax svarar mjer“.
„Ungi maður“, hrópaði gamli maðurinn, sem opnað hafði
fyrir okkur, „þessi háæruverðugi prestur er þjónn guðs og
því er það, að hann talar í líkingum. Það, sem hann á við,
er, að minn ágæti húsbóndi er látinn og hvílir nú í kistu
sinni“.
„Rjett, góði maður", sagði presturinn og seildist eftir
stórum kjötbita.
„Já“, hjelt gamli maðurinn áfram, „hann dó sama dag-
inn, sem þjer komuð hingað.'Ungi maður. Hann fjekk annað
krampakast og dó á stundinni. — En fallegt er líkið, herra
minn, fallegt er líkið“.
„Þá skulum við fá að sjá það“.
„Vissulega, ungi maður“. Að svo mæltu fylgdi hann okkur
inn í sama herbergi, sem jeg hafði talað við Tingcomb í, og
alveg eins og þá, stóðu í því sex logandi kerti. En borðið
hafði verið flutt út í horn, og bjarminn af kertunum fjell á
langa, svarta líkkistu, sem stóð á miðju gólfi. Kistan var
lokuð og negld aftur með silfurnöglum, en á lokinu var silfur-
plata, sem á var letrað: Hannibal Tingcomb MDXLIII. ■
„Hvers vegna hefur kistan verið negld aftur?“ spurði jeg.
„Hvernig getið þjer taláð svona, ungi maður? Þjer ættuð
þó að vita, hvernig líkin fara á sumrin".
„Hvenær á að greftra hann?“
„Á morgun“. Hann leit út undan sjer á mig, hugsaði sig
um andartak og sagði svo: „Ætlið þjer að fylgja?“
„Já, það máttu vera viss um“, sagði jeg. „En sjáðu nú
um að hafa góð herbergi og rúm handa mjer og fylgdarliði
mínu“.
— Svona, svona, látið yður
ekki detta í hug að þetta geti
verið nokkuð hættulegt.
★
Maður nokkur kom eitt sinn
með son sinn í Hiram
College á meðan James A.
Garfield var rektor skólans.
Faðirinn ætlaði að koma því
þannig fyrir að drengurinn
kæmist fljótar í gegnum skól-
ann en tilskilið var. Hann áleit
að hann hefði gáfur til þess.
„Það hefir enga þýðingu að
láta hann taka öll þessi milli-
próf“, sagði faðirinn, „jeg vil
að hann ljúki náminu á skemri
tíma en reglugerð skólans seg-
ir til um. Getið þjer ekki komið
því'til leiðar fýrir mig?“
„Jú, jú. hann getur lokið nám
inu á mislöngum tíma, eftir því
hvað það er, sem þjer viljið láta
hann verða“, Sagði Garfield.
„Þegar Guð skapar eikina, tek-
ur það hann hundrað ár að gera
hana fullþroska, en það tekur
hann aðeins tvo mánuði að
fullgera marglittuna.“
★
Jón litli var altaf lakastur í
skólanum, sjerstaklega þó í stíla
gerð enda skammaði kennar-
inn hann oft. Eitt sinn brá þó
svo við, að Jón var langfyrstur
að ljúka við stílinn sinn. Það
var þegar kennarinn sagði
krökkunum að skrifa um feg-
ursta. hlutinn, sem þau hefðu
augum litið.
Stíll Jóns var ekki langur,
og verður hann því birtur hjer
í heild: „Fallegasti hluturinn,
sem jeg hefi sjeð, er svo fall-
egur að engin orð fá lýst hon-
um“.
★
Lítil s.túlka og lítill drengur
voru í mömmuleik. Þau voru í
„þykjast“heimsókn hjá mömmu
stúlkunnar. Alt gekk þetta á-
gætlega þangað til sú litla sneri
sjer að móður sinni, togar í
pilsfald hennar að segir með al-
vörusvip:
„Jeg er hrædd um að við
verðum að kveðja yður núna.
Maðurinn minn var að gera
ljótt í buxurnar“.
ItlUIIIIIIIMIIIIIIIItlllllllllllllllllllllllllllllMlllllllllllllliM
| SMURT BRAUB |
[ KJÖT & GRÆNMETI j
= Hringbraut 56. Sími 2853. §
Z 3
illlltlllllllllllllllllllllilillllllllllllllllllllllllllliliiliilliiill
/