Morgunblaðið - 07.12.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1947, Blaðsíða 8
8 WORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 7. des- 1947. Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Fr-amkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árm Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjaló kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,0C utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið 75 aura með Lesbók. Afstaða Finnlands FRÁ FINNLANDI hafa síðan að styrjöldinni lauk tiltölu- lega fá tíðindi borist. Stjórnmálamenn landsirs hafa flestir verið mjög þögulir um afstöðu þess og ástandið í landinu. Þrátt fyrir það veit aliur heimurinn að finnska þjóðin á nú við mikla örðugleika að etja í efnahagsmálum og stjórnmál- um. Kostir þeir, sem henni voru settir með friðarsamning- unum á Parísarráðstefnunni sumarið 1945, voru mjög harðir og þungbærir. Samkvæmt þeim skyldu Finnar greiða Rúss- um 300 miljónir dollara í striðsskaðabætur á 8 árum. Skyldu þessar bætur að verulegu leyti greiddar í vörum svo sem timbri, vjelum, pappir, trjákvoðu og skipum. En auk þess urðu Finnar að láta Potsdamhjeraðið af hönd- um við Rússa og var það mikið áfall fyrir siglingar og verslun landsins. Það ákvæði friðarsamninganna, sem Finnum var þó ógeð- feldast var það, að þeir voru skyldaðir til þess að leigja Rússum til 50 ára Porkala-Udd hjeraðið undir rússneska flotabækistöð. Skyldu Rússar greiða þeim fimm miljónir finnskra marka í leigu árlega fyrir þessar bækistöðvar. Afstaða Finnlands var þá sú eftir friðarsamningana, að auk þess að verða að greiða Rússum skaðabætur, sem hljóta að liggja eins og mara á þjóðinni á næstu árum. varð finska þjóðin að sætta sig við rússneskar herstöðvar inn í miðju landi sínu í hálfa öld. Þegar flett er blaðsíðum finnskrar sögu, verður það auðsætt, hversu óumræðilega þungbærir þessir friðarskilmálar voru. Finnland var um langan aldur hluti ai hinu rússneska keisaradæmi. Frelsisbarátta Fmna var á þvi tímabili háð við keisarastjórnina. En einnig eftir að henni hafði verið velt frá völdum stóð baráttan við Rússa. En þá var það Sovjet stjómin, sem komin var til skjalanna. Og leið finnska lýðvejdisins lá yfir borgarastyrjöld í landinu. Þegar henni lauk var finnska þjóðin frjáls og gat snúið sjer að upp- byggingu lands síns. En með miklu harðfengi tókst Finnum þetta starf undra vel. Þegar leið á fjórða tug þessarar aldar var efnahagur landsins orðinn betri en flestra Evrópulanda og Finnar voru eina þjóðin í Evrópu, sem gat staðið í skilum með greiðslu styrjaldarskulda sinna við Bandaríkin. Stórfei’dar framfarir höfðu jafnhliða orðið í landinu. Finnska þjóðin hafði hag- nýtt fengið frelsi og lyft Grettistökum á sviði fjármála og menningarmála. Afrek finnskra íþróttamanna vöktu alheims- athygli á hverjum Olympíuleikjum. I Finnlandi var starfsöm og þróttmikil þjóð að verki. En þessi þróun málanna var rofin er Sovjet stjórnin rúss- neska hóf árásarstyrjöld sina á Finnland haustið 1940. Síðan hefur hver hörmungin á fætur annari dunið yfir finnsku þjóðina. Það varð hlutskipti hennar að berjast um lengri tíma með Þýskalandi Hitlers og leiddi sú afstaða hennar tii hinna þungbæru friðarskilmála við Rússland, sem áður var getið. Endurreisnarbarátta Finna nú er háð við hin erfiðustu skilyrði. Erfðaóvinur þeirra hefur herstöðvar i landi þeirra og hefur tögl og hagldir í efnahagsmálum landsins í skjóli hernaðarskaðabótanna. Við þetta bætist svo það að í landinu sjálfu er starfandi stjórnmálaflokkur, sem í öllu gengur er- inda Sovjetstjómarinnar. En bæjarstjórnarkosningamar, sem fram fóru í Finnlandi í s.l. viku sýna greinilega að fylgi kommúnista fer mjög hrak- andi þar. Þrátt fyrir það að þessi flokkur nýtur öflugs stuðn- ings Rússa hikar finnska þjóðin ekki við að láta í ljós þann vilja sinn, meðan hún enn á kost þess að neyta atkvæðisrjett- ar síns í lýðræðislegum kosningum, að hún vilji losa sig sem fyrst við áhrif þessara manna. En áhrif kommúnista og hins svokallaða „sameinaða sóíalistaflokks", sem stendur mjög nærri kommúnistum, hafa verið mjög rík í stjórninni undan- farið, enda þótt utanríkisráðherran, Carl Enckell, sje utan- ílokkamaður. Á þessu stigi málsins er ekki vitað, hver áhrif hið mink andi fylgi kommúnista í finnskum stjórnmálum mun hafa ; stjórnmálaþróunina þar í landi. En finnska þjóðin hefur láti i ljós skoðun sína. Ilún víll losna við kommúnistana og áhri þeirra á stjórn lands síns. ueru ÚR DAGLEGA LÍFINU Hrygðarmynd. í REYKJAVÍKURHÖFN ligg ur þessa dagana hörmuleg hrygðarmynd. Það er þýskur togari, ryðgaður og illa hirtur, „eldri en Súðin og ljótari en erfðasyndin", eins og einhvern tíma var komist að orði. Þetta vesalings skip á ekki einu sinni fána, heldur blakt- ir vfir því einhver viðrinis- dula, sem hvergi er getið í fána bókum. Skipshöfnin verður að telja ofan í sig hvern bita í kalorí- um. án tillits til þess hvort maginn er mettur eða ekki. En um leið og þetta skip er hrygðarmynd er það táknræn mynd af þeirri niðurlægingu, sem þýska þjóðin — þessi stór- þjóð, sem einu sinni var virt fyrir vísindi sín listir og tækni — er sokkin í. • Áminning. EN UM leið og Reykvíking- ar, sem sjá þetta gamla og ryðg aða skip, sjá þeir fyrir sjer eymd þýsku þjóðarinnar. Og þá er hollt að minnast ástæð- annan fyrir því hvernig komið er. Pólitískir ofstækismenn tældu þjóðina til fylgis við sig, lof- uðu henni gulli og grænum skógum, en rjettu henni steina fyrir brauð. Og enn knýja pólitískir of- stækismenn á dyr hjá almenn- ingi allra landa og reyna að af- vegaleiða. Það skiftir ekki máli hvort skyrturnar eru brúnar eða rauðar. Mennirnir sem bera þær, stefna í sömu átt. Mikið er mannvitið! MANNVITIÐ ER MIKIÐ ef trúa má því sem maður heyrir og sjer. Vandamálin eru mörg, sem að steðja og þurfa úrlausn- ar við. En það vantar ekki góð ráð og holl. Það er sama hvort um er að ræða dýrtíð og háa visitölu, eða síldarflutn- inga. Allstaðar eru menn, sem vita hvernig á að ráða fram úr þeina vandamálum. Það er aðenis einn galli á þessu, hinir gáfuðu og úrræða góðu menn hafa mismunandi skoðanir. Á hverju götuhorni er hægt að hitta menn, sem segja þjer hvernig á að koma síldinni til Siglufjarðar í einum hvelli og losa síldarskipin á augnabliki, svo þau þurfi ekki að bíða í höfn. Og vilji menn vita hvern ig fara á að því að lækka vísi- töluna um 100 stig á einum eftirmiðdegi, þarf ekki langt að leita. Já, mannvitið er mikið, en ósköp kemur það að litlu gagni stundum. Of seinir. ÞAÐ LÍTUR helst út fyrir að bingmennirnir, sem báru fram tillöguna um lögboðið svartamarkaðsverð á bensíni hafi orðið of seinir fyrir. — Hamstrarar og trillubátaeig- endur, sementsvjela- og trakt- oramenn, tóku ráðin af alþingi og hafa hirt allan ágóðan af hærra bensínverði, sem hinir góðu þingmenn ætluðu ríkis- sjóði. Það eina, sem bensíntillagan í þinginu virðist hafa gert var að ákveða verðið á svarta- markaðsbensíninu — 2 krónur á líterinn, takk. • Bjórinn í nefnd. „BJÓRINN er í nefnd“, segja menn, ef spurt er að því hvað líði bjórfrumvarpinu á Alþingi. Hann drepur engan á með- an, varð einhverjum að orði. Og á meðan er fimbulfambað fram og aftur um þetta mál. Eskimóar og íslendingar þola ekki bjór og alþingismennirnir þola ekki „erindi lögð fram í lestrarsal“. Hvar eru nú skipverjar á Súð- inni. Ætla þeir ekki að gera neipa samþykt í þessu máli? • Ljetlir. HÚS Búnaðarbankans við Austurstræti verður glæsileg byg_ging, en mikið hefir báru- járnsgirðingin fyrir framan það farið í taugarnar á vegfarend- um. Þessi ljóta girðing hefir verið þarna á annað ár og skag- að fram í mestu umferðagötu bæjarins. En nú er hún loksins horfin — en sá ljettir. En þetta gefur tilefni til að minnast á ennþá fleiri girð- ingar af sama tagi víðsvegar um bæinn. Það er alveg víst, að girðingar þessar standa ó- þarflega lengi. Veitti ekki af að hafa eftirlit með byggingum, betur en gert er. Fyrirspurn út af áfengisflösku? EINN af lesendum „Daglega lífsins" hefir beðið um að kom ið yrði á framfæri eftirfarandi fyrirspurn til rjettra hlutaðeig enda: „Um daginn skrifaði Helgi Hannesson (ekki nánar til- greindur) grein í blað hjer í bænum og 'segir frá því fá- heyrða lagabroti á sviði áfeng- islaganna, að kunningi sinn hafi keypt flösku af smygluðu áfengi fyrir 135 krónur. Hafa templarar kært og fengið nefndan Helga Hannes- son yfirheyrðan, eða kynt sjer hvort hlutaðeigandi yfirvöld hafa gert það?“ Það hefir engin ná spurn- inni. MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. | _ . , I Styrjöld í undirbúningi EITT af þrálátustu deilumál- um síðari ára náði hámarki sínu í vikunni sem leið. Arab- ar og Gyðingar bera vopn hver á annan og þverneita að fallast á þá lausn Palestínudeilunnar, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa komið sjer saman um. • • MIKIÐ HATUR Eins og stendur má segja, að undirbúin sje styrjöld 1 lönd- unum við austanvert Miðjarð- arhaf. Sem styrjaldargrund- völlur er þræta Araba og Gyð- inga hin ákjósanlegasta, ef svo mætti að orði komast: Þarna er mikið og djúpgróið hatur, þarna er trúarbragðadeila á ferðinni og þarna þræta tvær þjóðir — eða öllu heldur þjóð- flokkar — sem öldum saman hafa litið á sig sem píslarvætti stórþjóðanna allra og raunar flestra annarra þjóða veraldar. Bardagaaðferðirnar eru eft- ir því: brennur og launmorð og blóðhefndir. • • PRÓFSTEINN En það sem nú er að ske í Palestínu og Arabalöndunum, ir athyglisvert af fleiri ástæð- | im en ofangreindum. Þetta er j ^rófsteinn á Sameinuðu þjóð-1 irnar, fyrsta stórmálið, sem I þær hafa afskipti af og segja má I að ráða kunni framtíð miljóna manna. Sameinuðu þjóðirnar hafa orð ið ásáttar um skiptingu Pale- stínu. Blöð og útvarp hafa aug- lýst þessa lausn deilumálsins. Þeirri lausn verður því ekki hagggð. Hróður Sameinuðu þjóðanna er í veði og jafnvel öll framtíð samtakanna. Því ef svo ólánlega kynni að takast til, að ákvörðun S. Þ. yrði ekki komið í framkvæmd, hlyti af- leiðingin að verða sú, að al- heimur liti á stofnunina sem valdalaust og einskisvert verk- færi í líkingu við Þjóðabanda- lagið gamla. • • „IIEILI“ BRESKU STJCRNARINNAR Jeg birti að þessu sinni mynd sem fyrst var prentuð í bresk’u blaði, og bandaríska tímaritið Time síðan endurprentaði. Vjel in, eða „heili“ vjelarinnar, er Sir Stafford Cripps, fjármála- ráðherra, en Attlee forsætisráð herra, er í hægra horni með smprningskönnuna. • • að dug.L i:ða~ DREPAST Myndin á að sýna mikilvægi Sir Staffords í bresku stjórn- inni. Hann er maðurinn, sem bjarga á við efnahaginum breska, og þannig sjálfkrafa maðurinn, sem breska stjórnin stendur og fellur með: Takist fjármálaráðherranum að leysa hlutverk sitt af hendi, spá marg ir verklýðsstjórninni langlífi mistakist honum hinsvegar, má telja líklegt að íhaldsmenn, með Churchill í broddi fylk- ingar, taki við stjórnartaumun- um eftir næstu þingkosningar, því breska þjóðin er orðin leið á öllum skortinum, og ólíklegt, að hún sýni Cripps og sam- starfsmönnum hans nokkra lin kind, ef loforð þeirra um bætt kjör og glæsilega framtíð reyn ast orðin tóm. Gullforði eykst. Sidney — Gullframleiðsla Astralíu hefur nú farið mikið í vöxt. í ár var hún um 100,000 únsum meiri en í fyrra eða um 900,000 únsur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.