Morgunblaðið - 07.12.1947, Page 9
Sunnudagur 7. des- 1947.
MORGVNBLAÐiÐ
9
EEYK JAVÍKURBRJEF 'TiT
o. ðesember
I\ýr þáttur.
SÍLDIN er hið almenna umtais-
efni þessa daga. Sem eðlilegt er.
Ekki síst síðan það er komið i
ljós, að aflinn í Hvalfirði er
mesti uppgripaafli, sem þekkst
hefur hjer á landi hingað tií.
Fjörðurinn eins og kista full
af síld. Bátar, sem fara þangað
á veiðar hafa fylt sig á tiltölu-
lega skömmum tíma. Og þann-
ig gengur það dag eftir dag.
Veiðimenn lóða eftir síldinni,
eða leita hennar með dýptar-
mælum. Þar sem torfurnar eru
svo nálægt yfirborði, að hægt
er að ná til þeirra með herpi- j
nótunum, þar er kastað. Vand-
inn er oft sá mestur að taka ekki
of mikið í nótina til þess að
ráðið verði við veiðina.
Veiðiskipum hefur fjölgað
mikið upp á síðkastið. Munu nú
vera um eða yfir hundrað skip,
sem stunda hjer síldveiðar. En
með þeim uppgripum, sem eru i
Hvalfirði, við hina fljótteknu
veiði. — Gæti núverandi veiði-
floti veitt langt yfir 50 þúsund j
mála á sólarhring. Ef veiðina
stunduðu eins mörg skip og voru
við síldveiðar fyrir Norðurlandi
í sumar, þá myndi mega gera
ráð fyrir að a. m. k. 100,000 mál
veiðist á sólarhring.
Hjer er því um að ræða full-
komna nýung í íslensku atvinnu-
lífi, sem enginn hefur gert sjer
neina hugmynd um áður. Og all-
ar ráðstafanir, sem hingað til
hafa verið gerðar, til að hagnýta
sjer síldarafla, eru miklu smá-
tækari en þær, sem hjer þyrfti
að gera, til þess að tryggt yrði,
að hægt væri að taka á móti
slíkum afla og koma honum i
vinnslu og verð. — Síldve.iðin í
Kollafirði í fyrra gaf engar von-
ir um slík uppgrip. Enda var sú
veiði samtals ekki nmea 70,000
mál.
Rá&stafanir.
ÞAÐ er stór furða, hve greið-
lega hefur tekist að fá skip til
flutninga á síldinni norður á
Siglufjörð. Svo skyndilega hefur
þessi flutningaþörf borið að.
Myndi það hafa þótt ótrúlegt að
óreyndu, að takast mætti á ör-
skömmum tíma að fá skipako.st,
sem samtals tekur hátt á 100,
000 mál.
Hafa þar ýmsir átt hlut að
máli, en ríkisstjórnin ekki síst
og fulltrúar hennar í stjórn Síld
arverksmiðja ríkisins.
Að vísu reyndist það ekki
eins vel og vonir stóðu til,
að nota hið stóra ameríska skip
til flutninganna. Því það komst
ekki lengra en til Patreksfjarð-
ar með allan farminn, er það
tók hjer. En þar verður senni-
lega Ijett á skipinu áður en það
heldur lengra.
Þegar tekið er tillit til upp-
gripanna, sem hjer eru nú, þá
verður aldrei hægt að leigja
skip, sem gætu haft undan, að
flytja svo mikið aflamagn. Og
þó það væri framkvæmanlegt
um hávetur, þá myndi fljótlega
alit yfirfyllast á Siglufirði. Því
afköst Síidarverksmiðja rík-
isins þar, er ckki nema 25,000
mál á sólarhring, þegar best
gengur, en síldarþrær verk-
smiöjanna taka þar alls um. 90,
000 mál.
Framtz&in.
ÞAÐ verður ekki í framtíðinni
hægt að treysta á flutninga á
svo miklum aila hjeðan til hinna
norðlensku verksmiðja. Þegar
verðlagið lækkar á afurðunum,
verður ekki hægt að leggja hinn
mikla flutningskostnað á síldar-
verðið. Ef 300,000 mál verða
ílutt hjeðan norður á þessari
vertíð, þá fara 6 milljónir í
flutningana.
Til þess að nokkur trygging
geti heitið fyrir því, að upp-
gripasíldveiði, svipuð því, sem
nú er reynsla fyrir, að hjer get-
ur orðið, komi til hagnýtingar,
verður því að vera vinnslustöð
fyrir síldina hjer nyrðra. Og sjá
þar fyrir meira geymsluplássi
fyrir aflann en nokkurn hefur
áður grunað, að þyrfti hjer á
landi.
Ef menn hugsa sjer að síld-
inni megi stafla í 5—6 metra
djúpar þrær, þá þarf þró fyrir
100 þúsund mál, samkv. laus-
legum útreikningi, að hafa 2500
—3000 fermetra grunnflöt eða
vera að gólffleti hátt í dagsláitu
að stærð. Verði þróin 12 metrar
á breidd, en talið er óhentugt,
að hafa slíkt ílát öllu breiðara,
þá þyrfti slík þró að vera yfir
200 metrar á lengd.
Er þetta nefnt hjer, til þess
að gefa mönnum nokkra hug-
mynd um, hvaða mannvirai
hjer útheimtast. Því vei má
hUgsa sjer, að síldarþrær fyrir
Hvalfjarðarsíld þurfi að vera
margfalt meiri en þetta.
Staðurinn.
MJER skilst að þeir menn, eða
sú nefnd manna, sem á að hafa
þetta mál til úrlausnar, þurfi
að hafa hraðann á. Svo ákveðið
verði sem fyrst, hvar slík síld-
arverksmiðja og síldargeymsla
eigi að vera.
Reynsla er nú fyrir því, að
þar sem slík vinnslustöð verður,
þarf einnig að vera gott skipa-
lægi fyrir um eða yfir 100 full-
fermd síldarskip. — Sá staður
verður vart auðfundinn eða auð
fenginn, utan Reykjavíkurhafn-
ar. Og þarf jafnvel bættan að-
búnað hjer í innanhafnargarði
svo vel sje.
Er þetta mikið og aðkallandi
vandamál, sem leysa þarf með
meiri hraða, en áður eru dæmi
til hjer á landi. Þar sem um er
að ræða mikilsverðan þátt í at-
vinnuvegum landsmanna, sem
komið hefur til greina, svo ao
segja allt í einu. Og eðlilegt að
menn átti sig ekki á því til fulls
strax hversu mikil og övænt
uppgrip geta átt sjer stað og hve
stórtækar ráðstafanir þarf að
gera. Að reisa hjer 5000 mála.
verksmiðju eins og talað var
um fyrir nokkrum dögum fyrir
Hvalíjarðarsíldina, er eins og
að smíða dúkkuhús handa fíl.
Það er hverju orði sannara,
sem haft er eftir Árna magister
Friðrikssyni, að enginn getur
um það sagt, hvort önnur eins
ganga kemur inn í Hvalfjörð á
næsta ári. En hitt er þá líka
augljóst mál, að þar eð menn
vita, að síld hefur árlega verið
hjer í flóanum, þá er ástæða til
að vonast eftir að þessi ganga
inn í þenna eina fjörð sje ekki
einsdæmi, og búast megi við
einhverju svipuðu á næstu ár-
um. Ekki síst þar eð í veiðinni
eru margir aldursflokkar.
Þáttur kommúnista.
TELJA má það nú orðið sem al-
veg fastan þátt í öllum málum,
sem almenning varða, að þar
leiki kommúnistar sinn skrípa-
þátt. Fyrir nokkrum dögum
fundu þeir það út, að engin
vandræði eða erfiðleikar hefðu
orðið á afhendingu og á hag-
nýtingu síldarinnar, sem hjer
hefur komið á land, ef hjer
hefði verið starfandi síldarút-
vegsnefnd, til að sjá um söltun
á Faxasíld á þessu ári. Þetta
sýnir best hve gersamlega menn
irnir eru út á þekju. því hvernig
hefði átt, að hafa hjer útbúnað
til þess að geta saltað og komið
frá sjer sem svaraði 50—100,000
saltsíldartúnnum á dag?
Menn sem halda, að hjer sje
hægt að taka á móti hmum
mikla Hvalfjarðarafla í tunnur,
vita sýnilega ekkert hvað hjer
er um að vera.
En þá gerðu kommar sig enn
hlægilegri, er þeir ruku til, og
fluttu tillögu um það í þinginu,
að gera þyrftu ráðstafanir til að
skipa síldinni á land hjer syðra,
en hreyfðu ekki því máli, fvrri
en daginn eftir, að þeir vissu, að
stjórn síldarverksmiðjanna
hafði hafist handa til ’fam-
kvæmda fyrir nokkru.
Kommúnistar
og þjóðarheill.
AFSTÖÐU kommúnistanna er
best lýst með orðum Þórodds
Guðmundssonar á Siglufirði,
Þegar að því var fundið við
hann, að hann vildi ekki að
stjórn síldarverksmiðjanna hæf-
ist handa um síldarflutninga
norður. „Hvað varðar mig um
þjóðarhag“? sagði kommúnist-
inn. Þá talaði hann blákaldatm
sannleikann. Kommúnista /arð-
ar ekkert um þjóðarheill. Þeirra
stefna og starf miðar í aðra
iÍAlíl BHíi
Sameinað stendur það — sundrað fellur það.
átt. Þeir eru erindrekar þeirrar
stjórnmálastefnu, sem vill miða
að því, að hjer, sem annarsstað-
ar vestan járntjaldsins, komist á
glundroði í þjóðfjelaginu.
Þess vegna talar Þóroddur
Guðmundsson, erindreki komm-
únista á Siglufirði út frá sinni
hjartans þrá, er hann segir að
sig varði ekkert um þjóðarheill
íslendinga.
Þeir finna kuldann.
ANNARS eru kommúnistar
venju fremur úrillir þessa daga.
Þeir eru farnir að finna til þess,
að afstaða almennings gagnvart
þeim er mjög tekin að mótast
eftir sjerstöðu þeirra í þjóðfje-
laginu.
Þegar þeir bera fram á AI-
þingi lagafrumvörp, sem eiga i
orði kveðnu að vera til heilla
fyrir þjóðina, að því er þeir
sjálfir segja, þá fer ekki hjá
því, að tillögum þeirra verði
mætt með kulda. Vegna þess að
menn vita, að á bak við allt
saman, allt talið og bollalegg-
ingarnar, er hið sama hugarfar
og kemur fram í hinni kjarnoröu
setningu Þórodds Guðmundsson-
ar: Hvað varðar mig um þjóðar-
hag?“
Tillögur kommúnista bera
líka ótvíræð merki þessa hugar-
fars. Þeir vilja draga ,,úr tekj-
fars. Þeir vilja draga úr tekj-
útbýta síöan „gróða hans af
tekjumissinum" til atvinnurek-
endanna. En vegna þess að ríkis
sjóður fær minni tekjur, á hann
að geta tekið á sig auknar á-
byrgðir og greitt uppbætur á
markaðsverð útflutningsvar-
anna þegar ekki fæst fyrir þær
framleiðsluverð á heimsmark-
aði.
Með tillögum sínum viður-
kenna kommúnistar að leggja
þurfi hömlur á dýrtíðina. Og
má segja, að sí viðurkenning
sje furðuleg frá þeirra hlið. En
bjargráðin eru líka ekta komm-
únistisk. Verka í gagnstæða
átt við það, sem tillögumenn
segja að þeim sje ætlað. Sem
eðlilegt er. Því mennirnir vilja
hrun í þjóðfjelaginu, eins og
þeim er fyrirskipað.
Stóri sannleikur
og hinn minni.
ÞEGAR hið nýja alþjóðabanda-
lag kommúnista var endurreist
| í haust, var strax búist við þvi,
| að næsta sporið yrði, að komm-
: únistar reyndu að brjótast tii
valda í Frakklandi.
I Þetta er nú komið á daginn.
Þar í landi standa nú yfir hin
hatramlegustu átök, á mihi
kommúnista og miðflokkanna,
sem fara þar með stjórn. Til
þess að stemma stigu við upp-
vöðslu og yfirgangi kommúnista
hafa Frakkar orðið að setja
ströng lög, þar sem ákveðin er
hegning við að örfa til verkfalla
og annara skemmdarverka.
En um leið og þingmeirihlui-
inn samþykkir slíkar ráðstafan-
ir segir ÞjóðViljinn hjer, að það
sjeu þingflokkarnir, sem semja
lögin til verndar þjóðf jelaginu, {
er standi fyrir skemmdarverk-1
unum. Svona frjettaburður get-
ur komið flutningsmönnum að
haldi, þar sem „sannleikurinn
er þjóðnýttur" eða m.ö.o. lýgjn
skipulögð. En ekki annarsstaðar.
Slíkur frjettaburður Þjóðviljans
i sannar að blaðið er ekki annað
en lítil útgáfa af þeim sovjet-
sannleika, sem gefin er út dag-
lega fyrir alla kommúnista í
heimi og heitir á rússnesku
Pravda. Og allir sannir komm-i
únistar í heiminum verða að
fara eftir og allir verða að trúa.
A ý sannleikslegund.
ÞÓ VIÐ sjeum þenna spöl fyrir
vestan járntjaldið, þá eru áhrif-
in hingað til lands þaðan að
austan á hverjum degi, í frjetta-
flutningi Þjóðviljans.
Það er ekki fyrr en nú fyrir
'skömmu, að almenningur hjer á
landi hefur skilið til fulls, hina
„austrænu sannleiksást“. En
hún er svona: Að það sem yfir-
stjórn hins alþjóðlega kommún-
istaflokks segir, það er hið eina
sanna og rjetta í augum komm-
únista. Ekki svo að skilja, að
menn, sem eru í kommúnista-
flokknum, kunni ekki einstaka
sinnum að hafa aðrar skoðanir.
En aðalatriðið er, að afbrigði i
skoðunum eru óleyfileg. Þar sem
kommúnistastjórn er í landi, þar
er það beinlínis ólöglegt, að
trúa öðru en því sem manni er
sagt. Allar skoðanir í smáu,
sem stóru, sem brjóta í bág við
vilja og kenning hinna ráðandi
kommúnista eru lagabrot, sem
nálgast landráð.
Áformin.
NÚ ER það vitað, og augljóst
mál, að það er fullkominn á-
setningur valdsmanna fyrir
austan járntjaldið, að ná yfir-
ráðum yfir allri Evrópu, alla
leið vestur að Atlantshafsströ.ud.
Svo það er kominn tími til, fyrir
allar þjóðir, og alla menn í vest-
anverðri álfunni, að gera sjer,
sem fyllsta grein fyrir því, hvers
konar líf og kjör þeim eru búin,
sem verða að lifa lífi sínu undir
járnhæl kommúnismans, ef líf
skyldi kalla.
Ef menn hugsa sjer t.d., að
hjer ríktu kommúnistar, í því
almætti, sem á sjer stað, þar
sem hið austræna stjórnarfar er
komið á, þá ætti einvaldur
landsins að segja alþjóð manna
til um það hvaða skooun menn
megi hafa á öllum sköpuðum
hlutum. Menn læsu það í Þjóð-
viljanum á hverjum degi. En
önnur frjettalind væri ekki leyfð
í landinu.
Þeir menn sem eiga heima í
slíku þjóðfjelagi, mega í engu
breyta gegn vilja kommúnista-
stjórnarinnar. Þeir, sem það
kynnu að gera, þeir eru tafar-
laust hneptir í þrældóm og
með þá farið sem svikara við
þjóðf jelagið. Þetta er ekki ágisk
un eða hugarburður. Þetta er
hinar daglegu staðreyndir úr lífi
hundraða milljóna manna. Þetta
er upphafið að stofnun hinna
rússnesku fangabúða. En giskað
er á, að þar sjeu nú um 10 millj.
manna í þrælkun.
Það er hugsjón allra komm-
únista í öllum heimi, að hneppa
þjóðir .sínar í slíka kúgun. Alveg
eins íslenskra kommúnista, sem
annara. En æði margir menn
hjer á landi eru enn fylgismenn
kommúnistaflokksins af ein-
skærum aulaskap. Það verður
ekki nefnt öðru nafni. Menn,
sem halda að kommúnistar
vinni að velferð alþýðunnar í
landinu og sjálfstæði þjóðarinn-
ar(!)
Kommúnismi er í dag svart-
asta kúgunarvald, sem til er i
heiminum. Ekki arftaki nasism-
ans, heldur fyrirennari hans og
fyrirmynd. Og þegar kommún-
istar tala um, að þeir vinni fyrir
sjálfstæði landsins, þá gera þeir
sig að hlægilegum flónum. —
Menn, sem vinna nótt og nýtan
dag, eftir fyrirskipunum frá er-
Frh. á bls. 12.